Kjósarhreppur - Myndir
11. október 2018

Hrútasýning í Kjósinni

 

Hin árlega hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  mánudaginn 15. október og hefst klukkan 13.00. Þar geta bændu fengið stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.

 

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu RML eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.

 

Um kl. 16:00 verður verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og eru allir hjartanlega velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar. Svo er auðvitað um að gera að kaupa og selja kynbótagripi!

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Sauðfjárræktarfélagið Kjós