Kjósarhreppur - Myndir
8. október 2018

Villibráðarkvöld í Kjós 17. nóvember

 

 

Glæsilegt villibráðarkvöld verður haldið í Félagsgarði í Kjós,

laugardaginn 17. nóvember

-  kl. 19:00.


Allra aðfanga er aflað af Kjósverjum, meistarakokkur sér um að töfra fram það besta úr hverju hráefni fyrir sig, svo bragðlaukarnir munu hreinlega dansa af kæti.


Meginstreymi, uppáhalds hljómsveit Kjósverja, sér um danstónlistina.

 
Miðaverð: 14.500 kr - takmarkaður fjöldi miða, þjónað verður til borðs.
Miðapantanir á netfangið: villibradarkvold.kjos@gmail.com

 

Viðburðurinn er opinn öllum sem kunna að meta kjöt og góðan félagsskap.
Allur ágóði rennur til góðra mála í Kjósinni. 

 

Áhugamannahópur Kjósverja um villibráð

og skynsamlega nýtingu afurða náttúrunnar stendur fyrir kvöldinu.