Kjósarhreppur - Myndir
3. desember 2013

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði

Rétt ágæt þátttaka er á aðventumarkaðnum sem verður í Félagsgarði á laugardaginn 7. desember frá kl 13-17. 

 

Þar má meðal annars upp telja upp telja:

Snartastaðir og Kiðafell með hangikjöt, Sogn með ýmis konar framleiðslu úr nautakjöti, Ásta og Steinunn með ullarvörur og handverk, Dagga Vals með slefsmekki, Hólmfríður með harðfiskinn, Nana með leðurvörur, Anna Margrét með heimagerð kerti og smákökur, Sigga með textíl og ullarvörur, Susanne með prjónaðar handbrúður, Unnur með dúkkuföt, Margrét með glervöru, Svanborg með úmiskonar handverk og Rosmary með vörur frá Kenía til styrktar uppbygginga á skólastarfi þar í landi. Kvenfélag Kjósarhrepps verður að vanda með heitt súkkulaði og heimabakað með.