Kjósarhreppur - Myndir
13. janúar 2015

Kjósarveitur ehf – Nýtt fyrirtæki í Kjósinni

Kjósarveitur ehf er nýtt fyrirtæki í eigu Kjósarhrepps, stofnað formlega 8. janúar sl.
Borað hefur verið eftir heitu vatni víða í Kjósinni sl. ár og nú síðast í landi Möðruvalla. Þar fundust að lokum vel heppnaðar heitavatnsholur sem áætlað er að virkja fyrir sveitina.
Í kjölfar þess að formlegt nýtingarleyfi á borholunum við Möðruvelli hefur verið gefið út af Orkustofnun var fyrirtæki stofnað til að halda utan um þetta mikilvæga verkefni.

Framkvæmdastjóri félagsins er Sigríður Klara Árnadóttir Klörustöðum. Stjórnarmenn eru; Pétur Guðjónsson Bæ, formaður, Karl Magnús Kristjánsson Eystri-Fossá, varaformaður og Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli meðstjórnandi. Varamaður í stjórn er Guðmundur Davíðsson Miðdal.

Verður nú farið á fullt að gera nýja kostnaðaráætlun vegna hitaveitunnar þannig að hægt sé að taka næstu skref.

 

Stjórn Kjósarveitna ehf. Frá vinstri: Karl Magnús, Pétur,

Sigríður Klara, Sigurður og Guðmundur

Nýjasta holan að Möðruvöllum, MV-24

 

Hitaveita
- 13.1.2015 20:42:13 Frábært að það sé fundið nóg heitt vatn. Nú er að ganga þannig frá málum að það sé auðvelt að selja hugmyndina til notenda.
Friðjón Skúlason
Frábær frétt
Nú þurfa allir að taka saman höndum svo hægt verði að koma þessari stórkostlegu búbút kjósverja í framkvæmd.
Eiríkur Hans Sigurðsson
Nú er lag að upplýsa fólk áfram um gang hitaveitumála
- 19.1.2015 09:51:49 Ég er sammála þeim Friðjóni og Eiríki að þetta eru frábærar fréttir. Við höfum beðið allt of lengi eftir þessari stund. En það er ekki nóg að finna heitt við þurfum að koma því í dreifingu. Því bíðum við spennt eftir næstu skrefum. Gangi okkur vel :)
Leiknir Ágústsson
Hitaveita
Það er hið besta mál að mikið heitt vatn skuli hafa fundist, en verðið á vatninu til húshitunar þarf að vera lægra en það kostar að hita með rafmangi, ef það næst ekki er varla hægt að taka vatnið inn í bústað sem ég er með í Kjósinni. Þarna ræður kostnaður för. Það kostar væntnanlega að fá vatnið heim að húsi og svo þarf að setja upp vatnsmiðstöð í húsið og svo kostar nokunin sitt. Kostnaður þarf að vera ljós áður en ákveðið er að taka inn hitaveitu.
Lárus Pálmason Hlíð 30, Eilífsdal.
Hitaveita
- 20.1.2015 21:36:12 Óniðurgreitt raforkuverð til eigenda sumarhúsa í Kjósinni er í dag á bilinu 13 til 14 kr/kWst með öllum sköttum. Dýrasta hitaveita landsins liggur hinsvegar í kringum 5 til 6 kr/kWst. Niðurgreitt verð er í kringum 8 kr/kWst þannig að svigrúmið er eitthvað
Ben Guðmunds
Hvað kostar svo?
Miðstöðvarkerfi í 50m2 frístundahús og hvað kostar að fá lagða ca 80m langa lögn að húsi? Hvað kostar svo að lagfæra ræktaðar lóðir eftir gröft fyrir lögn? Hvað kostar að losna við vatnið sem rennur frá húsum? Þetta er ekki bara að borga þessar 5-6 kr/kWst það verður nefnilega að taka allt hitt með inni í reiknininn til að sjá raunverð á þessu. Vonanadi verður boðið upp á verð sem sýnir það í bókhaldi að það borgi sig frekar að taka heitaveitu með öllum kostnaði sem fylgir því taka hana inn.
Lárus Pálmason Hlíð 30, Eilífsdal