Kjósarhreppur - Myndir
2. júní 2017

Á næstunni

 

Unglingavinnan verður starfrækt í sumar, hefst 12. júní og verður í fimm vikur,  fjóra daga vikunnar frá kl 09:00-13:00. Umsjónarmaður verður: Björn Hjaltason.  Þeir unglingar sem áhuga hafa á vinnunni eru beðnir að hafa samband við Guðnýju í s. 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is                                                                    

 

17. júní hátíð í Kjósinni.  Áhugi kom fram á opnum fundi sem haldinn var 3. maí sl. að vera með smá uppákomu í Kjósinni á  þjóðhátíðardegi okkar íslendinga.   

Hugmyndin er að það verði skrúðganga frá Meðalfellsholti að Kaffi Kjós og hefjist kl 13:00. Hestamannafélagið verði með forreið og fána, dráttarvél og heyvagn sem börn geti setið í og aðrir ganga.  Við Kaffi Kjós verður hoppukastali og boðið upp á andlitsmálun, blöðrur, grillaðar pylsur, safa og eitthvað fleira skemmtilegt.