Kjósarhreppur - Myndir
8. maí 2016

Jarðvinna vegna hitaveitu hefst um miðjan maí.

 

 Búið er að ganga frá samningi við Magnús I Jónsson ehf, sem mun sjá um lagningu röra á þéttustu frístundahúsasvæðunum. Á þeim svæðum verður mest plægð niður svokölluð PEX-rör ásamt ídráttarrörum fyrir ljósleiðara.

Skv. verkáætlun Magnúsar, þá munu þeir hefjast handa strax eftir hvítasunnu (eftir viku), þriðjudaginn 17. maí. 

Byrjað verður við Hjarðarholtsbæinn og hærri númerin, Hjarðarholtsvegur 19-35.

 

Verkáætlun Magnúsa I Jónssonar ehf er eftirfarandi:

Miður maí - fram í júlí:  Hjarðarholtsvegur, Dælisárvegur, Holtsvegur

Miður júní -  miður júlí:  Eyrar, Eílífsdal 

Miður júlí - fram í september: Hlíð 1-22 (neðri-Hlíð), Eilífsdal

Miður ágúst - miður september: Eyjafell

September: Ósbraut og Árbraut

Miður september-byrjun okt: Sandur, Flekkudalsvegur og Eyjatún vestur hluti.

Lok september - fram í nóvember: Flekkudalsvegur og Eyjatún austurhluti

Október -nóvember: Eyjavík og Meðalfellsvegur

Leitast er við að valda sem minnstri röskun á háannatíma við Meðalfellsvatn. Auglýst verður nánar hver verkþáttur þegar komið er að þeim.

Frístundahúsabyggðin vestan Meðalfellsvatns (Þúfa, Blönduholt o.s.frv) og niður að Hvafirði tilheyra hinum verktakanum. Hans verkáætlun verður auglýst um leið og hún liggur fyrir.

 

Samningur við hinn verktakann, Gröfutækni, verður undirritaður á næstu dögum.  Gröfutækni mun sjá um lagningu stofnlagnar (stál-rör),  heimæða heim að íbúðarhúsum og dreifðari frístundarhúsum. Ídráttarrör fyrir ljósleiðara verða lögð með öllum hitaveitulögnum.  Vinna er þegar hafin að merkja lagnaleið stofnlagnar og leggja út rörin samhliða væntanlegu skurðstæði í landi Kjósarhrepps, næst Möðruvöllum.

Stefnt er að því að fyrstu stálrörin í sjálfri stofnlögninni fari í jörð síðari hluta maí-mánaðar og verður haldið upp á þann verkáfanga - nánar auglýst síðar

 

Ljóst er að þeir sem missa af verktökunum á sínu svæði verða að bíða þar til heildarverkinu er lokið. Næsta "umferð" verður væntanlega hjá verktökunum árið 2018. Viltu bíða svo lengi?

Enn vantar svör frá um þriðjungi frístundahúsaeigenda, þrátt fyrir að búið sé að senda út gögn sem svara átti fyrir 20. mars og ítreka. Bragi hönnuður veitunnar og Kjartan, hitaveitustjóri, gengu milli frístundahúsa við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg sl. laugardag og náðustu þá nokkur svör í viðbót. Athygli vakti að sumir héldu að þetta "kæmi bara", án þess að viðkomandi þyrfti að sækja um tengingu.

Kjósarveitur vilja því ítreka enn og aftur nauðsyn þess að fá svör, bæði "já" og "nei", endilega drífa sig í að svara.

Eyðublöð má nálgast hér á síðunni, undir "EYÐUBLÖÐ OG SKJÖL-hitaveita" , prenta, fylla út,  ýmist skanna og senda á netfangið kjosarveitur@kjos.is eða senda með Póstinum á Kjósarveitur - Ásgarði í Kjós - 276 Mosfellsbær

 

Reikningar fyrir tengigjöldum þeirra fasteigna, bæði frístundarhús og íbúðarhús, sem verður lagt að á þessu ári, (árið 2016) verða allir sendir út í júlí með gjalddaga 1. ágúst nk (eindaga í 1. september).

Rétt er að árétta að tengigjöld vegna fasteigna sem tengjast á næsta ári ( árið 2017), verða ekki rukkuð fyrr en á næsta ári. Mánaðarleg gjald fyrir heitt vatn verður ekki rukkað fyrr en tengingum er lokið bæði utan - og innanhúss, og notandinn fer að nota heita vatnið.

 

Tilboð Arion banka varðandi greiðsludreifingu má nálgast hér:

 

Allar nánari upplýsingar veita Sigríður Klara Árnadóttir,

netfang:  sigridur@kjos.is

sími: 566-7100, GSM: 841-0013

og

Kjartan Ólafsson

netfang: kjartan@kjos.is

GSM: 853-2112 (vaktsími Kjósarveitna)