Kjósarhreppur - Myndir
19. maí 2014

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar

 
Kjörstaður vegna sveitarstjórnarkosninga í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 31. maí n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12-20. Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað. Kosningin verður óbundin sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.  Í óbundnum kosningum eru allir kjósendur sveitarfélagsins í kjöri.

Skv. 38. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 segir m.a. svo um óbundnar kosningar: Ef um óbundnar kosningar er að ræða skal kjörseðill vera tvískiptur. Efri hluti kjörseðils skal ætlaður fyrir nöfn og heimilisföng aðalmanna en neðri hluti hans fyrir nöfn og heimilisföng varamanna. Á neðri hluta kjörseðils skal vera töluröð miðuð við fjölda þeirra sem kjósa á.

Talning atkvæða fer fram þegar að lokinni kosningu í Félagsgarði.  

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.


Sigurbjörn Hjaltason hefur tilkynnt kjörstjórn að hann áskilji sér rétt sinn skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna að taka ekki kjöri í hreppsnefnd Kjósarhrepps á komandi kjörtímabili.

 

Kjós 19. maí 2014,
kjörstjórn Kjósarhrepps:
Gunnar Kristjánsson formaður
Ólafur Helgi Ólafsson
Unnur Sigfúsdóttir