Kjósarhreppur - Myndir
16. febrúar 2018

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð

 

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verður haldinn sunnudaginn 25. febrúar kl. 14:30 í Garðakaffi á Akranesi. (Ath. aðalfundinum sem vera átti 11. feb. var frestað vegna óveðurs).

 

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Tillaga að verkefnum næsta starfsárs

3. Önnur mál

4. Ávörp gesta

 

Heitt á könnunni og meðlæti.

Allir sem áhuga hafa á verndun náttúru og lífríkis eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi Umhverfisvaktarinnar.

Stjórnin 

 

meira...
6. febrúar 2018

Píparar og tilboð !

 

Ertu að leita að pípara ?

Vantar þig heitan pott ?

 

Inn á síðu Kjósarveitna er að finna lista yfir pípara og hin ýmsu tilboð: http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/piparar-og-tilbod/

 

Varstu t.d. búin(n) að skoða úrvalið af heitum pottum hjá Godda ?

http://goddi.is/voruflokkur/pottar/

 

Allir sem vilja auglýsa þjónustu sína eða vörur hafi samband við

Kjósarveitur í síma: 566 7100 eða á netfangið: kjosarveitur@kjos.is

 


 

http://goddi.is/voruflokkur/pottar/

 

 

meira...
1. febrúar 2018

Kvöldmessa í Reynivallakirkju

 

 Kvöldmessa verður í Reynivallakirkju

sunnudagskvöldið 4. febrúar nk. - kl. 20

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Helgihald vor 2018 sjá HÉR
 
Verið velkomin til kirkju
Kærleikskveðja
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

meira...
14. janúar 2018

Almennur safnaðarfundur Reynivallasóknar, mánudag 15.janúar, að Reynivöllum

 

Boðað er til almenns safnaðarfundar að Reynivöllum (prestssetrinu),

mánudaginn 15. janúar nk, kl. 20:00

 

Dagskrá fundarins:

 

1. Val í Kjörnefnd Reynivallasóknar: Kjósa þarf þrjá aðalmenn og þrjá varamenn í kjörnefnd sóknarinnar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta eða setja sig í samband við formann Reynivallasóknar, Sigríði Klöru, sigridur@kjos.is, GSM: 841-0013

2. Önnur mál

 

Nánar um starf og leiðbeiningar fyrir kjörnefndir er að finna inn á slóðinni:   http://kirkjan.is/kosningar-og-kjornefndir/ 

 

Vonumst til að sjá sem flesta á safnaðarfundi að Reynivöllum.

 

F.h. sóknarnefndar Reynivallasóknar

Sigríður Klara Árnadóttir og

sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

 

 

meira...
11. janúar 2018

Þorrablótið í Kjósinni 2018

 

HIð árlega þorrablót kvenfélags Kjósarhrepps verður haldið laugardakvöldið 20. janúar.

Sjá auglýsingu HÉR   

meira...
11. janúar 2018

Breytt viðvera skipulags-og bygingarfulltrúa

 

Jón E. Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður framvegis við á fimmtudögum frá kl 13:30-19:00.  Jón verður einnig með viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum frá kl 09:00-12:00 í gsm 699-4396 

meira...
10. janúar 2018

Plastlosun á föstudaginn

 

Plastgámar verða losaðir á föstudaginn 12. janúar.

meira...
3. janúar 2018

Þrettándafagnaður í Félagsgarði

 

Jólin verða kvödd  í Félagsgarði laugardagskvöldið 6. janúar á þrettánda degi jóla og hefst kl 19:00.   Dagskráin verður með venjubundum hætti.

 

Fyrst verður gengið í kringum jólatréð, sungið og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Kveikt verður í „risabrennunni„ um kl. 20:00.

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði.

Gestir eru vinsamlegast beðnir taka með sér jólamatarafganga til að setja á sameiginlegt veisluborð.  Mikið er oft um dýrðir á þrettándanum þegar jólin eru kvödd en ljúka skal þá við allan jólamat og drykk.

Barinn verður opinn fyrir þá sem ekki eiga neina drykkjarafganga(gos o.fl.).

Til að lífga upp á er fólk kvatt til að koma í búningum t.d. sem  álfakóngar, drottningar, púkar eða  vættir.

 

Kjósarhreppur stendur ekki fyrir flugeldasýningu eins og undanfarin ár af virðingu við hina mállausu íbúa sveitarinnar.   Flugeldasýningar og sprengingar hafa valdið ofsahræðslu hjá dýrum og þannig valdið alvarlegum slysum.

 

meira...
3. janúar 2018

Folaldasýning Adams

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós heldur árlega folaldasýningu sína þann 13.  janúar næst-komandi og hefst hún stundvíslega kl.  12:00.   Folaldasýningin verður haldin í Miðdal í Kjós en þar ráða húsum hrossaræktendurnir Svanborg Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Davíðsson.

„Landskunnir“ dómarar dæma um gæði folalda og keppt verður í tveimur flokkum, merfolöld og hestfolöld.   Verðlaunað verður fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur farandbikar fyrir  glæsilegasta folald sýningarinnar.   Aðeins folöld sem hafa verið ræktuð af félaga  í hestamannafélaginu Adam og/eða eru í eigu félagsmanns eru gjaldgeng til verðlauna á sýningunni. 

Við dómstörfin munu dómurum vera ókunnugt um foreldra og eigendur eða ræktendur þeirra folalda sem sýnd verða en allt verður upplýst þegar úrslit liggja fyrir.

Skráningagjald fyrir hvert folald er kr. 1.500,- og þarf að greiða skráningagjaldið með peningum til gjaldkera Adams við upphaf sýningarinnar.  Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 24:00 að kvöldi fimmtudagsins 11. janúar 2018 en í tilkynningunni þarf að upplýsa nafn folalds, lit, nafn móður og nafn föður.   Tilkynningu um þátttöku skal senda með tölvupósti í odinn@fulltingi.isog/eða flekkudalur@gmail.com, middalur@emax.is

 

meira...
22. desember 2017

Jólakveðja frá Kjósarveitum

Lagningu dreifikerfis hitaveitu Kjósarhrepps er lokið og þar með 2ja ára verkefni einungis tveim vikum eftir áætluð verklok, sem er ekki mikið á jafn viðamiklu verkefni.
Hörður Úlfarsson og hans menn hjá Gröfutækni ehf komu síðustu heimtauginni í jörð föstudaginn 8. desember sl.
Jón Ingileifsson og hans hópur hjá Magnúsi Ingberg Jónssyni ehf lauk sínum verkhluta um miðjan október. Þeir tóku í kjölfarið til við að leggja 10 heimæðar sem voru komnar á biðlista og luku þeirri vinnu fyrir októberlok.
Næsta vor verður farin lokaúttekt á framkvæmdasvæðinu til að sjá hvernig jarðvinnan kemur undan vetri. Jafnframt verður haldið áfram næsta vor með þær heimæðar sem eru á biðlista og koma til með að bætast við.

 

Tengistaðir voru alls 462, í dag eru 190 af þessum stöðum farnir að nota heita vatnið og því ljóst að heilmikil tengivinna er framundan.
93% íbúðarhúsa í Kjósinni sóttu um hitaveitu og nú þegar er 71% þeirra farin að njóta hitaveitunnar.
Varðandi sumarhúsin í Kjósinni, þá sóttu 73% þeirra um hitaveitu og er farið að renna heitt vatn um 36% af þeim.
Margir eru að bíða eftir pípulagningarmönnum til að klára innanhúslagnir hjá sér, mikill uppgangur er í þjóðfélaginu og því víðar beðið eftir iðnaðarmönnum en í Kjósinni.

Verkís ehf hefur sinnt kostnaðareftirliti með framkvæmdinni, haldinn var síðasti verkfundur með þeim 13. desember og hafa kostnaðaráætlanir staðist.
Eina sem ekki stóðst voru styrkgreiðslur frá ríkinu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðu svæði skv. lögum nr. 78/2002, sem áttu að koma jafnt og þétt eftir því sem íbúar tengdust. En það horfir allt til betri vegar og skv. upplýsingum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu er gert ráð fyrir greiðslum strax í ársbyrjun 2018. Í kjölfarið verður farið í endurfjármögnun þeirra lána sem hvíla á verkinu.

 

Í ársbyrjun 2018 tekur ný gjaldskrá gildi, heimæðargjöld munu hækka um 20%, (þar sem útboðsverðin gilda ekki lengur hjá verktökum og efnissölum) en verðskrá fyrir sjálft heita vatnið verður óbreytt.

 

Kjósarveitur ehf þakka viðskiptavinum sínum, íbúum, sumarhúsaeigendum, landeigendum, hönnuðum, verktökum, efnissölum og öllum öðrum velunnurum veitunnar fyrir góða samvinnu og ómetanlega þolinmæði á meðan þessar stórframkvæmdir voru í gangi.

 

Með bestu óskum um hlýleg komandi ár.

Stjórn Kjósarveitna:
Pétur Guðjónsson, Bæ - stjórnarformaður
Guðmundur H. Davíðsson, Miðdal
Jón Bjarni Bjarnason, Norðurnesi - f.h. sumarhúsaeigenda í Kjós
Karl Magnús Kristjánsson, Eystri-Fossá
Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli

og starfsmenn:
Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Kjartan Ólafsson, rekstrarstjóri 

 

 

meira...
22. desember 2017

Jólakveðja frá Kjósarhrepp

 

meira...
18. desember 2017

Sorp ekki tekið í dag

 

Sorp verður ekki tekið í dag vegna mikillar hálku. Reynt verður á morgun eða hinn.

meira...
12. desember 2017

Á döfinni

 

Miðvikudaginn 13. desember  verður  sveitungum, 67 ára og eldri boðið í hátíðarkjöt og meðlæti  í Ásgarð, kl 13:00. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 

Laugardaginn 23. desember á Þorláksmessu  verður hin árlega skötuveisla í Félagsgarði og hefst skötuveislan  kl 13:00.

Pantanir óskast á mailið felagsg@gmail.com eða í síma 823 6123 fyrir fimmtudaginn 21. desember

 

Mánudaginn  25. desember- jóladagur.  Messa í Reynivallakirkju kl 14:00.

Hægt er að koma við í Ásgarði og ná sér í nýja bók og skila öðrum á opnunartíma skrifsstofu. Fullt af nýjum bókum.

 

Jólaballið verður í tengslum við Þrettándafagnaðinn í janúar á nýju ári.

 

Þorrablót kvenfélagsins verður með hefðbundnum hætti  20. janúar 2018.

 

meira...
5. desember 2017

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði á laugardaginn

 

Aðventumarkaðurinn verður í Félagsgarði á laugardaginn þann 9. des frá kl 12:00-17:00. Fjölbreyttar vörur verða á boðstólum og má þar helst nefna:

 

Snorri og Sveina verða með safaríkar jólasteikur, forrétti og dásamlegt meðlæti frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt

Lilli og Begga verða með sitt landsfræga, Kiðafells tvíreykt hangikjöt.

Sigga á Bakka verður með hönnun sína, SG Textil.

Nana verður með sitt frábæra handverk, Nana.

Rosmary heldur áfram að safna fyrir skólastarfi í Kenýja og mun sýna myndir af starfi þeirra hjá TEARS CHILDREN

Fjölskyldufyrirtækið Hnyðja verður með ýmis konar handverk svo sem nytja- og skrautmuni, að mestu unnið úr tré. (Hnydja.is)

Svanborg Eyþórsdóttir verður með skartgripi, hekl, prjónavörur og tækifæriskort.

Bókin stórgóða, Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga og Kjósarmyndin verða einnig til sölu á markaðnum.

 

Kvenfélag Kjósarhrepps sér um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.

Þetta og margt fleira verður að finna í Félagsgarði laugardaginn 9. des.

 

Að markaði loknum verður hægt að glöggva sig aðeins á aðventunni á barnum, á neðri hæðinni í Félagsgarði.

 

Sjá auglýsingu Hér.

meira...
30. nóvember 2017

Aðventukvöld í Reynivallakirkju 3. desember - kl 20

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju

á fyrsta sunnudegi í aðventu,

3. desember nk, kl. 20:00.
 
Sigurður Guðmundsson, Flekkudal flytur hátíðarræðu.
Krakkar úr Kjósinni syngja.
 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.
 
Boðið verður upp á notaleg stund við aðventukrans og kertaljós.

Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.
 
Verið velkomin til kirkju
Kærleikskveðja
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur  

 

 

 

meira...
20. nóvember 2017

Bókasafnið opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið verður opið 22. nóvember frá kl 20:00-22:00.                                         Fullt af nýjum bókum og allir velkomnir. Nokkrir hafa gleymt að skila bókum og eru vinsamlega beðnir um að koma þeim til síns heima 

meira...
17. nóvember 2017

Ljósleiðarafréttir í Kjósarhreppi

 

Um miðbik ársins 2017 stóðu væntingar til þess að ljósleiðarakerfið yrði fullbyggt og tilbúið til notkunar fyrir árslok 2017.  En eins og gefið var í skyn og varað við á íbúafundi í Félagsgarði  þann 7. nóvember síðastliðinn voru blikur á lofti varðandi það hvort þessar væntingar gengju eftir.  Ástæðan, frestun á afhendingu ljósleiðarastrengsins  vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Nú er kominn staðfestur afhendingartími. Áætlaður verktími eftir afhendingu  eru 8-10 vikur. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum nú má gera ráð fyrir að vinna við út af standandi framkvæmdir, þ.e. ísetningu ljósleiðarastrengja í rörin, samtengingu kerfisins við núverandi fjarskiptakerfi landsins og ekki síst frágangi á ljósleiðaraþráðum inn á heimili og sumarhús hefjist  fyrri hluta janúar 2018. Það er því von okkar að allir tengistaðir verði tengdir við hið nýja ljósleiðarakerfi fyrir lok mars 2018.  Verðum engu að síður að vera meðvituð um að vetur konungur kann að hafa áhrif á þessa áætlun, en um leið er vonast til þess að hann verði okkur hliðhollur og tefji verkið ekki frekar.

 

Nú þegar hafa um 220 umsóknir borist frá íbúum og sumarhúsaeigendum en vert er að minna á að þeir sem vilja ekki tengingu núna og vilja koma inn seinna munu þurfa að greiða hærra verð það er að segja tengigjaldið + útlagðan kostnað.

 

Nálgast má umsóknareyðublað HÉR  prenta, fylla út og senda á netfangið gudny@kjos.is

 

Innheimta tengigjalda mun þá samkvæmt  þessu hefjast í byrjun árs 2018. 

meira...
16. nóvember 2017

Kjósin í kvikmyndum - leikara vantar næsta laugardag

Kæru íbúar og sumarhúsaeigendur í Kjós.
Það hefur varla farið fram hjá ykkur að verið er að taka upp mynd í Kjósinni - Ófærð 2.
Tökur hófust inn í Brynjudal í byrjun nóvember, búið að taka heilmikið upp í kringum Möðruvelli og nú er komið að Reynivöllum.


Laugardag 18. nóvember, þá erum við að fara að taka upp stóra hópasenu í kirkjunni á Reynivöllum.

Þetta er allur dagurinn sem að við verðum í tökum ef að áhugi er að taka þátt þá megið þið endilega senda umsókn á extras@rvkstudios.is með nafni, mynd, aldri og símanúmer. Við erum aðallega að leita að fólki yfir 30 ára.


Með fyrirfram þökkum, Gunnar RVK Studios

http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/10/09/tokur_hefjast_bratt_a_ofaerd_2/

 

 

meira...
13. nóvember 2017

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn

þriðjudag 28. nóvember 2017 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.


 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á Árna B. Bragasyni frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2016 með okkur. Svo verður hann með kynningu á hrútakostinum sem eru á sæðingastöð í vetur. Þetta er því tilvalið tækifæri til þess að kynna sér úrvalið fyrir sæðingar


Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2016
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð

 

Kaffi í boði!

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós 

 

 

meira...
9. nóvember 2017

Aðalfundur Adams

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember 2017, kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.

7.      Kosning formanns til tveggja ára í senn.

8.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

10.  Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

11.  Veiting ræktunarverðlauna.

12.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 

meira...
2. nóvember 2017

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði

 

 

Aðventumarkaðurinn 2017 verður í Félagsgarði laugardaginn 9. desember. 

Þeir sem áhuga hafa á að vera með sölubás eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Einar í gegnum netfangið felagsg@gmail.com

meira...
2. nóvember 2017

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2016-2028 – tillaga.

 

Kjósarhreppur hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags  Kjósarhrepps undanfarin ár. Steinsholt sf sem síðar sameinaðist Eflu hefur séð um þá vinnu og stefnt er að ljúka nú á vormánuðum.

 

Aðalskipulagstillagan mun liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Kjósarhrepps í  Ásgarði  frá 3. nóvember og  hér á síðunni.  

Sjá:  Aðaluppdráttur,   Flokkun  landbúnaðarlandsGreinargerðForsendur og umhverfisskýrsla.

 

Kynningarfundur verður Félagsgarði þann  7. nóvember og hefst  kl. 20:00.

Athugasemdir berist  síðan til skipulagsfulltrúa fyrir 24. nóvember.

 

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri ljósleiðaravæðingar í Kjósarhreppi mun einnig mæta á fundinn í Félagsgarði þann 7. og fara  yfir stöðu þeirra mála.

 

meira...
2. nóvember 2017

Ljósamessa í Reynivallakirkju næsta sunnudag kl. 14

 

Ljósamessa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. nóvember kl.14.

 

Látinna ástvina minnst.


Fólki er boðið að tendra ljós til minningar um látna ástvini.

Lesin verða sérstaklega upp nöfn þeirra sem látist hafa s.l ár og skráð er í kirkjubækur Reynivallaprestakalls. 

Ljós tendrað þeim til minningar, athöfnin endar við sálnahlið Reynivallakirkjugarðs.


Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.

Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.


Verið hjartanlega velkomin!
Sóknarprestur og sóknarnefnd.

 

 

meira...
31. október 2017

LANDSLAG OG ÞÁTTTAKA

 

Kvöldmáltíð í Kjós – Stefnumót við landslag

 

Föstudaginn 10. nóvember kl. 19.30 í Hlöðunni að Hjalla

 

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið til kvöldmáltíðar og stefnumóts við landslag föstudagskvöldið 10. nóvember.

 

Sjá nánar hér

meira...
30. október 2017

Sviðaveisla í Hlöðunni á Hjalla

 

Sviðaveisla

í Hlöðunni  að Hjalla

4.nóvember 2017

Húsið opnar kl. 20 – Borðhald hefst kl. 21

Kokkur Jón Þór

Drykkjarföng seld á staðnum

Aðgangseyrir  kr: 4900

Miðapantanir fyrir 1.nóvember

  í síma: 8972219- Hermann / 8682219 Birna

kaffikjos@kaffikjos.is

Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn

 

meira...
30. október 2017

AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPS 2016-2028

 

Kynningarfundur í Félagsgarði 7. nóvember kl. 20:00

 

Kjósarhreppur hefur unnið að endurskoðun á aðalskipulagi fyrir sveitar­félagið og er vinna við það langt komin.

 

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekur hún til alls lands innan sveit­ar­félagsins. Í aðal­skipu­lagi er mörkuð stefna og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðar­byggð, sumarhúsabyggð, verndar­svæði, atvinnusvæði o.fl.

Í tengslum við aðalskipulagsvinnuna var landbúnaðarland flokkað eftir rækt­un­ar­hæfni þess. Niðurstaða þeirrar vinnu verður einnig kynnt.

 

Aðalskipulagstillagan mun liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Kjósarhrepps í Ásgarði  frá 3. nóvember og á www.kjos.is

Athugasemdir berist til skipulagsfulltrúa fyrir 24. nóvember.

 

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri ljósleiðaravæðingar í Kjósarhreppi mætir á fundinn og fer yfir stöðu þeirra mála.

 

 

meira...
24. október 2017

Ísland allt blómstri - Fundur í Kjós

 

Fundur um hugmyndir að nýrri byggða- og landbúnaðarstefnu – Ásgarði Kjósi fimmtudaginn 26. október kl. 20.00

Framsögumenn verða Haraldur Benediktsson og Óli Björn Kárason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Allir velkomnir.

meira...
24. október 2017

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps.

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar.

Kjörstaður vegna kosning til Alþingis  í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 28. október  n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12:00-20:00.                          

Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað.

Í Kjósarhreppi eru 192 á kjörskrá.

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.

 

 

 

meira...
19. október 2017

Bubba-tónleikunum frestað

 

Kæru Kjósverjar, því miður þarf Bubbi að fresta tónleikum sínum á föstudaginn í Félagsgarði í Kjós vegna óviðráðanlegra orsaka.

Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Við erum samt í stuði og ætlum að hafa barinn opinn frá 19-01 á föstudaginn 20. okt. Kósý stemning og opnunartilboð á bjór og víni.

 

Vonumst til að sjá sem flesta sveitunga.

Vertarnir í Félagsgarði

 

meira...
19. október 2017

Hrútasýning í Kjós 2017

 

Hin geysivinsæla hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós var haldin þriðjudaginn 17. október á Kiðafelli.

Stjórn félagsins

 

 Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Mosfellsdal og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum: veturgömlum hrútum, hyrndum lambhrútum, kollóttum lambhrútum og svo var besti misliti lambhrúturinn sérstaklega verðlaunaður.

 Mæting á sýninguna var með besta móti og höfðu gestir á orði að féð liti sérlega vel út þetta árið.

 

 

 Bestu hrútarnir voru eftirfarandi:

 Hyrndir lambhrútar

 1. Hrútur númer 87 frá Kiðafelli, 87 stig. Sérlega breiðvaxinn og fallegur samanrekinn köggull.

 2. Hrútur númer 736 frá Morastöðum, 87 stig. Útlögumikill hrútur.

 3. Hrútur númer 370 frá Kiðafelli, 85 stig. Sprækur mjög.

 

Kollóttir lambhrútar

 1. Hrútur númer 778 frá Miðdal, 86 stig.

 2. Hrútur númer 43 frá Kiðafelli, 85,5 stig.

 3. Hrútur númer 2 frá Kiðafelli, 85,5 stig.

 Besti misliti lambhrúturinn var Svartur frá Kiðafelli. Sá var seldur samstundis.

 

Veturgamlir hrútar og skjaldarhafi 2017

 1. Tugur frá Kiðafelli, 85 stig. Holdugur, breiðvaxinn og útlögumikill hrútur.

 2. Garður frá Morastöðum. Fallegur, holdmikill hrútur með gott skap.

 3. Prins frá Kiðafelli. Kollóttur hrútur, feiknalega holdgóður en stuttur. Köggull!

 

Stjórn Sauðfjárræktarfélagsins óskar sigur­vegurum til hamingju, þakkar gestum fyrir komuna og bóndanum á Kiðafelli fyrir frábæra aðstöðu.

 

meira...
18. október 2017

Tilkynning um framlagningu kjörskrár

 

 

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október 2017 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Kjósarhrepps í  Ásgarði á auglýstum opnunartíma  til kjördags.  Á kjörskrá eru: 192.

meira...
16. október 2017

Bubba-tónleikar í Félagsgarði

 

Bubba-tónleikar  verða í Félagsgarði  föstudaginn  20 okt.

Húsið opnar kl  20.00 og  tónleikar hefjast  kl 20.30

Barinn er opinn eftir tónleikana til 01.00. Miðaverð 3.900 krónur.

Miðasala á midi.is og við innganginn.

 

Hægt er að skoða auglýsingaplakatið HÉR

 

meira...
13. október 2017

Vinna við lokakafla Kjósarskarðsvegar hefst fljótlega

 

  Í lok september voru tilboð opnuð í endurbyggingu Kjósarskarðsvegar (48) frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls, að Þórufossi.

 

Verkið felst í undirbyggingu vegarins á sama stað, lögn ræsa, útlögn burðarlaga og klæðingar á 7,5 km kafla.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir ehf., Selfossi átti lægsta tilboðið.

 

Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að ganga frá samningum. Þannig að þeir ættu að geta byrjað fljótlega.

 

Verklok eru 1. október 2018, útlögn klæðingar skal þó lokið fyrir 1. september 2018.

 

Verður það virkileg samgöngubót þegar þessi mikilvægi vegur verður orðinn ökuhæfur.

Gert er ráð fyrir að veghefill komi í næstu viku til að hefla versta kaflann í veginum, sem er orðinn illfær út af holum og skorti á ofaníburði.

 

Nánari upplýsingar um útboðið er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar:

http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/utbod/nidurstodur-utboda/kjosarskardsvegur-48-vindas-fremri-hals-1

 

 

meira...
9. október 2017

Reynivallakirkja - kyrrðarstund miðvikudagskvöld kl. 20

 

  Kyrrðarstund með ilmolíu-blessun í kirkjunni næsta

   miðvikudagskvöld

   11. október kl.20. 

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls flytur tónlist við hæfi.

Organisti: Guðmundur Ómar.

 

Allir velkomnir

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

Reynivallakirkja er nú böðuð bleiku ljósi í október tileinkað þeim sem látist hafa af völdum krabbameins, heyja baráttu við krabbamein og þeirra sem hafa náð bata.

 

 

meira...
9. október 2017

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins

 

Hin árlega hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  þriðjudaginn 17. október og hefst klukkan 13.00.

Þar geta bændu fengið stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
 
Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu  RML  eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.
 
Um kl. 16:00 verður verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt  og eru allir hjartanlega velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.

Svo er auðvitað um að gera að kaupa og selja kynbótagripi !

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Sauðfjárræktarfélagið Kjós 

 

 

meira...
3. október 2017

Rotþrær hreinsaðar

 

Rotþrær verða hreinsaðar á eftirtöldum svæðum í næstu viku. Svæðin eru þessi: 1-2, 36-40, 42-63.

 

Hægt að Skoða hér hvaða svæði þetta eru.

meira...
13. september 2017

Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2017

 

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.

 

1.   rétt verður sunnudaginn  17. september kl. 15,00

2.   rétt verður sunnudaginn  8. október kl. 15,00

 

 

meira...
12. september 2017

Rafmagnslaust í hluta Kjósarinnar, miðvikudag 13.sept um hádegi

 

 

Rafmagnslaust verður í Kjós

frá Blönduholti að Brynjudal og Þorláksstöðum,

miðvikudaginn 13.09.2017

frá kl 12:50 til kl 13:00 vegna vinnu við spennistöð.


Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390. 

 

 

Svæðið sem verður rafmagnslaust

 

 

meira...
1. september 2017

Heitt vatn komið alla leið niður að Hvammi

Þrýstiminnkari við Raðahverfi,

niður við Hvalfjörð.

Ljósmyndari: Kjartan Ólafsson

Elvar hjá Gröfutækni, læðist um

Ólaskóg.

Ljósmyndari: Ólafur Oddsson

 

Búið er að hleypa á annan áfanga dreifkerfis Kjósarveitna, af fjórum.

Legginn frá Hvassnesi að Baulubrekku niður að Hvammsvík,

um Ásgarð að Káraneskoti og framhjá Félagsgarði að Laxárnesi. 

 

Þar með geta 270 frístundarhús og 65 íbúðarhús tengst hitaveitu

eða 77,5% af þeim sem hafa sótt um hitaveitu.

Dælustöðin við Háls er ekki komin í gagnið þannig að Baulubrekka og 6 frístundahús þar upp í Hálsendanum eru ekki komin inn en styttist í það.

 

Gröfutækni og þeirra verktakar eru þegar byrjaðir með stofnlögnina um þriðja áfanga dreifikerfisins, sem er lögnin frá Eilífsdal, um Miðdal, Morastaði og niður að Kiðafelli.

 

Jón Ingileifs og hans hópur er að leggja lokahönd á hitaveitulagnir í Hömrum og Efri-Hlíð, á sumarhúsavæðinu Valshamri. Auk þess er heimtauga gengið hans byrjað að plægja niður heimtaugar upp að húsum í Norðurnesi.

 

Verkstaðan 30. ágúst 2017

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara (sigridur@kjos.is) og Kjartan (kjartan@kjos.is)

Kjósarveitum ehf

 

 

meira...
16. ágúst 2017

Breyttur viðverutími-byggingarfulltrúi ekki við í dag

 

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi er ekki við í dag en hafa má samband við hann í gsm: 699-4396.

Jón verður framvegis við á mánudögum frá kl 09:00-18:00.

meira...
14. ágúst 2017

Píparar flykkjast í Kjósina

 

 Pípulagningarmenn víðsvegar af landinu hafa svarað kalli Kjósarveitna og boðið fram krafta sína.

 

Þannig að nú þarf enginn að örvænta í kaldri sturtu.

 

Verkið sjálft gengur ljómandi vel og stefnir allt í að loka dagsetning heildar verksins

30. nóvember nk standist. Þá verði búið að leggja dreifikerfi fyrir hitaveitu og ljósleiðara um allan þann hluta sveitarinnar sem farið verður um að sinni.

 

Uppfærð verkstaða 14. ágúst 2017

 

 

Pípulagningarmenn sem geta bætt við sig:

 

Guðjón Valdimarsson, Gaui Píp ehf. GSM: 821-5789

Karl J. Karlsson, Varmalagnir ehf. GSM: 820-2179

Karl Þorkelsson, K.Þ. verktakar. GSM: 862-0743

Lagnalist ehf. GSM: 898-4780

Ómar Ásgrímsson, Vatn og Varmi ehf. GSM: 895-7274

Páll Björgvinsson. GSM: 896-0868

PÍPÓ - pípulagningaþjónustan ehf: Sími 431-5151   TILBOÐ PÍPÓ

Steinar Þór Ólafsson, Hitagjafinn pípulagnir. GSM: 897-2230

Martin S Wuum , Rörleggjarinn ehf. GSM: 892-1051

Davíð Þór Harðarson, Pípulagnir Davíðs ehf. GSM: 898-7488

 

Sjá einnig tilboð: http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/piparar-og-tilbod/

 

 

 

meira...
3. ágúst 2017

Seinkun á sorplosun

 

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður seinkun á sorphirðunni/blöð í Kjósinni um einn dag, þessa vikuna. Bílinn kemur á morgun.

Gámaþjónustan biðst afsökunar á þessum óþægindum sem þetta getur valdið.

 

meira...
2. ágúst 2017

Hesta- og útivistarmessa að Reynivöllum

 

Hin árlega hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju verður
sunnudaginn 6. ágúst - kl. 14.

 
Gestasöngvari: Rúnar Þór Guðmundsson tenór, (tengdur Eyjum 1. )

Organisti: Guðmundur Ómar.


 

Kaffi og kleinur í garðinum hjá Sr. Örnu eftir messu.

Allir velkomnir, óháð trú og fararskjótum.


Reynivallasókn og sóknarprestur

 

 

 

 

 

meira...
1. ágúst 2017

Heitt vatn farið að renna um Laxárdalinn

 

   Nú er heitt vatn farið að renna um Laxárdalinn, verið er að skola út stofninn frá Hvassnesi að Ásgarði og leynir gufan sér ekki.

 

Næsti áfangi sem verður hleypt á er Ásgarður/Káraneskot/Laxárnes.

 

Loka áfanginn á þessum stofni er Bollastaðir/Baulubrekka og niður að Hvammi, stefnt er að hleypa á þann áfanga í lok ágúst. Eftir það verður haldið í austurátt með stofninn.

 

Vel er sigið á seinni hluta framkvæmdanna, sem hófust í maí 2016 og verður lokið 30.nóv 2017. Samhliða lögnum fyrir heitt vatn eru sett niður ídráttarrör fyrir ljósleiðara.

 

Nú í lok júlí var búið að taka inn heitt vatn í 27 íbúðarhús og 84 sumarhús. Sem er rétt helmingur þeirra húsa sem gætu verið komin með heitt vatn í dag, skortur á pípulagningarmönnum er aðal vandamálið hjá húseigendum.

 

Sjá uppfærða verkstöðu og áætlanir: http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/verkstada-og-aaetlun/ 

 

Með hlýjum kveðjum,

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is

Kjartan Ólafsson, kjartan@kjos.is

 

 

Það á jafnt við um dýr og menn

 að hafa áhuga á

hitaveituframkvæmdunum

 

Gröfutækni borar undir malbikið

við Ásgarð, fyrir legginn sem fer

með heitavatnið í Ásgarð, Veiðihúsið,

 alla leið að Káraneskoti og

niður að Félagsgarði / Laxárnesi

 

 

 

 

 

meira...
19. júlí 2017

Tillaga að deiliskipulagi í landi Eilífsdals

 

Kjósarhreppur auglýsir skv.41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga í landi Eilífsdals Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn 6 júlí 2017. Deiliskipulagssvæðið nær utan um íbúðarhús, bílskúr og aflögð útihús. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri landnotkun á 1,2 ha landspildu í kringum alifuglahús fyrir ferðaþjónustu, Einnig er afmörkuð innan deiliskipulagssvæðisiins 5,1 ha. spilda í tengslum við alifuglahús og 3 ha. spilda undir íbúðahús og bílskúr. Aðkoma að íbúðarhúsi er um afleggjara frá Eyrarfjallvegi (460) en aðkoma að aflögðu alifuglahúsi / ferðaþjónustu verður um afleggjara að frístundabyggð við Valshamar. Tillögurnar verða til sýnis frá og með 19 júlí 2017 til og með 31 ágúst 2017 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjós Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillögunar. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 31 ágúst 2017. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði, 276 Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana.

 

Kjósarhreppur 17 júlí 2017

Jón Eiríkur Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepp

 

 

Tillaga að deiliskipulagi í landi Eilífsdals og greinargerð 

meira...
13. júlí 2017

Kátt í Kjós

 

Kátt í Kjós verður laugardaginn 22. júlí.

Hér má skoða viðburði þann dag og prenta út. 

BÆKLINGURINN 

 

Breyting,  heyrúlluskreytingin verður á túnum í landi Flekkudals sem eru við Flekkudalsveginn, tilvalið að nota þær,  þar sem rúllurnar liggja þar enn út um allt

meira...
5. júlí 2017

Tilkynning frá Sögufélaginu Steina á Kjalarnesi

 

Samkvæmt Landnámu og Kjalnesinga sögu stóð vagga keltnesk-kristinnar trúar á Kjalarnesi en þar segir að Örlygur Hrappson hafi byggt fyrstu kirkju á Íslandi um 900. Örlygur og fleiri landnámsmenn á vesturhluta Íslands komu frá Skotlandseyjum og Írlandi og aðhylltust keltneska kristni. Hafin er gerð útialtaris í landi Esjubergs á Kjalarnesi í minningu þessarar kirkju. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi stendur að þessu verkefni og biður um aðstoð við fjáröflun, sbr. https://www.karolinafund.com/project/view/1625
Vinsamlegast deilið þessum pósti svo sem flestir fái tækifæri til að styðja við þetta verkefni okkar Kjalnesinga. 

English text

According to The Book of Settlement and Kjalnesinga saga, settlers from the Scottish Isles and Ireland, sailed to Iceland and settled mainly at the west coast of Iceland. According to the sagas, the first Church in Iceland, a Celtic-Christian Church, was built at Esjuberg around 900. The Historical Society- Steini at Kjalarnes, Iceland, is building an outdoor Celtic Altar at Esjuberg location in the memory of this first Church in Iceland. The Society is asking the public for support to finish the job, see: https://www.karolinafund.com/project/view/1625

Please share this post! 

meira...
27. júní 2017

Kátt í Kjós 2017

 

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí. 

Verðlaunapóstkassinn í Flóahreppi 2017

 

Eins og á síðasta ári eru íbúar hvattir til að skreyta póstkassana sína og flottasti kassinn verður valinn. Boðið verður upp á rúlluskreytingar og fleira.

 

Auglýsingabæklingur verður gerður og þeir sem vilja vera með í honum eru vinsamlegast beðnir að senda texta og myndir á netfangið gudny@kjos.is 

 

Hugmyndir eru um að fá lánuð skemmtileg söfn, safnara  og hafa til sýnis í Ásgarði og fleira.  

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar, Einar Tönsberg  felagsg@gmail.com eða í gsm: 6595286.

 

meira...
22. júní 2017

Ljósleiðaramál í Kjósarhreppi

 

Fyrirhugað er að ljúka lagningu á fjarskiptarörum í jörð samhliða hitaveituframkvæmdum á árinu 2017. Jafnframt er fyrirhugað að stór hluti fjarskiptakerfisins verði orðinn virkur fyrir árslok 2017. Það er því komið að því að kanna hverjir óska eftir því að tengjast kerfinu á þeim kjörum sem sveitarstjórn hefur ákveðið.

 

Margar spurningar vakna tengdu þessu verkefni .  Þær kunna að  snúa að frágangi lagna innanhúss, tengingu við frístundahús, hvað er ljósleiðari?, hverju breytir þetta fyrir mig?, get ég tengst síðar?  kostnaður fasteignaeigenda og svo framvegis.

 

Til þess að svara slíkum spurningum og veita frekari upplýsingar um næstu skref verður haldið opið hús að Ásgarði, miðvikudaginn 28. júní frá klukkan 13:00 til 18:00 og einnig laugardaginn 1. júlí frá klukkan 10:00 til 15:00.  Þar situr Guðmundur Daníelsson fyrir svörum og er reiðubúinn að svara öllum þeim spurningum sem brennur á ykkur. Einnig verða umsóknareyðublöð á staðnum sem hægt er að fylla út til þess að staðfesta þátttöku í verkefninu.

 

Þeir sem sjá sér ekki fært að koma á fundinn geta sótt um  á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem sækja má hér fyrir neðan, prenta út og senda til:  Leiðarljóss ehf, Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ eða á netfangið gudny@kjos.is

 

Umsóknir þurfa að berast Kjósarhrepp fyrir 15. júlí 2017.

 

Sjá nánar hér        Erindi frá Leiðarljósi  Umsóknareyðublað  Umsókn á PDF

 

meira...
21. júní 2017

Staurar teknir í misgripum

 

Guðríður(Bíbí) og Björn(Bjössi) frá Þúfu geymdu um 40 girðingarstaura upp með Skoránni, en nota átti þá í að girða beitarhólf fyrir hross. Þeir eru nú horfnir. Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um hvar þeir eru nú niðurkomnir vinsamlegast hafi samband við viðkomandi.

 

meira...
20. júní 2017

Dýrbítur á ferð

 

Það sást til dýrbíts ( hunds ) í gær,  19 júní 2017.

 

 

Hundurinn fór að hóp kinda og flæmdi eitt lamb frá öðrum kindum í hópnum og rak það í sjálfheldu þar sem hann beit það ( sjá mynd af sári á lambi )

Ekki náðist að mynda hundinn við verknaðinn en það sást til hans. 

 

meira...
19. júní 2017

17. júní í Kjósinni

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní var haldinn hátíðlegur í Kjósinni. Virðuleg skrúðganga var frá Meðalfelli að Kaffi Kjós með hestamenn úr hestamannafélaginu Adam í forrreið með fána.  

Hermann á Hjalla bauð börnum að standa á heyvagni sem dreginn var af traktor og var ekið á eftir reiðmönnum og göngufólki.

 

Kjósarhreppur bauð gestum upp á pylsur og safa á Kaffi Kjós, hoppukastalar og uppblásnar böðrur voru í einnig í boði hreppsins í tilefni dagsins.

 

Helga og Tinna Hermannsdætur buðu börnum upp á andlitsmálun og Ungmennafélgið Drengur var með hin ýmsu dýr til sýnis og bauð börnum á hestbak.

 

meira...
13. júní 2017

AG verktakar rúlla sumrinu upp fyrir þig !

 

Tek að mér rúllubindingu á Kjósasvæðinu í sumar.

 

Verð með McHale Fusion 3 plus.

Hefðbundin rúllustærð 1,25x1,23 og söxun með allt að 25 hnífum.

 

Nánari upplýsingar má finna á facebook síðunni, 

AG verktakar
https://www.facebook.com/AG-verktakar-1164403200285444/
eða hjá Atla í síma 858-7929.
 
Fljót og góð þjónusta.
AG verktakar Káraneskoti. 

meira...
12. júní 2017

Kvennahlaupið 2017 í Kjósinni

 

Kvennahlaup ÍSÍ  verður 18.júní nk.

Hlaupið hefst við Kaffi Kjós  kl. 14:00.

Bolirnir eru komnir og skráning hafin í síma 5668099.

 

www.kaffikjos.is

 

meira...
9. júní 2017

Kvennareiðin í Kjósinni 2017

 

Kvennareiðin verður að þessu sinni sunnudaginn 18. júní.

 

 

Lagt verður af stað frá flötinni rétt fyrir sunnan Bugðubrú kl 15:30. (þar sem Dælisá sameinast Bugðu)

Þær sem koma með hestana sína á kerrum ættu að geta tekið þá af á svæðinu fyrir framan gámaplanið.

 

Kvöldmatur með glensi og gamni verður í Eilífsdal verði stillt í hóf.

Þar verður hægt að kaupa rautt, hvítt og bjór, allt verður þetta á kostnaðarverði.

Vonum að sjá sem flestar og við eigum saman notalega stund.

 

Þátttaka tilkynnist til Huldu í síma 8921289 eða á netfangið hulda.thorsteinsdottir@rvkskolar.is fyrir fimmtudagskvöldið 15. júní.

 

Kveðja frá mæðgunum í Eilífsdal

 

meira...
8. júní 2017

Lagning hitaveitu á fullu skriði

 

Kjósarveitur héldu aðalfund í maí og var þá skipt um fulltrúa frístundahúsaeigenda í stjórn veitunnar.

Sigurður Sigurgeirsson formaður sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn kvaddi eftir 1 ár í stjórn og við tók Jón Bjarni Bjarnason formaður sumarhúsaeigenda í Norðurnesi.

Stjórn KV 2017, frá vinstri: Guðmundur Davíðsson Miðdal, Pétur Guðjónsson Bæ, Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli, Jón B. Bjarnason Norðurnesi og Karl M. Kristjánsson Eystri-Fossá.

 

Verktakar mættu í byrjun maí og er allt komið á fullt enda verklok 30. nóvember nk.

 

Verkáætlanir og stöðu verksins á hverjum tíma er að finna á undirsíðu Kjósarveitna hér til vinstri, KJÓSARVEITUR EHF , Verkstaða og -áætlun

 

F.h. Kjósarveitna ehf

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is  

 

Jón Ingileifs mættur Gröfutækni að þvera Bugðu
Samstarf suðumanna

Skipti stjórnarmanna.
Sigurður kveður og

Jón tekur við.

Dælurnar fyrir Norðurnesið

og framsveitina í bakgrunni.

Dælurnar til hægri sjá m.a.

um byggðina við Meðalfellsvatn

Laxá í Kjós þveruð við

Fauskanesið.

Káranes í bakgrunni.

meira...
8. júní 2017

Breyting á aðalskipulagi og lýsing á deiliskipulagi

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir samkvæmt 36. gr. skipulags-laga nr. 123/2010 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Með breytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði E22 verði fært úr farvegi Laxár í farveg Þverár við Hækingsdal. Jákvæð umsögn Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu liggur fyrir.

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir deiliskipulagslýsingu samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í lýsingunni er gert grein fyrir hvernig staðið verði að skipulags-gerð við íbúðarhús og útihús í landi Eilífsdals. Markmið með deiliskipulaginu er að afmarka annars vegar íbúðarhúsi og hins vegar útihúsi lóð og móta umgjörð um breytta notkun á alifuglahúsi en til stendur að taka það undir ferðaþjónustu.

 

Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsauglýsingin liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Ásgarði. 

 

Ábendingum og/eða athugasemdum við efni lýsingarinnar skal skila fyrir 21. júní 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á jon@kjos.is.

 

Eilífsdalur  sjá hér

Náma Þverá sjá hér

Jón Eiríkur Guðmundsson,Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.

 

meira...
2. júní 2017

Góð gjöf

 

Björgunarsveitinni  áskotnast svokallað Björgvinsbelti sem hún síðan færði  Kjósarhreppi að gjöf  með uppsetningu við Meðalfellsvatn í huga.                                              

 

Björgvinsbelti hafa verið sett upp víða til þess að auka öryggi við ár, sjó og vötn og standa Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Vegagerðin að framtakinu.

 

 

Beltið fær staðsetningu við Sandsá, þar sem áin rennur í Meðalfellsvatn.

meira...
2. júní 2017

Guðþjónusta á hvítasunnudag, kl. 14


 

Á hvítasunnudag 4. júní verður guðsþjónusta á léttum nótum kl.14 í Reynivallakirkju.

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.

Organisti og stjórnandi er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Það væri gaman að sjá þig.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

meira...
2. júní 2017

Á næstunni

 

Unglingavinnan verður starfrækt í sumar, hefst 12. júní og verður í fimm vikur,  fjóra daga vikunnar frá kl 09:00-13:00. Umsjónarmaður verður: Björn Hjaltason.  Þeir unglingar sem áhuga hafa á vinnunni eru beðnir að hafa samband við Guðnýju í s. 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is                                                                    

 

17. júní hátíð í Kjósinni.  Áhugi kom fram á opnum fundi sem haldinn var 3. maí sl. að vera með smá uppákomu í Kjósinni á  þjóðhátíðardegi okkar íslendinga.   

Hugmyndin er að það verði skrúðganga frá Meðalfellsholti að Kaffi Kjós og hefjist kl 13:00. Hestamannafélagið verði með forreið og fána, dráttarvél og heyvagn sem börn geti setið í og aðrir ganga.  Við Kaffi Kjós verður hoppukastali og boðið upp á andlitsmálun, blöðrur, grillaðar pylsur, safa og eitthvað fleira skemmtilegt.  

meira...
24. maí 2017

Sumarhúsaeigendur við Meðalfellsvatn.

 

Hinn árlegi hreinsunar og brennudagur FSM verður haldinn laugardaginn 3.juní n.k.

Safnast verður saman við Kaffi Kjós kl 12.00 þar sem við skiptum liði og útdeilum plastpokum til að tína rusl.

 

Keyrt verður um svæðið á traktor til að safna saman trjáafklippum sem sumarhúsaeigendur eru beðnir að skilja eftir við veginn. Ath við förum ekki inná lóðir til að sækja.

Brennan okkar verður síðan tendruð kl 20.00 stundvíslega. Þar verða seldar pylsur og gos, spilað og sungið.

 

Það er von stjórnar FSM að sem allra flestir sjái sér fært að taka þátt og hjálpa okkur við að halda umhverfi Meðalfellsvatns hreinu og fínu.

 

Stjórn FSM

 

meira...
23. maí 2017

Plastgámar losaðir

 

Rúlluplastgámar veða losaðir á föstudaginn þann 26. maí 

meira...
23. maí 2017

Frá Kaffi Kjós

 

Í dag, þriðjudaginn 23.maī 2017 er Kaffi Kjós 19.ára að því tilefni bjóðum við í vöfflukaffi frá kl. 15.00. Allir velkomnir. Okkur þætti gaman að sjá þig.

Hermann og Birna.

 

 

meira...
2. maí 2017

Á döfinni

 

Opinn fundur verður í Ásgarði miðvikudagskvöldið 3. mai kl 20:30.

Málefni fundarins er Kátt í Kjós í sumar og hugmyndir að öðrum viðburðum í sveitarfélaginu. Er eitthvað hægt að gera skemmtilegt t. d. á þjóðhátíðardeginum 17. júní?

Forsvarsmenn hinna ýmsu félaga í sveitinni eru vinsamlegast hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir.                                                                                                            Bókasafnið verður opið  þetta kvöld og væri gott að fá þær bækur inn sem enn eru í útláni.

 

Hjartastuðtækið sem staðsett er í bókasafninu  Ásgarði verður fært í Kaffi Kjós 1. maí eða þegar opið verður þar  alla daga.                                                                                               

Í vetur var haldið námskeið í Ásgarði þar sem kennd var notkun og meðferð hjartastuðtækja.  Námskeiðið var vel sótt af sveitungum.  Tækin eru tiltölulega auðveld í notkun og eru búin þannig tækni að tækið leiðir notanda áfram, talandi á íslensku.

 

Opnunartími á endurvinnsluplaninuverður til reynslu lengdur á sunnudögum til kl 18:00 í sumar, mánuðina maí, júní,  júlí og ágúst.                                                   

Endurskoðað verður með haustinu hvort stakir gámar við sumarhúsahverfin verði áfram staðsettir þar. Þessir gámar eru einungis ætlaðir fyrir heimilissorp en eru óspart notaðir fyrir grófan úrgang, heimilistæki og margt annað sem alls ekki má að fara í þessa gáma.

 

meira...
27. apríl 2017

Aðalfundur FSM

 

Félags Sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn

 

Kæru félagsmenn
Aðalfundur FSM verður haldinn Sunnudaginn þann 30. april.
Fundarstaður er Hjalli í Kjós
Fundartími, fundurinn hefst kl 14.00
Venjuleg aðalfundarstörf
Kaffiveitingar

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn og nýjir félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Bestu kveðjur
Stjórn FSM

 

meira...
4. apríl 2017

Ungmennafélagið Drengur

 

Aðalfundur ungmennafélagsins Drengs var haldinn 28. mars sl.

Ný áhugasöm stjórn var kosin á fundinum.

 

Hana skipa nú:

Elís Guðmundsson formaður

Maríanna H Helgadóttir ritari

Óðinn Elísson féhirðir

Ásdís Ólafsdóttir varaformaður

Jóhanna Hreinsdóttir varaféhirðir

 

Varamenn: Sigurþór Sigurðsson, Heikir Snorrason og Atli Guðmundsson

Endurskoðendur: Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Magnússon

 

 

meira...
4. apríl 2017

Hreppsnefndarfundur 6. apríl

 

Hreppsnefndarfundur verður fimmtudaginn 6. apríl kl 13:00 í Ásgarði.

Dagskrá fundarins má sjá HÉR 

meira...
28. mars 2017

Kjósarveitur, staðan og næsti áfangi

 

 Búið er að hleypa á þær lagnir sem komnar eru í jörð og heitt vatn farið að nýtast 13 íbúðarhúsum, einu fyrirtæki og 32 frístundahúsum í Kjósinni.

 

Nú er ekkert því til fyrirstöðu að dusta rykið af píparanum og hafa síðan samband við

Kjartan hjá Kjósarveitum, GSM: 853-2112  til að fá endabúnað frá hitaveitunni eftir því sem við á, hemil eða mæli.

 

Athygli er vakin á því að frárennsli hitaveitu er á ábyrgð húseiganda og skal huga vel að því að frárennsli spilli ekki neysluvatnsbrunnum á viðkomandi svæði.

 

Næsti áfangi:

Vinna við hitaveitulegg nr. 2 hefst eftir páska. Það er leggurinn frá heitavatns holum, um Laxárdal, niður að Káraneskoti, Laxárnesi og frístundahúsum niður af Hálsendanum inn að Hvammsvík.

Verktakar áætla verktímann fyrir legg nr. 2 um 3 mánuði.

Rukkun á heimæðargjöldum fyrir þetta svæði er að fara af stað á næstu dögum með eindaga í lok maí. Sjá GJALDSKRÁ KJÓSARVEITNA

 

Þeir sem hafa áhuga á hitaveitu en hafa enn ekki sótt um geta fyllt út  UMSÓKN og sent til baka á netfangið: kjosarveitur@kjos.is

 

Hitaveituleggur nr. 3 er frá heitavatns holum austur um Norðurnes, Vindáshlíð að Hækingsdal og Fremri Hálsi.

 

Hitaveituleggur nr. 4 og sá síðasti er seinni helmingur frístundahúsasvæðisins í Valshamri, um Miðdal, Morastaði og að Kiðafelli.

 

Vekjum athygli á hinum ýmsu tilboðum t.d. á heitum pottum, lista yfir pípara og nánari upplýsingar auk fræðsluefnis http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/

 

Með hlýjum kveðjum og von um áframhaldandi góða samvinnu

Kjósarveitur - kjosarveitur@kjos.is - s: 56671-00

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri - sigridur@kjos.is - GSM: 841-0013

Kjartan, rekstrarstjóri - kjartan@kjos.is - GSM: 853-2112

 

 

meira...
27. mars 2017

Aðalfundur ungmennafélagsins

 

Aðalfundur Ungmennafélagsins Drengs verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl 20:30 í Ásgarði.

 

·        Venjuleg aðalfundarstörf.

·        Kosningar.

 

Guðný G Ívarssdóttir formaður gefur ekki kost á sér í áframhaldandi í stjórn.  Áhugasamir eru hvattir til að mæta og gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa. Sérstök hvatning til unga fólksins en kveikja þarf meira líf í ungmennafélaginu.

Stjórnin.

 

meira...
23. mars 2017

Hraðhleðslustöð í Kjósinni

 

Hleðslustöðin sem Orkusalan færði Kjósarhrepp að gjöf verður staðsett í  Ásgarði. Hún hefur þegar verið tengd og er fest utan á húsið bakdyramegin,  mjög greinileg enda fjólublá að lit.

 

Orkusalan ákvað á síðasta ári að gefa öllum sveitarfélögum í landinu hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Í tilkynningu frá Orkusölunni  segir að með því að gefa sveitarfélögum hleðslustöðvar vilji fyrirtækið ýta undir rafbílavæðingu bílaflotans og ýta við fyrirtækjum og stofnunum, sem geta sett upp slíkar stöðvar við sín bílastæði.

 

meira...
21. mars 2017

Minnum á

 

Að heldri íbúum í Kjósarhreppi er boðiðí Ásgarð á morgun,  miðvikudag  22. mars kl. 15:00.  Elva B. Pálsdóttir forstöðumaður  félagsstarfs eldri borgara og Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir deildarstjóri búsetu-/þjónustudeildar Mosfellsbæjar koma í heimsókn og kynna það góða starf sem þar er í boði og Kjósarhreppur er aðili að.

 

Einnig kemur hópur gítarnemenda úr Listaskóla Mosfellsbæjar í heimsókn og leikur fjölbreytta tónlist og leikur undir í fjöldasöng. Stjórnendur eru Símon Ívarsson og Ívar Símonarson.

 

Heitt á könnunni, bókasafnið opið og upplagt að skila bókum og ná sér í nýjar.

 

meira...
21. mars 2017

Hjóna- og paranámskeið í Ásgarði

  

Hjóna- og paranámskeið verður haldið

í Ásgarði,

laugardaginn 22. APRÍL kl.14-17.
Námskeiðið er ætlað pörum, verðandi brúðhjónum og hjónum á öllum aldri sem vilja styrkja og dýpka samband sitt.
Á námskeiðinu verður farið í fimm tungumál kærleikans sem hjónabandsráðgjafinn Gary Chapman þróaði í vinnu sinni með tilfinningasamskipti hjóna. Fjallað verður m.a  um nánd, vináttu, traust og hamingju í samböndum. Hver hjón fyrir sig vinna sambandsstyrkjandi verkefni.
Lögð er áhersla á að skapa vekjandi, notalegt og uppbyggjandi andrúmsloft. Mælt er með því að hjónin/pörin skipuleggi rómantíska kvöldstund eftir námskeiðið.
Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir námskeiðið en hún hefur haldið fjölda hjóna- og paranámskeiða í Noregi ásamt því að veita hjónaráðgjöf.
Námskeiðið er ætlað sóknarbörnum í Reynivallaprestakalli (Kjalarnes og Kjós) og því er ekkert námskeiðsgjald tekið.
Skráning hjá sr. Örnu: arna.gretarsdottir@kirkjan.is
Takmarkaður fjöldi. 

 

 

Á síðasta aðalsafnaðarfundi var farið yfir ársreikninga Reynivallakirkju og Reynivallakirkjugarðs og þeir samþykktir. Ársreikningana má finna inn á undirsíður Reynivallakirju hér til vinstri: http://kjos.is/reynivallakirkja/

 

Karl Magnús Kristjánsson, ákvað að bjóða sig ekki aftur fram í sóknarnefnd og voru honum þökkuð störf síðustu tvo áratugi.

Í aðal sóknarnefnd tók Hulda Þorsteinsdóttir, sæti Karls Magnúsar og Sigurþór Sigurðsson Borgarhóli tók sæti sem 3. varamaður.

 

Margt var rætt og m.a. tekin ákvörðun um að mála þak Reynivallakirkju í sumar og huga að salernis- og vatnsaðstöðu fyrir þá sem leið eiga í kirkjuna og/eða kirkjugarðinn. Sótt verður í alla þá sjóði sem hægt er til að fjármagna þessi verkefni.

 

Sóknarnefnd Reynivallakirkju

 

meira...
16. mars 2017

Könnun lokið

 

Könnuninni um áhuga á ljósleiðaratengingu í Kjósarhreppi sem var á kjos.is hefur nú verið lokað.

 

Alls tóku þátt 232.

55 íbúðarhúsaeigendur svöruðu og var 100% áhugi hjá þeim. 177 frístundahúsaeigendur svöruðu, 150 sögðu já,  en 27 nei eða 18%.

 

Kjósarhreppur þakkar þátttökuna.

 

meira...
15. mars 2017

Breytingar á skipulagi sveitarfélaga vegna Borgarlínu

 

Lögð fram til kynningar verkefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og setja fram viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.

 

Frestur til athugasemda:
Verkefnislýsingarnar eru í kynningu frá 10. mars til og með 25. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu SSH eða á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags.

 

 

meira...
9. mars 2017

Aðalfundur Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi

 

 

Aðalfundur Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi, verður haldinn í félagsheimilinu Fólkvangi laugardaginn 11. mars og hefst stundvíslega kl. 13:00.

 

Á dagskrá eru:

1.     Venjuleg aðalfundarstörf.

2.     Önnur mál.

Að fundi loknum fræðir Magnús Þór Hafsteinsson, rithöfundur, blaðamaður og fv. alþingismaður, okkur um hernámið á Kjalarnesi og nágrenni, á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Allir áhugamenn um sögu Kjalarness ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Kaffi og bakkelsi. Aðgangseyrir er 1000 kr. Komið kæru Kjalnesingar og aðrir góðir gestir og fræðist um sögu okkar og styrkið litla félagið okkar í leiðinni. J

Fyrir hönd stjórnarinnar, Hrefna S. Bjartmarsdóttir, netf. hsb3@hi.is  / gsm 6592876.

 

meira...
9. mars 2017

Heldri íbúar í Kjósarhreppi

 

Heldri íbúum í Kjósarhreppi er boðiðí Ásgarð miðvikudaginn  22. mars kl. 15:00.  Elva B. Pálsdóttir forstöðumaður  félagsstarfs eldri borgara og Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir deildarstjóri búsetu-/þjónustudeildar Mosfellsbæjar koma í heimsókn og kynna það góða starf sem þar er í boði og Kjósarhreppur er aðili að.

 

Einnig kemur hópur gítarnemenda úr Listaskóla Mosfellsbæjar í heimsókn og leikur fjölbreytta tónlist og leikur undir í fjöldasöng. Stjórnendur eru Símon Ívarsson og Ívar Símonarson.

meira...
9. mars 2017

Námskeið í tamningu og þjálfun fjárhunda.

 

Ungmennafélagið Drengur stendur fyrir námskeiði í tamningu og þjálfun fjárhunda og verður námskeiðið haldið í Miðdal í Kjós (reiðskemmunni) dagana 25. og 26. mars nk.  Kennari verður Elísabet Gunnarsdóttir frá Daðastöðum. Lágmarksþátttaka eru 8 manns.

Námskeiðið kostar kr. 30.000.-  Starfsmenntunarsjóður Bændasamtaka Íslands veitir styrk vegna slíkra námskeiða og þurfa umsækjendur að vera félagsmenn í Bændasamtökunum.

 

Sjóðurinn veitir þrennskonar námsstyrki;

1)         ef námskeið sem sótt er um er faglegt og varir í tvo daga og er 15-24 kennslustundir (45 mín) er greiddur námsstyrkur að upphæð kr. 33.000

2)         ef námskeið sem sótt er um er faglegt og varir í a.m.k. 8 kennslustundir (a.m.k. 45 mín.) er greiddur námsstyrkur að upphæð kr. 18.000

3)        ef námskeið er skemmra en 8 kennslustundir (45 mín) en að lágmarki 4 kennslustundir og ekki eins miklar kröfur gerðar til faglegs innihalds er greiddur námsstyrkur að upphæð kr. 12.000

 

Nánari upplýsingar veitir Guðný gsm: 8997052 og skráning á gudny@kjos.isfyrir 15. mars nk.

meira...
7. mars 2017

Plastgámar losaðir á fimmtudaginn

 

Plastgámar verða losaðir á fimmtudaginn 9. mars. Til þess að þeir verði örugglega losaðir þarf aðgengi að þeim að vera gott. 

meira...
3. mars 2017

Kjósarhreppur og nútíminn

 

Ljósleiðari í Kjós

Um árabil hefur staða fjarskiptamála í Kjósarhreppi verið með þeim hætti að íbúar, fyrirtæki og gestir sveitarfélagsins hafa búið við óöryggi í nútíma fjarskiptum.   Fjarskiptamál í Kjós hafa verið borin saman við stöðu fjarskiptamála í nágrannasveitarfélögum og hefur Kjósarhreppur ekki staðist þann samanburð.  Það hefur ekki farið framhjá forsvarsmönnum Kjósarhrepps að knýjandi hefur verið að virkja hraðvirka fjarskiptatengingu hér í sveit til að sveitungar og aðrir í sveitarfélaginu sitji við sama borð og aðrir landsmenn.

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps tók þá ákvörðun að leggja ídráttarrör fyrir ljósleiðara samhliða lagningu á hitaveitu í sveitarfélaginu og var byrjað á lagningu á síðasta ári.   Áætlað er að ljúka við lagningu ljósleiðarans um stærstan hluta sveitarfélagsins á þessu ári.   Kjósarhreppur er metnaðargjarnt sveitarfélag en hefur færri íbúa en flest önnur sveitarfélög á landinu.  Af þeim ástæðum hefur sveitarfélagið þurft að sníða sér stakk eftir vexti.  Sveitarstjórn Kjósarhrepps þarf að gæta að landslögum þegar ráðist er í skuldbindingar vegna framfaramála.  Fjárhagur og skuldbindingar sveitarfélagsins, m. a. vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar, verða að vera innan lögskipaðra ráðdeildarmarka.

 

Með þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að leggja ljósleiðara um stærstan hluta sveitarfélagsins og nýta þá hagkvæmni sem fylgir samlegðaráhrifum með hitaveitulögn í sveitinni er það ætlun sveitarfélagsins að auka lífsgæði og vinnuaðstöðu íbúa, fyrirtækja og gesta.

 

Með lögum um fjarskiptasjóð nr. 132/2005 var ákveðið af Alþingi Íslending að að stuðla að uppbyggingu á sviði fjarskiptamála á grundvelli fjarskiptaáætlunar.  Hlutverk fjarskiptasjóðs er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna.  Á fjárlögum síðustu ára hefur verið gert ráð fyrir því að styrkja sérstaklega minni sveitarfélög til að ráðast í uppbyggingu slíkra stofnkerfa og hefur Alþingi þá ekki síst horft til þess að fjarskiptafyrirtæki á almennum markaði sjá sér ekki hag í miklum fjárfestingum í minni sveitarfélögum.

 

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum Kjósarhrepps er ráð fyrir því gert að heildarkostnaður sveitarfélagsins af uppbyggingu ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu verði um kr. 150.000.000,- Í þeim áætlunum er ekki gert ráð fyrir lagningu ljósleiðara inn í Brynjudal.  Það er þó markmið sveitarfélagsins að Brynjudalur sitji við sama borð og aðrir í fjarskiptamálum á komandi árum.

 

Kjósarhreppur hefur sótt um styrk til fjarskiptasjóðs og fengið mjög jákvæðar afgreiðslur frá sjóðnum. Samþykktur styrkur fjarskiptasjóðs til ljósleiðaravæðingar í sveitarfélaginu er nú kr. 33.000.000,- vegna ársins 2016 og 2017.   Það er ætlun Kjósarhrepps að eiga ljósleiðarastofnkerfið í sveitinni og hefur sveitarfélagið þegar stofnað einkahlutafélagið „Leiðarljós ehf.“ til að halda utan um þá eign. 

 

Ljósleiðaravæðing og tenging fasteigna við ljósleiðara yrði ekki að veruleika í Kjósarhreppi nema notendur kerfisins greiði tengigjöld við fasteignir sínar í sveitarfélaginu.  Samkvæmt frumáætlun sveitarfélagsins er áætlað að kostnaður fasteignareiganda á hverja tengingu muni verða um kr. 250.000,- og er þá innifalið í því verði ljósleiðari að húsi, uppsetning endabúnaðs ljósleiðara hjá notenda auk virðisaukaskatts.  Í þessum áætlunum er gert ráð fyrir því að um 79 íbúðarhús og fyrirtæki tengist stofnkerfinu og um 260 sumarhús. Stærri sveitarfélög en Kjósarhreppur hafa gert fasteignareigendum að greiða hærra stofngjald en stærstu sveitarfélög landsins, sem sum hafa ekki innheimt sérstök inntökugjöld, standa mun betur að vígi gagnvart fjarskiptafyrirtækjum sem huga nær eingöngu að markaðsmálum.

 

Á kjos.is fer nú fram könnun þar sem leitað er eftir svörum frá fasteignaeigendum í Kjósarhreppi við því hvort vilji þeirra standi til að tengjast ljósleiðarastofnkerfinu . Nú hafa aðeins um 200 aðilar svarað, 90% segja já en 10% nei.  Það er mikilvægt fyrir Kjósarhrepp að fá góð viðbrögð við þeirri könnun frá fasteignareigendum og svör þeirra  við þeim spurningum sem í könnunni felst. Könnunin er opin til 10. mars.

 

Verði fleiri þátttakendur í verkefninu en áætlað er munu stofngjöld fasteignaeigenda verða minni.  Það er mat sveitarfélagsins Kjósarhrepps að lagning ljósleiðarastofnkerfis um sveitarfélagið sé nauðsynleg langtíma fjárfesting sem ætluð er til þess að gera íbúum, fyrirtækjum og gestum í sveitarfélaginu, jafn hátt undir höfði í fjarskiptamálum og öðrum aðilum í öðrum sveitarfélögum á Íslandi. Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri.

 

meira...
24. febrúar 2017

Könnun um áhuga á að tengjast ljósleiðaraneti í Kjósarhreppi

 

Nú hafa um 25% fasteignaeigenda í Kjósarhreppi svarað könnuninni um áhuga á að tengjast ljósleiðara eða ekki. 90% svarenda hafa áhuga á tengingu en 10% ekki.

Könnunin verður opin til 10. mars nk. 

meira...
23. febrúar 2017

Messa og aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 5. mars

 

   Messa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. mars kl. 11:00

(athugið breyttan messutíma

og þetta er þarnæsti sunnudagur).


Verið hjartanlega velkomin
Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 


Í kjölfarið boðar sóknarnefnd til aðalsafnaðarfundar Reynivallasóknar (með lögbundnum viku fyrirvara) í Ásgarði um kl. 12.

Boðið verður upp á súpu og meðlæti í upphafi fundar.


 

Dagskrá fundarins:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um stærri framkvæmdir (t.d. mála þakið oþh) og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
6. Kosning eins aðalmanns í sóknarnefnd og eins varamanns til 4ra ára
7. Önnur mál

 

F.h. Sóknarnefndar Reynivallasóknar
Sigríður Klara Árnadóttir formaður, Unnur Sigfúsdóttir gjaldkeri

og Karl Magnús Kristjánsson ritari.


Varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir

og Finnur Pétursson.

 

 

Útsend auglýsing HÉR

 

 

meira...
21. febrúar 2017

Könnun-áhugi á ljósleiðaratengingu

 

Nú er búið að opna fyrir könnun hér á kjos.is (stórt grænt hér fyrir neðan) þar sem spurt er hvort áhugi sé á að taka inn ljósleiðara eða ekki. Spurt er hvort viðkomandi sé eigandi að frístunda- eða íbúðarhúsi og beðinn gefa upp nafn sitt og netfang. Það er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélagið vegna áframhaldandi vinnu að fá upplýsingar frá fasteignaeigendum í Kjósarhreppi hvort áhugi sé á að taka inn ljósleiðara eða ekki. Könnunin verður opin til 10. mars 2017.  Vinsamlegast takið þátt.

 

meira...
16. febrúar 2017

Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð

 

   HÉR má lesa ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Í þeim felast baráttumál og helstu verkefni þeirra.  

meira...
10. febrúar 2017

Bókasafnið opið og leikfimin byrjar

 

Bókasafnið verður opið næsta miðvikudagskvöld þann 15. febrúar kl 20:00. Þeir sem eru búnir að vera með bækur lengi og búnir að lesa eru vinsamlegast beðnir að koma þeim í Ásgarð þetta kvöld.

Fulltrúar rannsóknarverkefnisins Landslag og þátttaka verða á staðnum til að svara spurningum um verkefnið og þátttöku íbúa í því.

 

 

Leikfimin byrjar í Félagsgarði, mánudagskvöldið 20. febrúar kl 20:00 og verður tvisvar í viku, næstu sex vikurnar. Allir velkomnir. Áhugasamir hafi samband á netfangið gudny@kjos.is  

meira...
8. febrúar 2017

Gámaplanið lokað í dag

 

    Endurvinnsluplan Kjósarhrepps verður lokað í dag vegna veðurs.

Mikill hvellur á að ganga yfir í dag, miðvikudag 8. febrúar

 

Vonandi gengur ekki eins mikið á í veðrinu og í mars 2015, þegar Kjósin var á fljúgandi ferð meira og minna.

 

Þar á meðal vinnuhúsnæði starfsmanns á planinu, eins og meðfylgjandi mynd sýnir sem var tekin 14. mars 2015.

 

 

meira...
2. febrúar 2017

Kórastarf og kvöldmessa

 Kvöldmessa í Reynivallakirkju

sunnudaginn 5. febrúar kl.20.

 

Íhugunar- og friðarstund í kvöldkyrrðinni þar sem rólegir og einfaldir Taize sálmar verða sungnir.

 

Altarisganga fer fram.

Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson

 

Verið hjartanlega velkomin. 

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

Í kvöld verður kynning á hugmynd að blönduðum kór Reynivallaprestakalls og kóræfing í kjölfarið í Brautarholtskirkju, kl. 20 - í kvöld fimmtudag 2. febrúar.

 

Vissir þú að margar rannsóknir sýna fram á að söngur hefur jákvæð áhrif á heilsu og heila. Bætir skapið, minnkar stress og stuðlar að góðum vináttusamböndum. Söngur eflir einnig sjálfstraustið og hefur jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi.


Viltu vera með í kór? Verið er að stofna blandaðan kór Reynivallaprestakalls og eru söngelskir Kjalnesingar og Kjósverjar hvattir til að mæta sem og aðrir áhugasamir.
Guðmundur Ómar Óskarsson organistinn okkar er stjórnandi kórsins.
Stefnt er að því að hafa tvær æfingar í mánuði, aðra í Reynivallakirkju og hina í Brautarholtskirkju.
 
Við hlökkum til að sjá þig
Ómar og Arna

 

 

meira...
31. janúar 2017

Heitt vatn farið að renna um stofnlagnir

 

 Heitu vatni var hleypt á stofnlögnina fyrir helgi.

Fyrst niður að Hjarðarholti, síðan niður að Felli og er nú komið alla leið niður að Hvalfirði. Úthleyping er við Brandslæk, rétt hjá Bolaklettum.

Þetta er fyrsti áfangi í lagninu dreifikerfis Kjósarveitna.

 

Þegar prófunum og eftirliti er lokið verður byrjað að hleypa inn á hliðaræðar kerfisbundið í samráði við væntanlega notendur.

 

Forsvarsmenn Logstor A/S í Danmörku, þeir Christian og Sören, komu í heimsókn á dögunum til að fylgjast með, enda lagnaefnið keypt af þeim. Þeir dáðust mjög að handverki  djúpdælunnar sem er hönnuð og smíðuð hjá Íslenskri jarðhitatækni ehf., undir stjórn Árna Gunnarssonar, vélaverkfræðings. Djúpdælan kom í 40 hlutum og nær 120 metra niður í jörðina.

 

Mikill gestagangur hefur verið í stöðvarhúsi hitaveitunnar að undanförnu enda menn spenntir að nær 30 ára draumur um heitt vatn í Kjósinni sé að rætast. 

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri, sigridur@kjos.is

Kjartan, rekstrarstjóri, kjartan@kjos.is

 

 

Dælupörin í stöðvarhúsinu.

Stærri dælurnar sjá um legginn niður

að Hvalfirði. Minna parið mun sjá um

legginn austur í Norðurnes,

að Fremra Hálsi og Hækingsdal.

Rennslismælir fyrir dreifikerfið

um byggðina við Meðalfellssvatn

og áfram niður að sjó.

 Hafás ehf vinnur að tengingu á varaafl-

stöðinni í samvinnu við Rafdreifingu ehf

Gísli á Meðalfelli fylgist spenntur með.

Hér má sjá

fremsta hluta

djúpdælunnar 

á leið niður.

Christian og efsti

hluti djúpdælunnar

(mótorinn).

   Kjartan fer yfir málin með Sören
   og sýnir varadæluna.

meira...
27. janúar 2017

Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

 

Lýsing á endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2028.

 

Sveitarstjórn Kjósarhrepps  auglýsir samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsingu  er varðar endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2005-2017.

Lýsingargögn  verða kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum þann 8. og 15. febrúar 2017  á skrifstofum Kjósarhrepps á milli  kl. 13-18 í Ásgarði. 

Gögnin má skoða  HÉR 

Ábendingar við efni lýsingarinnar skal skila til Jóns E Guðmundssonar skipulagsfulltrúa fyrir 1. mars 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á jon@kjos.is.

 

meira...
23. janúar 2017

Kjósarveitur, reglugerð og gjaldskrá staðfest

 


Reglugerð Kjósarveitna ehf og gjaldskrá birtust í Stjórnartíðindum föstudaginn 20. janúar sl.

og hafa þar með öðlast gildi.

 

Reglugerð nr. 27/2017  - prentvæn útgáfa HÉR

 

Gjaldskrá nr. 28/2017 -  prentvæn útgáfa HÉR

 

 

meira...
16. janúar 2017

Tilkynning frá RARIK


  Raforkunotendur Kjós frá Eyrarkoti að Hvammsvík og

við Meðalfellsvatn að Stíflisdal,

rafmagnslaust verður á morgun,

þriðjudag 17. janúar kl: 13.00 til 15.00 

 vegna vinnu við háspennudreifikerfið.

Verið er að tengja stöðvarhús Kjósarveitna.

 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390


Bilanavakt Vesturlandi
Simi: 528 9390
bilanavakt.vesturlandi@rarik.is

 

meira...
13. janúar 2017

ÞORRABLÓT 2017

 

Laugardaginn 21. janúar kl. 20:30,

verður haldið hið árlega þorrablót

Kvenfélags Kjósarhrepps í Félagsgarði.

Húsið opnar kl. 20:00. Aldurstakmark er 18 ár.

Miðaverð: 8.000 kr 

 

Kvenfélagskonur munu sjá sjálfar um matinn þetta árið, auk þess að sjá sjálfar um öll skemmtiatriði (eins og alltaf).

 

Hljómsveitin Meginstreymi mun hins vegar sjá um fjörið á dansgólfinu.

Barinn BarBacchus verður opinn. Sanngjarnt verð og sérstakt tilboð á rammíslenska kokteilnum Fenrisbláma.

Ekki hleypt inn í húsið eftir matinn.

 

Miðapantanir miðvikudagin 18. janúar í síma 566-7028 (Káranes),

frá kl. 15:30-18:00

Miðar vera afhentir í Félagsgarði á föstudeginum 20. janúar,

milli kl. 16 og 18. Posi á staðnum.

Vinsamlega nálgist miðana á auglýstum stað og stund.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Kvenfélag Kjósarhrepps

 

 

 

Söngtríóið

Women in Red

frumflytur heitasta lagið

Hverjir sleppa þetta árið

frá því lenda í hinum

alræmda annáli ??

Sleppur Bíbí á Þúfu ? Sleppur Guðný sveitarstjóri?
Sleppur Kiddi á Neðra Hálsi ? Fær Guðmundur oddviti að vera með?

 

 

 

meira...
13. janúar 2017

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps, Jón E. Guðmundsson verður framvegis við á miðvikudögum frá kl 09:30-17:00 .

meira...
13. janúar 2017

Folaldasýning Adams-úrslit

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós hélt fyrsta almenna hestaviðburð ársins hér á landi þann 7. janúar 2017, þegar árleg folaldasýning félagsins fór fram í Miðdal í Kjós.  Eins og undanfarin ár voru fengnir til dómstarfa þeir Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt, og Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts, sem er kunnur hesta- og veitingamaður.

 

Á sýninguna mættu með folöld sín hrossaræktendur í Kjósinni og góðkunnir hrossaræktendur úr nágrannasveitarfélögum.   Verðlaunað var fyrir fyrstu þrjú sæti í flokki hestfolalda og flokki merfolalda og dæmt var um glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félagsmanns í Adam.   Fjöldi gesta mætti á sýninguna, sem fór fram í frábærri aðstöðu hjá Miðdalshjónunum Svönu og Guðmundi.

 

Úrslit sýningarinnar voru þessi:

Merfolöld:

1.         Skör frá Kelduholti.   Móðir:  Gáta frá Hrafnsstöðum.  Faðir:  Skaginn frá Skipaskaga.

  Eigendur og ræktendur:  Stella Björg Kristinsdóttir og Sigurður Helgi Ólafsson.

2.         Fylla frá Flekkudal.  Móðir:  Æsa frá Flekkudal.  Faðir:  Spuni frá Vesturkoti.

  Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

3.         Hrönn frá Kelduholti.  Móðir:  Þórunn frá Kjalarlandi.  Faðir:  Hrynur frá Hrísdal.

  Eigendur og ræktendur:   Stella Björg Kristinsdóttir og Sigurður Helgi Ólafsson.

 

 

Hestfolöld:

1.         Fýr frá Flekkudal.  Móðir:  Lögg frá Flekkudal.  Faðir:  Konsert frá Hofi.

  Eigandi og ræktandi:   Guðný G. Ívarsdóttir.

2.         Franz frá Meðalfelli.  Móðir:  Fálkadrottning frá Meðalfelli:  Faðir:  Kaldi frá Meðalfelli.

  Eigendur og ræktendur:  Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason.

3.         Klaki frá Miðsitju.  Móðir:  Kotra frá Flekkudal.  Faðir:  Þristur frá Feti.

  Eigendur og ræktendur:   Miðsitja ehf. (Ása Hreggviðsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Birgir  

  Birgisson og Magnús Andrésson).

Glæsilegasta folald sýningarinnar í eigu félgagsmanns í Adam var Æsu og Spunadóttirin Fylla frá Flekkudal, sem er í eigu Guðnýjar í Flekkudal, en hún ræktaði einnig hryssuna og gaf henni nafn.

 

 

meira...
10. janúar 2017

Plasgámar losaðir á föstudaginn

 

Plastgámar verða losaðir á föstudaginn 13. janúar.

meira...
6. janúar 2017

Tilkynning vegna sorphirðu

 

Vegna veikinda og manneklu var ekki sorphirða í Kjósinni í gær eins og átti að vera.

Gámaþjónustan beðst velvirðingar á óþægindunum sem þessu fylgir

og lofar sorphirðu um helgina.

Grænar tunnur verða tæmdar.

 

 

 

 

meira...
30. desember 2016

Þrettándafagnaður í Félagsgarði

 

Jólin verða kvödd  í Félagsgarði föstudagskvöldið 6. janúar á þrettánda degi jóla og hefst kl 19:00.   Dagskráin verður með venjubundum hætti.

 

Fyrst verður gengið í kringum jólatréð, sungið og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Eftir það verður kveikt í brennunni um kl 20:00. 

Flugeldasýning í flugumynd og fer ekki hátt. 

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði. 

 

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að koma með jólamatarafganga til að setja á sameiginlegt veisluborð en oft hefur verið mikið um dýrðir á þrettándanum.   Þá á að ljúka við allan jólamat og drykk.

 

Til að lífga upp á er fólk kvatt til að koma í búningum t.d. sem  álfakóngar, drottningar, púkar eða  vættir.

 

Kjósarhreppur, kvenfélagið og ungmennafélagið. 

meira...
28. desember 2016

Nýárskveðja frá Kjósarveitum

 

Athafnasvæði Kjósarveitna að Möðruvöllum.

Frá vinstri: Borholuhús (yfir holu MV-19), loftskiljan og stöðvarhúsið.

Húsin og skiljan verða síðan klædd með álklæðningu í gráum lit.

 

Kjósarveitur senda núverandi og verðandi viðskiptavinum sínar bestu óskir um hlýleg komandi ár.

 

Það er helst að frétta að í janúar 2017 verður heitu vatni hleypt á fyrsta áfangann sem nær frá holunum á Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn, niður að Hvalfirði að Eyrarkoti og Bolaklettum, ásamt dæluhúsi á Hjarðarholti, inn að Eyrum og neðri-Hlíð (frístundahúsasvæðinu Valshamri) og að Eilífsdal. 
Á þessum legg er búið að leggja heimæðar að 204 frístundahúsum og 39 íbúðarhúsum. Því miður þarf að fresta tengingum við 9 frístundahús fram á næsta ár en vonandi vorar snemma.
Nánari dagsetning formlegrar áhleypingar verður auglýst síðar.

 

Fyrsti mælirinn er kominn upp og var það hjá þeim Sigurði og Steinunni í Stangarholti.

Þeir íbúar og frístundahúsaeigendur, sem verða tilbúnir að taka inn heita vatnið um leið og það kemur, vinsamlega setji sig í samband við Kjósarveitur, annað hvort við Sigríði Klöru (s: 566 7100, sigridur@kjos.is) eða Kjartan (GSM: 853 2112).
 
Loftskiljan kom mánudaginn 19. des, hún var smíðuð í Skagafirðinum og þurfti að sæta lagi á milli lægða að koma með hana suður í lögreglufylgd.
Skagfirðingarnir lögðu af stað um miðnætti, voru mættir í Kjósina um miðjar morgunmjaltir og farnir heim aftur eftir að hafa þegið hádegismat í Ásgarði.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita þá er vatninu úr þessum tveimur borholum sveitarinnar blandað saman í lofskiljunni í réttu hlutfalli og afloftað áður en það fer inn á lagnirnar.

 

Unnið var frameftir á Þorláksmessu og störf hafin strax á annan dag jóla til að nýta stundirnar þegar veðrið róast.
Sérsmíðuð djúpdæla sem fer ofan í eldri holuna (MV-19) er væntanleg á næstu dögum, þegar veður leyfir. Búið er að smíða sérstakt borholuhús utan um þá holu með lúgu í þakinu sem djúpdælan er hífð niður um.
Vinna við uppsetningar  og tengingar á öðrum dælum í stöðvarhúsi og dæluhúsum er langt komin. Búið er að klára tengingar við nýrri holuna (MV-24, þessi með gufustrókinn).
Það eru mörg handtökin við lokafráganginn og mikilvægt að vanda sig, en þetta er allt að koma eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Sem sagt þá er heildarframkvæmdin um það bil hálfnuð.
 
Mikið hefur verið spurt um pípulagningamenn og er því komin sér undirsíða hjá Kjósarveitum með lista yfir pípara og hin ýmsu tilboð - Píparar og tilboð
Þeir sem vilja koma sér eða sinni vöru á framfæri eru hvattir til að hafa samband í síma: 5667100 eða senda tölvupóst: kjosarveitur@kjos.is svo hægt sé að auglýsa fyrir viðkomandi.

 

Við þökkum frábærar móttökur og ekki síður skilning á því raski sem fylgir jafn viðamikilli framkvæmd og lagning hitaveitu ásamt ídráttarrörum fyrir ljósleiðara er, um sveitarfélagið.

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara Árnadóttir
framkvæmdastjóri Kjósarveitna
Netfang: sigridur@kjos.is
sími: 566 7100
GSM: 841 0013

 


 

Byggingarnar stóðust úttekt.

F.v.: Hilmar húsasmíðameistari,

Jón Eiríkur byggingarfulltrúi og

Þeba Björt byggingarstjóri KV

Sigurður Guðmundsson,

Stangarholti, tekur á móti

fyrsta mælinum

Mælir - tilbúinn til tengingar Hemill - tilbúinn til tengingar

Það er ekki öfundsvert að

vinna utandyra í þessu tíðarfari.
Grafan nýtt til að halda niðri

suðutjaldinu og veita skjól

Suðumennirnir Birgir og Hlynur

voru fegnir að komast inn til að

sjóða saman smærri suður

Kjartan á fullu í eftirlitinu. Það

er eins gott að þrýstingsprófa

og lekaleita lagnirnar

Loftskiljunni komið fyrir á sökkul

sinn. Hún verður klædd

með álklæðningu síðar.

 

meira...
27. desember 2016

Folaldasýning Adams

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós heldur árlega folaldasýningu sína þann 7.  janúar næstkomandi og hefst hún stundvíslega kl.  12:00.   Folaldasýningin verður nú haldin í Miðdal í Kjós en þar ráða húsum hrossaræktendurnir Svanborg Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Davíðsson.

 

„Landskunnir“ dómarar dæma um gæði folalda og verður keppt í tveimur flokkum, merfolöld og hestfolöld.   Verðlaunað verður fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur farandbikar fyrir  glæsilegasta folald sýningarinnar og verður það að vera í eigu Adamsfélaga.   Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku, Adamsfélagar sem og aðrir hrossaræktendur.   

 

Við dómstörfin munu dómurum vera ókunnugt um foreldra og ræktendur þeirra folalda sem sýnd verða en allt verður upplýst þegar úrslit liggja fyrir.

 

Skráningagjald fyrir hvert folald er kr. 1.500,- og þarf að greiða skráningagjaldið með peningum til gjaldkera Adams við upphaf sýningarinnar.  Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 24:00 að kvöldi fimmtudagsins 5. janúar 2017 en í tilkynningunni þarf að upplýsa nafn folalds, lit, nafn móður og nafn föður.   Tilkynningu um þátttöku skal senda með tölvupósti í odinn@fulltingi.isog/eða flekkudalur@gmail.com, middalur@emax.is.

 

Boðið verður uppá léttar veitingar á staðnum á hóflegu verði.  Þar sem ekki er tekið við greiðslukortum á sýningunni verður aðeins greitt fyrir veitingar með peningum.  Myndin er af Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga sem sigraði í flokki hestfolalda á folaldasýningu Adams 2011.  Skugga-Sveinn er nú hátt dæmdur 1. verðlauna graðhestur.

meira...
20. desember 2016

Skötuveislan í Félagsgarði

 

Skötuveislan árlega verður í Félagsgarði föstudaginn 23. desember og hefst kl 13:00.

Nauðsynlegt er að láta vita um þátttöku fyrir hádegi fimmtudaginn 22. des.  í s.5667100 á skrifstofutíma eða á netfangið gudny@kjos.is Verð er kr. 1500 á mann.

meira...
12. desember 2016 12:35

Upplestur í Ásgarði

 

Upplestur verður í Ásgarði  þriðjudagskvöldið 13. desember  kl 20:00 og verður lesið upp úr barna- og unglingabókum.                                                                                                                                                        Þeir sem koma og lesa upp úr bókum sínum eru þeir Gunnar Helgason með bók sína „Pabbi prófessor“  og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) með sína bók “Þín eigin hrollvekja“                                                               

Börn og unglingar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka foreldrana með.

 

Heldri íbúum hreppsins er boðið í hádegisverð í Ásgarði á miðvikudaginn 14. desember  kl 12:00.

 

Um kvöldið verður aftur upplestur úr bókum en  Þá koma og lesa upp úr bókum sínum,  Óskar Magnússon með bók sína „Verjandinn“ og Andri Snær Magnason með sína bók „Sofðu ást mín“ Vigdís Grímsdóttir boðaði forföll.

 

Skötuveislan verður síðan í Félagsgarði  á Þorláksmessu kl 13:00 og kostar á mann kr. 1.500.-

meira...
9. desember 2016 12:15

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn fimmtudag 15. desember 2016 kl. 16.00 í Ásgarði í Kjós. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en að þeim loknum ætlar Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, nýútskrifaður landbúnaðarfræðingur að halda fyrir okkur stutt erindi. Erindið fjallar um lokaverkefnið hennar sem er um litafjölbreytileika í íslensku sauðfé. Sigurborg Hanna flakkaði um allt Ísland á árinu 2015 og safnaði myndum af sauðfé til þess að kortleggja þá liti sem til eru í stofninum. Í kjölfarið setti hún fram hugmyndir að nýjum litaskráningarlykli til að auðvelda bændum litaskráningar í Fjárvís.

Dagskrá:

1.      Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu

2.      Ársreikningur lesinn upp til samþykktar

3.      Kosning stjórnar

4.      Önnur mál

5.      Erindi Sigurborgar Hönnu

Á fundinum verður boðið upp á kaffi og jólasmákökur J

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Stjórn SF Kjós

 

meira...
7. desember 2016 11:49

Bókasafnið í næstu viku

 

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið tvö kvöld í næstu viku, fyrst  þriðjudagskvöldið 13. desember frá kl 20:00. Það kvöld verður lesið upp úr barna- og unglingabókum.

Þeir sem koma og lesa upp úr bókum sínum eru þeir Gunnar Helgason með bók sína „Pabbi prófessor“  og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) með sína bók “Þín eigin hrollvekja“                                                               

Börn og unglingar eru sérstklega hvattir til að mæta og taka foreldrana með.

 

Seinna kvöldið er miðvikudagskvöldið 14. desember einnig frá kl 20:00. Þá koma og lesa upp úr bókum sínum,  Óskar Magnússon með bók sína „Vitnið“ og Vigdís Grímsdóttir  með sína „Elsku drauma mín“

 

Minni síðan á að safnið er einnig opið í kvöld 7. desember.

meira...
7. desember 2016 11:14

Aðventumarkaðurinn á laugardaginn

 

Aðventumarkaðurinn vinsæli verður í Félagsgarði, laugardaginn 10. desember frá kl 12:00 til 17:00. Matvara og handverk úr heimabyggð, heitt súkkulaði, rjómapönnukökur, nýbakaðar bollur og smákökur. Upplagt að taka daginn snemma og ná sér í tré á Fossá.

 

 

Allir hjartanlega velkomnir í Kjósina.

 

meira...
6. desember 2016 12:08

Bókasafnið opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið miðvikudagskvöldið 7. desember frá kl 20-22. Fullt af nýjum bókum. Gott væri að þeir sem eru þegar með nýjar bækur að koma og skilað þeim til að aðrir geti notið

meira...
5. desember 2016 10:55

Skipulags-og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps

Skipulags- og byggingarfulltrúinn Jón E Guðmundsson verður ekki við á skrifstofum Kjósarhrepps í dag, 5. desember. 

meira...
28. nóvember 2016 06:44

Viðburðir í Kjósinni í desember

 

HÉR má skoða hvað er  í boði á aðventunni í Kjósinni.

meira...
23. nóvember 2016 03:16

Aðventukvöld í Reynivallakirkju, kl. 20 á sunnudaginn

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu,

27. nóvember nk, kl. 20:00.

 

Boðið verður upp á notaleg stund við aðventukrans og kertaljós.

Formaður sóknarnefndar, Sigríður Klara, flytur ávarp. Stúlknakór Varmárskóla syngur.

Falleg jólasaga lesin.

 

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur flytur hátíðarræðu.

Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.

 

Dagskrá Reynivallaprestakalls yfir jólahátíðina má finna HÉR

 

Verið velkomin til kirkju

Kærleikskveðja

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur 

 

meira...
22. nóvember 2016 09:54

Tilkynning frá MAST - haustskýrsluskilum frestað til 1. des

 

  Matvælastofnun vekur athygli á að frestur til að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember næstkomandi.

Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. 

 

Sjá nánar inn á: http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2016/11/21/Frestur-til-ad-skila-haustskyrslum-framlengdur/

 

Með kveðju

Matvælastofnun - MAST

 

meira...
15. nóvember 2016 12:34

Kynning á drögum að nýju aðalskipulagi Kjósarhrepps

 

Þriðjudaginn 1. nóvember var haldið opið hús um nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps og voru þar kynntar áherslur við endurskoðun aðalskipulagsins og drög að flokkun landbúnaðarlands, sem unnin er samhliða aðalskipulagi. Kynningar af fundinum má finna hér og kynning á drögum á landbúnaðarlandi hér.

meira...
14. nóvember 2016 12:27

Auglýst eftir organista í Reynivallaprestakall

 

Sóknarnefndir Brautarholts- og Reynivallasókna Kjalarnessprófastsdæmi auglýsa eftir organista/tónlistarstjóra í 30% fasta stöðu við Reynivallaprestakall frá 1. janúar 2017.

 

Leitað er eftir einstaklingi sem:

- er tilbúinn til að byggja upp kórstarf í sóknunum

- hefur metnað fyrir tónlistarþætti helgihaldsins

- er tilbúinn í gott samstarf við sóknarprest  prestakallsins

Laun samkv. kjarasamningi organista hjá FÍH og launanefndar Þjóðkirkjunnar.

 

Umsóknir skulu sendar rafrænt til: bjorn@brautarholt.is

Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k.

 

Allar upplýsingar um starfið gefa formenn sóknarnefndanna sem ráða munu í starfið:

Björn Jónsson formaður Brautarholtssóknar,

 bjorn@brautarholt.is gsm. 892 3042

Sigríður Klara Árnadóttir formaður Reynivallasóknar,

 sigridur@kjos.is gsm.841 0013

Einnig er hægt að hafa samband við sóknarprest sr. Örnu Grétarsdóttur arna.gretarsdottir@kirkjan.is

 

 

meira...
14. nóvember 2016 11:27

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði

 

Aðventumarkaðurinn  í Félagsgarði verður 10. desember frá kl 12:00 til kl 17:00 og verður með hefðbundnu sniði.

Pantanið hjá Guðnýju s. 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is

meira...
14. nóvember 2016 10:00

Bókasafnið í Ásgarði

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið næsta miðvikudag frá kl 18:00 til 20:00.

Börn og unglingar eru sérstaklega boðin og fullorðnir taki með sér prjónana.

Einhver skemmtileg mynd verður sýnd. Popp og kók.

Nýjar bækur verða komnar.

meira...
7. nóvember 2016 07:29

Frestun aðalfundar Adams

 

FRESTUN AÐALFUNDAR

OG NÝTT AÐALFUNDARBOÐ

 

Aðalfund Hestamannafélagsins Adams í Kjós sem halda átti miðvikudaginn 9. nóvember 2016 næstkomandi,  kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi er frestað vegna óviðráðanlegra atvika. 

Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. nóvember 2016, kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.  Kynning á reglum stjórnar um að veitingu ræktunarverðlauna til félagsmanns (félagsmanna).

7.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

8.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

9.      Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

10.  Veiting ræktunarverðlauna.

11.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

meira...
1. nóvember 2016 06:43

Aðalfundur Adams

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams í Kjós verður haldinn miðvikudaginn 9. nóvember 2016,  kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.  Kynning á reglum stjórnar um að veitingu ræktunarverðlauna til félagsmanns (félagsmanna).

7.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

8.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

9.      Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

10.  Veiting ræktunarverðlauna.

11.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 

 

meira...
29. október 2016 03:22

Messa á léttum nótum í Reynivallakirkju 30. október kl.14

 

Sunnudaginn 30. október verður léttmessa í Reynivallakirkju kl.14. Fermingarbörn taka þátt í messunni. Sálmar sungnir á léttum nótum og andrúmsloftið afslappað og notalegt.  Guðmundur Ómar Óskarsson leikur á orgelið og sr. Arna tekur í gítarinn. Altarisganga fer fram.

 

Sálmarnir verða æfðir frá kl.13.30-13.50 í kirkjunni og eru allir velkomnir á æfinguna.

Kaffisopi inni í bæ á eftir.

 

 

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir

meira...
26. október 2016 12:53

AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPS

 

Kynningarfundur í Ásgarði

1. nóvember kl. 16.00-18.00.

 

Kjósarhreppur hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og er gert ráð fyrir að vinnu við það ljúki vorið 2018. Mikilvægt er að sem best samráð verði við íbúa meðan á  skipulags-ferlinu stendur og að þeir setji fram sínar hugmyndir.

Skipulagsnefnd Kjósarhrepps heldur utan um vinnuferlið og skipulagsráðgjafi aðalskipulags er Steinsholt sf sem er með aðsetur á Hellu.

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til framtíðar, sem tekur til alls lands innan sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi eru mörkuð stefna fyrir landbúnaðarland, samgöngu- og þjónustukerfi, veitur, íbúðarbyggð, sumarhúsabyggð, verndarsvæði o.fl.

Þriðjudaginn 1. nóvember verður opið hús um aðalskipulagið. Þar verða kynntar áherslur við endurskoðun aðalskipulags og drög að flokkun landbúnaðarlands, sem unnin er samhliða aðalskipulagi.

Íbúar geta skoðað vinnugögn og rætt við skipulagsráðgjafa og skipulagsnefnd.

 

 

meira...
26. október 2016 12:45

Bráðahjálparnámskeiðið.

 

Námskeið verður í bráðahjálp miðvikudaginn 2. nóvember  milli kl 16:00 og 18:00  í Ásgarði og fer þá fram leiðbeining um  notkun hjartastuðtækjanna sem kvenfélagið afhenti sveitarfélaginu fyrr í mánuðnum                                                                                                                                                            

 

Heldri íbúum sveitarfélgsins eru sérstklega boðnir velkomnir. Kaffi, meðlæti og  bókasafnið opið .

 

Bókasafnið:  Mikið hefur dregist saman í útlánum bóka á bókasafninu.  Af þeim ástæðum eru aðstandendur bókasafnsins hugsi yfir framtíð þess. Ekki þykir ástæða að vera með fasta opnunartíma eða kaupa bækur ef enginn hefur áhuga á að fá bækur að láni.  Það væri gott að heyra frá þér íbúi góður hvort þú munir sækja bókasafnið í framtíðinni og gott væri að fá óskir frá þér um hvaða og hvernig bækur þú leggur til að bókasafnið kaupi.

Vinsamlegast látið vita til Svönu í gsm: 8629243 eða  email middalur@emax.is

meira...
24. október 2016 02:50

Hrútasýning í Kjósinni

 

Þann 17. október var haldin hin árlega hrútasýning á vegum Sauðfjárræktafélagsins í Kjós á Kiðafelli. Sauðfjárdómararnir Lárus og Torfi frá RML sáu um mælingar og dóma á fénu. Mæting var góð þrátt fyrir að tveir stjórnarmeðlimir létu sig vanta en þau höfðu ágætis afsökun þar sem þau voru uppi á fæðingardeild að fjölga Kjósverjum. Úrslit voru eftirfarandi:

 

Mislitir/kollóttir lambhrútar

1. sæti Bergþóra á Kiðafelli

2. sæti Andrés á Hrísbrú

3. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

 

 

 

 

 

Veturgamlir hrútar

1. sæti María og Orri á Morastöðum

2. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

3. sæti Hörður Bender á Hraðastöðum

 

 

 

 

 

Lambhrútar

1. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

2. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

3. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

 

 

 

 

Myndir eru fengnar frá Mosfellingi.

 

Stjórn Sauðfjárræktarfélagsins óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar öllum gestum fyrir komuna og þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd sýningarinnar.

 

meira...
24. október 2016 12:41

Tilkynning um framlagningu kjörskrár

 

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Kjósarhrepps, Ásgarði á auglýstum opnunartíma fram til kjördags.  Á kjörskrá eru: 181,  80 konur og 101 karl.

 

meira...
19. október 2016 01:36

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps.

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar Kjósarhrepps.

 

Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 er í Ásgarðsskóla Kjós og stendur kjörfundur frá kl 12:00 til 20:00.

Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað.

 

Kjósarhreppur 19. október 2016.

 

Ólafur Helgi Ólafsson formaður

Unnur Sigfúsdóttir

Karl Magnús Kristjánssson

meira...
18. október 2016 02:42

Frestun verður á námskeiði í Ásgarði

 

Námskeiðinu í bráðahjálp sem vera átti í dag milli Kl 16:00 og 18:00 í Ásgarði verður frestað vegna þess að veðurútlit er ekki gott og leiðbeinandinn hefur ákveðið að koma ekki vegna þess.

 

Ákveðið hefur verið að fresta einnig boði heldri íbúa. 

meira...
13. október 2016 12:31

Uppfærð áætlun Kjósarveitna

 

 Úrkoma síðustu daga hefur víða haft áhrif um Kjósina eins og annars staðar.

 

Saklausir bæjarlækir eru orðnir að beljandi fljóti, tún breyst í stöðuvötn og heyrúllur farnar að sigla til sjávar.

 

Verktakar Kjósarveitna hægðu á framkvæmdum með stóru tækin, þar sem vinnuvélar voru farnar að síga ískyggilega djúpt með tilheyrandi áhrifum á landið.

Dagurinn í gær var samt nýttur vel, enda kominn tími til að smyrja og yfirfara vélar og tæki eftir stöðuga notkun undanfarna mánuði.

 

Verkstaðan 12. október sl. er HÉR

Uppfærð verkáætlun Gröfutækni er síðan að finna HÉR  

 

Sökkull undir stöðvarhús veitunnar, rís hægt og sígandi upp úr grunninum og vinna við dæluhúsið sem mun koma við endann á Hjarðarholti er hafin.

 

Gengið var frá samningi við Íslenska jarðhitatækni ehf í vikunni, um öxuldjúpdælu sem mun fara ofan í borholu MV-19. Hámarks afköst dælunnar eru um 40 l/s, en þörfin fyrst um sinn er miðuð við vatnsborð á 100 m dýpi um 30 l/s og vatnshita allt að 82°C. Hola MV-24, þarf enga aðstoð hún sér sjálf um að dæla upp á yfirborðið yfir 20 l/s af yfir 100°C heitu vatni.

 Byggt verður borholuhús yfir þessar tvær borholur veitunnar og hafa sumir haft á orði að það verði sjónarsviptir að þegar gufan frá holu MV-24 hverfur, þetta sé orðið eitt af kennileitum Kjósarinnar. Dælan verður afhent í lok nóvember og tilbúin að dæla vatni á lagnirnar um áramótin. Allt á áætlun.

 

 

 

Elís Guðmundsson og Hilmar Elísson

hjá H-verk ehf, í sökklinum fyrir stöðvarhúsið

Hitaveitu- og ljósleiðararör bíða

eftir að komast í jörð þegar styttir upp

Pétur Þorkelsson, Árni Gunnarsson,

Sigríður Klara og Árni Stefánsson

við undirritun í húsnæði

ÍJ ehf að Völuteigi í Mosfellsbæ

 

meira...
12. október 2016 03:29

Á döfinni næstu vikur.

 

Bókasafnið og námskeið.

Kvenfélag Kjósarhrepps hefur fest kaup á tveimur hjartastuðtækjum sem staðsetja á í sveitarfélaginu.  Kvenfélagið safnaði fyrir tækjunum með kaffisölu á Kátt í Kjós sl. sumar. Kvenfélagið þakkar öllum þeim sem komu að og styrktu þetta bráðnauðsynlega verkefni. Hreppurinn mun fjárfesta í þriðja tækinu.

 

Samstarf er við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um að staðsetja tækin í sveitarfélaginu með tilliti til þess að sem jöfnust fjarlægð sé frá hverju tæki til íbúa í sveitarfélaginu. Þangað til verða þau í Ásgarði, tilbúin til notkunar og staðsett í hillu á bókasafninu.

 

Námskeið verður í bráðahjálp miðvikudaginn 19. milli Kl 16:00 og 18:00  í Ásgarði og fer þá fram leiðbeining um notkun hjartastuðtækja.                                                                                                                                       

Heldri íbúum sveitarfélgsins eru sérstklega boðnir velkomnir, kaffi og meðlæti og  bókasafnið í Ásgarði verður einnig opið á sama tíma.

 

Frá Ungmennafélaginu Dreng í Kjósarhreppi.

Stjórn ungmennafélagsins hefur einu sinni komið saman til fundar á árinu.   Á þeim fundi var meðal annars ákveðið að  halda áfram leikfiminni, reyna að fá þjálfara til að vera með leikjanámskeið fyrir börn og unglinga sl. sumar, vera með dansnámskeið í september, halda námskeið í þjálfun fjárhunda og námskeið/fyrirlestra fyrir heldra fólk og fleira.

 

Leikfimin stóð fram í apríl og var vel sótt. Búið er að fá kennara á námskeið í þjálfun fjárhunda. Rædd var við Elísabetu Gunnarsdóttur og ætlaði hún að koma og halda námskeið sl. september  en hún frestaði námskeiðinu fram  í lok apríl á næsta ári. Ekki fékkst þjálfari fyrir leikjanámskeiðin og ekki var leitað eftir kennara fyrir dansnámskeið. Leikfimin mun væntanlega byrja nú í nóvember og heldra fólki verður boðið til samverustunda einu sinni í mánuði fyrst þann 19. október.

 

Akstur í félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ.

Eru einhverjir heldri menn eða konur sem hafa áhuga á að sækja félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ ef boðið verður uppá akstur þangað?

Eru einhverjir sem hafa áhuga á að taka að sér þennan akstur til að byrja með einu sinni í viku?

Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s. 5667100  eða á netfangið gudny@kjos.is

 

 

meira...
11. október 2016 03:36

Losun plastgáma-frestun

Losun plastgáma frestast til föstudagsins 14. október. 

meira...
7. október 2016 04:59

Hrútasýning og lambaskoðun 2016

 

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  mánudaginn 17. október og hefst klukkan 13.00. Þar gefst bændum kostur á að fá  stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.

 

Þeir sem hafa hug á að nýta sér þessa þjónustu  RML  eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.

 

Um kl. 16:00 fer fram verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt  allir eru velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.

 

Líkt og í fyrra  verður verðlaunað sérstaklega fyrir stigahæsta mislita/kollótta lambhrútinn.

Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta.

 

Sauðfjárræktarfélagið Kjós

 

meira...
6. október 2016 06:17

Sviðaveisla í Hlöðunni að Hjalla

 
 

 Laugardagskvöldið

15. október

verður haldin hin árlega sviðaveisla

að Hjalla.

 

Húsið opnar kl. 20

- borðhald hefst kl. 21

 

Kokkur Jón Þór


 

Drykkjarföng seld á staðnum - Kjamminn opinn.
Miðaverð kr. 4.900


Miðapantanir fyrir 12. október,
í síma 897 2219 - Hermann / 868 2219- Birna
Ferðaþjónustan Hjalla ehf

 

 

meira...
6. október 2016 10:36

Losun plastgáma

 

Losun plastgáma í Kjósarhreppi verður miðvikudaginn 12. október næst komandi. 

meira...
3. október 2016 01:55

Rotþróarhreinsanir í Kjós - seinni hluti 2016

 

Ljúka á  hreinsun rotþróa vegna ársins  2016 núna í vikunni. Eftir varð í vor Hjarðarholtsvegur nr 5-35, Hvammur 2-11 og Hálsendi 2-11. Sumarhúsin við Þrándarstaði, íbúðarhúsin Neðra-Hálsi, Stekkjarflöt, Hvammsvík, Sandi, Steinahlíð og fl.  Hreinsa á einnig núna þrær í hverfinu við Fossá. 

Enn og aftur skal ítrekað að hafa aðgengi að þrónum gott, þær vel merktar og hlið opin. 

meira...
29. september 2016 04:24

Staðan á hitaveitunni í september lok

 

Lagning hitaveitunnar geysist áfram.

Búið er að dreifa rörum niður að gatnamótum Hvalfjarðarvegar við Fell og verið að dreifa neðan Hvalfjarðarvegar að Harðbala og Holti. 

Stofnlögn komin í jörð við Blönduholt.

 

Frístundasvæðin í kringum Meðalfellsvatn klárast eitt af öðru.

Eyjafelli lokið. Árbraut og Ósbraut í lokafrágangi. Vinna hafin við Flekkudalsveg, Eyjatún og Eyjavík (austurhlutann).

 

Hér má finna uppfærða stöðu á verkinu, frá 28. september sl.

 

og hér má sjá myndband: http://www.kjos.is/pages/video_temp/

af því þegar hitaveitu- og ljósleiðararör eru plægð í góðan jarðveg.

 

Þrjú tilboð bárust í byggingu aðstöðu- og dæluhús, auk borholuhúsa.

Lægsta tilboðið átti H-verk ehf, 17% yfir kostnaðaráætlun og var gengið frá samningi við það fyrirtæki í vikunni.

Næst lægsta tilboðið átti Möndull ehf - verkfræðistofa, 39 % yfir kostnaðaráætlun.

Hæsta tilboðið átti Nýbyggð ehf eða 118% yfir kostnaðaráætlun.

 

Búið er að taka grunna upp við Möðruvelli, á aðal athafnasvæði hitaveitunnar og byrjað að slá upp sökklum. Byggingarstjóri Kjósarveitna er Þeba Björt Karlsdóttir, rafvirkja- og símsmíðameistari.

  

Kjósin hefur skartað sínu fegursta þetta haustið og verktakar haft á orði að það séu forréttindi að vinna á svona fallegum stað.

 

Gæfan hefur fylgt hitaveituverkefninu.

Hvorki alvarleg slys á fólki

né tjón á tækjum.

Lagnaleiðir eru misjafnar,

en alltaf fundin lausn.

Sökklum undir stöðvarhúsið slegið upp í haustblíðunni.

Pétur Heide Pétursson, hjá Arion banka,

kom í vettvangsferð í vikunni og var alsæll með stöðu verkefnisins.

meira...
20. september 2016 05:32

Rafmagnslaust aftur - miðvikudag 21.sept

Tilkynning          

 

Rafmagnslaust verður á morgun

miðvikudaginn 21 sept kl: 13.00 til 17.00

frá Bæ að Eyjatjörn og Meðalfelli vegna vinnu við háspennukerfið.

 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

 

Bilanasími 5289390

 

meira...
19. september 2016 01:39

Afmælishátíð FSM þann 8. október 2016

 

Haldið verður upp á 50 ára afmæli  FSM(Félags sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn) laugardaginn 8. október nk. Sjá nánar HÉR.

meira...
19. september 2016 01:33

Rafmagnslaust í Kjós - 20. sept, kl. 13-15

 

Bláu deplarnir sýna þá staði

sem rafmagn verður tekið af

 

Rafmagnslaust verður í stórum hluta Kjósarinnar á morgun,

þriðjudag 20. september, frá kl. 13:00-15:00

 vegna vinnu við háspennudreifikerfi.

 

Rafmagnslaust verður frá Eyrarkoti að Bæ, inn Laxárdalinn að Eyjatjörn ásamt strandlengjunni meðfram Hvalfirði um Hvammsvík og inn í Brynjudal.

 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími: 528-9390

 

 

meira...
10. september 2016 02:29

Staðan á hitaveitulögninni

 

  Lagning hitaveitu- og ídráttarröra fyrir ljósleiðara gengur vel í Kjósinni.

 

Gröfutækni-verktakar eru komnir með frágengna stofnlögn niður að Hjarðarholti. Þar skiptist stofnlögnin í tvennt.

Annar leggurinn fer inn í Eilífsdal og mun síðan halda áfram á næsta ári alla leið niður að Kiðafelli.

Hinn leggurinn heldur áfram niður að Felli, Lækjarbraut, Miðbúð, Bolaklettum o.s.frv. við Hvalfjörð, sá leggur verður kláraður á þessu ári. Búið að er dreifa rörum niður að Blönduholti.

 

MIJ-verktakar eru búnir með þann hluta af sumarhúsasvæðinu inn í Valshamri (Eilífsdal), sem verður lagt í á þessu ári. Nú eru þeir að vinna í Eyjafellinu og farnir að undirbúa komu sína í Árbraut og Ósbraut.

 

Hér má sjá stöðuna á verkinu 6. september sl.  (Fjólubláa línan sýnir það sem búið er. Gula lína sýnir hvar verktakar eru staddir þessa dagana).

 

Nánar um verkstöðu á hverjum tíma og verkáætlanir verður hægt að finna undir flipanum KJÓSARVEITUR EHF ->  Verkstaða- og áætlun

 

Gröfutækni ehf sér um heimæðar að bæjum, íbúðarhúsum og stöku frístundarhúsum.
Verkáætlun þeirra fyrir 2016 er HÉR

 

Magnús Ingberg Jónsson ehf - MIJ ehf, sér um lagnir í sumarhúsahverfunum.

Verkáætlun þeirra fyrir 2016 er HÉR

 

Að gefnu tilefni er mikilvægt að þeir sem ætla að fá tengingu hafi samband við Kjósarveitur ÁÐUR en lagningu er lokið á þeirra svæði.

Umsóknareyðublaðið er að finna HÉR.

  Eyðublaðið er hægt að fylla út og senda til baka í tölvupósti á kjosarveitur@kjos.is

 

Nokkuð hefur borið á því að fólk vilji breyta fyrri ákvörðun,  vilji vera með þegar verktakarnir er nánast búnir í þeirra hverfi eða jafnvel farnir af svæðinu. Það fylgir heilmikið umstang hjá verktökum að færa sig milli svæða, ekki eins einfalt og sumir halda "að snara fram einni heimæð" eftirá.

Því miður, í flestum tilvikum, þá verður viðkomandi að bíða þar til heildarverkinu er lokið, þar sem verktakar hafa skuldbundið sig til að standa við sínar verkáætlanir.

 

Gert er ráð fyrir að skoða framhaldið eftir umsamin verklok í nóv 2017.

Það er því um að gera að láta vita af sér sem fyrst, til að missa ekki af lestinni og hagstæðustu verðunum.

 

Með hlýjum kveðjum og von um áframhaldandi góða samvinnu

 

Kjósarveitur - kjosarveitur@kjos.is - s: 566-7100

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri - sigridur@kjos.is -  GSM: 841-0013

Kjartan, rekstrarstjóri - kjartan@kjos.is - GSM: 853-2112

 

 

 

 

 

meira...
7. september 2016 08:24

Tekið á móti nýjum sóknarpresti Reynivallaprestakalls

 

   Innsetningarmessan verður í Reynivallakirkju,

sunnudaginn 11. september kl.14.
Sr. Þórhildur Ólafs prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi mun setja

sr. Örnu Grétarsdóttur inn í embætti sóknarprests Reynivallaprestakalls við hátíðlega athöfn.
Það er venja þegar nýr prestur tekur við í söfnuði að haldin er sérstök messa þar sem prestur er boðinn velkominn, beðið er fyrir störfum nýja prestsins, fyrir söfnuðinum og þá sérstaklega fyrir samstarfi prests og safnaðarfólks.

 

Sigríður Klara Árnadóttir, formaður Reynivallasóknar og

Björn Jónsson, formaður Brautarholtssóknar lesa ritningarlestra.
Félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiðir sálmasöng.

Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Kaffisamsæti eftir messu í Hlöðunni á Hjalla í Kjós hjá Hermanni og Birnu.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.


Sóknarnefndir Reynivalla – og Brautarholtssóknar

og sóknarprestur

 

 

 Þrjár kirkjur tilheyra Reynivallaprestakalli 

Brautarholtskirkja Kjalarnesi Saurbæjarkirkja Kjalarnesi Reynivallakirkja Kjós

meira...
26. ágúst 2016 06:21

Leiðtoga-messa í Reynivallakirkju 4. september kl. 11


 

Þátttakendur Leiðtoganámskeiðs í Vindáshlíð og Karlaflokki Vatnaskógar munu mæta í sérstaka leiðtogamessu í Reynivallakirkju

sunnudaginn 4. september n.k., kl. 11:00


Eftir vinnusama og lærdómsfulla helgi er safnast saman til helgihalds og uppbyggingar sem gefur kraft inn í þjónustu- og leiðtogastörf vetrarins.


Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.
 
Að sjálfsögðu eru öll þau hjartanlega velkomin

sem þiggja vilja og leið eiga hjá. 

 

Arna Grétarsdóttir
Sóknarprestur Reynivallaprestakalls
Reynivellir - Kjós
276 Mosfellsbær
Sími: 865 2105
arna.gretarsdottir@kirkjan.is

 

 

 

meira...
25. ágúst 2016 01:54

Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2016

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.

 

1.   rétt verður sunnudaginn  18. september kl. 15:00

2.   rétt verður sunnudaginn  9. október kl. 15:00

 

meira...
5. ágúst 2016 01:55

Hitaveitan sendir út fyrstu reikningana

  

 Þessa dagana eru að koma greiðsluseðlar fyrir stofngjöld heimæða sem verða lagðar á þessu ári, 2016.

Þ.e. lagnaleiðin frá Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn niður að Hvalfirði. Auk hluta af sumarhúsasvæðinu Valshamri inn í Eilífsdal.

 

Gjalddagi: 15. ágúst 2016

Eindagi: 10. október 2016

 

 

Þeir sem eru á umræddu svæði, en ekki búnir að sækja um eru hvattir til að gera það sem fyrst til að ná að vera með.

Umsókn og nánari upplýsingar er að finna inn á http://kjos.is/kjosarveitur-ehf/eydublod-og-skjol/

 

Heitu vatni verður hleypt á þennan hluta um áramótin.

 

Gröfutækni-verktakar eru komnir með stofnlögnina niður að Flekkudal voru að þvera Flekkudalsána í fyrradag.

MIJ-verktakar er búnir með svæðið við Hjarðarholt og eru nú að vinna inn á Valshamarssvæðinu, Eyrum og Neðri-Hlíð (Hlíð 1-22).

 

Gjald fyrir notkun verður, eins og áður hefur komið fram, ekki rukkað fyrr en búið er að tengja eignina og eigandi tilbúinn að skrúfa frá heita vatninu.

 

Krafan á að vera komin í heimabanka og greiðsluseðill á pappír á að berast með Póstinum strax eftir helgi.

Ef einhver saknar þess að fá ekki greiðsluseðil, eða eitthvað er ranglega skráð þá vinsamlega hafið samband við Kjósarveitur, kjosarveitur@kjos.is, s: 566-7100

 

Hér eru hin ýmsu tilboð sem viðskiptavinum Kjósarveitna standa til boða

 

ARION BANKI- fjármögnunartilboð

 BYKO

 HÚSASMIÐJAN

 ÍSRÖR

 OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara Árnadóttir

framkvæmdastjóri KV

 

 

meira...
4. ágúst 2016 12:13

Frá hestamannafélaginu Adam

 

Laxárbakkar

 

Þá er komið að 3. reiðtúr hmf. Adams þetta árið, laugardaginn 6. ágúst n.k.

Ákveðið hefur verið að ríða frá Meðalfelli upp Laxárbakka og niður aftur og enda í grilli á Meðalfelli.

Við ætlum að mæta að Meðalfelli kl. 13:00 og leggja af stað fljótlega uppúr því og áætlum að vera komin til baka ca. kl. 17:00.

Verð í grill: 2.500 kr. og greiðist á staðnum.(ath. ekki posi á staðnum).

Skráningar óskast sendar á netfangið: 8995282@gmail.com

fyrir kl. 13:00, föstudaginn 5. ágúst.

 

Hmf. Adam

meira...
29. júlí 2016 03:36

Verslunarmannahelgin á Kaffi Kjós

 

Fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós. Mikil dagskrá og hana má skoða HÉR

meira...
22. júlí 2016 11:24

Messa að Reynivöllum 31. júlí kl 14 - hestamessa

 

Sunnudaginn 31. júlí kl. 14 verður messa í Reynivallakirkja.

Þá verður endurvakin svokölluð "hestamessa", þar sem messugestir eru hvattir til að koma ríðandi til guðþjónustu.

Nýi sóknarpresturinn, sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari.

 

Að guðþjónustu lokinni bjóða sr. Arna og fjölskylda, messugestum í kaffi, í fallega garðinum við Reynivelli.


Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

meira...
18. júlí 2016 02:41

Járnmaðurinn í Kjósinni.

 

Járnmaðurinn verður haldinn í Kjósinni laugardaginn 23. júlí 2016 og hefst kl 10:00 um morguninn. Búist við að þeir fyrstu komi í mark eftir rúma fjóra tíma og þeir síðustu skili sér eftir sjö klukkutíma.

 

Fyrirmyndin er Ironmannkeppnin og er keppt í þríþraut. Vegalengdin var svokölluð hálf vegalengd, eða  sund 1,9 km, hjól 90 km og hlaup 21 km. Byrjunarreiturinn er við Meðalfell.  Fyrst verður synt  í Meðalfellsvatni, síðan hjólað  inn og norður fyrir Hvalfjörð, sömu leið til baka. Hlaupið verður að Hjalla og  Flekkudal , til baka að Meðalfelli.

 

Gera má ráð fyrir einhverjum töfum vegfarenda þessa klukkutíma meðan keppnin stendur yfir en búist er við á annað hundrað keppendum, inn- og erlendum.

 

HÉR má skoða þrautabrautina.

 

meira...
18. júlí 2016 01:22

Föstudagsreið Adams!

 

Hestamannafélagið Adam boðar til hinnar árlegu föstudagsreiðar á vegum félagsins þann 22. júlí næstkomandi og eru félagsmenn og aðrir boðnir velkomnir að taka þátt í reiðinni.

Eins og áður er gert ráð fyrir því að bændur og búalið ríði frá sínum heimahaga að hrossaræktar- og geitabúinu Flekkudal í Kjós en þaðan hafa komið margar bestu geitur landsins.  Áætlað er að reiðmenn verði komnir í Flekkudal um kl: 21:00 á föstudagskvöldi.  

 

Fyrirhugað er að leggja upp frá bæjum í Miðdal í Kjós eftir mjaltir, um kl: 19:30, og safnast má saman frá bæjum við Eilífsdal um kl: 20:00.   Þeir sem ætla að ríða lengra að þurfa að ákveða tímasetningar við hæfi.

 

Stefnt er að því að hestamenn geti átt góðar stundir saman í Flekkudal yfir mat og drykk.  Grillað verður á staðnum en hver og einn þátttakandi sér um sína drykki.   Þátttakendur greiða kr. 2.000,- sem er kostnaðarverð fyrir mat og meðlæti en greiðslu þarf að inna af hendi með peningum þar sem posi verður ekki til staðar.

 

Tilkynningar um þátttöku óskast sendar í netfangið 8995282@gmail.com  eða flekkudalur@gmail.com

 

Með bestu kveðju,

Ferðanefnd Hestamannafélagsins Adams

 

meira...
15. júlí 2016 03:32

Heitt í Kjós á Kátt í Kjós

 

Kjartan rekstrarstjóri og Sigríður Klara framkvæmdastjóri voru á fullu að taka til á lagernum og skúra þegar www.kjos.is bar að garði. Allt að verða klárt fyrir helgina, þegar Kjósarveitur bjóða heim að Möðruvöllum 1 (þar sem lagerinn er og öll rörin fyrir utan).

 

Húsasmiðjan búin að setja upp sinn bás, Danfoss komnir með tengigrindur, ofnar komnir frá Ofnasmiðju Suðurnesja, tilboð frá BYKO tilbúin. NormX kynnir heita potta og Arion banki með tilboð á framkvæmdalánum. Ísrör verður með til sýnis og sölu tengiskápa á kosta kjörum, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Sjóðheit tilboð og heitt á könnunni.

Bæði opið laugardag 16. júlí, frá kl. 11-16  

og sunnudag 17. júlí, frá kl. 11-16.  

Því margir eru uppteknir við eigin viðburð á laugardeginum, geta þá kíkt í kaffi til Kjósarveitna á sunnudeginum, náð sér í góðan díl og fengið svör við vangaveltum sínum.

Nú er bara að drífa sig í heimsókn upp að Möðruvöllum og taka þátt í umræðunni um heitasta verkefnið í Kjósinni um þessar mundir !

 

 

 

 

meira...
14. júlí 2016 04:14

Dagskrá Kátt í Kjós

 

HÉR  má ná í bæklinginn og einfalda dagskrá viðburðanna á Kátt í Kjós, 16. júlí 2016 til útprentunar.

 

meira...
14. júlí 2016 01:29

Kátt í Kjós- Kaffi Kjós

 

Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð staðsett í suðurhlíð Meðalfells, með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn, í raunverulegu sveita¬umhverfi. Þar eru margir möguleikar til skemmtilegrar útivistar og afþreyingar.

Kaffi Kjós var opnað 1998 og hafa sömu aðilar rekið staðinn síðan. Þar er lögð áhersla á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu andrúmslofti.

 

Þann 16. júlí 2016 verður hoppukastali við Kaffi Kjós og fleira skemmtilegt.

 

Opið frá kl. 11-22,  s: 566 8099,  897 2219 

 

meira...
14. júlí 2016 12:19

Kátt í Kjós- saga Kjósarhrepps

 

Gunnar Óskarsson hefur verið að rita sögu Kjósarhrepps undanfarin ár. Hann mun fara yfir það verk kl. 12:00 í Ásgarði.

 

meira...
14. júlí 2016 12:06

Kátt í Kjós- leiðsögn um Hvítanes

 

Í Hvítanesi eru áhugaverðar herminjar og þar má enn sjá mannvirki breska hersins frá umsvifum hans í Hvalfirðinum. Magnús Þór Hafsteinsson verður með leiðsögn um nesið og mun segja frá hlutverki Hvalfjarðar í styrjöldinni og minjum þar.

Mæting kl. 14:00 í Hvítanes.

meira...
13. júlí 2016 02:56

Kátt í Kjós - Félagsgarður

 

Í Felagsgarði verður kaffihlaðborð  að hætti kvenfélagsins í Kjósinni, þar geta gestir setið í rólegheitum, notið veitinganna og spjallað. Allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á hjartastuðtæki sem staðsett verður í hreppnum.

 

Sveitamarkaðurinn verður  utandyra og þar standa til boða vörur úr sveitinni, matvara og handverk.

 

Bókin vinsæla „Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga“  og „Kjósarmyndin“ gamla verða til sölu í Félagsgarði.

 

Úti á velli fyrir yngri kynslóðina verður klifurvagninn frá skátunum að príla í og Blaðrarinn frá Sirkusi Ísland að búa til fígúrur frá kl 14:00-16:00.

meira...
12. júlí 2016 01:48

Kiðafell lll opið á Kátt í Kjós

 

Garðyrkjustöðin að Kiðafelli III í Kjós býður upp á fjölbreitt úrval af trjám og runnum og einnig fjölæringum, einkum steinhæðaplöntum. Stöðin hefur sérhæft sig í ræktun reynitrjáa og bíður upp á ótrúlegt úrval tegunda. Kiðafell er staðsett um 3 km innan við Hvalfjarðargöng að sunnanverðu.

Allir velkomnir að kíkja við. Opið frá kl. 12:00-16:00.

Hægt er að hafa samband í síma 5875616 / 6648274 og í gegnum kidafell.iii@gmail.com

 

meira...
12. júlí 2016 12:53

Dagskrá Kátt í Kjós

 

Hér má ná í bæklinginn og einfalda dagskrá viðburðanna á Kátt í Kjós, 16. júlí 2016 til útprentunar. 

 

 

 

meira...
12. júlí 2016 12:34

Opin handverkshús á Kátt í Kjós

 

Gallery NaNa Flekkudalsvegi 18,  verður með opið frá kl 12:00-17:00. Þar eru til sýnis og sölu glæsilegar handgerðar leðurtöskur  skreyttar með fiskiroði og skinni ásamt fylgihlutum.  www.nana.is

 

 

 

 

SG textíl. Sigga á Bakka opnar vinnustofu sína í tilefni dagsins að Flekkudalsvegi 19a. Til sölu eru handunnar vörur úr meðal annars ull og silki. Einnig framleiðir Sigga skartgripi úr roði.  www.sgtextil.is

 

 

 

 

 

 

 

Keramik, Eyrum 9, Eilífsdal. Sjöfn Ólafsdóttir hefur hannað ævintýraheim úr keramiki. Hún er með vinnustofu sína í sumarhúshverfinu, Eilífsdal.

 

 

 

 

 

Pía Rakel, Meðalfellsvegi 29, er með til sýnis og sölu glerlist, ljósmyndagrafík og handverk.

Opnunartími aðra daga eftir samkomulagi.

Sími: 897 0512   - www.arcticglass.dk

 

meira...
12. júlí 2016 12:11

Opið að Sogni á Kátt í Kjós

 

Að Sogni verður opið frá kl 12:00-17:00. Bændur og búalið á Sogni, Sveina, Snorri og börn, opnuðu  glæsilega rekstraraðstöðu á árinu þar sem seldar eru kjötvörur o.fl., beint frá bónda.  

 

Á Sogni má fá ferskt nautakjöt og aðrar nautakjötsafurðir eins og hamborgara, beef jerky, carapccio og reykt kjöt.  Á boðstólnum verða einnig sultur, kæfur og aðrar vörur sem framleiddar eru af heimafólkinu.  Glóðheitir hamborgarar verða til sölu beint af grillinu.

 

meira...
12. júlí 2016 09:44

„Tómstundagaman Björns“ á Kátt í Kjós.

 

Yfirlitssýning á verkum Björns Sigurbjörnssonar frá Kiðafelli  „ Tómstundagaman Björns“ verður í Eyrarkoti í Kjós frá og með 16. júlí, en hann verður 85 ára á árinu.  Myndirnar eru gerðar frá stríðstímum til okkar daga og eru margar þeirra úr Kjósinni.

Margar myndanna eru sögulegar heimildir.

 

Derek Mundell vinur Björns og fyrrverandi samstarfsmaður hefur verið Birni stoð og stytta við undirbúninginn en hann er sjálfur afbragðs listmálari.  Einnig hefur Anna kona Björns stutt hann með ráðum og dáð.

 

Björn hefur mikla ánægju af vatnslitamálun og eru landslagsmyndir hann einkar vel gerðar þótt hann hafi fengið litla tilsögn frá því í skóla en þá fékk hann alltaf 10 í teikningu.  Honum er það gefið að hafa styrka hönd og auga listamannsins sem fangar og túlkar fegurð augnabliksins hvort sem það er í landslagi eða öðru.

meira...
11. júlí 2016 01:07

Kátt í Kjós, sveitamarkaður og gleði á góðum degi.

Laugardaginn 16. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í tíunda sinn sem efnt er til opins dags í sveitarfélaginu.  

Kátt í Kjós hefur tekist með miklum ágætum og mörgþúsund manns hafa sótt Kjósina heim á þessum viðburði á síðustu árum.

 

Nánar um viðburði  HÉR

meira...
9. júlí 2016 03:03

Hitaveitu fréttir úr Kjósinni

 

Veðrið leikur aldeilis við verktakana hér í Kjósinni enda gengur verkið vel.

Er þokkalega á áætlun og óbreytt planið að hleypa vatni á legginn frá Möðruvöllum um Meðalfellsvatn og að Hvalfirði í lok árs. Auk hluta frístundahúsasvæðisins Valshamars í Eilífsdal, Eyrar og Neðri-Hlíð.

 

Verktakar hjá Gröfutækni ehf eru búnir að dreifa 4,2 km af stofnæðinni (stálinu), af því eru 4 km fullsoðnir og búið að lekaprófa fyrstu 3,1 km. Þetta mun síðan allt fara ofan í jörð í næstu viku.

Stofnlögnin er komin að Grjóteyri. Verktakar hinkruðu meðan Kristján á Grjóteyri og Guðný í Flekkudal slóu. Enda er áætlunin að ná inn að Flekkudal í næstu viku.  Það er góð spretta og sláttur víða hafinn fyrr þetta sumarið svo allt hjálpar til við að verkinu miði hratt og vel áfram.

Þverun Sandsár er lokið. Stofnlögnin heldur áfram sína leið inn fyrir Meðalfellsvatn, niður að Þúfu, Blönduholti, Felli og áfram niður að Hvalfirði.

 

Undirverktakinn Þorkell Hjaltason (Bóbó frá Kiðafelli) er samhliða að undirbúa íbúðarhúsin fyrir væntanlega hitaveitu, m.a. bora í gegnum útveggi og slíkt. Hann hefur haft samband beint við íbúana og í sameiningu fundið tíma sem hentar í verkið.

 

Verktakarnir hjá Magnúsi Ingberg Jónssyni hf eru að leggja lokahönd á Hjarðarholtið þessa dagana,  eru farnir að undirbúa frístundahúsaeigendur að Eyrum og Neðri-Hlíð, á frístundahúsasvæðinu Valshamri inn í Eilífsdal. Þetta árið verður  helmingur frístundahúsasvæðisins í Eilífsdal tekinn. Þegar því er lokið fara þessir verktakar aftur niður að Meðalfellsvatni í haust, þegar umferðin minnkar og klára þar.

 

Kjósarveitur ætla að bjóða heim að Möðruvöllum 1 (þar sem lagerinn er) á Kátt í Kjós og  vera með sjóðheit tilboð og heitt á könnunni.

Það verður opið hús  frá kl. 11-16, bæði laugardag 16. júlí og sunnudag 17. júlí.  Því margir eru uppteknir við eigin viðburði á laugardeginum og geta þá kíkt í kaffi til Kjósarveitna á sunnudeginum.

Allir hvattir til að kíkja við, um að gera að nýta tækifæri til fá svör við vangaveltum sínum og sjá hvaða tilboð eru í gangi.

Dæmi:

Ísrör verður með tengiskápa: http://www.isror.is/tengiskapar/

og Ísleifur Jónsson verður mættur með áhugaverð tilboð á ýmsu: http://www.isleifur.is/

 

Við hjá Kjósarveitum þökkum fyrir þá tillitssemi sem verktökum okkar er sýnd. Þetta er mjög stór framkvæmd sem óhjákvæmilega hefur áhrif á umhverfi sitt.  

Við erum alltaf til í að ræða málin og finna lausnir, svo ekki hika við að hafa samband.

 

Góðar kveðjur,

Kjósarveitur ehf, s: 566-7100

Sigríður Klara, sigridur@kjos.is, GSM: 841-0013

Kjartan, kjartan@kjos.is, GSM: 853-2112

 

 

 

 

meira...
5. júlí 2016 09:55

Álagningarskrá opinberra gjalda

 

Álagningarskrá opinberra gjalda einstaklinga árið 2016 mun liggja frammi á skrifstofum Kjósarhrepps til 15. júlí 2016. 

meira...
1. júlí 2016 10:56

Sr. Arna Grétardóttir nýr sóknarprestur að Reynivöllum

 

Frá og með deginum í dag 1. júlí 2016,

eru Kjósverjar og Kjalnesingar komnir með nýjan sóknarprest, sr. Örnu Grétarsdóttur.

 

Fjölskyldan eru þessa dagana að koma sér fyrir á prestssetrinu að Reynivöllum, það tekur tíma að flytja milli landa og er búslóðin væntanleg í næstu viku en sl. 9 ár hefur fjölskyldan búið í Noregi.

 

Formleg innsetning sr. Örnu í embætti mun fara fram að Reynivöllum. Tímasetning hefur ekki verið ákveðin, verður auglýst síðar.

 

 

 Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Sr. Arna Grétarsdóttir er með netfangið:  arna.gretarsdottir@kirkjan.is 

og GSM: 865-2105

 

Við bjóðum sr. Örnu Grétarsdóttur og fjölskyldu hjartanlega velkomin í Kjósina.

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar

 

 

 

meira...
28. júní 2016 11:42

Opið inn að Sandi

Vel gekk að þvera veginn inn að Sandi í gær og búið að opna hann aftur.

 

Þökkum tillitssemina ....

og öll hrósin sem komið hafa vegna góðrar vinnu verktakanna. 

 

Verkin ganga mun betur þegar allir vinna saman - eins og í fótboltanum !

 

F.h. Kjósarveitna

Sigríður Klara Árnadóttir

 

 

meira...
27. júní 2016 08:08

Lokað inn að Sandi eftir hádegi í dag

   

Loka þarf veginum inn að Sandi, Sandseyri og Sandslundi í dag, mánudag 27. júní,

milli kl. 13 og 16,

á meðan verktakar koma hitaveitu- og ljósleiðaralögnum undir veginn.

 

Farið er yfir veginn milli Sandseyrar 9 og Sandslundar 27/28

 

Sent var SMS sl. föstudag á þá fasteignaeigendur á svæðinu sem Kjósarveitur hefur upplýsingar um. Þeir sem ekki fengu tilkynningu vinsamlega sendið póst á sigridur@kjos.is

 Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

 

F.h. Kjósarveitna

Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri

sigridur@kjos.is

S: 566 7100

 

 

meira...
23. júní 2016 02:27

Fyrsti hluti stofnlagnarinnar kominn í jörð

 

 

Hitaveituframkvæmdir ganga ágætlega.

Breyta þurfti aðeins verkáætlun meðan beðið var eftir ljósleiðararörum af réttum sverleika.

 

Nú er búið að grafa niður 1,6 km af sverustu stofnlögninni frá Möðruvöllum að Sandi.

Einnig 1,2 km af heimæðum á svæðinu frá Stangarholti að Sandi/Sandslundi. Auk þess er búið að klára lagningu röra að um 20 frístundahúsum við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg.

 

ATH!  Búast má við töfum á

mánudag, 27. júní, eða þriðjudag, 28. júní, 

þegar loka þarf veginum inn að Sandi á meðan verktakar koma hitaveitu- og ljósleiðaralögnum undir veginn.

Nánari tímasetning verður auglýst þegar hún liggur fyrir.

 

Með góðum kveðjum f.h. Kjósarveitna ehf.

Kjartan Ólafsson, GSM: 853-2112 og

Sigríður Klara, GSM: 841-0013

 

 

 

 

 

 

Opinn skurður
Frágenginn skurður

 

meira...
21. júní 2016 02:10

Hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

 

Hreinsun rotþróa er hafin. Þau svæði sem taka á núna eru: Sumarhúsasvæðin í Eilífsdal, Þúfulandi, Norðurnesi og önnur í landi Möðruvalla 1. Ásgarður og öll hús að Hvammi. Brynjudalurinn og sumarhúsasvæðið vestan Meðalfellsvatns.

 

Fasteignaeigendur beðnir um að hafa þrærnar aðgengilegar og merktar, annars ekki losaðar. 

meira...
20. júní 2016 10:31

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar

 

Kjörstaður vegna forsetakosninga  í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 25. Júní  n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12:00-20:00. Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað. Í Kjósarhreppi eru 182 á kjörskrá.

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.

 

Kjós 20. Júní  2016,

Kjörstjórn Kjósarhrepps:

Ólafur Helgi Ólafsson formaður

Unnur Sigfúsdóttir

Karl M Kristjánsson

meira...
13. júní 2016 05:53

Hin árlega kvennareið í Kjósinni - föstudaginn 24. júní

 

Hin árlega kvennareið í Kjósinni verður föstudaginn 24. júní - á Jónsmessunni.


Þemað verður SUMAR

 

Lagt af stað frá Kjósarrétt, kl. 19 og riðið inn í vissuna.

Endum á góðum stað, etum, drekkum og eigum góða stund saman.


 

Verð á hverja konu kr. 2.500 (matur ofl innifalið) - ath ekki posi á staðnum.


Skráning er til kl. 17:00, miðvikudaginn 22. júní,

hjá Ólöfu Hrosshóli, gsm: 893-0257, olofthor@emax.is

Sjáumst hressar,  SUMARLEGAR og í SUMAR-fíling.

 

Nefndin 2016
Ólöf Hrosshóli & Sibba Meðalfelli 

 

 

meira...
13. júní 2016 12:17

Auglýsing um kjörskrár vegna forsetakosninga

Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní 2016 munu liggja  frammi á skrifstofum Kjósarhrepps frá og með miðvikudeginum 15. júní 2016 á almennum skrifstofutíma til kjördags.

 

Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum www.kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.

 

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær til hreppsnefndar Kjósarhrepps.

 

meira...
13. júní 2016 12:00

Tuddinn ekki við Ásgarð í dag

Hamborgarabíllinn Tuddinn verður ekki við Ásgarð í dag kl 16:00 eins og búið var að auglýsa. Óviðráðanlegar ástæður og velvirðingar beðist. 

meira...
8. júní 2016 02:57

Kátt í Kjós verður 16. júlí næstkomandi en með breyttu sniði.

 

Í þetta sinn stendur sölufólki til boða að vera úti með vörur sínar.  Söluaðilar  koma með sín eigin tjöld eða bása og þeim síðan raðað upp fyrir utan Félagsgarð gegn vægu gjaldi.

 

Inni í Félagsgarði á að reyna að skapa kaffihúsastemningu í salnum en þá geta gestir setið í rólegheitum, notið veitinga og spjallað.

 

Reyna á að virkja stjórnir hinna ýmsu félaga í sveitinni til að vera með uppákomur úti vellinum við Félagsgarð.   Að loknum góðum degi þar sem kátt verður í Kjós verður haldinn dansleikur í Félagsgarði.

 

meira...
8. júní 2016 02:51

Hreinsunarátak í Kjósarhreppi

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps  beinir þeim vinsamlegu tilmælum til fasteignaeigenda og íbúa í Kjósarhreppi að standa fyrir hreinsundarátaki dagana 10. til 13. júní næstkomandi.  

Fasteignaeigendur og íbúar eru hvattir til að tína allt rusl á víðavangi í Kjósinni en nú er nokkuð um að rusl í sveitarfélaginu sé fjúkandi til og frá.  Tína má bændafánana (rúlluplast) af girðingum og fjarlægja má gamlar og ónýtar heyrúllur.  Ýmislegt ónýtt drasl má fjarlægja úr ásýnd gestkomenda og koma því á ruslaplan (gámaplanið).   Það yrði einnig til þess að fegra ásýnd Kjósarhrepps ef fasteignaeigendur og íbúar myndu einnig nota tækifærið þessa daga til að dytta að eignum sínum.

 

Við í Kjósarhreppi stefnum í sameiningu að því hafa sveitina okkar hreina og snyrtilega  fyrir þjóðhátíðardaginn,  17. júní.                                           

 

Vegna hreinsunarátaksins verður gámaplanið opið aukalega á mánudeginum 13. júní,  frá kl 14:00-16:00.   Að sjálfsögðu þarf ekki að mynna á að flokka ruslið rétt.

 

Hreinsunarátakinu lýkur með viðburði við Ásgarð næstkomandi mánudag kl. 16:00 en þar mun Kjósarhreppur bjóða uppá hamborgara og meðlæti að hætti „Tuddans“

meira...
6. júní 2016 03:33

Auglýsing- rúllubinding á Kjósarsvæði í sumar.

 

Tek að mér rúllubindingu á Kjósasvæðinu í sumar. Verð með McHale fusion 3 plus. Hefðbundinn rúllustærð 1,25x1,23 og söxun með allt að 25 hnífum. Nánari upplýsingar má finna á facebokk síðunni,  AG verktakar

https://www.facebook.com/AG-verktakar-1164403200285444/

eða hjá Atla í síma 858-7929.

 

Fljót og góð þjónusta.

AG verktakar Káraneskoti.

meira...
2. júní 2016 10:22

Fréttir af hitaveitunni

Allt er komið á fullt í lagningu hitaveitu- og ljósleiðararöra í sveitinni.

 

Sunnudaginn 22. maí sl. var tekin formleg skóflustunda að stöðvarhúsi hitaveitunnar sem mun rísa við borholu MV-19 við Möðruvelli.

Við það tækifæri var Braga Þór Haraldssyni, hönnuði veitunnar þakkað sérlega gott samstarf og ómetanleg þolinmæði við undirbúning verksins. Ljóst er að vinnu Braga er hvergi lokið, enda er hann sjálfur í útmælingum á lögninni og er þessa dagana að heimsækja frístundahúsaeigendur við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg.

 

Í maí var skrifað undir samning við Gröfutækni ehf., verktakann sem sér um lagningu stofnæðarinnar (stál-lögnina) auk heimaæða heim að bæjum og stökum frístundahúsum.

Í apríl var skrifað undir samning við Magnús Ingberg Jónsson ehf, verktakann sem sér um lagninu heimæða í þéttustu frístundahúsahverfunum. Báðir verktakar eru byrjaðir.

 

Þá er búið að semja við verkfræðistofuna VERKÍS um formlegt framkvæmda- og kostnaðareftirlit með verkinu. Haldnir verða verkfundir vikulega, með hvorum verktaka til skiptis. Lögð er áhersla á góða samvinnu milli verktaka, góða umgengni um landið og gott samstarf við íbúa og frístundahúsaeigendur auk öryggismála. Búið er að halda tvo verkfundi og m.a. fara yfir ábendingar sem hafa borist vegna hliða sem skilin eru eftir opin, enda búfénaður fljótur að nýta sér tækifærið að næla sér í gómsætan trjágróður og safaríkt gras. Verktakar munu taka sig á í þeim efnum. 

Allar ábendingar um það sem betur má fara er gott að fá sem fyrst, hægt er senda inn á netfangið: kjosarveitur@kjos.is, hringja inn á skrifstofuna, s: 566-7100 eða í vaktsíma Kjósarveitna gsm: 853-2112 (Kjartan).

 

Í mörg horn er að líta eins og meðfylgjandi myndir sýna, Kjósarveitur start

 

Með hlýjum kveðjum

Kjósarveitur ehf

 

 

meira...
1. júní 2016 09:26

Hestamannafélagið ADAM með nýjan fána

 

 
Hestamannafélagið

Adam í Kjós

 

Fyrir fáeinum mánuðum var skipuð fánanefnd í hestamannafélaginu Adam.

 

Í nefndinni eru Sigurbjörn Magnússon, formaður, Hugrún Þorgeirsdóttir, Sigurþór Gíslason, Sigurbjörg Ólafsdóttir og

Hlíf Sturludóttir.

 

Þau fengu til liðs við sig lisamanninn Bjarna Þór á Akranesi, auk þess sem Sigríður Ólafsdóttir hefur aðstoðað þau við hönnun á fána/merki félagsins.

 

Þessi vaski hópur hefur nú skilað niðurstöðu sem er vel frambærileg og félaginu til sóma.

 

Kjos.is óskar hestamannafélaginu til hamingju með nýja fánann sinn, hann mun taka sig vel út á Landsmóti hestamanna í sumar.

 


 

meira...
31. maí 2016 12:18

Kvennahlaupið 4. júní - kl. 14 - Kaffi Kjós

 

Skráning í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er hafin

á Kaffi Kjós.
Kvennahlaupið fer fram

laugardaginn kl. 14:00.
Vegalengdir eru 3 km, 5 km og 7 km
Upphaf og endir við Kaffi Kjós, verðlaunapeningar, fagnaðarlæti og fjör!  
Verð á bolunum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Sýndu fyrirhyggju og tryggðu þér bol í tíma, áður en þín stærð klárast.

 

Markmiðið með Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir konur til að hittast og hreyfa sig. Hver og ein tekur þátt á sínum forsendum, hvort sem hún gengur, skokkar, hleypur, fer á hækjum eða í hjólastól. Kvennahlaupið er fyrir allar konur á öllum aldri, sama í hvernig formi þær eru.

 

 Sjáumst hress og kát á Kaffi Kjós.

 

 

meira...
29. maí 2016 06:05

Breyting á viðveru skipulags- og byggingarfulltrúa.

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður framvegis við á miðvikudögum, næst miðvikudaginn 1. júní.

 

Rotþróarhreinsanir hefjast í lok vikunnar. 

meira...
23. maí 2016 10:03

Skipulags- og byggingarfulltrúi ekki við í dag

Jón E Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður ekki við í dag, mánudaginn 23. maí. Verður í staðinn við á fimmtudaginn 26. maí.  

meira...
20. maí 2016 10:48

Fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna

 

Næsta sunnudag - 22. maí, kl. 14, verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Kjósarveitna á athafnasvæði hitaveitunnar við Möðruvelli. Nánar tiltekið við hitaveituholu MV-19  (eldri holan, þar sem hvíti gámurinn er). 

 

Í upphafi verður Þórólfur Hafstað, frá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), með lifandi frásögn af óbilandi trú jarðvísindamanna á að Kjósin myndi einn daginn vera hituð upp með jarðhitavatni.

 


Síðan verður tekin fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsinu og spjallað um framtíðina.


Doddi mætir á Tuddanum með sjóðheita hamborgara.


Allir velkomnir - sjáumst á sunnudaginn kl. 14 

 

 KJÓSARVEITUR EHF

 

meira...
19. maí 2016 01:44

Plastgámar losaðir

 

Plastgámar verða losaðir mánudaginn 23. maí. 

 

 

meira...
18. maí 2016 02:49

Áhættumiðaðar smitvarnir í hestamennsku


Matvælastofnun (MAST) hefur sent frá sér eftirfarandi leiðbeiningar varðandi smitvarnir í hestamennsku.


Til að efla forvarnir og beina þeim þangað sem þörfin er mest hefur Matvælastofnun metið hættuna á að ólíkir hópar hestamanna og annara ferðamanna beri áður óþekkta smitsjúkdóma í íslenska hrossastofninn.


Mest áhætta fylgir íslenskum atvinnumönnum í greininni sem starfa að einhverju leyti erlendis. Atvinnumenn búsettir erlendis sem hafa eða tengjast starfsemi hér á landi koma þar á eftir. Mestar líkur eru á að þessir hópar fólks umgangist hross hér á landi innan tveggja sólarhringa frá því þeir voru í umhverfi hrossa erlendis.


Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu og hrossaræktendur þurfa að sjá til þess að þeirra viðskiptavinir fái reglur um smitvarnir strax við bókun ferða og annara heimsókna. Það er of seint að ætla sér að ná til þeirra eftir að þeir eru lagðir af stað í ferðalagið.

 

Samstillt átak allra sem hafa atvinnu af hestum eða hestamennsku er nauðsynlegt til að standa vörð um heilbrigði íslenska hrossastofnsins.

 

Sjá nánari upplýsingar HÉR


Virðingarfyllst f.h. Matvælastofnunar

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma

 

meira...
12. maí 2016 10:50

Hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

 

Hreinsun rotþróa hefst í næstu viku. Þau svæði sem taka á núna eru: Sumarhúsasvæðin í Eilífsdal, Þúfulandi, Norðurnesi og önnur í landi Möðruvalla 1. Ásgarður og öll hús að Hvammi. Brynjudalurinn og sumarhúsasvæðið vestan Meðalfellsvatns.

Byrjað verður í Eilífsdalnum  og eru fasteignaeigendur beðnir um að hafa þrærnar aðgengilegar og merktar, annars ekki losaðar.

meira...
11. maí 2016 03:20

Hátíðarmessa á hvítasunnudag

 

Reynivallakirkja

Hátíðarmessa
á hvítasunnudag kl. 14


Séra Gunnar Kristjánsson,

settur sóknarprestur, messar,

kirkjukór Reynivallakirkju syngur,

organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

 

Sóknarnefnd og sóknarprestur

 

 

 

 

 

meira...
8. maí 2016 03:29

Jarðvinna vegna hitaveitu hefst um miðjan maí.

 

 Búið er að ganga frá samningi við Magnús I Jónsson ehf, sem mun sjá um lagningu röra á þéttustu frístundahúsasvæðunum. Á þeim svæðum verður mest plægð niður svokölluð PEX-rör ásamt ídráttarrörum fyrir ljósleiðara.

Skv. verkáætlun Magnúsar, þá munu þeir hefjast handa strax eftir hvítasunnu (eftir viku), þriðjudaginn 17. maí. 

Byrjað verður við Hjarðarholtsbæinn og hærri númerin, Hjarðarholtsvegur 19-35.

 

Verkáætlun Magnúsa I Jónssonar ehf er eftirfarandi:

Miður maí - fram í júlí:  Hjarðarholtsvegur, Dælisárvegur, Holtsvegur

Miður júní -  miður júlí:  Eyrar, Eílífsdal 

Miður júlí - fram í september: Hlíð 1-22 (neðri-Hlíð), Eilífsdal

Miður ágúst - miður september: Eyjafell

September: Ósbraut og Árbraut

Miður september-byrjun okt: Sandur, Flekkudalsvegur og Eyjatún vestur hluti.

Lok september - fram í nóvember: Flekkudalsvegur og Eyjatún austurhluti

Október -nóvember: Eyjavík og Meðalfellsvegur

Leitast er við að valda sem minnstri röskun á háannatíma við Meðalfellsvatn. Auglýst verður nánar hver verkþáttur þegar komið er að þeim.

Frístundahúsabyggðin vestan Meðalfellsvatns (Þúfa, Blönduholt o.s.frv) og niður að Hvafirði tilheyra hinum verktakanum. Hans verkáætlun verður auglýst um leið og hún liggur fyrir.

 

Samningur við hinn verktakann, Gröfutækni, verður undirritaður á næstu dögum.  Gröfutækni mun sjá um lagningu stofnlagnar (stál-rör),  heimæða heim að íbúðarhúsum og dreifðari frístundarhúsum. Ídráttarrör fyrir ljósleiðara verða lögð með öllum hitaveitulögnum.  Vinna er þegar hafin að merkja lagnaleið stofnlagnar og leggja út rörin samhliða væntanlegu skurðstæði í landi Kjósarhrepps, næst Möðruvöllum.

Stefnt er að því að fyrstu stálrörin í sjálfri stofnlögninni fari í jörð síðari hluta maí-mánaðar og verður haldið upp á þann verkáfanga - nánar auglýst síðar

 

Ljóst er að þeir sem missa af verktökunum á sínu svæði verða að bíða þar til heildarverkinu er lokið. Næsta "umferð" verður væntanlega hjá verktökunum árið 2018. Viltu bíða svo lengi?

Enn vantar svör frá um þriðjungi frístundahúsaeigenda, þrátt fyrir að búið sé að senda út gögn sem svara átti fyrir 20. mars og ítreka. Bragi hönnuður veitunnar og Kjartan, hitaveitustjóri, gengu milli frístundahúsa við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg sl. laugardag og náðustu þá nokkur svör í viðbót. Athygli vakti að sumir héldu að þetta "kæmi bara", án þess að viðkomandi þyrfti að sækja um tengingu.

Kjósarveitur vilja því ítreka enn og aftur nauðsyn þess að fá svör, bæði "já" og "nei", endilega drífa sig í að svara.

Eyðublöð má nálgast hér á síðunni, undir "EYÐUBLÖÐ OG SKJÖL-hitaveita" , prenta, fylla út,  ýmist skanna og senda á netfangið kjosarveitur@kjos.is eða senda með Póstinum á Kjósarveitur - Ásgarði í Kjós - 276 Mosfellsbær

 

Reikningar fyrir tengigjöldum þeirra fasteigna, bæði frístundarhús og íbúðarhús, sem verður lagt að á þessu ári, (árið 2016) verða allir sendir út í júlí með gjalddaga 1. ágúst nk (eindaga í 1. september).

Rétt er að árétta að tengigjöld vegna fasteigna sem tengjast á næsta ári ( árið 2017), verða ekki rukkuð fyrr en á næsta ári. Mánaðarleg gjald fyrir heitt vatn verður ekki rukkað fyrr en tengingum er lokið bæði utan - og innanhúss, og notandinn fer að nota heita vatnið.

 

Tilboð Arion banka varðandi greiðsludreifingu má nálgast hér:

 

Allar nánari upplýsingar veita Sigríður Klara Árnadóttir,

netfang:  sigridur@kjos.is

sími: 566-7100, GSM: 841-0013

og

Kjartan Ólafsson

netfang: kjartan@kjos.is

GSM: 853-2112 (vaktsími Kjósarveitna)

 

 

meira...
5. maí 2016 05:20

Landsmót hestamanna 2016 - sjálfboðaliðar óskast !

 

Landsmót hestamanna 2016

verður haldið að

Hólum í Hjaltadal

27. júní - 3. júlí.

 

 

Þetta er hið 22. í röðinni. Frá upphafi, eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

Framlag sjálfboðaliða er gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

 

Umsóknarfrestur er til 15. maí nk

 

Sjá nánar um umsóknarferlið  inn á heimasíðu

 Landsmót hestamanna 2016

 

 

 

meira...
4. maí 2016 03:15

Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings 2016

 

Aðalfundur BSK verður haldinn í gróðrastöðinni Lambhaga“Mýrarkoti“ fimmtudaginn 5. maí  kl. 20:00

 

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár
  • Reikningar félagsins
  • Kosningar
  • Önnur mál

Gestir fundarins verða: Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Bú-Vest og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri BÍ

Stjórn BSK.

 

meira...
4. maí 2016 02:19

Atvinna í Kjósinni í sumar.

 

Unglingavinna fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti ef nægur áhugi er og starfsmaður ræðst til umsjónar með henni. Vinnan mun hefjast 13.júní og vera til 14. júlí, báðir dagar meðtaldir. Mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16.

Helstu verkefnin verða: gróðursetning, sláttur og hirðing, rusl tínt meðfram vegum og strandlengjum, málun og fl.

Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum í tölvupósti á netfangið,   gudny@kjos.is  fyrir 20. maí 2016.

 

Starfsmann vantar til að hafa umsjón með unglingavinnunni í sumar ásamt því að vera liðtækur í önnur tilfallandi verkefni. 80-100%  vinna í ca 2 mánuði eða frá byrjun júní til júlíloka. Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s: 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is  fyrir 20. maí 2016.

 

meira...
4. maí 2016 10:59

Opinn fundur um Kátt í Kjós og aðra viðburði í sveitinni

 

Miðvikudaginn 11. maí 2016 ,

kl. 20:30-21:30 verður fundur í Ásgarði.


Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í tíunda sinn laugardaginn 16. júlí nk.

Það er því tilvalið að staldra við og ræða markmið hátíðarinnar, sem var m.a. að efla umræðu um sveitamenningu í samfélaginu og fjölmiðlum.

 

Undanfarin ár hefur ekkert lögbýli treyst sér til að hafa opið fyrir gesti hátíðarinnar og erfiðlega hefur gengið að útbúa húsdýragarð svo dæmi séu tekin.

Eigum við að halda sveitahátíð í óbreyttri mynd eða stokka upp og gera eitthvað nýtt ?

Og hvað með 17. júní?

Er áhugi fyrir því að gera meira úr þeim degi hér í sveitinni ?

 

Hlökkum til að sjá sem flesta - Allir velkomnir !

Með Kjósarkveðjum,
Markaðs- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps

 

P.S.
Kvennareiðin í Kjósinni verður á Jónsmessunni, 24. júní nk.

Konur- takið daginn frá, nánar auglýst síðar 

 

 

meira...
2. maí 2016 02:56

Næsta rafmagnsleysi í Kjósinni - í kvöld !

 


Raforkunotendur í Hvalfjarðarsveit og Kjós.
Nauðsynlegt er að flýta fyrirhuguðu straumleysi sem átti að vera aðfaranótt föstudagsins.

 


Straumlaust verður aðfararnótt fimmtudagsins 05. maí

frá kl. 00:00 til kl. 02:00
vegna frágangs verka og prófana, þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti miðvikudagskvölds - í kvöld.


 

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390.

 

 

meira...
1. maí 2016 10:57

Rafmagnslaust verður tvisvar í næstu viku

 

Raforkunotendur í Hvalfjarðarsveit og Kjós.

Rafmagnslaust verður tvisvar í næstu viku vegna frágangs verka og prófana.

 

Fyrra straumleysið er aðfararnótt þriðjudagsins 03. maí frá kl. 00:00 til kl. 03:00 (þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti mánudagskvöld 2. maí)


 

Seinna straumleysið er aðfararnótt föstudagsins 06. maí frá kl. 00:00 til kl. 02:00 (þ.e. rafmagnið tekið af á miðnætti fimmtudagskvöld 5. maí)


Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Bilanasími 5289390. 

 

 

 

meira...
28. apríl 2016 10:33

Aðalskipulagsbreyting

 

Kjósarhreppur auglýsir breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 og deiliskipulagstillögu í landi Möðruvalla 1.

Auglýsinguna má kynna sér HÉR og aðalkipulagsbreytinguna HÉR

meira...
27. apríl 2016 02:43

DNA-sýnatökur úr hrossum

 

 

 

 

 

 

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu

föstudaginn 29. apríl og mánudaginn 2. maí.

 

Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband

í síma 862-9322 eða petur@rml.is.

 

Nánari upplýsingar um DNA-sýni hrossa:

DNA-sýnatökur 

 

meira...
27. apríl 2016 10:26

Ferming í Reynivallakirkju, sunnudaginn 1. maí

 

  Fermingarmessa verður í Reynivallakirkju

sunnudaginn 1. maí - kl. 14:00

 

Fermdir verða:

Högni Snær Davíðsson, Þrándarstöðum og

Kristófer Aron Svansson,

Lækjarbraut 2

 

Prestur: sr. Gunnar Kristjánsson, settur afleysingarprestur

 

Organisti: Guðmundur Ómar

 Kór Reynivallakirkju leiðir sönginn

 

Allir velkomnir í messu og til að njóta stóra dagsins með fermingardrengjum sveitarinnar

 

Sr. Gunnar Kristjánsson

 

 

meira...
26. apríl 2016 04:05

Bókasafnið opið á miðvikudagskvöldið !

 

 

Síðasta bókasafnskvöld vetrarins verður

miðvikudaginn 27. apríl.

Eftir það fer bókasafnið í sumarfrí fram á haust.


Sjáumst í Ásgarði, opið kl. 20-22.


Minnum alla á að skila inn bókum eftir veturinn.

 

Vekjum athygli á hillunni með spennandi bókum til eignar !

 

Með bókakveðju Svana bókaormur


 

meira...
25. apríl 2016 12:40

Styrkur úr Fjarskiptasjóði

 

Kjósarhreppur fékk styrk úr Fjarskipasjóði til uppbyggingar ljósleiðara í sveitarfélaginu.

 

Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi búið við óöryggi í fjarskiptum og hefur netsamband verið hægfara og sérstaklega óstöðugt á álagstímum.  Sjónvarpsútsendingar hafa verið með miklum hnökrum.  Ljósleiðaravæðing mun tryggja íbúum sveitarfélagsins eðlilegan aðgang að efnisveitum og interneti og hlýtur það að teljast bætt lífsgæði. Greiður og góður aðgangur að efnisveitum og interneti telst nú víðast sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í heimilislífi íbúa, rekstri atvinnufyrirtækja og aðstöðu  til náms.  Ljósleiðaravæðing í Kjósarhreppi mun auka líkur á að íbúum fjölgi og að atvinnurekstur verði fjölbreyttari og dafni.  Ljósleiðari getur einnig leitt til þess að þráðlaust símasamband verði bætt í sveitarfélaginu sem ekki hefur verið eins og best er á kosið.

 

Frá vinstri: Ólöf Nordal, Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðný G. Ívarsdsdóttir, Páll J. Pálsson og Haraldur Benediktsson.

20. apríl sl. skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs, nokkurra sveitarfélaga  og innanríkisráðherra undir samning um styrki fjarskiptasjóðs fyrir uppbyggingu ljósleiðara í sveitarfélögunum til að efla fjarskiptasamband í dreifðum byggðum sem markaðurinn sinnir ekki.  

 

Alls fengu  14 sveitarfélög styrki að þessu sinni til að tengja um 900 staði með ljósleiðara og um 200 staði með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Styrkur ríkisins er alls 450 milljónir króna. Meðal kostnaður ríkisins á hvern stað eru rúmar 400 þúsund krónur.

 

Styrkupphæðir til hvers og eins sveitarfélags eru mjög misháar, allt frá rúmum fjórum milljónum króna og upp í yfir 100 milljónir og markast af fjölda staða sem tengja á og umfangi verkefnisins. Kjósarhreppur  er mjög heppinn að fá að vera með í þessu verkefni og fékk að þessu sinni  úthlutað átta miljónum króna  vegna ársins 2016. Áætlaður kostnaður vegna lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið er um 100-120 miljónir króna.

 

meira...
19. apríl 2016 03:28

Hitaveitu fréttir

  Hitaveituverkefnið þokast áfram jafnt og þétt.

Það er gaman að finna þann mikla áhuga sem íbúar og sumarhúsaeigendur hafa á verkefninu, margir eru óragir við að senda inn fyrirspurnir og vilja fá daglegar hitaveitufréttir!

 

 Því miður þurfti að hafna öllum vinnu-tilboðum og í kjölfarið hefur farið  talsverður tími í að semja sérstaklega varðandi hvern verkhluta fyrir sig. Í næstu viku er gert ráð fyrir að gengið verði frá formlegri undirritun við þá verktaka sem sjá munu um jarðvinnuna. Einnig á eftir að fara með aðila á vegum Fornleifastofnunar yfir lagnaleiðina. Þá er eftir að klára samningagerð við landeigendur þar sem hitaveitulögnin verður lögð.

Fyrirhugaðri "fyrstu skóflustungu" sem átti að vera á Sumardaginn fyrsta er því frestað um sinn, betra að allt sé klárt og undirskrifað áður en hafist er handa við að grafa.  

 

Sl. föstudag fóru fulltrúar Kjósarhrepps á fund með Gagnaveitu Reykjavíkur til að ganga frá samkomulagi varðandi aðkomu Gagnaveitunnar varðandi rekstur ljósleiðara í Kjósarhreppi. Næst þurfa aðilar frá Gagnaveitunni og Kjósarhreppi  að funda með Póst- og fjarskiptastofnun til  að kynna fyrirkomulagið og fá umsögn þeirra.

 

Vinna við verkefnið er á fullri ferð en eins og vitað var þá hægir aðeins á ferðinni á meðan farið er í gegnum reglugerðarskóginn, en eins og alltaf þá leitast stjórn Kjósarveitna eftir því að fremsta megni að fara eftir settum reglum og framkvæma ekki án leyfis.

 

Það mjatlast inn svör en betur má ef duga skal, enn eiga 35% sumarhúsaeigenda eftir að svara. Verkáætlun tekur mið af áhuga á hverju svæði fyrir sig. Því er nauðsynlegt að láta strax heyra í sér, bæði hvort það er áhugi á að tengjast eða ekki.

Þar sem lítil þátttaka er, þá er hætt við að ekki verði hægt að veita þeim sem vilja tengjast ásættanlega afhendingu á heita vatninu og framkvæmdum á því svæði frestað - þannig að hvert hús skiptir máli !

 

Þrátt fyrir að formlegri "skóflustungu" sé frestað að hálfu Kjósarveitna þá er síður en svo að framkvæmdum sé frestað innansveitar. Má segja að fyrstu skóflustungurnar sé þegar búið að taka hjá Ferðaþjónustunni að Eyrarkoti eins og meðfylgjandi myndir sýna. Bergþóra og Sigurbjörn voru meðal þeirra fyrstu sem skiluðu inn skuldbindandi þátttöku. Þau bíða spennt eftir hitaveitunni og hlakka til að geta boðið gestum sínum í heita pottinn !

 

 

 

 

 

 

meira...
15. apríl 2016 08:28

Aðalfundur félags sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn

 

AÐALFUNDUR FÉLAGS SUMARBÚSTAÐAEIGENDA VIÐ MEÐALFELLSVATN - 2016
 
Laugardaginn  30. apríl  2016 kl. 14:00
verður aðalfundur FSM haldinn

að Hjalla í Kjós.

 

Venjuleg aðalfundamál.

 

Kosið verður um nýjan stjórnarmann.ALLIR VELKOMNIR,

SÉRSTAKLEGA BJÓÐUM VIÐ NÝJA EIGENDUR SUMARBÚSTAÐA VIÐ VATNIÐ VELKOMNA

 

STJÓRNIN 

 

Fundarboð til að prenta út HÉR

 

 

meira...
13. apríl 2016 08:50

Íbúafundur um hitaveitumál

 

Stjórn Kjósarveitna minnir á fund með

íbúum Kjósarhrepps varðandi hitaveitumál,


í Félagsgarði í kvöld,

miðvikudagskvöld 13. apríl, kl. 20:00.

 

Fundarboð áður sent með tölvupósti til íbúa sem eru nettengdir, sl. föstudag og keyrt út sl. laugardag til hinna.

Þeir íbúar sem ekki fengu tölvupóst eru beðnir um að hafa sambandi við skrifstofuna, s: 566-7100.

 

Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim íbúum sem eru á fyrirhuguðu hitaveitusvæði Kjósarveitna og njóta niðurgreiðslna á rafmagni til húshitunar.

 

Dagskrá fundarins:
1. Staðan á verkefninu. Þátttaka og verkplan kynnt.
2. Nýr rekstrarstjóri, Kjartan Ólafsson kynnir sig.
3. Ljósleiðari. Aðilar frá Gagnaveitu Reykjavíkur koma og kynna þjónustuna.
4. Niðurgreiðslur. Kynning og umræða.
5. Gjaldskrá og greiðsla heimæðargjalds (tengigjalds).
Kynning og umræða. Framkvæmdalán á sérkjörum hjá Arion banka kynnt.
6. Samningur við landeigendur varðandi lögn stofnæðar í gegnum land þeirra. Kynning og umræða.
7. Tengingar útihúsa og frágangur á affalli.

 

Stjórn Kjósarveitna

 


 

meira...
12. apríl 2016 01:26

Sorphirðu frestað

Sorphirðu í Kjósinni frestað til föstudags vegna veikinda. 

meira...
8. apríl 2016 08:43

Forsetaframbjóðandi heimsækir Kjósina

 Einn frambjóðenda til embættis forseta Íslands, Hrannar Pétursson, verður gestur á heimili þeirra hjóna Rebekku Kristjánsdóttur og Magnúsar I Kristmannssonar, að Stekkjarhóli í Kjós, laugardaginn 9. apríl n.k.


Af því tilefni bjóða hjónin í kaffi og kleinur milli kl. 12 og 14.

Heimboðið er fyrir alla þá er vilja spjalla um forsetakosningarnar framundan, kjörið tækifæri til að hitta Hrannar, eiga spjall við hann um hans helstu stefnumál og framtíðarsýn.

Rebekka og Magnús verða að sjálfsögðu á staðnum og vonast til að sjá sem flesta að Stekkjarhóli.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

http://hrannarpetursson.is/

 

meira...
4. apríl 2016 10:31

Járninganámskeið

 

Hmf. Adam ætlar að vera með járninganámskeið laugardaginn 16. apríl, í hesthúsinu á Klörustöðum í Kjós.  Námskeiðið er verklegt og geta nemendur komið með sinn hest.  Kennari er Erlendur Árnason járningameistari.  Verð 7000 kr.  Skráning og frekari uppl. sendist á netfangið 8995282@gmail.com

meira...
4. apríl 2016 10:27

Árshátíð Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams hefur ákveðið að halda fyrstu árshátíð félagsins laugardaginn 16. apríl næstkomandi í húsi veiðifélagsins við Laxá í Kjós.  Húsið verður opnað fyrir árshátíðargesti kl. 19:30 en áætlað er að borðhald hefjist um kl. 20:30.

 

Framreiddur matur verður glæsilegt smáréttahlaðborð á vegum Vignis Kristjánssonar meistarakokks hjá Veislugarði.  Árshátíðargestir taka með sér öll þau drykkjarföng sem ætlað er að torga, fyrir mat, með mat og eftir mat.

 

Veislustjóri og ræðumaður kvöldsins verður hinn kunni hestamaður Erling Sigurðsson frá Lauganesi eða Elli Sig eins og flestir þekkja hann.   Elli þjálfaði Adam frá Meðalfelli og mun eflaust segja sögur af kynnum hans og Adams og slá á aðra léttari strengi.

 

Miðaverð fyrir hvern árshátíðargest er kr. 6.500,- en pantanir á miðum óskast gerðar í netfangið odinn@fulltingi.is eða flekkudalur@gmail.com.  Pantanir á miðum þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudagskvöldið12. apríl næstkomandi en í framhaldi af pöntun á miðum verða veittar upplýsingar í tölvupósti með hvaða hætti greiða má fyrir miðana.  Greiðsla fyrir miða þarf að berast inná tilkynntan bankareikning fyrir miðvikudaginn 15. apríl næstkomandi.

Stjórn Hestamannafélagsins Adams

 

meira...
1. apríl 2016 04:32

Bókasafnskvöld 6. apríl.

 

Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur eða Gurrý eins og við þekkjum hana úr sjónvarpinu verður með fyrirlestur á bókasafnskvöldi, miðvikudagskvöldið 6. apríl  í Ásgarði,  kl. 20:00.

Hún mun leiðbeina við ræktun kryddjurta  og annara matjurta. Það getur margborgað sig að rækta sínar eigin grænmetis og  kryddjurtir.

 

Fátt er til dæmis betra en fersk minta út í sumardrykkinn eða glænýtt blóðberg með lambalærinu.

 

Allir velkomnir og veitingar í boði að hætti bókverju.

meira...