Kjósarhreppur - Myndir
30. október 2013

Fréttabréf

Aðventumarkaðurinn verður laugardaginn 7. desember frá kl 13:00-17:00 í Félagsgarði. Nánar auglýst þegar nær dregur á kjos.is.

 

Ákveðið hefur verið að setja upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn á heimasíðuna www.kjos.is   Þeir íbúar sem hafa áhuga á að setja inn upplýsingar um sig og sína þjónustu þar inn eru vinsamlegast beðnir um að senda þær (á ensku) á netfangið oddviti@kjos.is  fyrir næstu áramót.

 

Hreppsnefnd ákvað á síðasta fundi að ráða starfsmann/umsjónarmann í Félagsgarð. Verkefnin eru meðal annars að sjá um útleigu, eignir og viðhald hússins. Aðeins er um hlutastarf að ræða.  Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s 5667100 eða á netfangið oddviti@kjos.is  

 

Enn er hægt að fá gömlu stóla úr Félagsgarði á góðu verði í Ásgarði. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu hreppsins.

  

Þar sem Kjósarhreppur er núna orðinn eigandi að Möðruvöllum og þar eru nokkur ónotuð, tóm útihús. Íbúum stendur til boða að leigja þar pláss fyrir tjaldvagna og annars konar minni hátta tæki meðan húsrúm leyfir. Umsjónarmaður er Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli og  með símann 8930258