Kjósarhreppur - Myndir
24. júní 2019

Ertu búin(n) að sækja um styrkinn þinn ?

Mundir þú eftir að sækja um styrkinn þinn eða fyrir barnið þitt ?

 

 

 

Kjósarhreppur minnir á að hægt er að sækja um hina ýmsu styrki

hjá sveitarfélaginu, sem unga námsmenn og þeirra foreldra munar um.

 

Ferðastyrkur grunnskólanema í félagsmiðstöð.
Ferðastyrkur framhaldsskólanema.
Frístundastyrkur.
Húsnæðisstuðningur,  ofl

.... kannaðu málið áður en umsóknarfrestur rennur út !!

 

Nýjasti styrkurinn er sérstakur húsnæðisstuðningur vegna barna 15-17 ára sem þurfa að leigja á heimavist vegna náms fjarri lögheimili,
veittur á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og byggir á meginreglum þeirra laga.

 

Fylla þarf út formlega umsókn og senda með umbeðin fylgigögn til að umsókn sé gild.

Hægt að senda umsókn og fylgigögn í tölvupósti á: kjos@kjos.is,  

skila inn á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði eða í póstkassann utan á Ásgarði.

 

Sjá  Samþykktir og gjaldskrár til að kynna sér réttindi sín og barna sinna.  

Undir:  Umsóknareyðublöð má finna viðeigandi eyðublöð.  

 

 

Hvetjum alla sem kunna að eiga rétt á hvers konar styrkjum eða aðstoð

að fara kynna sér málið.

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps

 

 

meira...
19. júní 2019

Rafmagnsleysi í Kjósarskarði í kvöld- 19.06.2019

 


Rafmagnslaust verður frá Eyjatjörn í Kjós að Fellsenda í Þingvallasveit

miðvikudaginn 19.06.2019

í um eina klukkustund á tímabilinu frá kl 22:00 til kl 00:00

vegna flutnings á aðveitustöðvarhúsi.


Nánari upplýsingar á vefnum https://www.rarik.is/

og hjá  Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390

 

 

meira...
6. júní 2019

Kvennahlaupið við Kaffi Kjós 15. júní

Bolirnir komnir í Kaffi Kjós
 


Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 15. júní 2019.

 

Hlaupið verður frá Kaffi Kjós, kl. 14:00.

Vegalengdir: 3 km, 5 km og 7 km


Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á landinu en þetta er í þrítugasta skiptið sem Kvennahlaupið er haldið.

Konur á öllum aldri taka þátt í Kvennahlaupinu, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra.
Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og allir eiga að geta fundið vegalengd við sitt hæfi.
Það er því engin tímataka í hlaupinu heldur lögð áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða, með bros á vör.

 

Hægt að kaupa boli á hlaupastöðum og kosta þeir 2.000 kr fyrir 13 ára og eldri, og 1.000 kr fyrir 12 ára og yngri.

 

Kynntu þér málið hér: www.kvennahlaup.is

meira...
6. júní 2019

17. júní hátíð í Kjósinni

 

meira...
1. júní 2019

Hvítasunnudagur, 9. júní. Göngumessa og aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar

Ljósmynd: Björn Hjaltason

 

Sameiginleg Göngumessa fyrir Reynivalla- og Brautarholtssóknir.

Hvítasunnudag kl. 14:00 að Reynivöllum.

 

Gengið verður frá Reynivallakirkju að kirkjugarði þar sem teikningar af væntanlegu þjónustuhúsi verða til sýnis.

Þá liggur leiðin inn á Kirkjustíginn og austur með Reynivallahálsi í átt að Gíslagötu.

Þaðan niður að Laxá og gengið með ánni til móts við Reynivelli.

 

Íhugunarstopp í anda pílagrímagangna verða á leiðinni og kaffi að göngu lokinni á pallinum við prestssetrið.

 

Gangan er létt og hentar öllum aldri.

 

Guðmundur Ómar Óskarsson organisti og Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiða söng.

 

Verið hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur og sóknarnefnd

 

Arna Grétarsdóttir
Sóknarprestur Reynivallaprestakalls

 

Að loknu kaffispjalli verður aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar.

Fundarboð: Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar


 

Hér með boðar sóknarnefnd til aðalsafnaðarfundar Reynivallasóknar

í Reynivallakirkju, hvítasunnudag 9. júní að göngumessu og kaffi loknu.

 

Dagskrá fundarins:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.


2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.

 

3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.

 

4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
   Aðstöðuhús sem mun rísa við Reynivallakirkjugarð.


 

5. Kosning tveggja skoðunarmanna/endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.


6. Kosning sóknarnefndar.
      Tveir aðalmenn: Sigríður Klara og Unnur, hafa lokið 4 ára setu tímabili og tveir varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir og Finnur Pétursson. 

Sigríður Klara og Finnur hafa ákveðið að gefa kost á sér áfram til næstu 4ra ára.
Áhugasamir hvattir til að hafa samband við sr. Örnu sóknarprest.


 

7. Kosning kjörnefndar Reynivallasóknar. 


8. Önnur mál

 

 

F.h. Sóknarnefndar Reynivallasóknar
Sigríður Klara Árnadóttir formaður, Unnur Sigfúsdóttir gjaldkeri og

Hulda Þorsteinsdóttir ritari.


 

Varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir, Finnur Pétursson og Sigurþór Ingi Sigurðsson

 

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

meira...
1. júní 2019

Hreppsnefndarfundur 4.júní nk

 

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

þriðjudaginn 4. júní  2019 í Ásgarði og hefst  kl 20:00

 

    

Dagskrá:

 

1.      Fundargerðir nefnda.

     a.       Skipulags- og byggingarnefnd 3.6.2019

     b.      Viðburða- og menningarmálanefnd 23.5.2019

     c.       Umhverfisnefnd 27.5.2019

2.      Ritstjórnarstefna Kjósarhrepps.

3.      Samstarfsvettvangur um loftslags og umhverfismál.

4.      Grænbók um málefni sveitarfélaga.

5.      Rotþróarhreinsun 2019

6.      Kjósarbókin, staða málsins.

7.      Opnunartími skrifstofunnar og fundir hreppsnefndar í sumar.

8.      Önnur mál.

9.      Mál til kynningar.

 

Karl Magnús Kristjánsson

oddviti

 

meira...
31. maí 2019

Skipulags- og byggingarfulltrúinn við á mánudaginn 3. júní

 

ATH .. breytt viðvera í næstu viku.

 

Sigurður, skipulags- og byggingarfulltrúi verður við

næsta mánudag 3. júní  í stað þriðjudags 4. júní.

 

Fundur skipulags- og byggingarnefndar

verður haldinn mánudag 3. júní í lok vinnudags.

 

Sigurður H. Ólafsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps

 

skipulag@kjos.is

GSM: 898-2297

 

meira...
29. maí 2019

Fögnum ljósleiðaranum

Á morgun er spáð þessu fína veðri, kalt framan af en hitnar vel þegar líður á daginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta fagna saman enn einum stóráfanganum hér í Kjósinni.

 

Hátíðin byrjar á slaginu 13:00, á útisviði við Félagsgarð.

 

Hringdu, Vodafone og Síminn verða inn í Félagsgarði að kynna þjónustur sínar.

 

Stjórn Leiðarljóss ehf

Hreppsnefnd Kjósarhrepps 

meira...
28. maí 2019

Breyting á deiliskipulagi í landi Eyja II í Kjósarhreppi

Kjósarhreppur auglýsir skv.41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í landi Eyja II í Kjósarhreppi

 

Deiliskipulagstillagan: Eyjar II, Eyjavík

 

meira...
27. maí 2019

Meindýravarnir - Garðaúðun

 

Tek að mér alla almenna meindýraeyðingu

og garðaúðun fyrir blaðlús, trjámaðk o.fl.

Eyði líka köngulóm og fjarlægi geitungabú.

 

Sjá nánar: www.edameindyr.is

 

Björn Ananíasson

GSM: 896 9994

Eyjafelli í Kjós

 

meira...
23. maí 2019

Ljósleiðarinn er orðinn virkur - 1. áfanga lokið

 

 

 

Langþráðum áfanga er náð,

 ljósleiðarinn er kominn í Kjósina og orðinn virkur !!

 

Fyrsta áfanga af 3 er lokið. Áfangi 2 eru tengingar við hús sem þarf að leggja sér ídráttarrör að (tóku ekki hitaveitu) og áfangi 3 er Fossá & Brynjudalur.

 

Þessu ætlum við Kjósverjar, jafnt íbúar sem sumarhúsaeigendur,
að fagnað rækilega fimmtudaginn 30. maí nk, (uppstigningardag)

við Félagsgarð í Kjós, kl. 13-15.


Dagskráin hefstkl. 13 með ávörpum, heillaóskum

og okkar eina sanna BUBBA.


Doddi mætir á Tuddanum, bæði með hamborgara fyrir kjötætur OG vegan!
Leikdót fyrir krakkana og hoppukastali.


Fjarskiptafyrirtækin Hringdu, Síminn og Vodafone verða með spennandi tilboð inni í Félagsgarði, en strax er hægt að hafa samband við fyrirtækin og panta þjónustu.


Allt stefnir í flottan fjölskyldudag við Félagsgarð, meira að segja er veðurspáin góð.

 

Hlökkum til að samgleðjast með þér og þínum. 

 


Stjórn Leiðarljóss ehf
Hreppsnefnd Kjósarhrepps

 


 

 

meira...
23. maí 2019

Unglingavinna í Kjósinni í sumar - ath breytt auglýsing !

Unglingavinna fyrir þá sem hafa lokið 7.  til 10. bekk  verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti ef nægur áhugi er fyrir hendi.  

Vinnan mun hefjast 11. júní og vera til 18. júlí, báðir dagar meðtaldir, mánudaga-fimmtudaga frá kl 09-15.

 

Helstu verkefnin verða: sláttur og hirðing, rusl tínt meðfram vegum, ám og strandlengju, málun og fleira.

 

Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum í tölvupósti á netfangið, kjos@kjos.is fyrir 27. maí næstkomandi.

 

meira...
21. maí 2019

Frá hestamannafélaginu Adam

Kæru Adamsfélagar.

Nú er komið að fyrstu samreið sumarsins sem verður farin föstudagskvöldið 7. júní. Ákveðið er að hittast í Blönduholti kl. 19:00 og farið verður í hnakkinn 19:30. Riðinn verður Eilífsdalshringurinn sem er u.þ.b. 2 tíma reið. Endastöð er Blönduholt, þar sem verður grillað og haldin töltkeppni.  Skráning á staðnum.

Vinsamlegast látið vita fyrir grillarana, fyrir miðvikudagskvöld

5. júní  kl. 19:00  Matur verður í boði Adams en hver og einn sér um sína drykki. 

Þátttaka tilkynnist til;  hugrun@likamiogsal.is  og  einar@ispolar.is

 

meira...
21. maí 2019

Breyting á deiliskipulagi Flekkudal

Breyting á deiliskipulagi Flekkudal, frístundabyggð á Nesi Nesvegur 4 og 6

 

meira...
17. maí 2019

Umferðaröryggisáætlun Kjósarhrepps

Ljósm: Björn Hjaltason

Sveitarfélagið Kjósarhreppur hefur gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2019-2023.

 

Undanfarin ár hefur Samgöngustofa hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi. Samgöngu- og fjarskiptanefnd Kjósarhrepps samþykkti í júlí 2018 að fá heimild hjá hreppsnefnd að hefja vinnu við umferðaöryggisáætlun fyrir Kjósarhrepp. Umsjón verkefnisins var í höndum formanns samgöngu- og fjarskiptanefndar sveitarfélagins með aðstoð VSÓ Ráðgjafar. Vinna við gerð áætlunarinnar fór fram á tímabilinu október 2018 – apríl 2019. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð umferðaröryggisáætlun er gerð fyrir sveitarfélagið.

 

 

meira...
14. maí 2019

Tæming rotþróa 2019 að hefjast - blautþurrkur eru martröð !!

 

Vorboðinn ómissandi - tæming rotþróa hefst mánudaginn 20. maí, nk.

 

Rotþrær sem eru rauðlitaðar verða tæmdar á þessu ári, en almenna reglan er að tæma rotþró á 3ja ára fresti.

 

Fyrirtækið Hreinsitækni sem sér um tæmingar á rotþróm í Kjósinni mun hefja vinnu sína í fristundasvæðinu Valshamri næsta mánudag 20. maí og liggur leiðin þaðan áfram á næstu rauðu svæði.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli hjá Hreinsitækni, s: 567-7090

 

Athygli er vakin á að blautþurrkur eru vaxandi vandamál í fráveitumálum almennt  og hefur tæmingarbúnaður verktakans ekki farið varhlutann af því.

 

Hugsum okkur um áður en við hendum hverju sem er í klósettið:  https://www.veitur.is/sturtum-skynsamlega-nidur

 

 

Karl Magnús oddviti

 

 

 

meira...
12. maí 2019

Hreppsnefndarfundur 14. maí, kl. 16

 

 

 

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 
14. maí  2019 í Ásgarði og hefst  kl 16:00
       

 

 

 

 Dagskrá:


1. Ársuppgjör Sveitarsjóða A og B hluta fyrir árið 2018.
2. Fundargerðir nefnda.
     a. Viðburða- og menningarmálanefnd og Umhverfisnefnd: 16.4.
     b. Umhverfisnefnd: 23.4. og 26.4.
     c. Samgöngu- og fjarskiptanefnd: 2.5.
     d. Skipulags- og byggingarnefnd: 2.5.
3. Ljósleiðarinn.
     a. Staða framkvæmda og tenginga notenda
     b. Áætluð útgjöld og staða Leiðarljóss árið 2018
     c. Heimild til framlags sveitarsjóðs til Leiðarljóss ehf 2019.
4. Sorphirðumál.
     a. Breytingar í sorphirðunni
     b. Tillaga að endurskoðun samnings við Gámaþjónustuna.
5. Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi

     eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
6. Aðalfundur Kjósarveitna ehf., 24. maí nk.
7. Lög um opinber innkaup.
8. Skipan í notendaráð fatlaðs fólks.
9. Orlof húsmæðra.
10. Erindi Kaffi Kjóss/álagning fasteignagjalda C.
11. Ritstjórnarstefna Kjósarhrepps.
12. Sumarvinna unglinga 2019.
13. Samfélagsstyrkur – umsóknir
14. Starfsmannamál.
15. Önnur mál.

16. Mál til kynningar.
      a. SSH stjórn Fundur nr. 470, 6.maí

 

Karl Magnús Kristjánsson, oddviti
 

meira...
12. maí 2019

Ljósið nálgast

Gott máltæki segir:  Góðir hlutir gerast hægt

 og nú hillir loksins undir verklok á frumlagningu ljósleiðara í Kjósarhreppi.

 

Öllum blæstri í rörin er lokið, verið að setja upp síðustu tengiboxin, verið að gæðamæla tengingarnar og þjónustuveiturnar farnar að vinna að uppsetningu í miðlæga tækjarýminu.

 

Þessu á öllu að vera lokið 23. maí nk og þá fer þetta formlega í sölu.

 

Það á eftir að leggja rör til þeirra sem tóku ekki hitaveitu en vilja ljósleiðara. Jón Ingileifsson og hans menn, sem unnu með okkur í lagningu hitaveitunnar og lögðu ljósleiðararörin á Kjalarnesinu,  verða á ferðinni í júní til að leggja þessi stöku rör og tengja við ljósleiðarakerfið. Auk þess sem þeir eru að leggja nokkrar nýjar hitaveitulagnir sem eru á biðlista.

 

Svo nú er bara að brosa og horfa mót ljósinu.

 

Takið frá 30. maí, kl. 13-15 - þá verður haldið upp á þennan merka áfanga í Félagsgarði.

 

Nánar auglýst síðar  

 

 

meira...
7. maí 2019

Jón byggingarfulltrúi kveður og Sigurður tekur við

 

Lyklavöldin færð yfir Nóg að gera á fyrsta degi

 

Sigurður Hilmar Ólafsson, byggingafræðingur tók við starfi skipulags- og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps 1. maí sl.

 

Sigurður verður með viðveru í Ásgarði frá kl. 9 - 16 á þriðjudögum

og fasta símatíma á föstudögum frá kl. 9-12 í GSM: 898-2297.

Netfang: skipulag@kjos.is

 

Jóni Eiríki eru þökkuð góð störf og Sigurður Hilmar boðinn velkominn til starfa hjá Kjósarhreppi.

 

 

meira...
5. maí 2019

Gámar fyrir landbúnaðarplast tæmdir miðvikudag 8. maí

Miðvikudaginn 8. maí nk. ætlar Gámaþjónustan að tæma gámana sem eru eingöngu ætlaðir undir rúlluplast utan af heyrúllum, svokallað landbúnaðarplast.

 

Meðfylgjandi leiðbeiningarbæklingur frá Gámaþjónustunni fer vel yfir atriði

varðandi frágang og hvað megi fara í þessa gáma. 

 

Bæklingur Gámaþjónustunnar

 

Gott samstarf við bændur er lykilatriði til þess að vel takist til.

Starfsmenn Gámaþjónustunnar munu gefa bændum góð ráð varðandi söfnunina.

 

Vinnum vel saman og minnkum urðun endurvinnsluefna.

 

Hreppsnefnd og Umhverfisnefnd Kjósarhrepps

 

 

 

meira...
5. maí 2019

RARIK - tilkynning um straumleysi aðfaranótt 10. maí nk.

        

Ágætu raforkunotendur.


Rafmagnslaust verður sunnan Skarðsheiðar
föstudaginn 10. maí frá kl. 00:00 til kl. 07:00
vegna vinnu í aðveitustöð við Brennimel.


Um er að ræða allt svæðið sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Melasveit, Leirársveit, Melahverfi, Hvalfjörð, Hlíðarbæ, Hvalfjarðargöng, Innri Akraneshrepp og Kjósina.


Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér.


Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur.


RARIK Vesturlandi


Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rarik www.rarik.is

Bilanasími: 528 9390 

 

meira...
5. maí 2019

Lengri sunnudagar í sumar á Endurvinnsluplaninu

 

Endurvinnsluplan Kjósarhrepps er staðsett

við Hurðarbaksholt við Meðalfellsveg (461)

 

Alltaf er opinn göngu-aðgangur að planinu fyrir heimilissorp o.þ.h.

 

Í sumar verður aðalhliðið opið lengur á sunndögum, frá kl. 13-18.

 

 

Opnunartími í sumar:

Miðvikudaga, frá kl. 13-16

Laugardaga, frá kl. 13-16

Sunnudaga, frá kl. 13-18

 

 

 

 

 

 

meira...
25. apríl 2019

Sumarð 2019 er komið

 

Gleðilegt sumar !! 

 

 

meira...
23. apríl 2019

Jón byggingarfulltrúi ekki við, þriðjudag 23. apríl

 

Jón byggingarfulltrúi verður ekki á skrifstofunni í dag, þriðjudag 23. apríl,

en býður upp á símatíma, GSM: 699-4396.

 

Hann verður síðan við að venju þriðjudag eftir viku,

þann 30. apríl, kl. 10-18.

 

 

 

 

meira...
20. apríl 2019

Páskadagur. Hátíðarmessa kl.14 í Reynivallakirkju.

Reynivallakirkja á 160 ár afmæli á þessu ári
 

Páskadagur 21. apríl. Hátíðarmessa kl.14

Skírt verður í messunni.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn

Guðmundar Ómars Óskarssonar, organista.
Sóknarprestur þjónar.

 

Næstu messur:


Fermingarmessa á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, kl. 14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn

Guðmundar Ómars Óskarssonar, organista.
Sóknarprestur þjónar.

 

Fermingarmessa sunnudaginn 5. maí, kl. 14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn

Guðmundar Ómars Óskarssonar, organista.
Sr. Gunnar Kristjánsson, fyrrv. sóknarprestur þjónar.

 

Hvítasunnudagur 9. júní, göngumessa. Helgihaldið hefst eða endar í Reynivallkirkju. Nánar auglýst síðar.

 

Verslunarmannahelgin, sunnudagur 4. ágúst, kl. 14.

Hin árlega hesta- og útivistarmessa

 

Allir velkomnir til kirkju

 

 

 

 

meira...
17. apríl 2019

Opnunartími gámaplans yfir páskana

 

Opið laugardaginn 20. apríl frá kl 13 – 16

Lokað 21. apríl páskadag

Opið 22. apríl annan í páskum frá kl 13 – 16  

 

Gleðilega páska

Kjósarhreppur

 

 

 

 

meira...
16. apríl 2019

Bókasafnið komið í sumarfrí !!

Kæru Kjósverjar

 

Ekki verða fleiri formleg bókasafnskvöld að þessu sinni í Ásgarði. 

Aðgangur er að bókasafninu á opnunartíma skrifstofu hreppsins

mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15.

 

Minni fólk á að skila bókum sem það er með í láni.

 

Bestu kveðjur

Svana - umsjónarmaður bókasafnsins

meira...
15. apríl 2019

Hreppsnefndarfundur 16.apríl, kl. 16

 

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

16. apríl 2019 í Ásgarði og hefst  kl 16:00

 
Dagskrá:


1. Fyrri umræða um ársreikning sveitarsjóðs Kjósarhrepps A og B hluta.

 

2. Samningar milli Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar:
    a. um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk
    b. um barnaverndarmál

 

3. Erindi frá Ferðaþjónustunni Hjalla um álagningarreglur fasteignagjalda.

 

4. Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga

        vegna lífskjarasamninga 2019.

 

5. Tillögur umhverfisnefndar varðandi skipulag sorphirðu.

 

6. Önnur mál.

 

7. Mál til kynningar:
    a. SSH stjórn 469. fundur.
    b. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, fundargerð nr. 45, 8.4.2019.
 

 

Karl Magnús Kristjánsson, oddviti

 

 

meira...
15. apríl 2019

Reiðkennsla í Dallandi - laugardag 27.apríl nk

 Hestamannafélagið Adam hefur í samstarfi við Halldór Guðjónsson, reiðkennara, ákveðið að standa fyrir reiðkennslu fyrir félagsmenn og aðra velunnara hestamannafélagsins þann 27. apríl næstkomandi.  

 

Þátttakendum stendur til boða  að koma með sitt uppáhalds hross í einkatíma hjá Halldóri.

 

Reiðkennslan fer fram í reiðhöllinni að Hestamiðstöðinni Dal, Dallandi í Mosfellsbæ.  

 

Fyrirhugað er að reiðkennslan standi frá kl. 9:30 til kl. 16:30 með skyndibita- og kaffihléum.  

 

Þátttökugjald er kr. 10.000,- fyrir kennslu í hálftíma fyrir hádegi og hálftíma eftir hádegi í glæsilegri aðstöðu.  

Greiðsla fer fram á staðnum.  Þátttakendur taki með sér skyndibita og drykki á námskeiðið.


Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir miðnætti þriðjudagsins 23. apríl næstkomandi

í netföngin flekkudalur@gmail.com og/eða middalur@emax.is


 

meira...
11. apríl 2019

Messur og fermingar í Reynivallakirkju í apríl

 

 

 

Pálmasunnudagur 14. apríl. Messa kl. 14.
Fermd verða í messunni:
Andri Snær Hólmarsson, Kjalarnesi
Jónmundur Ingi Kibler, Brekkukoti í Kjós
Karen Dæja Guðbjartsdóttir, Mosfellsbæ
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar.
 
Páskadagur 21. apríl. Hátíðarmessa kl.14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar.
 
Sumardagurinn fyrsti 25. apríl. Messa kl.14.
Fermd verður í messunni:
Una Bella Helgadóttir, Hækingsdal í Kjós
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar.

 

 

 

 

meira...
11. apríl 2019

Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps 2019

 

Kjósarhreppur auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til samfélagsverkefna.

 

Allir einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki vegna sérstakra viðburða eða verkefna í sveitarfélaginu, m.a vegna hátíða, hreinsunarátaka, nágrannavörslu, hvatningaverðlauna o.fl. Ekki er gert ráð fyrir að styrkir standi undir rekstrarkostnaði.

Leitast skal við að veita styrki til verkefna sem falla að hlutverki sveitarfélagsins eða teljast á annan hátt vera í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun.

 

Markmið styrksins er að styrkja og styðja einstaklinga, frjáls félagasamtök, stofnanir og hópa. Styrkjunum er ætlað að stuðla að frumkvæði og samheldni í samfélagsverkefnum og virkja þann samfélagsauð sem sveitafélagið býr yfir.

 

Skilafrestur umsókna er til og með 30. apríl 2019.


Umsóknarform er að finna inná http://www.kjos.is/umsoknareydublod/ 

 

Reglur um samfélagsstyrkinn er að finna inná:

 http://www.kjos.is/samthykktir-og-gjaldskrar/samfelagsstyrkur-kjosarhrepps/

 

Öllum umsóknum verður svarað
Sveitarstjóri Kjósarhrepps

 

 

meira...
10. apríl 2019

Námskeið í tálgun - í Ásgarði í kvöld !!

Námskeið í tálgun - nýir þátttakendur velkomnir


Við höldum áfram með tálgunar námskeiðið næsta miðvikudag, 10. apríl kl. 20 í Ásgarði. Ólafur Oddsson býður Kjósverjum upp á að koma og kynna sér grunnatriði í tálgun. Allir velkomnir, bæði þau sem hafa mætt í haust og núna í vikunni en einnig nýir þátttakendur. Þau sem hafa mætt áður halda áfram og fá að tálga forsniðinn fugl úr ösp, byrjendur fá að læra undirstöðuatriðin fyrst.

 

F.h. Viðburða- og menningarmálanefndar

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

 

meira...
5. apríl 2019

Rannsóknin: Áfallasaga kvenna - konur tökum þátt !

Sveitarstjórn Kjósarhrepps vekur athygli á rannsókninni "Áfallasaga kvenna"

og hvetur konur í sveitarfélaginu til að taka þátt.

 

Nánar um rannsóknina:   www.afallasaga.is

  

meira...
29. mars 2019

Námskeið í tálgun á næsta bókasafnskvöldi, 3. apríl


Á næsta bókasafnskvöldi í Ásgarði, miðvikudaginn 3. apríl kl. 20, mun Ólafur Oddsson bjóða Kjósverjum upp á að koma og kynna sér grunnatriði í tálgun.
Fyrirhugað er að halda nokkurra kvölda námskeið í framhaldinu, en nauðsynlegt er að mæta á þetta fyrsta kvöld til að skrá sig til þátttöku í námskeiðinu.
Ákveðið verður í samráði við þátttakendur á fyrsta kvöldinu hversu mörg skipti þetta verða og á hvaða tíma.

Þau sem mættu á tálgunarkvöldið í haust og lærðu undirstöðuatriðin fá að tálga forsniðinn fugl úr ösp. 

 

meira...
28. mars 2019

Lagning ljósleiðara - verklok áætluð í byrjun maí

Arnar í tengibrunni

Héðinn og Hákon lagfæra

skemmd í röri

 

Vinna við að koma ljósleiðaranum um Kjósina hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi, af ýmsum ástæðum.

Uppfærð verkáætlun frá Rafal (sem sér um blásturinn á þræðinum) gerir ráð fyrir verklokum í byrjun maí.

 

Nú er verið að blása á fullu í heimtaugar og stofna.

Uppsetning og tengingar á inntaksboxum, tengingar í brunnum og skápum er unnið samhliða.

Auk þess sem tengiaðstaða fyrir fjarskiptafélögin er að verða klár.

Í lokin verða gerðar mælingar og gæðaprófanir.

 

Nú er bara að krossa fingur og vona að veðrið fari að skána og vorið fari að láta sjá sig almennilega.

 

Með bjartsýnis kveðjum

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri

 

 

 

meira...
18. mars 2019

Bókasafnið opið, miðvikudag, kl 20-21.

 

Opið bókasafn næstkomandi miðvikudag 20. mars kl 20-21.

Kveðja Svana 

meira...
14. mars 2019

Minnum á opið hús í ÁSGARÐI á sunnudaginn

 

Opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15

 þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja ljósleiðara.

 

Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð)

Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.

 

ALLIR VELKOMNIR að koma

og kynna sér hvað er í boði yfir höfuð hjá viðkomandi fyrirtækjum varðandi hinar ýmsu lausnir: ljósleiðara, net, sjónvarp, farsíma, 4G, símtæki, fylgihluti o.s.frv.

 

meira...
8. mars 2019

Rusla- og blaðatunnur tæmdar á sunnudaginn

 


Vegna bílamála verður Gámaþjónustan að flýta sorphirðu um einn dag hér í Kjósinni.

Verða á ferðinni sunnudaginn 10. mars nk

og tæma þá bæði rusla- og blaðatunnur.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

 

Með kveðju
Gámaþjónustan

 

meira...
7. mars 2019

Opið hús í Ásgarði 17. mars - þjónustuaðilar með tilboð

 

Ákveðið hefur verið í samvinnu við netþjónustuaðila að vera með opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15

 

þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja
ljósleiðara.

 

Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð)

Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.

 

Takið daginn frá, kíkið í kaffi í Ásgarði og kynnið ykkur hvað er í boði

 

 

meira...
7. mars 2019

www.kjos.is komið aftur í lag

 

Undanfarna daga hefur ekki verið hægt að setja inn nýtt efni hér á heimasíðu Kjósarhrepps 

En loksins er síðan komin í lag, nýjar fundadargerðir nefnda og fleira áhugavert fer brátt að birtast á ný.

 

Við biðjumst velvirðingar á skorti á upplýsingum

Karl Magnús Kristjánsson

Oddviti

meira...
22. febrúar 2019

Kaffi Kjós óskar eftir starfsfólki næsta sumar

Kaffi Kjós óskar eftir starfsfólki með reynslu í matreiðslu, einnig starfsfólki í afgreiðslu og þjónustu í sal (maí – ágúst).

Unnið er á vöktum frá kl. 11 – 22

Enskukunnátta æskileg.

 

Upplýsingar:

kaffikjos@kaffikjos.is

Hermann 8972219

Birna 8682219

 

Prentvæn útgáfa af auglýsingunni HÉR  

meira...
17. febrúar 2019

Ályktun Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, samþykkt á aðalfundi

Ályktun Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð,

samþykkt á aðalfundi félagsins 9. 2. 2019

 

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skorar á Umhverfisstofnun sem starfsleyfisgjafa og eftirlitsstofnun og Faxaflóahafnir sem eiganda Grundartanga, að halda skaðsemi vegna stóriðju á Grundartanga í algjöru lágmarki með auknu eftirliti og grunnrannsóknum á áhrifum eiturefna á umhverfið. Loftgæðamælingar vegna flúors og brennisteins eru í skötulíki og útsleppi í stórum stíl frá Elkem Ísland er leikur að heilsu manna og dýra. Þar sem mengunartopparnir valda mestum skaða er engin afsökun að útsleppið kunni að rúmast innan leyfilegs ársútsleppis.


Fundurinn skorar á Umhverfisstofnun að taka nú þegar upp mælingar á mengandi efnum sem stafa frá stóriðjunni á Grundartanga og geta skilað sér inn í matvæli frá landbúnaði á svæðinu. Ágiskanir eru ekki boðlegar og áreiðanlegar niðurstöður verða ekki til nema með endurteknum vísindalegum mælingum. Umhverfisvaktin minnir á mengunarslys hjá Norðuráli sumarið 2006 en það haust mældist flúor í kjálkum lamba margfalt meiri en haustið 2005. Afurðir lambanna fóru á markað án nokkurra eiturefnamælinga. Iðjuverin sem sjá sjálf um umhverfisvöktunina birtu niðurstöður flúormælinganna í apríl næsta ár. Þannig er staðan enn. Sé minnsti grunur um óæskileg efni í mætvælum eiga bændur og neytendur rétt á upplýsingum tafarlaust.


Fundurinn skorar á Umhverfisstofnun að birta allar niðurstöður umhverfisvöktunar vegna iðjuveranna á Grundartanga rafrænt jafnóðum og þær verða til á vef Umhverfisstofnunar, sveitarfélaganna við Hvalfjörð, Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar. Kynningarfundir einu sinni á ári, til að kynna gamlar niðurstöður umhverfisvöktunar, eru úreltir og ómarkvissir.


Fundurinn bendir á þá óhugnanlegu staðreynd að ár eftir ár er verið er að vakta mæliþætti sem engin viðmiðunargildi eru til um í íslenskum reglugerðum og starfsleyfum. Þetta á t.d. við um flúor í kjálkum sauðfjár.


Fundurinn fer eindregið fram á að Umhverfisstofnun komi fyrir loftgæðamælistöð vegna flúors og brennisteins norð-vestan við iðjuverin á Grundartanga, utan þynningarsvæða, vegna Berjadalsár sem er vatnsból Akraneskaupstaðar. Loftgæðamælistöð sunnan Hvalfjarðar verði einnig ávallt í notkun, en það er hún ekki nú. 

 

F.h. Umverfisvaktarinnar við Hvalfjörð

Ragnheiður Þorgrímsdóttir
formaður

meira...
16. febrúar 2019

Gámar fyrir landbúnaðarplast tæmdir 20.febrúar

 

Miðvikudaginn 20. febrúar nk, stefnir Gámaþjónustan á að koma í Kjósina

og tæma svokallaða plastgáma, sem eru eingöngu ætlaðir undir rúlluplast utan af heyrúllum, landbúnaðarplast til endurvinnslu.

 

Meðfylgjandi leiðbeiningarbæklingur frá Gámaþjónustunni fer vel yfir atriði

varðandi frágang og hvað megi fara í þessa gáma. 

 

Bæklingur Gámáþjónustunnar HÉR

 

Gott samstarf við bændur er lykilatriði til þess að vel takist til.

Starfsmenn Gámaþjónustunnar munu gefa bændum góð ráð varðandi söfnunina.

Vinnum vel saman og minnkum urðun endurvinnsluefna.

 

 

 

 

meira...
14. febrúar 2019

Helgi dýralæknir og bókasafnskvöld, 20.feb

 

Hestamannafélagið Adam stendur fyrir fyrirlestri

20. febrúar næstkomandi kl. 20:00 á bókasafnskvöldi.

 

Helgi Sigurðsson dýralæknir mun halda erindi sem heitir:

Fóðrun, tannröspun, hegðunarvandamál og tengdir kvillar.

 

Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir.

 

Stjórn Adams

 

meira...
12. febrúar 2019

Viðvera byggingarfulltrúa

 

Jón byggingarfulltrúi verður ekki við í dag, þriðjudag 12. febrúar.

Verður við á morgun, miðvikudag 13. febrúar, kl. 11 - 16.

 

En viðvera verður í næstu viku skv. venju þriðjudag 10-18

 

 

 

meira...
12. febrúar 2019

Ungmennaráð - Þín skoðun skiptir máli! Vertu með

 

Stofnfundur Ungmennaráðs Kjósarhrepps


Þín skoðun skiptir máli!

Vertu með í ungmennaráði Kjósarhrepps!

Pizza og gos í Ásgarði föstudaginn 15. febrúar kl.18-20.

 

Dagskrá:

# Jana Lind Ellertsdóttir formaður Ungmennaráðs Bláskógarbyggðar kynnir hlutverk ungmennaráða sveitarfélaga og stýrir kosningu í trúnaðarstörf.

 # Hvað finnst þér? Þín skoðun skiptir máli!
# Hvað er lýðræði?
# Pizza og gos í boði Kjósarhrepps

 

Í hverju sveitarfélagi er starfrækt ungmennaráð og í Kjósarhreppi er

öllum unglingum á aldrinum 13-18 ára boðið á stofnfund.


 

Við hlökkum til að sjá þig!
Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd Kjósarhrepps. 

 

 

 

meira...
11. febrúar 2019

Ljós í Kjós - hvað er að frétta?

 

Vinna er hafin við að blása ljósleiðaraþræðinum í þau rör sem voru lögð með hitaveitunni til þeirra sem sótt hafa um ljósleiðara.


Byrjað er á leggnum frá Kiðafelli um Morastaði, Miðdal og Eilífsdal, auk þess verður blásið í stofninn frá Kjalarnesi upp að Kiðafelli. 


Þegar þetta er skrifað eru Rafal-menn búnir að blása 3 kílómetrum af ljósleiðaraþræði í heimtaugar og gengur verkið mjög vel.

 

Í lok mars á að vera búið að blása ljósleiðaraþræði um svæðið sem lögð var hitaveita og verður þá í kjölfarið hleypt á allt kerfið í einu.

Þegar betur viðrar verður hægt að leggja rör til þeirra sem ekki tóku hitaveitu en hafa sótt um ljósleiðara.
Búið er að gera sérsamning við Sýn ehf, varðandi netsamband fyrir Brynjudal og Fossá, þar til þangað verður lagður ljósleiðari.

 

Reikningar vegna stofngjalda verða sendir út um miðjan febrúar – þeir sem ætla að vera með en hafa ekki sótt um verða að gera það hið snarasta, ef þeir ætla sér að vera með núna.
Ljóst er að kostnaður mun verða meiri síðar, þó ekki liggi nákvæmlega fyrir í dag hversu mikið stofngjaldið muni hækka.

 

Búið er að opna upplýsingarsíðu varðandi ljósleiðarann

www.leidarljos.net
– einnig er hægt að fara inn á þá síðu í gegnum undirsíðu hér til vinstri 

Leiðarljós ehf - ljósleiðari

 

Fólk er hvatt til að kynna sér sérstaklega undirsíðuna -  Spurt&Svarað: https://www.leidarljos.net/spurt-og-svarad
Inn á þessari síðu verður leitast til að koma sem mestum upplýsingum til viðskiptavina Leiðarljóss ehf á sem skjótastan máta og hægt er að senda inn fyrirspurnir/ábendingar.

 

Stjórn Leiðarljóss ehf

og framkvæmdastjóri

 

 

 

 

 

meira...
6. febrúar 2019

Taize messa í Reynivallakirkju næsta sunnudag

 

 

 Sunnudaginn 10. febrúar, kl. 14

verður taize messa í Reynivallakirkju.


Slík messa á uppruna sinn að rekja til Suður Frakklands nánar tiltekið til bæjarins Taizé.
Kórfélagar, undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista, syngja taize sálma sem byggist á endurteknu söngstefi sem kallar fram hughrif kyrrðar.


Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.

 

Altarisganga fer fram.

 

Verið hjartanlega velkomin.
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

meira...
2. febrúar 2019

Bíó kvöld og opið bókasafn - miðvikudag 6.feb

Snjólfur og týnda skiltið Ólafur Helgi/Darri og ófærðin
í kjósískum hversdagsleika

 

Misstir þú af þorrablótsmyndinni ?

- eða langar þig að sjá hana aftur ?

 

Þorrablótsmyndin 2019 verður endursýnd á næsta bókasafnskvöldi,

miðvikudaginn 6. febrúar, sýningin hefst kl. 20:15

Popp & kók & kósýheit

 

Bókasafnið opnar kl. 20

 

Hlakka til að sjá sem flesta

Svana umsjónarmaður bókasafnsins

 

 

meira...
1. febrúar 2019

Rafal ehf mun blása ljósleiðaranum í rörin

Ný stjórn Leiðarljóss ehf:
F.v.: Regína H. Guðbjörnsdóttir Lækjarbraut 2,

Karl M. Kristjánsson Eystri Fossá stjórnarformaður og
Rebekka Th. Kristjánsdóttir Stekkjarhóli 

Rafal menn mættir í vettvangsskoðun.

Vel keyrandi

 

Ný stjórn Leiðarljóss ehf, dótturfyrirtækis Kjósarhrepps, var kosin 10. janúar sl. og í kjölfarið var ráðinn nýr framkvæmdastjóri,  Sigríður Klara Árnadóttir.

 

Búið er að taka tilboði Rafals ehf  í blástur og tengingar ljósleiðarastrengja og voru menn frá þeim mættir í Kjósina í dag að skoða aðstæður á vettvangi.

Verkið leggst vel í þá og munu þeir hefja framkvæmdir strax í næstu viku.

Nánari upplýsingar um verkefnið og verkþætti verða kynntar eftir helgi.


Niðurstaða tilboðanna var eftirfarandi.

 

Bjóðandi:

Tilboðsupphæð

m. vsk

          % af

  kostnaðaráætlun

TRS, Selfossi

42.158.976 kr.

115%

SH leiðarinn, Hveragerði

32.977.552 kr. 

90%

Rafal, Hafnarfirði

28.034.349 kr.

 76%

Kostnaðaráætlun:

36.689.368 kr. 

100%

 

 

 

meira...
1. febrúar 2019

Íbúafundur um umferðaröryggi 9. febrúar í Félagsgarði

F.v.: Adam Finnsson, Guðbrandur Sigurðsson,

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, Regína H. Guðbjörnsdóttir,

Katrín Halldórsdóttir, Hermann Ingólfsson,

Guðmundur Davíðsson og Kristjana E. Pálsdóttir

 

Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði en þar fá íbúar tækifæri til að koma með frekari ábendingar og upplýsingar um umferðaröryggisáætlun og ávinning verkefnisins.


Kjósarhreppur er nú að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og íbúa.
Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, gera úrbætur, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. 
Mörg sveitarfélög í landinu hafa gert slíka áætlun eftir leiðbeiningum Samgöngustofu.
Kristjana Erna Pálsdóttir hjá VSÓ Ráðgjöf leiðir verkefnið ásamt Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa  og formanns samgöngu – og fjarskiptanefndar í Kjós.
Hagsmunaaðilar í Kjós koma einnig að verkefninu eins og fulltrúi hestamanna, fulltrúi íbúa, björgunarsveitarinnar og bílstjóri skólabílsins. 

 

Vinnuhópinn skipa Guðmundur Davíðsson varaformaður Samgöngu- og fjarskiptanefndar, Hermann Ingólfsson skólabílstjóri og eigandi Kaffi Kjós, Guðmundur Páll Jakobsson ritari Samgöngu- og fjarskiptanefndar.
Adam Finnsson Björgunarsveitinni Kili, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öryggis – og fræðsludeild Samgöngustofu,
Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar og Guðbrandur Sigurðsson aðalvarðstjóra í umferðadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði.

Hlökkkum til að sjá sem flesta - allir velkomnir !

 

 

meira...
31. janúar 2019

Fjöldahjálparstöð í Ásgarði í Kjós

F.v.: Hrönn Pétursdóttir formaður RKÍ-Mosfellsbæ afhendir

Sigríði Klöru gögn frá RKÍ til að hafa í Ásgarði .

Þeim til fulltingis eru Atli Ö Konráðs Gunnarsson og

Sigurður Pétur Harðarson úr neyðarvarnarhópi RKÍ í Mosfellsbæ

 

Nýverið var gengið frá því að stjórnsýsluhús Kjósarhrepps, Ásgarður, yrði það húsnæði innan sveitarfélagsins sem hægt væri að virkja sem fjöldahjálparstöð ef og þegar þyrfti.  Ásgarður uppfyllir öll þau skilyrði sem gerð eru til slíkra stöðva.

 

Rauði krossinn óskaði eftir fjöldahjálparstöð í sveitarfélaginu m.a. í ljósi aukinnar umferðar og ferðamannastraums um svæðið. 

 

Deildin býr þegar yfir vel þjálfuðum og reyndum sjálfboðaliðum sem hafa búsetu í Mosfellsbæ og Kjalarnesi. 

Hins vegar getur veður verið þannig að ekki sé æskilegt að keyra fólk lengri leiðir til að opna fjöldahjálparstöð í Ásgarði.

Leitar deildin því að nokkrum einstaklingum sem búa í Kjósinni og nær Ásgarði og eru tilbúnir að taka að sér að opna fjöldahjálparmiðstöð í húsinu þegar á þarf að halda.  Þessir einstaklingar fara á kvöldnámskeið hjá Rauða krossinum áður en þeir taka til starfa, en fá aðstoð reyndra sjálfboðaliða ef opna þarf við aðstæður aðrar en bara að veita ferðalöngum skjól frá veðri.

 

Þeir sem hafa áhuga og/eða vilja bjóða sig fram geta fengið ítarlegri upplýsingar með því að hafa samband við Hrönn Pétursdóttur í netfangið formadur.moso@redcross.is

 

Fjöldahjálparstöðvar falla undir starfsemi almannavarna á Íslandi og er ákvörðun um það að opna stöðvarnar tekin af almannavarnarnefnd þegar veður, náttúruhamfarir eða slys gera það að verkum að koma þarf fólki í skjól eða aðstoða það í nauð. Það er mismunandi hversu oft slíkar stöðvar eru opnaðar, sumar aldrei eða á margra ára fresti en einstaka – eins og á Kjalarnesi – allt að fimm sinnum á ári.

 

Rekstur þessara stöðva er í höndum Rauða krossins.  Sem hluti af almannavarnarkerfinu þá hefur félagið umsjón með fjöldahjálp og sálfélagslegum stuðningi þegar náttúruhamfarir og aðrir alvarlegir atburðir eiga sér stað, auk þess að veita áfallahjálp í kjölfar vinnuslysa, hópslysa og annarra alvarlegra atburða.  Þá er þolendum húsbruna veitt fyrsta aðstoð á vettvangi, svo sem þak yfir höfuðið, mat og aðrar brýnustu nauðsynjar.  Þessi þjónusta er veitt án endurgjalds og af þjálfuðum sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir til aðstoðar, hvenær sem kallið kemur.

Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi séð um rekstur fjöldahjálparstöðvanna á höfuðborgarsvæðinu en haustið 2018 tók deild Rauða krossins í Mosfellsbæ verkefnið yfir á sínu starfssvæði en það nær til Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósar. 

 

 

 

meira...
28. janúar 2019

Auglýst aftur ... eftir byggingar- og skipulagsfulltrúa

  Auglýst er aftur starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi.

Leitað er eftir öflugun og hæfum einstaklingi sem hefur áhuga á starfi á þessu sviði. Um er að ræða hlutastarf. 
Starfsmaðurinn fer með framkvæmd byggingar- og skipulagsskipulagsmála samkvæmt lögum og sinnir verkefnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra.

 

 

Helstu verkefni:
• Móttaka skipulags- og byggingarerinda
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
• Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
• Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa.
• Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða starfsleyfa
• Yfirferð uppdrátta
• Skráning fasteigna og stofnun lóða.
• Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu fullnægja menntunar- og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
• Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum ásamt opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Mikilvægt er að umsækjandi hafi iðnmenntun í byggingariðnaði sem bakgrunn.
• Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð.

 

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun og önnur starfskjör eru samningsatriði.


Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 566 7100.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið: oddviti@kjos.is

Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2019. 

 

 

meira...
28. janúar 2019

Lokað á skrifstofunni frá kl. 11 í dag

 

Skrifstofa Kjósarhrepps verður lokuð

frá kl. 11 í dag, mánudag 28. janúar,

vegna fundahalda starfsmanna í bænum 

meira...
25. janúar 2019

Þorrablótið er á morgun !!

 

 

Þorrablótið, þetta eina sanna er á morgun laugardag, 26. janúar 2019.

 

Er allt tilbúið ?

Búið að klippa táneglurnar og kíkja á veðurspána?

 

Umhverfisnefndin er amk búin að góma byssumennina - á undan sérsveitinni.

http://www.visir.is/g/2018180819525

 

Svo nú er öllum óhætt.

Sýnt verður frá handtökunni í þorrablótsmyndinni

 

 

 

 

 

 

meira...
23. janúar 2019

Panta þorrablótsmiðana í dag !!

 

 

Ekki gleyma !!

 

 

Miðapantanir fyrir þorrablótið

er í  síma 566 7028

(Marta Káranesi)

í dag miðvikudag 23. janúar

frá kl 15:30 – 18:00  

 

 

 

meira...
21. janúar 2019

Bókasafnið er opið næsta miðvikudag, kl. 20-22

 

Minnum á næsta bókasafnskvöld, miðvikudaginn 23. janúar nk.

Bókasafnið í Ásgarði verður opið annan hvern miðvikudag, frá kl. 20-22 út apríl.

 

Kveðja

Svana bókavörður

meira...
17. janúar 2019

9 dagar í þorrablótið !!

 

Kíktu í póstkassann þinn, náðu í þorrablótsauglýsinguna

OG LESTU HANA

 

já, þessa HÉR  

 

Hlökkum til að sjá þig

Nefndin

 

 

 

meira...
15. janúar 2019

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps 26. janúar

Þá er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir

 

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps verður haldið í Félagsgarði
laugardaginn 26. janúar kl. 20:30
Húsið opnað kl. 20:00
Aldurstakmark er 18 ár


Þorramatur og opinn bar. Miðaverð er kr. 8.500

Hljómsveitin Farandskuggarnir heldur uppi fjörinu til kl. 03.00

 

Miðapantanir í síma 5667028

miðvikudaginn 23. janúar, frá kl 15:30 – 18:00

 

Miðarnir verða afhentir í Félagsgarði
föstudaginn 25. janúar
á milli kl 16:00 – 18:00, Posi á staðnum


Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn
Spariklæðnaður
Nefndin

 

 

meira...
14. janúar 2019

Starfs­maður í fjár­málaum­sýslu óskast

 

Skrifstofa Kjósarhrepps óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf við bókhald og almenna umsjón fjármálatengdra verkefna.


Leitað er að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni með haldgóða þekkingu og reynslu.

 

Ráðningarstofan Capacent sér alfarið um ráðningarferlið, upplýsingar og móttöku umsókna.

 

Nánari upplýsingar um starfið, menntunar- og hæfniskröfur ásamt umsóknarformi er að finna inn á heimasíðu Capacent,  HÉR

 

 

 

meira...
12. janúar 2019

Breytt viðvera bygginarfulltrúa

  
Ekki hefur enn tekist að ráða í starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
 
Verið að meta hvort auglýsa þurfi á ný
en þangað til nýr eftirmaður er fundinn er Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.
 
Þar sem Jón Eiríkur er að sinna þessu starfi samhliða kennslu þá verður viðvera hans hér í Kjósinni að taka mið af hans aðalstarfi og stundarskrá.
 
 
Fram á vor mun vera hægt að ná í Jón Eirík á eftirfarandi tímum.
 
 
Viðvera á skrifstofu í Ásgarði: 
Þriðjudaga frá kl  10:00 -18:00
Sími á skrifstofu: 566-7100

 

Símaviðtalstími:
Föstudaga kl. 9-12
Farsími: 699-4396
Netfang: jon@kjos.is 

 

meira...
8. janúar 2019

Hreppsnefndarfundur

 Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

8. janúar 2019 í Ásgarði og hefst  kl 16:00

            
Mæta eiga:
Karl Magnús Kristjánsson,  Guðný G. Ívarsdóttir, Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir og Þórarinn Jónsson


Dagskrá:

1. Bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga dags. 4.12.2018.

2. Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til auglýsingar.

3. Systkinaafsláttur fyrir dvöl á frístund.

4. Ljósleiðarinn. Staða á framkvæmdum.

5. Hluthafafundur Leiðarljóss ehf. 10.1.2019.

6. Starfsmannamál Kjósarhrepps.

7. Önnur mál.

8. Mál til kynningar.
       a. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, 42. fundur,  20.12.2018.
       b. Stjórn SSH 462. fundur.
       c. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 865. fundur.
       d. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 866. fundur.

 

 

meira...
4. janúar 2019

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029, staðfest

 

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029,

sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. des sl. hefur nú verið staðfest hjá Skipulagsstofnun og verður birt á næstu dögum í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Þar með er lokið 4 ára vinnu við nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps, sem er unnið á grunni stefnumörkunar eldra skipulags.

Megin landnotkun verður sem áður hefðbundinn landbúnaður.

 

Tillögugerð og úrvinnsla aðalskipulagsins var unnin af Guðnýju G. Ívarsdóttur fyrrverandi sveitarstjóra og Þórarni Jónssyni hreppsnefndarmanni, f.h. sveitarstjórnar.
Jóni Eiríki Guðmundssyni skipulags- og bygginarfulltrúa ásamt skipulags- og byggingarnefnd; G. Oddi Víðissyni, Gunnari L. Helgasyni og Maríönnu H. Helgadóttur.  

 

Tillögugerð, úrvinnsla og framsetning aðalskipulagsins var unnin af starfsfólki Steinsholts ehf, sem síðar sameinaðist EFLU ehf, þeim Gísla Gíslasyni, Ásgeiri Jónssyni og Guðrúnu Láru Sveinsdóttur.
Einnig komu aðrir starfsmenn að vinnunni eftir þörfum. Í tengslum við aðalskipulagsgerðina var landbúnaðarland flokkað undir stjórn Ásgeirs Jónssonar og Guðrúnar Láru Sveinsdóttur.

 

Leiðarljós við gerð aðalskipulagsins er eftirfarandi:  
Skipulagið skal stuðla að hagkvæmri þróun byggðar, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og mannlíf og að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.   

 

Hér má finna lokaeintök sem staðfest voru í árslok 2018,

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029:

 

Aðalskipulag - Uppdráttur (kort)

Aðalskipulag - Greinargerð

Aðalskipulag - Forsendur og umhverfisskýrsla

Aðaskipulag Flokkun landbúnaðarlands

Staðfesting Skipulagsstofnunar

 

 

 

meira...
2. janúar 2019

Jólin kvödd í Félagsgarði þann 6. jan.

 

Jólin verða kvödd í Félagsgarði sunnudaginn 6. janúar á þrettánda degi jóla kl. 19.00.

Dagskráin verður að með venjubundnum hætti. Fyrst verður gengið í kringum jólatréð og sungið, og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Kveikt verður í þrettándabrennunni kl. 20.00.

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði. Gestir eru kvattir til að taka með sér veitingar til að setja á sameiginlegt veisluborð.

 

 

Viðburða- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps.

 

meira...
24. desember 2018

Hátíðarkveðjur frá hitaveitunni

 

 Kjósarveitur ehf - hitaveita Kjósarinnar,

sendir funheitar hátíðarkveðjur.

 

Alls er búið að leggja lagnir að 477 húseignum í Kjósinni.
Árið 2017 tengdust 192 hús hitaveitunni,

árið 2018 tengdust 98 hús, en ennþá eru 187 hús með ónotaðaða lúxus-lagnir.

Hlökkum sérstaklega til að heyra frá þeim á nýju ári

 

Með bestu óskum um hlýleg komandi ár.
Stjórn Kjósarveitna og starfsmenn 

 

meira...
21. desember 2018

Hátíðarmessa kl. 14 á jóladag


       Hátíðarmessa verður í Reynavallakirkju

á jóladag kl.14.

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir hátíðartón og sálmasöng.

 

Gesta söngvari: Rúnar Þór Guðmundsson tenór.

 

Ritningarlestur lesa;

Ragnar Gunnarsson, Bollastöðum og

Sigríður Klara Árnadóttir, Klörustöðum

 
Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari.

 

Guð gefi ykkur öllum gleði og frið á heilagri jólahátíð!

 

Sóknarprestur og sóknarnefnd

meira...
21. desember 2018

Hátíðarkveðja frá Kjósarhreppi

 

meira...
13. desember 2018

Líf og fjör í sveitinni á aðventu

 

Lúsíur á aðventukvöldi í Reynivallakirkju 9. des sl.

 

Það er ekki hægt að segja annað en að líf og fjör sé í Kjósinni á þessari aðventu eins og áður.

 

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði var vel sóttur, hangikjötið rann út og Kirkjukór Reynivallasóknar sló í gegn með jólasöngvum sínum.
 
Um 80 manns mættu á aðventukvöldið í Reynivallakirkju á 2. sunnudegi í aðventu.
Kirkjugestir nutu þess að hlusta á englasöng 7 ungra stúlkna úr sveitinni, hlýða á einlæga hátíðarræðu Hrafnhildar í Fagralandi og njóta tónlistar Bubba Morthens á heimaslóðum.

Að ógleymdum kirkjukórnum okkar frábæra, sem söng nokkur lög.

Gæddu gestir sér í lokin á heitu súkkulaði og áttu notalegt spjall við sveitungana.
 
Nær 20 manns mættu á upplestur úr jólabókum í Ásgarði í gærkvöldi, 12. desember. Þar sem Guðrún Eva Mínervudóttir, las upp úr smásagnasafni sínu um hann Austin frá Texas og Bjarni Harða fór á kostum í leiklestri bæði úr bók sinni Gullhreppurinn og úr ævisögu refaskytturnnar Guðmundar Einarssonar, Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson og þá fékk hann Guðrúnu Evu sér til að stoðar að lesa um baráttu Guðmundar sem smá stráks við mannýga tarfinn. Báðar þessar bækur eru til á bókasafni Kjósarhrepps í Ásgarði ásamt heilum haug af nýjum og spennandi bókum.

 

Í dag 13. desember kl. 16,  verður auka fundur í hreppsnefnd þar sem farin verður síðari yfirferð yfir fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins fyrir næsta ár og næstu 3 ár.
 
Fimmtudaginn 20. desember mun sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarpresturinn okkar, bjóða eldra fólki úr Kjósinni og af Kjalarnesinu til  kaffisamsætis kl. 15, að prestssetrinu á Reynivöllum og gítarinn örugglega innan seilingar hjá sr. Örnu.
 
Hin árlega skötuveisla verður að venju í Félagsgarði á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. des. kl. 13.00.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir hádegi fimmtudaginn 20. des. á felagsg@gmail.com eða hjá Syrrý í síma 823 6123.  Verð kr. 2.300 á mann. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

 

Jólamessan verður á sínum stað í Reynivallakirkju, kl. 14 á jóladag, 25.desember.

 
Í gær, miðvikudaginn 12. des létu konur í Kvenfélagi Kjósarhrepps enn á ný gott af sér leiða og mættu færandi hendi til Kvennadeildar Landspítalans, með tvo Lazyboy stóla að andvirði nær 300 þús kr.

F.v: Hrund Kvennadeild LSP, Sigurbjörg Meðalfelli,

Jóhanna Káraneskoti, Guðný Flekkudal formaður kvenfélagsins

og Soffía Traðarholti

 

 

Nú mega jólin koma í Kjósina

 

 

Ef einhverjir vilja láta vita af fleiri viðburðum í Kjósinni og/eða nágrenni þá endilega sendið póst á kjos@kjos.is og því verður komið á framfæri hér á síðunni.

 

 

P.S. Smá praktískt í lokin.

Gámaþjónustan mun tæma bæði almennar ruslatunnur og blaðatunnur, mánudaginn 17. desember.
Koma síðan aftur sunnudaginn 30. desember og tæma þá einnig bæði rusla- og blaðatunnur.

Fyrsta ferð þeirra á nýju ári verður mánudaginn 14. janúar 2019 og þriðju ferðina í röð ætla þeir að tæma bæði rusla- og blaðatunnur.


Í kjölfarið hefst rútinu tæmingarferlið þeirra, annan hvern mánudag ruslatunnan og blaðatunnan á 4 vikna fresti.

Þannig að mánudaginn 28. janúar verður einungis ruslatunnan tæmd, sorphirðudagatalið fyrir 2019 er að finna HÉR  

 

 


meira...
12. desember 2018

Nýtt aðalskipulag 2017-2029, samþykkt í sveitarstjórn

F.v.: G. Oddur Víðisson formaður Skipulags- og byggingarnefndar

         og Karl Magnús Kristjánsson oddviti Kjósarhrepps

 

 

 

Kjósarhreppur auglýsir afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 2.mgr. 32 gr. skipulagslaga nr: 123/2010 á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029.


Aðalskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn Kjósarhrepps  4.desember sl.

Áður hafði verið brugðist við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.

Í framhaldi af því er óskað eftir að Skipulagsstofnun staðfesti tillöguna og auglýsi í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Formlega tilkynningu  er að finna HÉR

Einnig auglýst í Morgunblaðinu 12. desember 2018. 

 

Jón Eiríkur Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.

 

meira...
11. desember 2018

Ljósleiðarinn. Samningur við verktaka undirritaður

F.v. Karl Magnús Kristjánsson oddviti,

Jón Ingileifsson verktaki og Guðmundur Davíðsson

stjórnarformaður Leiðarljóss ehf

 

 

Skrifað var undir verksamning við Jón Ingileifsson ehf,

um jarðvinnu við lagningu ljósleiðararöra í Reykjavík / Kjós í dag,

þriðjudaginn 11. desember 2018.

 

Jón Ingileifsson var með lægsta tilboðið af þremur í verkið. Hinir tveir sem buðu voru Línuborun ehf og Þjótandi ehf.

 

Jón er reyndur verktaki í lagningu ljósleiðara og þekkir Kjósina mjög vel, þar sem hann sá um lagningu hitaveitu- og ídráttarröra fyrir ljósleiðarann í frístundahúsahverfin í Kjósinni 2016-2017.

 

 

Strax að undirskrift lokinni fóru Jón og Kjartan hjá Kjósarveitum í það að merkja lagnaleiðina og undirbúa sjálft verkið.

 

Guðmundur Daníelsson, verkefnisstjóri og Sigríður Klara hjá Kjósarhreppi eru að leggja lokahönd á gögn fyrir útboð á blæstri og tengivinnu á sjálfum ljósleiðaraþræðinum.

 

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um ljósleiðaratengingu í þetta sinn,

umsóknareyðublaðið er HÉR   

og hægt að senda það skannað á netfangið kjos@kjos.is

 

 

 

meira...
6. desember 2018

Frá viðburða- og menningarmálanefnd

 

Upplestur í Ásgarði

 

Á næsta bókasafnskvöldi, miðvikudaginn 12. desember kl. 20 fáum við góða gesti í Ásgarð, en rithöfundarnir Bjarni Harðarson og Guðrún Eva Mínervudóttir munu koma kl. 20 og lesa upp úr bókum sínum. Bjarni mun kynna nýja bók sína Gullhreppurinn auk þess sem hann mun segja frá ævisögu refaskytturnnar Guðmundar Einarssonar, Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson. Guðrún Eva mun lesa upp úr nýútkomnu smásagnasafni sínu Ástin, Texas. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur, við hvetjum Kjósverja til að fjölmenna og njóta góðrar kvöldstundar saman í aðdraganda jólanna.

 

meira...
5. desember 2018

Aðventumarkaður í Félagsgarði 8. des

 

Aðventumarkaðurinn verður í Félagsgarði á laugardaginn 8. des frá kl. 12:00-17:00. Fjölbreyttar vörur verða á boðstólum og má þar nefna:
Snorri og Sveina verða með safaríkar jólasteikur frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt.
Sigurbjörn og Bergþóra verða með sitt landsfræga, Kiðafells tvíreykt hangikjöt.
Sigga á Bakka verður með hönnun sína, SG Textil.
Nana verður með sitt frábæra handverk, Nana.
Rosmary heldur áfram að safna fyrir skólastarfi í Kenýja og mun sýna myndir af starfi þeirra hjá TEARS CHILDREN.
Svanborg Eyþórsdóttir verður með skartgripi, hekl, prjónavörur og tækifæriskort.
Kvenfélag Kjósarhrepps sér um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.
Kirkjukórinn kemur og iljar okkur með jólasöng kl. 13:30.
Þetta og margt fleira verður að finna í Félagsgarði laugardaginn 8. des. 

 

Auglýsingin er HÉR

meira...
4. desember 2018

Aðventukvöld í Reynivallakirkju 9. des

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju á öðrum sunnudegi í aðventu, 9. desember nk, kl. 20:00.


Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, Fagralandi í Kjós flytur hátíðarræðu.
Eiginmaður hennar, Bubbi Morthens spilar og syngur fyrir kirkjugesti ásamt börnum úr Kjósinni.
 
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.
 
Boðið verður upp á notalega stund við aðventukrans og kertaljós.
Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.
 
Verið velkomin til kirkju.

Kærleikskveðja
Sóknarprestur og sóknarnefnd  
 

meira...
30. nóvember 2018

Fréttir af ljósleiðaranum

 

  Af ljósleiðaraverkefninu er það helst að frétta  að búið er að ná samkomulagi við alla forsvarsmenn þeirra 16 jarða og landspildna á Kjalarnesi,

sem ídráttarrörin verða lögð um.

 

Mánudaginn 3. des nk,

verða opnuð tilboð jarðvinnuverktaka í verkið:

Lagning ljósleiðara í REYKJAVÍK / KJÓS – JARÐVINNA.

 

 

Opnun tilboðanna verður kl. 13:00 á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði í Kjós og verða þau opnuð þar í samræmi við kafla 2.5 í ÍST 30:2012.

 

Gerð útboðsgagna er í höndum Kristins Haukssonar hjá Eflu hf.

Ráðgjafi við verkefnið er Guðmundur Daníelsson hjá Snerru ehf., sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, netfang: gudmundur@snerra.com

Verið er að leggja lokahönd á gögn varðandi tilboð í blástur og tengivinnu á sjálfum ljósleiðaraþræðinum.

 

Þeir sem sótt hafa um tengingu við ljósleiðarann fá sendan reikning vegna tengigjalds innan tíðar eða strax og ljóst verður að hægt verði að hefjast handa við blástur sjálfs ljósleiðarans í rörin sem þegar eru komin í jörð.

 

Umsóknareyðublað er að finna undir Umsóknareyðublöð - hér til vinstri á síðunni.

 

Svo nú er að vonast eftir hagstæðum tilboðum frá vinnusömum verktökum og mildum vetri, til að þetta verkefni klárist sem fyrst.   

 

Góðar fréttir að taka með sér inn í helgina !
 

meira...
30. nóvember 2018

Hrútaskráin 2018-2019 komin út

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Kjós var haldinn í gær, fimmtudag 29. nóvember 2018 í Ásgarði í Kjós.

Á fundinum var að venju farið yfir skýrslu stjórnar, ársreikning og svo var sitjandi stjórn kjörin áfram óbreytt.

 

Við fengum heimsókn frá sérfræðingum RML og BúVest sem fóru yfir stigahæstu lambhrútana, bestu kjötgæðahrútana og bestu ærnar á svæði félagsins.

Það er hrúturinn Bárður frá Kiðafelli sem er stigahæsti lambhrúturinn þetta árið með 87,5 stig.

Hrúturinn með besta BLUPið fyrir gerð á svæðinu er Ölur frá Morastöðum með hvorki meira né minna er 125 stig.

Besta ærin er sú ær sem er með hæstu kynbótaeinkunnina (samanlögð einkunn fyrir kynbótamat fyrir skrokkgæði, frjósemi og mjólkurlagni). Sú ær sem hlaut þennan titil var Skolta frá Kiðafelli með 110 stig og ákvað félagið að verðlauna Sigurbjörn og Bergþóru fyrir hana.

 

Að lokum fengu fundarmenn kynningu á því sem er helst að frétta úr sauðfjárræktinni á landinu í dag ásamt kynningu á þeim sæðingarhrútum sem eru í boði á sæðingarstöð Vesturlands í ár.

 

Fyrir áhugasama sem ekki komust á fundinn liggja nokkur eintök af hrútaskránni í Ásgarði.

 

 

Takk fyrir okkur,

Stjórn SF Kjós.

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir formaður,

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir gjaldkeri,

Hafþór Finnbogason ritari.

 

 

meira...
27. nóvember 2018

Aðalfundur UMF Drengs 6. des

 

 

Aðalfundarboð UMF Drengs.


Aðalfundur Ungmennafélagsins Drengs í Kjós

 verður haldinn

fimmtudaginn 6. desember næstkomandi

kl 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

 


Dagskrá aðalfundar:


1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu.
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar.
3. Tillaga um breytingar á lögum, til samþykktar á aukafundi.    
4. Tillaga lögð fram um ársgjald næsta árs.
5. Kosning stjórnar.
6. Önnur mál sem félagið varðar.

 


Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn UMFD

 

meira...
26. nóvember 2018

Auka fundur í hreppsnefnd - 27. nóv

 

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

27. nóvember 2018,

í Ásgarði og hefst  kl 19:00

 

Dagskrá:

 

 1. Fjárhagsætlanir.
 1. Forsendur fjárhagsáætlunar 2019.
 2. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2019 -2022.

 

 1. Önnur mál.
 1. Umsóknir um starf byggingarfulltrúa.

 

meira...
26. nóvember 2018

Aðalfundur Adams - 3.des


 

 

Aðalfundur

Hestamannafélagsins Adams í Kjós

verður haldinn mánudag 3. desember 2018

kl. 20.30 í Ásgarði í Kjósarhreppi

 

 

 

 


Dagskrá fundarins:


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.


2. Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.


3. Formaður leggur fram og sk‎‎‎‎‎‎ýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.


4. Gjaldkeri leggur fram og sk‎ýrir reikninga félagsins.


5. Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

 

6. Formenn nefnda leggja fram og sk‎ýra starf viðkomandi nefnda á liðnu ári. Kynning á reglum stjórnar um að veitingu ræktunarverðlauna til félagsmanns (félagsmanna).


7. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.


8. Kosning tveggja skoðunarmanna.


9. Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.


10. Veiting ræktunarverðlauna.


11. Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 


 

meira...
23. nóvember 2018

Frá Viðburða- og menningarmálanefnd

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 28. nóvember frá kl 17:00-21:00.

þann dag mæta þeir félagar Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) í Ásgarð kl 17:00 og lesa upp úr bókum sínum. Börn og unglingar eru hvött til að mæta og taka að sjálfsögðu foreldra og systkini með.

 

Námskeið í tálgun - jólaseríugerð

Ólafur Oddsson býður Kjósverjum upp á að koma og læra að búa til tálgaðar jólaseríur úr birki, selju, víði og fleiri viðartegundum fyrir jólin.

Námskeiðið fer fram í Ásgarði miðvikudaginn 5. des frá 18-22.

Nauðsynlegt er að skrá sig svo hægt sé að undirbúa efniðviðinn sem þarf til, hámarksfjöldi þátttakenda er sjö, lágmark fimm.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir föstudaginn 30. nóvember með því að senda póst á oli@skogur.is Þangað má einnig senda fyrirspurnir ef nánari upplýsinga er óskað. Námskeiðið kostar 5.000 kr, allur efniskostnaður er innifalinn og áhöld á staðnum. Einnig verður hægt að kaupa tálgunarhnífa á 3.000 kr ef einhverjir kjósa að halda áfram með verkið heima. 

 

meira...
23. nóvember 2018

Áttu rétt á ferðastyrk eða frístundastyrk ?

 

    Kjósarhreppur minnir á að hægt er að sækja um hina ýmsu styrki hjá sveitarfélaginu, sem unga námsmenn og þeirra foreldra munar um.

 

Nýjasti styrkurinn er sérstakur húsnæðisstuðningur vegna barna 15-17 ára sem þurfa að leigja á heimavist vegna náms fjarri lögheimili, veittur á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og byggir á meginreglum þeirra laga.

 

 

Nánar um  styrki og úthlutunarreglur er að finna hér til vinstri undir: Samþykktir og gjaldskrár

 

Vakin er athygli á eftirfarandi styrkjum
Ferðastyrkur grunnskólanema vegna félagsmiðstöðva- umsókn
Ferðastyrkur framhaldsskólanema - umsókn
Sérstakur húsnæðisstuðningur, 15-17 ára  - umsókn

Frístundastyrkur - umsókn

 

Allar umsóknir er að finna undir: http://kjos.is/umsoknareydublod/

 

 

 

meira...
23. nóvember 2018

Ungmennaráð Kjósarhrepps

 

Ungmennaráð Kjósarhrepps. Ertu á aldrinum 13 - 18 ára?


 

Kjósarhreppur auglýsir eftir áhugasömum til að sitja í ungmennaráði sveitarfélagsins.

Ungmennaráð er skipað þremur ungmennum á aldrinum 13-18 ára.

 

Hlutverk ungmennaráðs er m.a að vera sveitastjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks eins og segir í 2.mgr. 11.gr æskulýðslaga nr. 70/2007.
 
Áhugasöm hafi samband við Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur

formann Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps

 í gegnum netfangið: kjos@kjos.is

 

 

 

 

meira...
14. nóvember 2018

Sauðfjárræktarfélagið í Kjós - aðalfundarboð

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn

fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á ráðgjafa frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2017 og í framhaldinu verður farið yfir hrútakostinn á sæðingastöð í vetur.


 

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2017
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð


Kaffi í boði!


 

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós


 

meira...
13. nóvember 2018

Auglýsing frá Lýðháskólanum á Flateyri

 

 

Lýðháskólinn á Flateyri - getur bætt við sig 2-4, nemendum á vorönn


Kennsla hófst við Lýðháskólann á Flateyri 20. september síðastliðinn með 29 nemendum á tveimur námsbrautum.

 

Skólinn getur bætt við sig 1-2 nemendum í hvora námsbraut á vorönn.

Á námsbrautinni: Hafið, fjöllin og þú,    

miðar námið að því að upplifa náttúruna á nýjan hátt með því  að ferðast um hana, vinna með hana, nýta hana og kanna á öruggan hátt. Stór hluti námsins fer fram utan dyra í öllum veðrum og við hinar ýmsu aðstæður.

 

Á námsbrautinni:  Hugmyndir, heimurinn og þú,

 miðar námið að því að þroska og þróa nemendur sem skapandi einstaklinga þar sem þeir öðlast þekkingu og færni í ferlum skapandi starfs allt frá hugmyndavinnu, yfir í framkvæmd og miðlun.

 

Lýðháskólinn á Flateyri er samfélag nemenda og kennara sem býður fólki tækifæri til að þroskast og mennta sig í samstarfi við íbúa á Flateyri.

Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski.

 

Í Lýðháskólanum á Flateyri hefur fólk frelsi til menntunar út frá sínum einstaklingsbundnu forsendum. Því byggir skólinn ekki á prófum, einkunnum eða gráðum, heldur skapar hann nemendum sínum aðstæður og umgjörð til náms og menntunar. Ábyrgð á náminu er nemandans þar sem megináherslan er á að uppgötva og styrkja þá einstöku hæfileika sem hver og einn býr yfir í umhverfi sem er fullt af áskorunum en um leið ríkt af stuðningi, endurgjöf og samvinnu.

 

Sótt er um á vefsvæði skólans:  https://lydflat.is/umsoknir-og-inntokuskilyrdi/

 

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember n.k.  en kennsla á vorönn hefst þann 7. janúar.

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsvæði skólans https://lydflat.is/

Vinsamlega hikið ekki við að hafa samband ef frekari upplýsinga er þörf.


Hlýjar kveðjur,

Helena Jónsdóttir
Lýðháskólinn á Flateyri – skólastjóri
skolastjori@lydflat.is
s. 661 7808

 

 

meira...
12. nóvember 2018

Nýjar bækur komnar - opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið

miðvikudaginn 14. nóvember frá 17-21.

 

Nýjar bækur komnar á safnið

Fyrstir koma fyrstir fá !!

 

Að þessu sinni verður ekki skipulögð dagskrá,

en þess í stað helgum við kvöldið handverki og hannyrðum og hvetjum Kjósverja til að koma með prjónana/tálguhnífana eða hvað annað sem er og nýta rýmið til að hittast og deila fróðleik og ráðum með hvert öðru.

 

Eflaust geta þau sem hafa meiri reynslu t.d. af prjónaskap gefið þeim reynsluminni ráð.


Einnig hvetjum við barnafjölskyldur í Kjósinni til að nýta sér opnunartíma bókasafnsins, en nýtt barnabókasafn hefur verið opnað á efri hæðinni í Ásgarði með fjölda nýrra bóka og því tilvalið að kíkja við seinnipart dags og nýta sér rýmið.
 

meira...
8. nóvember 2018

Aðventumarkaður 8. des - hvað viltu selja?

 

 

Aðventumarkaðurinn í Kjós verður haldinn í Félagsgarði 8. des kl. 12 - 17.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar,

Einar Tönsberg með gmailið: felagsg@gmail.com
eða í gsm: 6595286

 

 

meira...
7. nóvember 2018

Plastgámar tæmdir í dag

 

Bíll frá Gámaþjónustunni er í Kjósinn í dag að tæma gáma með rúlluplasti 

Því miður láðist að láta vita af komu bílsins með góðum fyrirvara.

Beðist er velvirðingar á því

 

 

meira...
6. nóvember 2018

Minning látinna í Reynivallakirkju næsta sunnudag

 


  

Sunnudaginn 11. nóvember verður messa i Reynivallakirkju kl.14.

 

Kveikt verða ljós í minningu látinna ástvina og sveitunga.

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista.

 

Formaður sóknarnefndar, Sigríður Klara Árnadóttir les ritningarlestra og tendrar minningarljós.


Sóknarprestur þjónar.

 

Verið hjartanlega velkomin til athafnarinnar

Sóknarprestur og sóknarnefnd

 


 

 

 


 

meira...
2. nóvember 2018

Næsti hreppsnefndar fundur 6. nóv

 

 

Fundur verður haldinn í

hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

6. nóvember 2018,

í Ásgarði og hefst  kl 16:00

 

 

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir nefnda.
       a. Félags- æskulýðs- og jafnréttismálanefnd  4. október og

            30. október.
       b. Samgöngu- og fjarskiptanefnd 29. október.
       c. Skipulags- og byggingarnefnd 8. október. 
       d. Umhverfisnefnd 17. október.
       e. Viðburða- og menningarmálanefnd 1. október og 31. október.

 

 

2. Fjárhagsáætlanir.
     a. Forsendur fjárhagsáætlunar 2019.
     b. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2019.
     c. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir 2020, 2021 og 2022.

 

3. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga (EFS).
     a. Bréf dags. 10. október sl..
     b. Svar til EFS

 

4. Vík lögmannsstofa vegna Búðarsands.
     Lagt fram bréf dagsett 2. október.

 

5. Önnur mál.
     a. Umsóknir um starf byggingarfulltrúa.
     b. Lóðir í Norðurnesi.

 

6. Mál til kynningar
     a. Stjórn SSH 461. fundur.
     b. Stjórn SSH 462. fundur.
     c. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 863. fundur.
     d. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 864. fundur.
     e. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis 40. fundur,

           ásamt fjárhagsáætlun 2019. 

 

 

 

 

meira...
30. október 2018

Breyttur opnunartími á skrifstofu Kjósarhrepps

 

 

    

Frá og með 1. nóvember 2018,  

verður skrifstofa og símsvörun

Kjósarhrepps opin sem hér segir:

 

Mánudaga - fimmtudaga  kl 10 - 15

Lokað föstudaga

 

Netfang: kjos@kjos.is

 

 

Kjósarveitur, bakvaktarsími: 853-2112

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps

 

 

meira...
29. október 2018

Bókasafnið og námskeið næsta miðvikudag

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 31. október frá 17-21.

 

Ólafur Oddsson mætir kl 20:00 með fræðandi erindi um
Tálgun og sjálfbærar skógarnytjar
Ólafur hefur haldið námskeið tengd sjálfbærni, skógrækt, tálgun og tengslum við náttúruna um árabil. Hugmyndin er að í kjölfar erindisins verði rætt hvort áhugi sé meðal Kjósverja á að sækja stutt námskeið í tálgun í vetur.

Á opnum fundi menningar- og viðburðarnefndar á dögunum kom upp sú fyrirtakshugmynd að einnig mætti nýta opnunartíma bókasafnsins til að hittast með handverk og hannyrðir.
Við hvetjum Kjósverja til að nýta tækifærið þegar bókasafnið er opið og njóta góðra stunda saman í Ásgarði, hvort sem það er til að fá sér kaffibolla, prjóna, ná sér í bók og sækja fræðslu eða bara til að sýna sig og sjá aðra.
Einnig hvetjum við barnafjölskyldur í Kjósinni til að nýta sér opnunartíma bókasafnsins, en nýtt barnabókasafn hefur verið opnað á efri hæðinni í Ásgarði með fjölda nýrra bóka og því tilvalið að kíkja við seinnipart dags og nýta sér rýmið.
 

meira...
26. október 2018

Kvenfélag Kjósarhrepps lætur gott af sér leiða til Grensáss

 

Konur í Kvenfélagi Kjósarhrepps komu færandi hendi föstudaginn 19. október sl., á Grensásdeild - Endurhæfingardeild Landspítalans.


Allur ágóði af kaffisölu kvenfélagsins á Kátt í Kjós sl. sumar, ásamt rausnarlegri viðbót frá félaginu, dugði til að kaupa tvær UNO loftdýnur til varnar þrýstingssárum, oft nefnd legusár.
Auk þess að bæta lífsgæði sjúklinga þá auðvelda þessar dýnur starfsfólki alla umönnun og að sinna sínu mikilvæga starfi hjá Grensásdeildinni.
Andvirði gjafarinnar er um ein milljón króna.


Vel var tekið á móti kvenfélagskonum, voru þar í fararbroddi Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri og Steinar Gíslason, sjúkraliði frá Meðalfelli í Kjós.

Fengu konur fræðslu um starfið, vettvangsferð um endurhæfingardeildina, í lokin var boðið upp á heimabakaðar pönnukökur og fleira gott með kaffinu.


F.v.: Tobba Írafelli, Dóra Neðra Hálsi, Sigríður deildarstjóri Grensás,
Steinar sjúkraliði Meðalfelli, Regína Lækjarbraut 2, Soffía Traðarholti,
Katrín Kiðafelli 3 og Sigríður Klara Klörustöðum
Kaffihlaðborð í Ásgarði, á Kátt í Kjós 21. júlí sl.
F.v.: Tobba Írafelli, Birna Eyrum 19, Dóra Neðra Hálsi, Guðný Flekkudal,
Soffía Traðarholti, Hulda Eilífsdal, Sigurbjörg Meðalfelli,
Regína Lækjarbraut 2 og Sigríður Klara Klörustöðum.

 

 

 

meira...
25. október 2018

Breytingar á almennri sorphirðu

 

Vegna breytinga hjá Gámaþjónustunni þarf að færa sorphirðudaga og skipta um viku.

 

Samkvæmt gamla planinu áttu þeir að vera hjá okkur næsta mánudag 29. okt en koma þess í stað á morgun föstudag 26. október , koma aftur mánudag 5. nóvember

og tekur þá við meðfylgjandi dagatal, sjá: HÉR

 

Beðið er afsökunar á þessu en í kjölfarið er von Gámaþjónustunnar

að auglýstir sorphirðudagar standist framvegis.

 

meira...
23. október 2018

Rafmagnslaust í hluta af Kjós, miðvikudag 24.okt

  

Rafmagnslaust verður í Kjós frá Bæ að Eyjatjörn og Meðalfelli

á morgun miðvikudag 24.10.2018

frá kl 14:00 til kl 16:00

vegna færslu á háspennustreng við Grjóteyri/Flekkudal.

 

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar

 

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.  

 

meira...
22. október 2018

Bubbi Morthens spilar í Félagsgarði 27. okt.

 

 

Bubbi Morthens spilar í Félagsgarði 27. okt.

Flutt verður nýtt efni í bland við eldra og þekktara efni.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og húsið opnar 30 mínútum fyrr.

Verð 3.990 kr. 

Miðasala er við innganginn og á midi.is

 

Barinn verður opinn.

Hlökkum til að sjá sem flesta sveitunga.

 

 

 

 

 

 

meira...
22. október 2018

Auglýst eftir byggingar- og skipulagsfulltrúa


Laust er starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi.

Leitað er eftir öflugun og hæfum einstaklingi sem hefur áhuga á starfi á þessu sviði. Um er að ræða hlutastarf.
Starfsmaðurinn fer með framkvæmd byggingar- og skipulagsskipulagsmála samkvæmt lögum og sinnir verkefnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra.

 

Helstu verkefni:
• Móttaka skipulags- og byggingarerinda
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
• Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
• Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa.
• Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða starfsleyfa
• Yfirferð uppdrátta
• Skráning fasteigna og stofnun lóða.
• Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu fullnægja menntunar- og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
• Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum ásamt opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Mikilvægt er að umsækjandi hafi iðnmenntun í byggingariðnaði sem bakgrunn.
• Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð.

 

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun og önnur starfskjör eru samningsatriði.


Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 566 7100.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið: oddviti@kjos.is

Umsóknarfrestur er til 5. nóvember. 

 

Prentútgáfa auglýsingar: HÉR

 

 

meira...
19. október 2018

Bestu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 15. október sl. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
Hrúturinn Ölur bar sigur úr býtum en hann er í eigu Orra og Maríu Dóru á Morastöðum sem hlutu því hinn eftirsótta hreppaskjöld. Í umsögn dómara er Ölur sagður jafnbestur og með þykkasta bakvöðvann.

Að sögn Maríu Dóru er galdurinn að rækta hrútana vel og setja einungis þá bestu undir, þá endar með því að maður uppsker. „Það skiptir mjög miklu máli að eiga góða hrúta, enda eiga þeir flestu afkvæmin“, segir María Dóra.

 

Úrslit hrútasýningarinnar:


Kollóttir lambhrútar
1. sæti – Lamb nr. 18 frá Kiðafelli. 87,5 stig. Gríðargóður og vænn, 67 kg með 32 mm bakvöðva.
2. sæti – Lamb nr. 3 frá Kiðafelli. 85 stig. Vænn hrútur.
3. sæti – Lamb nr. 14 frá Kiðafelli. 87 stig. Vænn hrútur.

 

Mislitir lambhrútar
1. sæti – Svartur hrútur frá Morastöðum. 85 stig. Lítill en vel gerður og með bestu læraholdin.
2. sæti – Mórauður hrútur frá Þórunni á Hraðastöðum. 85,5 stig. Fallegur hrútur með góðan bakvöðva.
3. sæti – Svartflekkóttur hrútur frá Reyni Hólm í Víði. 84,5 stig. Vænn hrútur.

 

Hyrndir hvítir lambhrútar
1. sæti – Lamb nr. 885 frá Morastöðum. 86,5 stig. Holdaköggull og pakkaður af kjöti.
2. sæti – Lamb nr. 328 frá Kiðafelli. 86,5 stig. Jafngóður hrútur fyrir alla þætti.
3. sæti – Lamb nr. 9 frá Kiðafelli. 86 stig. Vænn 64 kg hrútur, langur með góða ull.
4. sæti – Lamb nr. 442 frá Miðdal. 85,5 stig.

 

Veturgamlir hrútar
1. sæti – Ölur frá Morastöðum. Hvítur, hyrndur. 85 stig. Jafnbestur og með þykkasta bakvöðvann.
2. sæti – Tralli frá Miðdal. Hvítur, kollóttur. 86 stig. Þéttur hrútur með góð læri og malir.
3. sæti – Skeggi frá Reykjum. Grár, hyrndur. 85 stig. Jafnöflugur hrútur með góðar malir og læri.
4. sæti – Sprengisandur frá Kiðafelli. Svartur, hyrndur. 85,5 stig.

 

Gaman er að segja frá því að sigurvegarinn í Veturgamla flokknum, Ölur frá Morastöðum, er faðir lambs nr 885 frá Morastöðum sem stóð efstur í flokki hyrndra hvítra lambhrúta.

 

Birt með leyfi Mosfellings...

 

Efstu fjórir í flokki veturgamalla hrúta: Guðbrandur  Sigurbergsson með Sprengisand frá Kiðafelli,

Hafþór Finnbogason með Tralla frá Miðdal,

Orri Snorrason með Öl frá Morastöðum og

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir með hrútinn Skeggja frá Reykjum í Mosfellsbæ.

Kollóttir lambhrútar í efstu sætunum allir frá Kiðafelli í Kjós
 

meira...
16. október 2018

Fundur í hreppsnefnd næsta fimmtudag


   

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

18. október 2018,

í Ásgarði og hefst  kl 17:00

Fundurinn er aukafundur.

            
Mæta eiga:
Karl Magnús Kristjánsson,  Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir, Þórarinn Jónsson og Sigurþór Ingi Sigurðsson sem mætir sem 2. varamaður í forföllum Guðnýjar G. Ívarsdóttur.


Dagskrá:


1. Drög að samsstarfssamningi um fjarskiptainnviði við Reykjavíkurborg.

2. Breytingar á skrifstofu Kjósarhrepps.

3. Önnur mál.
 

 

meira...
14. október 2018

Bókasafnið opið næsta miðvikudag

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 17. október frá 17-21.

 

Björn Hjaltason mætir kl 20:00 með fræðandi erindi um

Það smáa í náttúrunni.

Björn er liðtækur ljósmyndari og hefur um árabil tekið magnaðar myndir af plöntum og skordýrum.

 

Á opnum fundi menningar- og viðburðarnefndar á síðasta bókasafnskvöldi kom upp sú fyrirtakshugmynd að einnig mætti nýta opnunartíma bókasafnsins til að hittast með handverk og hannyrðir.

Við hvetjum Kjósverja til að nýta tækifærið þegar bókasafnið er opið og njóta góðra stunda saman í Ásgarði, hvort sem það er til að fá sér kaffibolla, prjóna, ná sér í bók og sækja fræðslu eða bara til að sýna sig og sjá aðra. 

 

meira...
11. október 2018

Hrútasýning í Kjósinni

 

Hin árlega hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  mánudaginn 15. október og hefst klukkan 13.00. Þar geta bændu fengið stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.

 

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu RML eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.

 

Um kl. 16:00 verður verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og eru allir hjartanlega velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar. Svo er auðvitað um að gera að kaupa og selja kynbótagripi!

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Sauðfjárræktarfélagið Kjós

 

meira...
10. október 2018 01:00

Sviðaveisla á Hjalla 3.nóv

Fjármarkið - Gagnbitað Fjármarkið - Fjöður

   

 

Sviðaveisla í Hlöðunni að Hjalla 3.nóvember 2018
Miðapantanir: kaffikjos@kaffikjos.is

eða í síma 8972219 Hermann/ 8682219 Birna
Húsið opnar kl. 20 - Borðhald kl.21
Kokkur Jón Þór
Miðaverð kr. 5.000
Pantanir fyrir 1.nóv. 

 

 

meira...
9. október 2018 12:25

Skrifstofa Kjósarhrepps lokuð 11. og 12. okt

 

 

 

 Skrifstofa Kjósarhrepps verður lokuð

fimmtudaginn 11. október og föstudaginn 12. október

vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

 

 

 

meira...
8. október 2018 09:38

Villibráðarkvöld í Kjós 17. nóvember

 

 

Glæsilegt villibráðarkvöld verður haldið í Félagsgarði í Kjós,

laugardaginn 17. nóvember

-  kl. 19:00.


Allra aðfanga er aflað af Kjósverjum, meistarakokkur sér um að töfra fram það besta úr hverju hráefni fyrir sig, svo bragðlaukarnir munu hreinlega dansa af kæti.


Meginstreymi, uppáhalds hljómsveit Kjósverja, sér um danstónlistina.

 
Miðaverð: 14.500 kr - takmarkaður fjöldi miða, þjónað verður til borðs.
Miðapantanir á netfangið: villibradarkvold.kjos@gmail.com

 

Viðburðurinn er opinn öllum sem kunna að meta kjöt og góðan félagsskap.
Allur ágóði rennur til góðra mála í Kjósinni. 

 

Áhugamannahópur Kjósverja um villibráð

og skynsamlega nýtingu afurða náttúrunnar stendur fyrir kvöldinu.

  

 

meira...
5. október 2018 08:58

Ljósleiðarinn - Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

 

Á fundir borgarráðs nr. 5517, sem haldinn var í gær, 4.október,  var loksins samykktur samstarfssamningur Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar um lagningu ídráttarröra fyrir ljósleiðara frá Kiðafelli í Kjós að Grundarhverfi á Kjalarnesi.
 
Á fundinum voru lagðar fram eftirfarandi bókanir:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins:
„Borgarráðsfulltrúar fagna því að loks sé komið að lagningu ljósleiðara á þessu svæði sem bætir netsamband íbúa. Þetta svæði hefur því miður lengi verið vanrækt af borginni.“

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 
„Góð tækni til að tryggja gott aðgengi að internetinu og öðrum miðlum ýtir undir upplýsingafrelsi og er styrking innviða hvað þetta varðar ákveðin lýðræðisleg aðgerð. Borgarfulltrúar meirihlutans eru ánægðir með að náð hafi verið lendingu í þessu máli.“
 
Fundargerðina í heild sinni (okkar mál er nr. 25 í röðinni ) er að finna inn á: https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5517
 
Ber að fagna þessu mikilvæga samkomulagi sem náðst hefur við Reykjavíkurborg og þar með er kominn grunnur að áframhaldandi vinnu við ljósleiðaravæðingu hér í Kjósinni.


Næsta verkefni er að ná samkomulagi við landeigendur þeirra jarða sem gert er ráð fyrir að ídráttarrörin fari um.

 

 

 

 

 

meira...
1. október 2018 11:08

Dagskrá hreppsnefndarfundar

 

Dagskrá næsta hreppsnefndarfundar þann 2. október 2018 má sjá HÉR 

meira...
1. október 2018 09:42

Bókasafnið í Ásgarði

 

Bókasafnið í Ásgarði opnar fyrst þann 3. október 2018 og verður opið frá kl. 17-21 á miðvikudögum á tveggja vikna fresti í vetur.

Svanborg Magnúsdóttir tekur að sér umsjón með því í vetur.

 

Barnafólk er sérstaklega hvatt til að nýta sér bókasafnið, en nýr opnunartími er sérstaklega miðaður að þeim hóp, auk þess sem þó nokkuð hefur verið bætt við barnabókasafnið og það fært í sér rými á annarri hæð hússins.

 

Bókatíðindi verða á staðnum og gefst gestum bókasafnsins kostur á að láta vita af bókum sem þeir vilja láta bókasafnið kaupa.

Börnin eru sérstaklega hvött til að koma og búa sér til óskalista því ætlunin er að auka enn frekar við úrvalið af barnabókum.

 

Einnig verður boðið upp á ýmsa fræðslu og viðburði á opnunartíma bókasafnsins í vetur, en á fyrsta bókasafnskvöldinu mun viðburða- og menningarmálanefnd ríða á vaðið með því að halda opinn nefndarfund þar sem Kjósverjum er boðið að eiga samtal við nefndina um þau verkefni sem eru framundan og koma með tillögur að fleiri verkefnum sem nefndin gæti unnið að.

 

Gamlar myndir liggja frammi, sumar hverjar sem þarf að bera kennsl á fólk og/eða  umhverfi. 

 

Gestir eru einnig hvattir til að koma með fleiri myndir sem tengjast mannlífinu í Kjósinni sem nefndin gæti skannað og haldið til haga, sérstaklega óskum við eftir gömlum myndum af Kjósarrétt.

 

Sr. Arna Grétarsdóttir kemur kl 20:00 og kynnir íhugunarstundir sem haldnar verða nú í október í Reynivallakirkju. Gefur dæmi.

 

Nefndin.

 

meira...
23. september 2018 04:51

Græn messa og íhugunarstundir

 

Græn messa verður í Reynivallakirkju

sunnudaginn 30. september kl.14.

 

Tímabil sköpunarverksins stendur yfir í kirkjum landsins þar sem lögð er áhersla á að biðja fyrir lífríki jarðar.

Auk þess verður fjallað um sambands manns og náttúru.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng.

Organisti og kórstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar.

 

 

Íhugunarstundir verða í Reynivallakirkju öll fimmtudagskvöld

í október og nóvember kl.19.30 - 20.00.

Hefst 4. október -  Slökun, kyrrð og bæn.

Þau sem vilja geta mætt með dýnur og legið á gólfi.
Gott að mæta 10-15 mín fyrir tímann,

þar sem ekki er gert ráð fyrir truflun á meðan á stundinni stendur.  

 

 Verið hjartanlega velkomin.

 

 

 

 

 

meira...
19. september 2018 01:35

Framkvæmdir við Kjósarskarðsveg

 

 

Verið er að vinna við endurbyggingu Kjósarskarðsvegar.

Koma á klæðningu á 7,5 km kafla frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls.

 

Mikil vinna liggur í undirbyggingu vegarins og jarðvegsskiptum á burðarlagi.

Búið er að mala rúmlega 30 þúsund rúmmetra og skipta um 28 ræsi.

 

 Komin er klæðning á 2,5 km af þessum 7,5 km, í framhaldi af eldri klæðningu niður að Hálsá við Fremri Háls. 

Stefnt er að 2 km af klæðningu til viðbótar á næstunni.

 

Tafir hafa orðið á verkinu vegna gríðarlegra jarðvegsskipta auk þess sem  sumarið hefur verið einstaklega votviðrasamt.

 

Verktakar láta hins vegar engan bilbug á sér finna og ætla að vinna eins lengi og tíð leyfir.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi sér um verkið undir stjórn Ólafs Óskarssonar

 

 

 

meira...
12. september 2018 01:31

Styrkir hækka í Kjósarhreppi

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur staðfest tillögur frá félags- æskulýðs- og jafnréttismálanefnd um hækkun á margvíslegum styrkjum.

 

Sem dæmi má nefna að ferðastyrkur framhaldsskólanema hækkar úr 35 þús.kr. í 40 þús.kr. á önn og hefur aldurshámark verið afnumið.

Ferðastyrkur til grunnskólanema hækkar  hjá miðstigi.

Frístundastyrkur til barna og ungmenna hækkar og bætast nú 3-6 ára og einnig 16-18 ára inn í hópinn.

 

Áætlað er að allar breytingar á styrkjum og öðrum framlögum muni auka útgjöld sveitarsjóðs um 500 þús.kr. á ári.

 

Við hvetjum alla sem kunna að eiga rétt á hvers konar styrkjum eða aðstoð að fara inn á heimsíðuna: www.kjos.is 

opna Samþykktir og gjaldskrár til að kynna sér réttindi sín og barna sinna.

Undir Umsóknareyðublöð má finna viðeigandi eyðublöð.

 

meira...
5. september 2018 05:55

Réttir í Kjósinni 16. september, kl. 15

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.
 
Aðalréttir verða

sunnudaginn  16. september kl. 15


Seinni  réttir verða

sunnudaginn  7. október kl. 15:00

 

 

 

[ATH: þetta er leiðrétting á dagsetningu, sem var búið að auglýsa áður]


 

meira...
5. september 2018 11:27

Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar í kvöld

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar minnir á aðalfund safnaðarins í kvöld - kl. 20:30 í Ásgarði

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/206040/

Komdu og taktu þá í áhugaverðri umræðu um aðstöðuhús við kirkjugarðinn 

 

Hlökkum til að sjá þig

Sóknarnefnd Reynivallasóknar

meira...
3. september 2018 11:29

Mom´s Balls - sýning að Neðra Hálsi


Mom’s Balls.

Sýning að Neðra-Hálsi í Kjós.

Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept

á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.


 

Þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar opnar 2. september 2018 að Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti.
Sýningin sem á sér stað á bóndabæ í Kjós teygir svæði sýningarhalds á Reykjavíkursvæðinu norður fyrir Esju en um 45 mínútna akstur er að bænum Neðra-Hálsi sem einnig er þekktur sem fyrsti lífræni mjólkurframleiðandinn á Íslandi og stendur hann á bakvið vörur Bíó-bús sem margir þekkja. Opin frá sunnudeginum 2. sept til og með sunnudagsins 9. sept á hverjum degi frá kl. 12:00 - 18:00.

Á Hótel Holti er verk eftir Egil á meðal teikninga Kjarvals á barnum og er það aðgengilegt á opnunartímum barsins. Hótel Holt er einnig stuðningsaðili verkefnisins og er fólk hvatt til að heimsækja þetta hótel sem er einstakt á heimsmælikvarða fyrir gæði listaverkasafnsins sem stofnandi þess Þorvaldur í Síld og fisk setti saman á sínum tíma.

Sýningin í gamla Borgarbókasafninu verður opin einungis 3 daga tvo tíma á dag, sunnudaginn 2. sept til og með þriðjudagsins 4. sept 2018 frá 12:00 - 14:00. Eigandi hússins Róbert Wessmann hefur góðfúslega lánað húsið fyrir sýninguna. Hann var einnig með fyrirtæki sýnu Alvogen aðalstuðningsaðili íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum 2017. 

 

 Sjá:

meira...
28. ágúst 2018 11:45

Öflugir hrossaræktendur í Kjós með framúrskarandi árangur

 

Það er óhætt að segja að mjög góður árangur hafi náðst hjá hrossaræktendum í Kjós á kynbótasýningum sumarsins. Tíu hross sem ræktuð voru af Kjósverjum voru sýnd í fullnaðardóm á árinu og eiga þau öll ættir að rekja til Adams frá Meðalfelli eins og vera ber. Hæst dæmdu hrossin voru hryssurnar Katla frá Meðalfelli og Sólgrá frá Miðdal sem hlutu báðar 8,47 í aðaleinkunn en þriðja hæst dæmda hrossið var hryssan Halla frá Flekkudal með 8,37 í aðaleinkunn.

 

Frá Meðalfelli voru sýnd þrjú hross, Katla frá Meðalfelli, 6 vetra, sem hlaut 8,68 fyrir byggingu og 8,33 fyrir hæfileika, Þór frá Meðalfelli, 4 vetra, sem hlaut 8,07 í byggingu og 8,09 fyrir hæfileika, og Von frá Meðalfelli, sem hlaut 8,02 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika.   Aðaleinkunn Kötlu er 8,47, Þórs 8,08 og Vonar 8,04.

 

Frá Þúfu voru sýnd tvö hross, Prins Valíant, 7 vetra, sem hlaut 8,15 fyrir byggingu og 8,38 fyrir hæfileika, og Rauðhetta, 5 vetra, sem hlaut 8,53 fyrir byggingu og 8 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Prins er 8,29 og Rauðhettu 8,21.  Rauðhetta var sýnd sem klárhross og er án einkunnar fyrir skeið.

 

Frá Flekkudal voru sýnd tvö hross, Halla, 6 vetra, sem hlaut 8,08 fyrir byggingu og 8,56 fyrir hæfileika, og Sýr, 5 vetra, sem hlaut 8,19 fyrir byggingu og 8,07 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Höllu er 8,37 og Sýrar 8,12.

 

Frá Morastöðum var sýnt eitt hross, Kolbakur,  7 vetra, sem hlaut 8,19 fyrir byggingu og 8,27 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Kolbaks er 8,24.  Kolbakur var sýndur sem klárhross og er án einkunnar fyrir skeið.

 

Frá Miðdal var sýnt eitt hross, Sólgrá, 7 vetra, sem hlaut 8,18 fyrir byggingu og 8,67 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Sólgráar er 8,47.

 

Frá Blönduholti var sýnt eitt hross, Sóley, 7 vetra, sem hlaut 7,93 fyrir byggingu og 8,02 fyrir hæfileika.  Aðaleinkunn Sóleyjar er 7,98. 

 

Hrossaræktendur í Kjós áttu fulltrúa á Landsmóti hestamanna sem haldið var í sumar.  Katla frá Meðalfelli tók þátt í kynbótasýningu á 6 vetra merum, Rauðhetta frá Þúfu í Kjós í kynbótasýningu á 5 vetra merum, og Vorsól frá Grjóteyri, Halla frá Flekkudal og Frjór frá Flekkudal í B flokk.

 

meira...
27. ágúst 2018 02:55

Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar, 5. sept - í Ásgarði

 

Fundarboð: Aðalsafnaðarfundur Reynivallasóknar

Hér með boðar sóknarnefnd til aðalsafnaðarfundar Reynivallasóknar

í Ásgarði, miðvikudagskvöldið 5. september, kl. 20:30

 

Dagskrá fundarins:
1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðsla reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
a. Kynna framkvæmdanefnd og hugmyndir að byggingu aðstöðuhúss með salernisaðstöðu
5. Kosning tveggja skoðunarmanna/endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
6. [Kosning sóknarnefndar ]
Hvorki þarf að kjósa aðalmenn né varamenn í sóknarnefnd þetta árið
(kosið er annað hvert ár til 4ra ára og því er enginn að ganga úr stjórn núna)
7. [Kosning kjörnefndar Reynivallasóknar]. Ekki þarf að kjósa í kjörnefnd þetta árið.
8. Önnur mál

 

 

F.h. Sóknarnefndar Reynivallasóknar
Sigríður Klara Árnadóttir formaður, Unnur Sigfúsdóttir gjaldkeri og

Hulda Þorsteinsdóttir ritari.

Varamenn: Jóhanna Hreinsdóttir, Finnur Pétursson og Sigurþór Ingi Sigurðsson

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

Prentvæn útgáfa fundarboðs er HÉR
 

meira...
22. ágúst 2018 10:43

Ruslabílinn kemur í dag

 

Skv. nýjustu upplýsingum frá Gámaþjónustunni verður langþráð sorphirða í dag.

Báðar tunnur verða tæmdar, blaðatunna og almennt rusl.

Ástæða seinkunar á sorphirðu var bilaður bíll.

 

 

meira...
21. ágúst 2018 10:05

Breyttur fundartími hreppsnefndar.

 

Framvegis verða fundir hreppsnefndar Kjósarhrepps fyrsta þriðudag hvers mánaðar kl 16:00.

Næsti fundur verður þriðjudaginn 4. september  kl 16:00  í Ásgarði.

meira...
16. ágúst 2018 12:18

Breytt viðvera byggingarfulltrúa haust 2018

  Viðvera á skrifstofu í Ásgarði: 
Mánudagar frá kl.  10:00 -18:00
Sími á skrifstofu: 566-7100
 

 Símaviðtalstími:
Miðvikudagar og fimmtudagar frá kl. 9-10
Farsími: 699-4396

Netfang: jon@kjos.is

 

 

 

meira...
10. ágúst 2018 02:54

Góðar fréttir af ljósinu og eMax

 

   Forsvarsmenn Kjósarhrepps og Leiðarljóss áttu góðan fund með aðilum frá Reykjavíkurborg, þar á meðal borgarritara, og Eflu-Verkfræðistofu,  í Ráðhúsi Reykavíkur í gær, fimmtudaginn 9. ágúst.


Samkomulag náðist við Reykjavíkurborg um að lögð yrðu tvenn ídráttarrör frá símstöðinni í Grundarhverfi upp að Kiðafelli. Eitt fyrir Kjósarhrepp og annað fyrir Reykjavíkurborg. Aðgangur, ábyrgð og eignarhald yrði algjörlega aðskilið milli þessara ljósleiðara og rörin höfð í mismunandi litum.
Kjósarhreppur tekur að sér verkið og kemur rörunum niður skv. lagnaleið sem Reykjavíkurborg hefur ákveðið í samvinnu við Eflu-verkfræðistofu.
Kraftur verður settur í næstu skref, sem eru að klára ýmis formsatriði s.s. skriflegt samkomulag milli Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar (varðandi ábyrgð, eignarhald, kostnaðarþátttöku o.s.frv.), samninga við landeigendur á umræddri leið, samninga við Vegagerðina, fá verktaka í verkið

 ... OG BYRJA SVO !


Síðan var haldið til fundar með forstöðumanni tæknisviðs Sýnar hf. / Vodafone, Sigurbirni Eiríkssyni, vegna tilkynningar frá þeim að örbylgju dreifikerfið eMax (Lofthraði) yrði lagt niður á næstu mánuðum. Samkomulag náðist um að fresta því þar til ljósleiðarinn væri orðinn virkur í Kjósinni. Kjósarhreppur er stærsta sveitarfélagið sem hefur þurft að treysta á örbylgjusamband þar sem 4G farsímakerfið næst einungis í hluta sveitarinnar. Fundarmenn drógu ekki dul á almenna óánægja með uppitíma og flutningsgetu gamla eMax-kerfisins, lágmarks viðhald hefur verið á kerfinu eftir að ákvörðun var tekin að leggja það niður enda varahlutir mjög dýrir í þetta sérhannaða kerfi og hreinlega illfáanlegir í dag. En kerfinu verður haldið virku þar til ljósleiðarinn kemur og þakkar Kjósarhreppur Vodafone fyrir skilninginn.
Á móti sækir Vodafone um ljósleiðara að sínum fjarskiptastöðum (möstrum) sem mun tryggja bættara farsímasamband á svæðinu og aukin gæði sjónvarpsútsendinga.
Staða verkefnanna verður uppfærð hér á heimasíðunni um leið og hver verkáfangi er í höfn.


Aldeilis frábærar fréttir til að taka með inn í helgina.

Karl Magnús Kristjánsson
oddviti og sveitarstjóri

 

 

meira...
10. ágúst 2018 09:17

Umferðaöryggisáætlun fyrir Kjósarhrepp

 

 

Á næstu vikum hefst vinna við gerð umferðaöryggisáætlunar fyrir Kjósarhrepp markmiðið með slíkri áætlun er að auka vitund forráðamanna sveitafélaga og almennings um umferðaöryggismál.

 

Lagt verður mat á stöðu umferðaöryggismála í sveitarfélaginu og verður slíkt mat svo notað til að koma á úrbótum þar sem þess gerist þörf. Umsjón með verkefninu er Samgöngu- og fjarskiptanefnd og vinnur nú að samningum við ráðgjafafyrirtæki sem verður nefndinni innan handar við vinnslu áætlunar.

 

Lögð er áhersla á að rödd allra fái að heyrast og að hagsmunir allra vegfarendahópa séu teknir með við gerð umferðaöryggisáætlunar, því óskar nefndin eftir ábendingum frá Kjósverjum, frístundabyggðum og öllum aðilum sem hafa eitthvað til málanna að leggja.

 

Ábendingar þurfa vera skýrar og gefa glögga mynd af því svæði sem um ræðir, senda skal allar ábendingar á netfang nefndarinnar, fyrir 15. september nk.

 

samgongu.fjarskipta.nefnd@gmail.com

 

meira...
3. ágúst 2018 11:33

Hreppsnefndarfundur 3. ágúst

 

Dagskrá fundar hreppsnefndar Kjósarhrepps 3. ágúst  2018.

meira...
30. júlí 2018 03:03

Hesta- og útivistarmessa á sunnudaginn – Tindatríóið syngur

 

  Sunnudaginn 5. ágúst kl.14

verður hin árlega hesta- og útivistarmessa

í Reynivallakirkju.


 Tindatríóið syngur og

Atli Guðlaugsson leikur á trompet.


Það er upplagt að ríða til kirkju eða taka góðan göngutúr um Kjósina fyrir messu. 

Guðmundur Ómar Óskarsson organisti spilar og leiðir kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sóknarprestur þjónar.

 

Kaffi og kleinur á pallinum við prestssetrið að messu lokinni.

 ATH! Hestagirðing er neðan við prestssetrið.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á Reynivöllum! 
Allir hjartanlega velkomnir

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

meira...
20. júlí 2018 07:56

Ásgarður- Kátt í Kjós

 

Kvenfélagið verður með veislukaffi til sölu í Ásgarði á morgun frá kl 14:00-17:00 og rennur allur ágóðinn til Grensásdeildarinnar.

 

Bókin " Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga" og "Kjósarmyndin" verða til sölu í Ásgarði

meira...
19. júlí 2018 10:37

Rúlluskreytingakeppni á Kátt í Kjós

 

Ef veður leyfir þá mun hin vinsæla rúlluskreytingakeppni verða haldin á Kátt í Kjós. Spáin gerir reyndar ráð fyrir smá vætu en vonum það besta. Staðsetning er Meðalfell hjá þeim ágætu hjónum Sibbu og Siguþóri sem voru svo vinsamleg að leyfa þetta. Hver þátttakandi skráir sig við komu og fær eina rúllu til að skreyta að eigin vilja. Málningarsprey er á staðnum.

 

Bæklingurinn "Kátt í Kjós 2018" má skoða HÉR

meira...
19. júlí 2018 10:21

Reynivallakirkja opin á Kátt í Kjós

 

Sóknarprestur Reynivallaprestakalls, sr. Arna Grétarsdóttir verður með kirkjuna opna og býður alla hjartanlega velkomna í heimsókn. Áhugaverðar uppákomur verða í kirkjunni kl. 13, 15 og 17.

 

meira...
19. júlí 2018 10:02

Félagsgarður - Kátt í Kjós 2018

 

Kata og Bjössi frá Kiðafelli 3 verða með til sölu við Félagsgarð hinar ýmsu tegundir af trjáplöntum, runnum og fjölæringum.

 

Tuddinn er fyrstaflokks grillbíll frá Hálsi í Kjós sem selur alvöru hamborgara. Hamborgara úr hreinu kjöti af holdagripum. Gripirnir eru eingöngu fóðraðir á grasi sem gerir kjötið af þeim að nánast hreinni náttúruafurð.

 

„Blaðrarinn“ frá Sirkus Íslands verður við Félagsgarð að búa til blöðrufígúrur fyrir börnin.

Fyrir börnin út á velli. Frisbígolf, krikket, Kubb víkingaspil, spaðaleikir, húllahringir og margt fleira á grasflötinni við Félagsgarð fyrir börnin.

 

Sveitamarkaður og kynning á ýmsum framleiðsluvörum. Meðal þess sem er í boði er prjónavara, handverk, listmunir og matvörur.

 

meira...
19. júlí 2018 09:22

Dagskrá

 

Dagskrá næsta hreppsnefndarfundar sem verður haldinn föstudaginn 20. júlí í Ásgarði og hefst kl 15:00 má sjá  HÉR

meira...
18. júlí 2018 04:33

Kaffi Kjós og Hjalli - Kátt í Kjós

 

Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð í suðurhlíð Meðalfells þar sem lögð er áhersla á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu andrúmslofti. Hjólabátar og fleira skemmtilegt á Kátt í Kjós www.kaffikjos.is

 

Gönguferð (ca 1.klst) frá Hjalla með leiðsögn að Sandsfossi í Eyjadal. Lagt af stað kl. 13 frá Hjalla. Hlaðan á Hjalla opin kl. 14 – 16 . Heitt á könnunni

 

meira...
18. júlí 2018 04:32

UMF Drengur með á Kátt í Kjós

 

Ungmennafélagið Drengur mun taka þátt í Kátt í Kjós í ár. Í Möðruvallarétt/Kjósarrétt verða hin ýmsu dýr sem hægt verður að heilsa upp á og börnum verður boðið á hestbak.

meira...
17. júlí 2018 01:01

Sogn á Kátt í Kjós

 

Á Sogni verđur til sölu ungnautakjöt og ýmsar vörur unnar ùr

ungnautakjöti.

Í tilefni 30 ára bùsetu afmæli fjölskyldunnar verđa GEFINS

hamborgarar af grillinu

 

meira...
17. júlí 2018 12:58

Best prýddi póstkassinn á Kátt í Kjós

 

Setjum póstkassana í sparigallann fyrir Kátt í Kjós!

Íbúar Kjósarinnar eru hvattir til að skreyta póstkassa

sína í tilefni dagsins. Viðburða-, og menningarnefnd

mun svo keyra um Kjósina á sunnudeginum og velja

best prýdda póstkassa Kjósarinnar!

 

meira...
16. júlí 2018 12:21

Kátt í Kjós- opin handverkshús

 

SG textíl. Sigga á Bakka, Flekkudalsvegi 19a,  við Sandsá verður með vinnustofu sína opna frá kl 12:00-17:00 og verður hún með til sýnis og sölu handunnar vörur úr meðal annars ull og silki. Einnig framleiðir Sigga skartgripi úr roði.  www.sgtextil.is

 

Gallery NaNa í Asbyrgi, Flekkudalsvegi 18  er einnig með vinnustofu sína opna á sama tíma, hún er líka staðsett við Sandsá, bara hinum megin árinnar. Þar eru til sýnis og sölu glæsilegar handgerðar leðurtöskur skreyttar með fiskiroði og skinni ásamt fylgihlutum. www.nana.is

 

Keramik, Eyrum 9, Eilífsdal. Sjöfn Ólafsdóttir hefur hannað ævintýraheim úr keramiki. Hún er með vinnustofu sína í sumarhúsahverfinu í Eilífsdal, húsið hennar og garðurinn eru töfrum líkast. Sjón er sögu ríkari og nældu þér í smá ævintýri til að taka heim með þér. Opið frá 12:00-17:00. S: 696 3338.

 

Ragnhildur Jónsdóttir myndlistarkona og sjáandi býður fólki að heimsækja vinnustofu sína í Álfagarði. Þar verður í aðalhlutverki Vinátturefillinn sem er alþjóðlegt vina og handavinnuverkefni sett saman úr rúmlega 200 handavinnubútum eftir jafnmarga þáttakendur frá fimm heimsálfum. Ragnhildur og Lárus taka á móti gestum og ræða um vináttu á milli heima, meðal annars vináttu við álfa og huldufólk. Álfagarðurinn verður einnig með lítinn álfamarkað með vörum tengdum álfum og huldufólki, bók eftir álfinn Fróða, álfate og dvergakrydd, handgerð lítil álfahús ofl og býður fólki að smakka álfate eftir uppskrift úr álfheimum. Allir velkomnir.

 

meira...
13. júlí 2018 01:50

Kátt í Kjós- Samansafnið á Kiðafelli

 

Bændurnir á Kiðafelli hafa komið upp fjölbreyttu safni gamalla

muna á fjósloftinu. Þar má m.a. skoða gamlar búvélar,

stríðsminjar, sjávar og landbúnaðarminjar.

 

Í safninu eru margir hlutir sem koma gestum skemmtilega á óvart svo sem einn elsti

ísskápur landsins, áfengisbók fyrir karla frá skömmtunarárunum og hvalskurðarhnífur Halldórs Blöndals.

 

Safnið er almennt opið eftir samkomulagi og er vinsæll viðkomu staður í óvissu og

starfsmannaferðum.

S: 566 7051, 896 6984, kidafell@emax.is

 

meira...
13. júlí 2018 01:45

Kátt í Kjósinni 2018

 

Kvenfélag Kjósarhrepps verður að þessu sinni í Ásgarði með með sitt alþekkta, alvöru kaffihlaðborð. Rjómatertur, skonsutertur, súkkulaðitertur og rúllutertubrauð svo eitthvað sé nefnt.

 

Allur ágóði af kaffisölunni rennur til stuðnings á enduhæfingarstarfi Grensásdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss.

 

Gestir í Kjósinni þennan dag eru hvattir til að koma við í Ásgarði, hitta þar kátar kvenfélagskonur, kaupa sér kaffi og styrkja þar með gott málefni, setjast niður með kunningjunum og spjalla, einnig verður þar ýmislegt að skoða svo sem, gamlar myndir, kort, bækur, söfn og margt fleira.

 

meira...
10. júlí 2018 10:53

Kátt í Kjós 2018

 

Nýr og aðeins breyttur auglýsingabæklingur um opna viðburði í  Kjósinni þann 21. júlí nk er tilbúinn og má skoða hann HÉR  og eða prenta hann út.

meira...
30. júní 2018 01:43

Kátt í Kjós 2018

 

Þeir sem vilja vera með í bæklingnum  "Kátt í Kjós 2018" eru vinsamlegast beðnir um senda upplýsingar þar um á netfangið gudny@kjos.is fyrir miðvikudaginn 4. júlí nk svo hægt verði að koma honum í dreifingu sem fyrst.

Nefndin.

meira...
20. júní 2018 01:21

Kátt í Kjós 21. júlí

 

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin hátíðleg að venju laugardaginn 21. júlí.

 

Eins og á síðasta ári eru íbúar hvattir til að skreyta póstkassana sína og flottasti kassinn verður valinn. Boðið verður upp á rúlluskreytingar og fleira.

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar, Einar Tönsberg með gmailið: felagsg@gmail.com eða í gsm: 6595286.

 

Auglýsingabæklingur verður gerður og þeir sem vilja vera með í honum eru vinsamlegast beðnir að senda texta og myndir á netfangið gudny@kjos.is

 

Hugmyndir eru um að fá lánuð skemmtileg söfn, safnara  og hafa til sýnis í Ásgarði og fleira. 

 

Boðað er til fundar um verkefnið  fimmtudagskvöldið í Ásgarð 28. júní kl 20:30. Allir velkomnir með góðar hugmyndir að viðburðum og/eða vilja vera með opið hús hjá sér og kynna sína starfssemi.

 

meira...
20. júní 2018 01:02

Kvöldstund í Reynivallakirkju kl.20 – Laugardaginn 23. júní

 

 

Laugardagskvöldið 23. júní kl.20

verður íhugunarkvöldstund í Reynivallakirkju.

 

Jónsmessan og náttúran íhuguð í  kyrrð á björtu kvöldi.

Sóknarprestur þjónar.

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

 

Verið hjartanlega velkomin. 

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

meira...
19. júní 2018 02:36

Ný hreppsnefnd Kjósarhrepps 2018-2022

 

 

Ný hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir kjörtímabilið 2018-2022

Frá vinstri:

Guðný Guðrún Ívarsdóttir, Karl Magnús Kristjánsson-oddviti,

Regína Hansen Guðbjörnsdóttir-ritari, Þórarinn Jónsson og

Sigríður Klara Árnadóttir-varaoddviti

 

 

Á fyrsta fundi var Karl Magnús Kristjánsson kjörinn oddviti, Sigríður Klara Árnadóttir var kjörin varaoddviti og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir kjörin ritari nefndarinnar.

 

Ákveðið var að auglýsa eftir áhugasömu fólki í nefndir.

Öðrum ákvarðanatökum var frestað til framhaldsfundar, sem verður haldinn

28. júní nk, kl. 10 í Ásgarði. 

Sjá fundargerð hreppsnefndarfundar nr. 182, undir Fundargerðir hér til vinstri.

 

Hér með er því auglýst með formlegum hætti eftir fulltrúum í eftirfarandi nefndir (drög að erindisbréfi viðkomandi nefndar fylgir með, þar sem má m.a. finna hlutverk nefndar).

 

Umsóknarfrestur í nefndir er til 27. júní nk.

Síminn á skrifstofu Kjósarhrepps er: 566-7100 og einnig er hægt að láta vita af sér á netfangið: kjos@kjos.is

 

 • Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd, erindisbréf HÉR
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd, erindisbréf HÉR
 • Skipulags- og byggingarnefnd, erindisbréf HÉR
 • Umhverfisnefnd, erindisbréf HÉR
 • Viðburðar- og menningarmálanefnd, erindisbréf HÉR

 

Núþegar hafa nokkrir áhugasamir einstaklingar haft samband og lýst yfir áhuga að starfa í nefndum á vegum hreppsins sem er þakkar vert, en allir sem hafa áhuga, búa yfir reynslu og þekkingu er hvattir til að láta vita af sér.

 

Með kærri þökk fyrir stuðninginn í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum

Hreppsnefnd Kjósarhrepps

 

 

meira...
12. júní 2018 10:18

17. júní í Kjósinni

                                                 

meira...
12. júní 2018 09:30

Dagskrá fyrsta fundar hreppsnefndar

 

Meðfylgjandi er dagskrá 1. fundar nýrrar hreppsnefndar Kjósarhrepps sem er boðaður föstudaginn 15. júní. 

Dagskrá

meira...
11. júní 2018 11:42

Reynivallakirkja fær andlitslyftingu

 

   Verið er að taka í gegn og mála Reynivallakirkju þessa dagana, á milli skúra.

Ragnar Gunnarsson, málari á Bollastöðum sér um verkið eins og síðustu árin. 

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta talsverð vinna og ekki fyrir lofthrædda.

 

  Reynivallakirkja mun fagna 160 ára vígsluafmæli á næsta ári.

Árið 1857 var torfkirkja á Reynivöllum, sem hafði verið byggð árið 1780, farin að láta verulega á sjá. Þáverandi sóknarprestur, séra Gísli Jóhannesson, var byrjaður að viða að sér efni í nýja timburkirkju sem þótti framtíðin. Einar Jónsson frá Brúarhrauni, snikkari í Reykjavík, var ráðinn yfirsmiður hinnar nýju Reynivallakirkju. Einar vann að byggingunni í 65 daga árið 1859 auk þess að smíða hurð og glugga kirkjunnar í Reykjavík. Með honum unnu að smíðinni Sigurður Sigurðsson, lærlingur hans og Jón Jónsson snikkari í Reykjavík. Auk þess vann Sigurður Ólafsson, smiður á Reynivöllum, að byggingu kirkjunnar í ársbyrjun 1860. Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Ingunnarstöðum, kom að smíðinni síðsumars 1861 og einnig Jóhannes Jónsson, snikkari í Reykjavík, sem lagið yfirþak á kirkjuna. Kostnaður við smíðina var 1.097 ríkisdalir og 42 skildingar. Ólafur Pálsson prófastur vísiteraði krikjuna 13. september 1860 og lýsti henni svo: "Kirkja þessi var í fyrra byggð að nýju og, eftir fengnu leyfi, færð miðju vegu milli kirkjugarðs og staðar. Er hún nú prýðilega vandað og snoturt timburhús".

Reynivallakirja hefur verið stækkuð tvisar síðan hún var vígð.

 

[Sr. Gunnar Kristjánsson, fyrrum sóknarprestur, tók sama í tilefni 150 ára vígslu kirkjunnar ]

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar

 

Svo er að bíða eftir uppstyttu Búið að grunna helminginn af þakinu

  

meira...
5. júní 2018 01:10

Hreinsunardagur í Kjós

 

Næstkomandi laugardag, 9. júní, stendur Veiðifélag Kjósarhrepps ásamt Hreggnasa, okkar leigutökum, fyrir hreinsunardegi við Laxá og Bugðu.

 

Tökum höndum saman við að gera fallegt svæði enn fallegra.

Áætlað er að hefjast handa kl. 10.00 og að hver fari með sínu landsvæði. Kl. 15.30 verður svo boðið upp grill og léttar veitingar í Veiðihúsinu.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að vera með.

 

 

 

Stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps og Hreggnasi

 

meira...
31. maí 2018 02:43

Auglýsing. Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun.

    Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur að fenginni heimild Skipulagsstofnunar samþykkt að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Kjósarhrepps skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.


Tillögunni er ætlað að leysa af hólmi gildandi Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005–2017.
Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Einnig má nálgast öll gögn aðalskipulagstillögunnar rafrænt hér að neðan.


Gögn á rafrænu formi:

 • Formleg auglýsing HÉR
 • Forsendur og umhverfisskýrsla  HÉR
 • Aðalskipulagið á korti HÉR
 • Flokkun landbúnaðarlands HÉR
 • Greinargerð með aðalskipulaginu HÉR
 • Fornleifaskráning  1 ,  2 ,  3 ,  4

 

 Tillagan er til kynningar frá 31. maí – 14. júlí 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Athugasemdir skulu berast fyrir 14. júlí 2018.


Skila skal athugasemdum skriflega til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans í Ásgarði, Kjósarhreppi, 276 Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is


Jón Eiríkur Guðmundsson,
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps. 

 

meira...
29. maí 2018 04:06

Plastgámar losaðir á morgun

 

Plastgámar verða losaðir á morgun miðvikudaginn 30. maí. 

Verktakinn gleymdi að láta vita fyrr en nú.

meira...
26. maí 2018 09:41

Sveitarstjórnarkosningar 2018 - aðalmenn & varamenn

  

Talningu er lokið. Niðurstaðan er þessi:

 

Aðalmenn:
1. Sigríður Klara Árnadóttir, 92 atkvæði
2. Karl Magnús Kristjánsson, 84 atkvæði
3. Þórarinn Jónsson, 75 atkvæði
4. Regina Hansen Guðbjörnsdóttir, 67 atkvæði
5. Guðný G. Ívarsdóttir, 55 atkvæði

 

Varamenn:

1. Guðmundur Davíðsson

2. Sigurþór Ingi Sigurðsson

3. Sigurbjörn Hjaltason

4. Einar Tönsberg

5. Maríanna H. Helgadóttir

 

 

 

 Á kjörskrá voru 87 konur og 95 karlar, alls 182 einstaklingar.

 

Alls kusu 67 konur og 74 karlar, eða 141 í heildina.  Kjörsókn: 77,47%

Auðir seðlar: 3

Ógildir seðlar: 3

 

 

 

Kjörstjórn Kjósarhrepps

 

meira...
24. maí 2018 09:29

Fundur í Félagsgarði í Kvöld

 

Frambjóðendur (10 af 181 sem eru á kjörskrá)  munu standa fyrir kynningafundi í Félagsgarði í Kjós, næstkomandi fimmtudagskvöld, 24. maí,  kl. 20:00.  Kjósendur í hreppnum eru hvattir til að fjölmenna  á fundinn til að ræða sveitarstjórnarmálin, kynnast frambjóðendum og þeirra áherslum.   

Boðið verður upp á kaffi og sætindi. 

 

Með bestu kveðjum, frambjóðendur í Kjósarhreppi.

meira...
22. maí 2018 11:48

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps.

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar.

 

Kjörstaður vegna sveitarstjórnarkosningar  í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 26. maí  n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12:00-20:00. 

Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað.

Í Kjósarhreppi eru 181 á kjörskrá.

 

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.

 

Talning atkvæða fer fram í Félagsgarði og hefst kl 21:00

 

Kjós 22. maí  2018

Kjörstjórn Kjósarhrepps  

                                                                                                                                         Ólafur Helgi Ólafsson formaður

UnnurSigfúsdóttir         

Karl M Kristjánsson

 

 

meira...
18. maí 2018 03:55

Fréttir af hitaveitunni

Stjórn KV og starfsmenn, f.v.: Karl Magnús Kristjánsson Eystri-Fossá ritari, Magnús Sigurðsson, Hlíð Eilífsdal meðstjórnandi, Kjartan Ólafsson rekstrarstjóri kerfis, Pétur Guðjónsson Bæ stjórnarformaður, Guðmundur Davíðsson Miðdal meðstjórnandi, Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli meðstjórnandi og Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdastjóri.

 

 

Nú er farið að vora í Kjósinni (svona næstum því) og jarðvinna á vegum hitaveitunnar farin af stað aftur.
Hörður Úlfarsson, Gröfutækni mætti í Kjósina í síðustu viku til að klára frágang, vinna við lagfæringar á vegum / slóðum / lagnaleiðum, sem víða láta á sjá eftir harðan vetur. Auk þess mun hann fara í að leggja nýjar heimæðar sem sótt hefur verið um í vetur á hans svæði.

Jón Ingileifs sem sá um þéttu frístundahúsahverfin verður á ferðinni um mánaðarmótin júní / júlí að leggja nýjar heimæðar á því svæði sem hann var með.

 

Þeir sem hafa huga á því að fá hitaveitulögn til sín í sumar er bent á að fylla út umsókn sem fyrst:   UMSÓKN UM HITAVEITU  og koma á skrifstofu Kjósarveitna í Ásgarði, einnig er hægt að skanna inn útfyllta umsókn og senda í tölvupósti á netfangið: sigridur@kjos.is  

 

Nú eru alls 68 íbúðarhús farin að nota heita vatnið eða 87% af þeim sem komin eru með rörin upp að húsi, en bara 40% af frístundahúsunum eða  alls 151 frístundahús.

Vakin er athygli á undirsíðunni Píparar og tilboð, nokkrir píparar á þeim lista hafa haft samband og látið vita að þeir geti bætt við verkefnum.  

 

Aðalfundur Kjósarveitna ehf (KV) var haldinn sunnudaginn 13. maí sl.

Um leið og stjórn KV þakkar Jóni Bjarna Bjarnasyni, formanni sumarhúsafélagsins í Norðurnesi fyrir góð störf, er boðinn velkominn í stjórn KV,  Magnús Sigurðsson, formaður sumarhúsafélagsins Valshamri, Eilífsdal, f.h. frístundahúsaeigenda í Kjósarhreppi.

 

Með hlýjum kveðjum,

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is, GSM: 8410013

Kjartan Ólafsson, kjartan@kjos.is, GSM: 8532112

 

 

meira...
17. maí 2018 10:53

20 ára afmæli Kaffi Kjós um Hvítasunnuhelgina

 

Laugardagur 19.maí er afmæliskaffi frá kl. 14:00  - 17:00.  Blaðrarinn mætir og gerir fígúrurnar sínar.

*************************************

Sunnudagskvöld  20.maí  mætir Ingó veðurguð á pallinn og spilar frá kl. 21:00 - 23:00.  

                        ALLIR VELKOMNIR

HERMANN OG BIRNA

 

meira...
17. maí 2018 08:49

Fuglafræðsla UMF Drengs

 

Fuglafræðsla UMF Drengs verður á morgun, föstudaginn 18. maí, mæting við Kaffi Kjós kl. 19:00. Klæðið ykkur eftir veðri og munið eftir að gott er að hafa kíki.

 

Stjórnin

meira...
17. maí 2018 08:38

Göngumessa á Hvítasunnudag kl. 14

 

  Göngumessa fyrir báðar sóknir

(Reynivalla- og Brautarholtssóknir) verður á

Hvítasunnudag kl. 14.

 

Gengið verður frá Brautarholtskirkju á Kjalarnesi að Fólkvangi þar sem boðið verður upp á kaffi.

 

Umsjón Sigríður Pétursdóttir varaformaður sóknarnefndar Brautarholtskirkju og sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur Reynivallaprestakalls.

Guðmundur Ómar Óskarsson leiðir góða sálma- og sumarsöngva ásamt kirkjukór sóknanna.

Gangan er létt og við hæfi flest allra. Gerð verða sjö stutt íhugunarstopp.

 
Fyrirhugað er að endurtaka leikinn frá Reynivallakirkju að ári.


Gerðar hafa verðið ráðstafanir til að skutla aftur að kirkju til að sækja bíla þangað! 

 

 

meira...
16. maí 2018 01:50

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

 

Kjörskrá fyrir Sveitarfélagið Kjós  vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 mun liggja frammi á skrifstofum Kjósarhrepps að Ásgarði  frá og með 16. maí 2018 til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar frá kl. 09:00 -16:00 alla virka daga.

 

meira...
15. maí 2018 12:56

Frambjóðendur 2018 í Kjósarhreppi

 

Búið er að setja upp vefsíðu "Kosningar 2018" hér til vinstri á síðunni  www.kjos.is  fyrir frambjóðendur til setu í hreppsnefnd Kjósarhrepps næstu fjögur árin. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sig og sínar hugmyndir þar eru vinsamlegast beðnir um að senda þær á pdf formi á  gudny@kjos.is   Lesendur geta síðan klikkað á nafn frambjóðanda og lesið áherslur hans.

meira...
8. maí 2018 04:35

Leiðarljós - upphaf og staða framkvæmda

 

Þegar sú ákvörðun var tekin af hreppsnefnd Kjósarhrepps að leggja hitaveitu um sveitarfélagið þótti ekki annað koma til greina en að ráðast  í að leggja ljósleiðararör samhliða hitaveitulögnum, þó svo að í upphafi hafi verið vitað að tengingu þyrfti að sækja um langa leið yfir í annað sveitarfélag. Lesa má meira  HÉR

meira...
8. maí 2018 01:25

Framboð í Kjós

 

 

Engir framboðslistar bárust kjörstjórn í Kjósarhreppi í framboðsfresti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí næstkomandi og verður því um persónukjör að ræða í sveitarfélaginu.

 

Nú er skorað á áhugasama kröftuga einstaklinga með lögheimili í Kjósarhreppi að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í sveitarfélaginu.

 

Ákveðið hefur verið að bjóða þeim aðilum sem hyggjast bjóða sig fram til setu í hreppsnefnd Kjósarhrepps á næsta kjörtímabili að birta kynningu um sig og stefnumál sín á heimasíðu hreppsins, kjos.is.   Sérstök síða mun verða sett upp á heimasíðunni í tilefni af sveitarstjórnarkosningunum.  Frambjóðendur munu einnig vera aðstoðaðir af hálfu hreppsins við að senda út dreifibréf með kynningarefni.

 

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við sveitarstjóra á skrifstofu Kjósarhrepps eða í gegnum netfangið gudny@kjos.is sem fyrst eða fyrir 15. maí.

 

meira...
8. maí 2018 11:41

Þriðja grein Sigurbjörns

 

Þriðja grein Sigurbjörns Hjaltasonar Kiðafelli um málefni sveitarfélagsins má lesa HÉR

 

Nauðsynlegt þykir að leiðrétta strax að frístundastyrkurinn er ekki kr. 25.000.- á ári heldur kr. 50.000 og hefur verið það frá 2014. Ferðastyrkurinn er kr 70.000.- á ári.

meira...
8. maí 2018 11:19

Auglýsing frá UMF Dreng

 

Nýtt og spennandi frá UMF Dreng í Kjós

Fuglafræðsla í maí. Nánar um málið HÉR  

meira...
7. maí 2018 03:13

Frá Veiðifélagi Kjósarhrepps

 

Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á aðalfundi Veiðifélags Kjósarhrepps sem haldinn var 3. maí sl.

 

Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps haldinn í Veiðihúsi félagsins 3. maí 2018 mótmælir stefnuleysi stjórnvalda þegar kemur að laxeldi í sjó. Veiðifélag Kjósarhrepps krefst þess að íslenski laxastofninn verði verndaður fyrir allri kynblöndun við eldislax sem verður ekki gert öðruvísi en með notkun ófrjórra stofna eða ræktun í lokuðum kerfum í sjó eða á landi.

 

Nýlegar rannsóknir hafa staðfest erfðablöndun eldislax og villtra stofna í nágrannalöndum okkar og neikvæð langtímaáhrif á ýmsa eiginleika villtu stofnanna. Nú þegar hefur umtalsvert magn af norskum eldislaxi sloppið úr kvíum við Íslandsstrendur og Hafrannsóknarstofnun hefur staðfest kynblöndun hans við íslenska stofninn . Íslenskur lax er fjarskyldur öðrum Atlandshafslaxi og hafa íslenskar stofnerfðarannsóknir leitt í ljós leitt í ljós að hver á hefur sinn stofn. Veiðifélagið telur óásættanlegt að stofna þessum fjölbreytileika í hættu með ræktun á frjóum eldislaxi í sjókvíum.

 

Veiðifélag Kjósarhrepps  skorar á umhverfisráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, að beita sér í þessu máli þannig að sérstaða íslenska laxastofnsins verði tryggð.

 

Fyrir hönd Veiðifélags Kjósarhrepps

Guðmundur Magnússon, formaður

 

 

meira...
7. maí 2018 12:47

Rafmagnslaust fram undir morgun 9. maí

 

  Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi aðfaranótt 09.05.2018

frá kl 03:00 til kl 05:00

vegna vinnu Landsnets í aðveitustöð Brennimel.

 

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi

í síma 528 9390.

 

meira...
7. maí 2018 09:14

Engir listar komu fram í Kjósarhreppi

 

Samkvæmt upplýsingum frá formanni kjörnefndar Kjósarhrepps kom enginn listi fram fyrir kl 12:00 þann 5. maí sl.

 

Kosning fulltrúa í hreppsnefnd Kjósarhrepps verður því óbundin í kosningunum til sveitarstjórna þann 26. maí næst komandi.

 

Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á þeim tíma sem embættið er opið þ.e. frá kl. 8:30 til 15:00 á virkum dögum.  Einnig verður opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00.

 

Eftir 10. maí fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla 2018  eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 2. hæð vesturenda. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.

Lokað er á uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí.

 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.kosning.is

 

meira...
27. apríl 2018 11:42

Auglýsing til "heldri borgara"

 

Næsta miðvikudag, 2. maí býður Kjósarhreppur og Reynivallasókn, Kjósverjum 67 ára og eldri, nær og fjær að koma saman og gera sér glaðan dag.

Við fáum góða gesti í heimsókn úr öflugu safnarðarstarfi aldraðra í Neskirkju.

Samveran hefst upp í Reynivallakirkju kl. 14:30, þar sem sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur og Sigríður Klara formaður Reynivallasóknar taka á móti gestum.Í kjölfarið verður farið í Ásgarð til að hressa sig með kaffisopa og kruðeríi.

Allir velkomnir og brottfluttir Kjósverjar hvattir til að fjölmenna

meira...
26. apríl 2018 03:38

Gleðifréttir frá Kjósarveitum

 

Kæru sveitungar og viðskiptavinir Kjósarveitna.
Það hefur ekki farið fram hjá stjórn Kjósarveitna að einhverjir sveitungar hafa örlitlar en sem betur fer óþarfar áhyggjur af stöðu og rekstri fyrirtækisins. Þeir hafa haft samband við stjórnarmenn í framhaldi af nýbirtum  ársreikningi og spurt hvað tölurnar í honum þýði. Satt að segja er staðan og framtíðin björt.

Hér verður varpað skýru ljósi á framkvæmdirnar, kostnað við framtakið, skuldastöðu og rekstrarhorfur Kjósarveitna.


Þegar við gerðum áætlanir fyrir framkvæmdina árið 2015 með aðstoð öflugra ráðgjafa um framkvæmdir og rekstur benti allt til að þetta yrði framkvæmd upp á ríflega milljarð króna þegar allt væri talið. Borun fyrir heitu vatni, framkvæmdir við stofnlagnir og heimæðar, eftirlit með framkvæmdum, samningagerð við landeigendur og fjármálafyrirtæki og samskipti við stofnanir og ráðuneyti varðandi styrki o.fl. Ekki mátti gleyma fjármagnskostnaði á framkvæmdatímanum. Bókfært tap 2016 og 2017 er hluti af fjárfestingunni, óhjákvæmilegur kostnaður við rekstur á uppbyggingartímanum sem eins hefði mátt eignfæra sem fjárfestingu. Góðu fréttirnar eru að áætlanir okkar um kostnað stóðust nokkuð vel. Sumt varð dýrara en annað ódýrara þótt vandað væri til framkvæmdanna. Frábær árangur. 

Hvernig í ósköpunum tókst að fjármagna rúman milljarð hjá Kjósarveitum, sem lítið sveitarfélag stendur á bak við?

Lausnin byggðist á fjórum stoðum: Framlagi hreppsins, stofngjöldum notenda, styrki frá ríkissjóði og loks lántöku fyrir því sem vantaði til að fjármagna ævintýrið að fullu. 
Framlag hreppsins í borholum og landi var 168 milljónir (hlutafé).
Góð þátttaka eigenda íbúðarhúsa, fyrirtækja og sumarhúsa skipti gríðarlegu máli til að gera framkvæmdina gerlega. Við höfðum reiknað út að það þyrfti þátttöku nær allra íbúðarhúsa og 60% sumarhúsa svo  verkefnið væri mögulegt. Þátttaka íbúa er orðin 93% og sumarhúsa 73%. Þetta er umfram björtust vonir. Komnar voru 375 milljónir í stofngjöld í lok síðasta árs og meira kemur á þessu ári.
Ríkið greiðir veitunni styrk fyrir hvert  íbúðarhús sem tengist veitunni. Það jafngilti 12 faldri árlegri niðurgreiðslu á rafmagnsnotkun fyrir hvert hús, sem hættir að fá styrki. Stjórn Kjósarveitna beitti sér fyrir því að Alþingi samþykkti hækkun á styrknum um 33% í 16 falda árlega niðurgreiðslu. Um áramót var kominn styrkur að fjárhæð 152 milljónir og stefnir hann í 190 milljónir.

Glöggir sjá að nettóskuldir Kjósarveitna voru um 435 miljónir í árslok. Þegar vatnið var farið að renna gerði stjórn Kjósarveitna um mitt síðasta ár drög að 10 ára rekstraráætlun.  Fyrstu tvö árin ætla að standast, reyndar stefnir árið 2018 í að gera heldur betur enda vildi stjórnin sýna fyllastu varkárni í áætlanagerðinni. Þann 24. apríl sl. var langtímafjármögnun lokið að fullu. Lánastofnanir treysta okkur og áætlununum. Það tókst að semja um stórlækkun vaxta og hóflega greiðslubyrði. Langtímalánin verða nærri 450 milljónir og lánstíminn um 16 ár. Kjósarveitur munu,  ef ekkert óvænt gerist,  eiga auðvelt með að standa undir öllum gjöldum þar á meðal vöxtum og afborgunum og gætu átt skuldlausa virkjun eftir 15 ár.

  Ekki má láta hjá líða að nefna þýðingu þess að stjórnin og starfsmenn Kjósarveitna stóðu saman sem einn maður alveg frá upphafi. Sama á við um hreppsnefndina alla. Aldrei stóð á stuðningi við verkefnið. Samstaðan var fyrir öllu. Aldrei kom hik á undirbúning og framkvæmdir. Hröð og fumlaus framkvæmd hefur lækkað vaxtagreiðslur og tryggt bjarta framtíð.

 

Til hamingju með flottu hitaveituna Kjósverjar!

Stjórn Kjósarveitna

 

 

meira...
25. apríl 2018 03:07

Viltu verða betri reiðmaður?

 

Fræðslufyrirlestur sem vera átti  10. apríl 2018 verður fimmtudagskvöldið 3. maí í Ásgarði og hefst kl 20:30.

Susana Sand Ólafsdóttir mun fræða okkur um hvernig hún nýtir sér reynslu sína af Andalúsíu hestum yfir í þjálfun íslenska hestsins og hvernig við getum orðið betri reiðmenn !                                    

Aðgangseyrir er 2.000 kr, ath. ekki er posi á staðnum.

 

Allir hjartanlega velkomnir

Opið öllum sem hafa áhuga að koma og fræðast.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adam í Kjós

 

meira...
25. apríl 2018 02:23

Svar hreppsnefndar

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps telur sér rétt og skylt að svara annarri grein Sigurbjörns Hjaltasonas um hreinlætismál í Kjósarhreppi  vegna þess að talnaefni sem hann notar til grundvallar sínum útreikningum er ekki fyllilega rétt. Svar við greininni má lesa  HÉR

 

meira...
20. apríl 2018 07:20

Önnur grein Sigurbjörns

 

Aðsent efni frá Sigurbirni Hjaltasyni Kiðafelli

Greinina má lesa HÉR

meira...
11. apríl 2018 05:26

Aðalfundur FSM

 

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn (FSM) verður haldinn sunnudaginn 29. apríl nk. kl. 14:00 að Hjalla í Kjós.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Kaffiveitingar

Við hvetjum alla félagsmenn að mæta og bjóðum nýja félaga hjartanlega velkomna.

Kær kveðja

Stjórn FSM

 

meira...
10. apríl 2018 07:02

Fræðslufyrirlestri frestað

 

Fræðslufyrirlestri sem vera átti í kvöld í Ásgarði  á vegum hestamannafélagsins Adams er frestað. Önnur dagsetning auglýst síðar 

meira...
10. apríl 2018 11:15

Frá sumarbústaðafélaginu í Norðurnesi

 

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 25. apríl kl 19.30 í Gerðubergi.

 

Dagskrá:

 - Kosning um sameiginlegt hlið

 - Vegaframkvæmdir

 - Hækkun félagsgjalda

 - Aðgengi að vetri

 - Breytingar á stjórn

 - Önnur mál

 

Nágrannar félagsins í Norðurnesinu eru velkomnir á fundinn til að ræða um sameiginlegt hlið.

 

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn og nýjir félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir.

 

Bestu kveðjur

 

 - Stjórnin

 

meira...
6. apríl 2018 12:02

Sorphirða í Kjós

 

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf  að flýta sorphirðunni um tvo daga.

Bílinn fer af stað á morgun 07.04.2018.

Losar bæði blaðatunnu og almennt sorp.

 

 

meira...
6. apríl 2018 10:53

Viltu verða betri reiðmaður ?

 

Fræðslufyrirlestur verður í Ásgarði þriðjudagskvöld 10. apríl 2018 kl 20:30.


Susana Sand Ólafsdóttir mun fræða okkur um hvernig hún nýtir sér reynslu sína af Andalúsíu hestum yfir í þjálfun íslenska hestsins

og hvernig við getum orðið betri reiðmenn !

 

Aðgangseyrir er 2.000 kr, ath. ekki er posi á staðnum.

 

Allir hjartanlega velkomnir

Opið öllum sem hafa áhuga að koma og fræðast.

 
Stjórn Hestamannafélagsins Adam í Kjós

 

 

meira...
3. apríl 2018 05:22

"Kjósarveitur á mannamáli"

 

Aðsent efni frá Sigurbirni Hjaltasyni Kiðafelli.

Greinina má lesa   HÉR 

meira...
3. apríl 2018 01:23

Rausnarleg gjöf til bókasafns Kjósarhrepps

 

Um páskana barst bókasafni Kjósarhrepps rausnarleg gjöf frá fjölskyldunni að Miðbúð 7 í Kjósarhreppi.  Þau Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði og Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði, og Pétur Bjarni Einarsson, sonur þeirra, færðu bókasafninu að gjöf á annað hundruð valdar bækur sem gefnar hafa verið út af Háskólaútgáfunni en Tinna Laufey og Sigurður Gylfi eru höfundar margra bókanna.

  

 Fjölskyldan lét ekki þar við sitja heldur styrktu þau bókasafnið að auki með framlagi að fjárhæð kr. 250.000,- sem ætlaður er til bókakaupa á næstu árum.   Seint verður þakkað nægjanlega fyrir þessa veglegu gjöf en fjölskyldunni er óskað alls velfarnaðar og boðin velkomin í Kjósina.  

Gjafabréf fjölskyldunnar  sem sent var umsjónarmanni bókasafnsins er HÉR birt ásamt mynd frá formlegri móttöku gjafarinnar.

 

meira...
3. apríl 2018 11:21

Fréttabréf hreppsnefndar 2018

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps sendi frá sér  fréttabréf til íbúanna fyrir páska um þau um verkefni sem unnið er að og unnin hafa verðið á síðasta og síðustu árum.  Þau  hafa verðið mörg og sum hver mjög stór. 

Áhugasamir geta lesið það  HÉR

 

meira...
27. mars 2018 11:27

Hátíðarmessa á Páskadag, kl. 14 í Reynivallakirkju

 

  Á Páskadag verður hátíðarmessa í Reynivallakirkju kl.14.

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn organistans Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Bollastaðahjónin þau Unnur Sigfúsdóttir og Ragnar Gunnarsson munu syngja og leika á gítar í messunni.

 

Ritningalestra les Sigríður Klara Árnadóttir sóknarnefndarformaður.

Sóknarprestur þjónar.

 

Verið hjartanlega velkomin til kirkju á Páskadag. 

 

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur Reynivallasóknar

 

 

meira...
19. mars 2018 02:59

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

 

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti.
Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. 

Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018.

 

Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins;

https://fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/umhverfisstefna/umhverfissjodur/

 

 

meira...
13. mars 2018 03:11

Vantar þig aðstoð við þrifin heima eða í bústaðnum?


  Tek að mér þrif og tiltektir t.d. vegna flutninga og sumarbústaðaþrif.

Tæmi og þríf geymslur ofl.

Margra ára reynsla og er búsett í Kjósinni.
Vinsamlegast hafið samband

í síma 783-3992
eða sendið tölvupóst á:  themarin95@hotmail.com

 

Theódóra, Valdastöðum

 

Auglýsing til að prenta út og geyma  HÉR

 

 

 

meira...
5. mars 2018 10:00

HS Orka óskar eftir sumarhúsi á leigu í Kjós

 

Starfsmannafélag HS Orku óskar eftir sumarhúsi á leigu frá júní til lok ágúst.

Æskileg staðsetning er innan 100 km radíus frá Reykjavík. Sjá nánar HÉR.

Áhugasamir vinsamlegast sendið upplýsingar á sig@hsorka.is

 

meira...
28. febrúar 2018 01:35

Vöfflukaffi í Kjós- Stefnumótun við landslag

 

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið í vöfflukaffi laugardaginn 10. mars á milli kl. 16:00 og 18:00 í Ásgarði. Sjá nánar H'ER

meira...
22. febrúar 2018 10:29

Vesturlandsvegur - Umferðaröryggi

Íbúasamtök Kjalarness í samvinnu við Hverfisráð Kjalarness, bæjar- og sveitarstjórnir Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, boða til fundar um uppbyggingu á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að tryggja öryggi vegfarenda.


Fundurinn veður 22. febrúar kl. 17:30 í Fólkvangi á Kjalarnesi.

Um er að ræða opinn fund og til hans boðað, auk íbúa á svæði fundarboðenda, þingmönnum Norðurlands vestra og Reykjavíkur, vegamálastjóra, ráðherra vegamála og borgarstjórn Reykjavíkur.
Öllum er ljóst hversu hættulegur umræddur vegur er. Lögð hafa verið drög að endurgerð hans en fjármagn hefur ekki fengist til framkvæmda.
Fundinum er ætlað að sýna ráðamönnum fram á að ekki má lengur láta undir höfuð leggjast að bæta hér úr. Í núverandi fjárlögum er ekki gert ráð fyrir þessum endurbótum utan hringtorgs á Esjumelum.

Við svo búið má ekki standa. 

 

 

meira...
16. febrúar 2018 01:04

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð

 

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verður haldinn sunnudaginn 25. febrúar kl. 14:30 í Garðakaffi á Akranesi. (Ath. aðalfundinum sem vera átti 11. feb. var frestað vegna óveðurs).

 

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Tillaga að verkefnum næsta starfsárs

3. Önnur mál

4. Ávörp gesta

 

Heitt á könnunni og meðlæti.

Allir sem áhuga hafa á verndun náttúru og lífríkis eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi Umhverfisvaktarinnar.

Stjórnin 

 

meira...
6. febrúar 2018 09:16

Píparar og tilboð !

 

Ertu að leita að pípara ?

Vantar þig heitan pott ?

 

Inn á síðu Kjósarveitna er að finna lista yfir pípara og hin ýmsu tilboð: http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/piparar-og-tilbod/

 

Varstu t.d. búin(n) að skoða úrvalið af heitum pottum hjá Godda ?

http://goddi.is/voruflokkur/pottar/

 

Allir sem vilja auglýsa þjónustu sína eða vörur hafi samband við

Kjósarveitur í síma: 566 7100 eða á netfangið: kjosarveitur@kjos.is

 


 

http://goddi.is/voruflokkur/pottar/

 

 

meira...
1. febrúar 2018 12:40

Kvöldmessa í Reynivallakirkju

 

 Kvöldmessa verður í Reynivallakirkju

sunnudagskvöldið 4. febrúar nk. - kl. 20

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Helgihald vor 2018 sjá HÉR
 
Verið velkomin til kirkju
Kærleikskveðja
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

meira...
14. janúar 2018 04:46

Almennur safnaðarfundur Reynivallasóknar, mánudag 15.janúar, að Reynivöllum

 

Boðað er til almenns safnaðarfundar að Reynivöllum (prestssetrinu),

mánudaginn 15. janúar nk, kl. 20:00

 

Dagskrá fundarins:

 

1. Val í Kjörnefnd Reynivallasóknar: Kjósa þarf þrjá aðalmenn og þrjá varamenn í kjörnefnd sóknarinnar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta eða setja sig í samband við formann Reynivallasóknar, Sigríði Klöru, sigridur@kjos.is, GSM: 841-0013

2. Önnur mál

 

Nánar um starf og leiðbeiningar fyrir kjörnefndir er að finna inn á slóðinni:   http://kirkjan.is/kosningar-og-kjornefndir/ 

 

Vonumst til að sjá sem flesta á safnaðarfundi að Reynivöllum.

 

F.h. sóknarnefndar Reynivallasóknar

Sigríður Klara Árnadóttir og

sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

 

 

meira...
11. janúar 2018 02:04

Þorrablótið í Kjósinni 2018

 

HIð árlega þorrablót kvenfélags Kjósarhrepps verður haldið laugardakvöldið 20. janúar.

Sjá auglýsingu HÉR   

meira...
11. janúar 2018 02:01

Breytt viðvera skipulags-og bygingarfulltrúa

 

Jón E. Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi verður framvegis við á fimmtudögum frá kl 13:30-19:00.  Jón verður einnig með viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum frá kl 09:00-12:00 í gsm 699-4396 

meira...
10. janúar 2018 11:01

Plastlosun á föstudaginn

 

Plastgámar verða losaðir á föstudaginn 12. janúar.

meira...
3. janúar 2018 10:23

Þrettándafagnaður í Félagsgarði

 

Jólin verða kvödd  í Félagsgarði laugardagskvöldið 6. janúar á þrettánda degi jóla og hefst kl 19:00.   Dagskráin verður með venjubundum hætti.

 

Fyrst verður gengið í kringum jólatréð, sungið og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Kveikt verður í „risabrennunni„ um kl. 20:00.

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði.

Gestir eru vinsamlegast beðnir taka með sér jólamatarafganga til að setja á sameiginlegt veisluborð.  Mikið er oft um dýrðir á þrettándanum þegar jólin eru kvödd en ljúka skal þá við allan jólamat og drykk.

Barinn verður opinn fyrir þá sem ekki eiga neina drykkjarafganga(gos o.fl.).

Til að lífga upp á er fólk kvatt til að koma í búningum t.d. sem  álfakóngar, drottningar, púkar eða  vættir.

 

Kjósarhreppur stendur ekki fyrir flugeldasýningu eins og undanfarin ár af virðingu við hina mállausu íbúa sveitarinnar.   Flugeldasýningar og sprengingar hafa valdið ofsahræðslu hjá dýrum og þannig valdið alvarlegum slysum.

 

meira...
3. janúar 2018 10:21

Folaldasýning Adams

 

Hestamannafélagið Adam í Kjós heldur árlega folaldasýningu sína þann 13.  janúar næst-komandi og hefst hún stundvíslega kl.  12:00.   Folaldasýningin verður haldin í Miðdal í Kjós en þar ráða húsum hrossaræktendurnir Svanborg Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Davíðsson.

„Landskunnir“ dómarar dæma um gæði folalda og keppt verður í tveimur flokkum, merfolöld og hestfolöld.   Verðlaunað verður fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum flokki en jafnframt verður afhentur farandbikar fyrir  glæsilegasta folald sýningarinnar.   Aðeins folöld sem hafa verið ræktuð af félaga  í hestamannafélaginu Adam og/eða eru í eigu félagsmanns eru gjaldgeng til verðlauna á sýningunni. 

Við dómstörfin munu dómurum vera ókunnugt um foreldra og eigendur eða ræktendur þeirra folalda sem sýnd verða en allt verður upplýst þegar úrslit liggja fyrir.

Skráningagjald fyrir hvert folald er kr. 1.500,- og þarf að greiða skráningagjaldið með peningum til gjaldkera Adams við upphaf sýningarinnar.  Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir kl. 24:00 að kvöldi fimmtudagsins 11. janúar 2018 en í tilkynningunni þarf að upplýsa nafn folalds, lit, nafn móður og nafn föður.   Tilkynningu um þátttöku skal senda með tölvupósti í odinn@fulltingi.isog/eða flekkudalur@gmail.com, middalur@emax.is

 

meira...
22. desember 2017 10:40

Jólakveðja frá Kjósarveitum

Lagningu dreifikerfis hitaveitu Kjósarhrepps er lokið og þar með 2ja ára verkefni einungis tveim vikum eftir áætluð verklok, sem er ekki mikið á jafn viðamiklu verkefni.
Hörður Úlfarsson og hans menn hjá Gröfutækni ehf komu síðustu heimtauginni í jörð föstudaginn 8. desember sl.
Jón Ingileifsson og hans hópur hjá Magnúsi Ingberg Jónssyni ehf lauk sínum verkhluta um miðjan október. Þeir tóku í kjölfarið til við að leggja 10 heimæðar sem voru komnar á biðlista og luku þeirri vinnu fyrir októberlok.
Næsta vor verður farin lokaúttekt á framkvæmdasvæðinu til að sjá hvernig jarðvinnan kemur undan vetri. Jafnframt verður haldið áfram næsta vor með þær heimæðar sem eru á biðlista og koma til með að bætast við.

 

Tengistaðir voru alls 462, í dag eru 190 af þessum stöðum farnir að nota heita vatnið og því ljóst að heilmikil tengivinna er framundan.
93% íbúðarhúsa í Kjósinni sóttu um hitaveitu og nú þegar er 71% þeirra farin að njóta hitaveitunnar.
Varðandi sumarhúsin í Kjósinni, þá sóttu 73% þeirra um hitaveitu og er farið að renna heitt vatn um 36% af þeim.
Margir eru að bíða eftir pípulagningarmönnum til að klára innanhúslagnir hjá sér, mikill uppgangur er í þjóðfélaginu og því víðar beðið eftir iðnaðarmönnum en í Kjósinni.

Verkís ehf hefur sinnt kostnaðareftirliti með framkvæmdinni, haldinn var síðasti verkfundur með þeim 13. desember og hafa kostnaðaráætlanir staðist.
Eina sem ekki stóðst voru styrkgreiðslur frá ríkinu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðu svæði skv. lögum nr. 78/2002, sem áttu að koma jafnt og þétt eftir því sem íbúar tengdust. En það horfir allt til betri vegar og skv. upplýsingum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu er gert ráð fyrir greiðslum strax í ársbyrjun 2018. Í kjölfarið verður farið í endurfjármögnun þeirra lána sem hvíla á verkinu.

 

Í ársbyrjun 2018 tekur ný gjaldskrá gildi, heimæðargjöld munu hækka um 20%, (þar sem útboðsverðin gilda ekki lengur hjá verktökum og efnissölum) en verðskrá fyrir sjálft heita vatnið verður óbreytt.

 

Kjósarveitur ehf þakka viðskiptavinum sínum, íbúum, sumarhúsaeigendum, landeigendum, hönnuðum, verktökum, efnissölum og öllum öðrum velunnurum veitunnar fyrir góða samvinnu og ómetanlega þolinmæði á meðan þessar stórframkvæmdir voru í gangi.

 

Með bestu óskum um hlýleg komandi ár.

Stjórn Kjósarveitna:
Pétur Guðjónsson, Bæ - stjórnarformaður
Guðmundur H. Davíðsson, Miðdal
Jón Bjarni Bjarnason, Norðurnesi - f.h. sumarhúsaeigenda í Kjós
Karl Magnús Kristjánsson, Eystri-Fossá
Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli

og starfsmenn:
Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Kjartan Ólafsson, rekstrarstjóri 

 

 

meira...
22. desember 2017 10:19

Jólakveðja frá Kjósarhrepp

 

meira...
18. desember 2017 10:51

Sorp ekki tekið í dag

 

Sorp verður ekki tekið í dag vegna mikillar hálku. Reynt verður á morgun eða hinn.

meira...
12. desember 2017 10:45

Á döfinni

 

Miðvikudaginn 13. desember  verður  sveitungum, 67 ára og eldri boðið í hátíðarkjöt og meðlæti  í Ásgarð, kl 13:00. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 

Laugardaginn 23. desember á Þorláksmessu  verður hin árlega skötuveisla í Félagsgarði og hefst skötuveislan  kl 13:00.

Pantanir óskast á mailið felagsg@gmail.com eða í síma 823 6123 fyrir fimmtudaginn 21. desember

 

Mánudaginn  25. desember- jóladagur.  Messa í Reynivallakirkju kl 14:00.

Hægt er að koma við í Ásgarði og ná sér í nýja bók og skila öðrum á opnunartíma skrifsstofu. Fullt af nýjum bókum.

 

Jólaballið verður í tengslum við Þrettándafagnaðinn í janúar á nýju ári.

 

Þorrablót kvenfélagsins verður með hefðbundnum hætti  20. janúar 2018.

 

meira...
5. desember 2017 10:05

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði á laugardaginn

 

Aðventumarkaðurinn verður í Félagsgarði á laugardaginn þann 9. des frá kl 12:00-17:00. Fjölbreyttar vörur verða á boðstólum og má þar helst nefna:

 

Snorri og Sveina verða með safaríkar jólasteikur, forrétti og dásamlegt meðlæti frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt

Lilli og Begga verða með sitt landsfræga, Kiðafells tvíreykt hangikjöt.

Sigga á Bakka verður með hönnun sína, SG Textil.

Nana verður með sitt frábæra handverk, Nana.

Rosmary heldur áfram að safna fyrir skólastarfi í Kenýja og mun sýna myndir af starfi þeirra hjá TEARS CHILDREN

Fjölskyldufyrirtækið Hnyðja verður með ýmis konar handverk svo sem nytja- og skrautmuni, að mestu unnið úr tré. (Hnydja.is)

Svanborg Eyþórsdóttir verður með skartgripi, hekl, prjónavörur og tækifæriskort.

Bókin stórgóða, Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga og Kjósarmyndin verða einnig til sölu á markaðnum.

 

Kvenfélag Kjósarhrepps sér um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.

Þetta og margt fleira verður að finna í Félagsgarði laugardaginn 9. des.

 

Að markaði loknum verður hægt að glöggva sig aðeins á aðventunni á barnum, á neðri hæðinni í Félagsgarði.

 

Sjá auglýsingu Hér.

meira...
30. nóvember 2017 10:26

Aðventukvöld í Reynivallakirkju 3. desember - kl 20

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju

á fyrsta sunnudegi í aðventu,

3. desember nk, kl. 20:00.
 
Sigurður Guðmundsson, Flekkudal flytur hátíðarræðu.
Krakkar úr Kjósinni syngja.
 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur.
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.
 
Boðið verður upp á notaleg stund við aðventukrans og kertaljós.

Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.
 
Verið velkomin til kirkju
Kærleikskveðja
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur  

 

 

 

meira...
20. nóvember 2017 10:34

Bókasafnið opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið verður opið 22. nóvember frá kl 20:00-22:00.                                         Fullt af nýjum bókum og allir velkomnir. Nokkrir hafa gleymt að skila bókum og eru vinsamlega beðnir um að koma þeim til síns heima 

meira...
17. nóvember 2017 12:45

Ljósleiðarafréttir í Kjósarhreppi

 

Um miðbik ársins 2017 stóðu væntingar til þess að ljósleiðarakerfið yrði fullbyggt og tilbúið til notkunar fyrir árslok 2017.  En eins og gefið var í skyn og varað við á íbúafundi í Félagsgarði  þann 7. nóvember síðastliðinn voru blikur á lofti varðandi það hvort þessar væntingar gengju eftir.  Ástæðan, frestun á afhendingu ljósleiðarastrengsins  vegna mikillar eftirspurnar á heimsvísu. Nú er kominn staðfestur afhendingartími. Áætlaður verktími eftir afhendingu  eru 8-10 vikur. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum nú má gera ráð fyrir að vinna við út af standandi framkvæmdir, þ.e. ísetningu ljósleiðarastrengja í rörin, samtengingu kerfisins við núverandi fjarskiptakerfi landsins og ekki síst frágangi á ljósleiðaraþráðum inn á heimili og sumarhús hefjist  fyrri hluta janúar 2018. Það er því von okkar að allir tengistaðir verði tengdir við hið nýja ljósleiðarakerfi fyrir lok mars 2018.  Verðum engu að síður að vera meðvituð um að vetur konungur kann að hafa áhrif á þessa áætlun, en um leið er vonast til þess að hann verði okkur hliðhollur og tefji verkið ekki frekar.

 

Nú þegar hafa um 220 umsóknir borist frá íbúum og sumarhúsaeigendum en vert er að minna á að þeir sem vilja ekki tengingu núna og vilja koma inn seinna munu þurfa að greiða hærra verð það er að segja tengigjaldið + útlagðan kostnað.

 

Nálgast má umsóknareyðublað HÉR  prenta, fylla út og senda á netfangið gudny@kjos.is

 

Innheimta tengigjalda mun þá samkvæmt  þessu hefjast í byrjun árs 2018. 

meira...
16. nóvember 2017 10:33

Kjósin í kvikmyndum - leikara vantar næsta laugardag

Kæru íbúar og sumarhúsaeigendur í Kjós.
Það hefur varla farið fram hjá ykkur að verið er að taka upp mynd í Kjósinni - Ófærð 2.
Tökur hófust inn í Brynjudal í byrjun nóvember, búið að taka heilmikið upp í kringum Möðruvelli og nú er komið að Reynivöllum.


Laugardag 18. nóvember, þá erum við að fara að taka upp stóra hópasenu í kirkjunni á Reynivöllum.

Þetta er allur dagurinn sem að við verðum í tökum ef að áhugi er að taka þátt þá megið þið endilega senda umsókn á extras@rvkstudios.is með nafni, mynd, aldri og símanúmer. Við erum aðallega að leita að fólki yfir 30 ára.


Með fyrirfram þökkum, Gunnar RVK Studios

http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/10/09/tokur_hefjast_bratt_a_ofaerd_2/

 

 

meira...
13. nóvember 2017 12:09

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn

þriðjudag 28. nóvember 2017 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.


 

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á Árna B. Bragasyni frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2016 með okkur. Svo verður hann með kynningu á hrútakostinum sem eru á sæðingastöð í vetur. Þetta er því tilvalið tækifæri til þess að kynna sér úrvalið fyrir sæðingar


Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2016
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð

 

Kaffi í boði!

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós 

 

 

meira...
9. nóvember 2017 11:24

Aðalfundur Adams

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember 2017, kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.

7.      Kosning formanns til tveggja ára í senn.

8.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

10.  Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

11.  Veiting ræktunarverðlauna.

12.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 

meira...