27. mars 2018
Hátíðarmessa á Páskadag, kl. 14 í Reynivallakirkju

Á Páskadag verður hátíðarmessa í Reynivallakirkju kl.14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn organistans Guðmundar Ómars Óskarssonar.
Bollastaðahjónin þau Unnur Sigfúsdóttir og Ragnar Gunnarsson munu syngja og leika á gítar í messunni.
Ritningalestra les Sigríður Klara Árnadóttir sóknarnefndarformaður.
Sóknarprestur þjónar.
Verið hjartanlega velkomin til kirkju á Páskadag.
Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur Reynivallasóknar