Kjósarhreppur - Myndir
17. febrúar 2015

Könnun á áhuga á hitaveitu í Kjósinni, komin á netið

Nær 800 álagningarseðlar fasteignagjalda 2015 eru á leið í póst þessa vikuna, með þeim er dreifibréf með upplýsingum um könnun á áhuga íbúa, sumarhúsaeigenda og lóðareigenda á hitaveitu og ljósleiðara í Kjósarhreppi.

Allir fasteignaeigendur í Kjósinni eru hvattir til að taka þátt í könnuninni, (sem er nú þegar orðin virk hér á síðunni til vinstri, undir flipanum Kjósarveitur ehf ) og láta áhuga sinn í ljós, með því að svara mjög einfaldri könnun án skuldbindingar, þar sem verðskrá liggur ekki fyrir.
Svörin nýtast í undirbúningsvinnu við gerð kostnaðarútreikninga, verðskrár og væntanlegrar ákvörðunar, hvort farið verður af stað með lagningu hitaveitu í Kjósinni að þessu sinni.
Svo það er ekki eftir neinu að bíða – skelltu þér strax inn á könnunina og láttu vita hvað þér finnst.
Með hlýjum kveðjum
Stjórn Kjósarveitna