Kjósarhreppur - Myndir
27. júní 2017

Kátt í Kjós 2017

 

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí. 

Verðlaunapóstkassinn í Flóahreppi 2017

 

Eins og á síðasta ári eru íbúar hvattir til að skreyta póstkassana sína og flottasti kassinn verður valinn. Boðið verður upp á rúlluskreytingar og fleira.

 

Auglýsingabæklingur verður gerður og þeir sem vilja vera með í honum eru vinsamlegast beðnir að senda texta og myndir á netfangið gudny@kjos.is 

 

Hugmyndir eru um að fá lánuð skemmtileg söfn, safnara  og hafa til sýnis í Ásgarði og fleira.  

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar, Einar Tönsberg  felagsg@gmail.com eða í gsm: 6595286.