Kjósarhreppur - Myndir
2. maí 2017

Á döfinni

 

Opinn fundur verður í Ásgarði miðvikudagskvöldið 3. mai kl 20:30.

Málefni fundarins er Kátt í Kjós í sumar og hugmyndir að öðrum viðburðum í sveitarfélaginu. Er eitthvað hægt að gera skemmtilegt t. d. á þjóðhátíðardeginum 17. júní?

Forsvarsmenn hinna ýmsu félaga í sveitinni eru vinsamlegast hvattir til að mæta og viðra sínar hugmyndir.                                                                                                            Bókasafnið verður opið  þetta kvöld og væri gott að fá þær bækur inn sem enn eru í útláni.

 

Hjartastuðtækið sem staðsett er í bókasafninu  Ásgarði verður fært í Kaffi Kjós 1. maí eða þegar opið verður þar  alla daga.                                                                                               

Í vetur var haldið námskeið í Ásgarði þar sem kennd var notkun og meðferð hjartastuðtækja.  Námskeiðið var vel sótt af sveitungum.  Tækin eru tiltölulega auðveld í notkun og eru búin þannig tækni að tækið leiðir notanda áfram, talandi á íslensku.

 

Opnunartími á endurvinnsluplaninuverður til reynslu lengdur á sunnudögum til kl 18:00 í sumar, mánuðina maí, júní,  júlí og ágúst.                                                   

Endurskoðað verður með haustinu hvort stakir gámar við sumarhúsahverfin verði áfram staðsettir þar. Þessir gámar eru einungis ætlaðir fyrir heimilissorp en eru óspart notaðir fyrir grófan úrgang, heimilistæki og margt annað sem alls ekki má að fara í þessa gáma.