Kjósarhreppur - Myndir
27. apríl 2018

Auglýsing til "heldri borgara"

 

Næsta miðvikudag, 2. maí býður Kjósarhreppur og Reynivallasókn, Kjósverjum 67 ára og eldri, nær og fjær að koma saman og gera sér glaðan dag.

Við fáum góða gesti í heimsókn úr öflugu safnarðarstarfi aldraðra í Neskirkju.

Samveran hefst upp í Reynivallakirkju kl. 14:30, þar sem sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur og Sigríður Klara formaður Reynivallasóknar taka á móti gestum.Í kjölfarið verður farið í Ásgarð til að hressa sig með kaffisopa og kruðeríi.

Allir velkomnir og brottfluttir Kjósverjar hvattir til að fjölmenna