Kjósarhreppur - Myndir
14. nóvember 2018

Sauðfjárræktarfélagið í Kjós - aðalfundarboð

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn

fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á ráðgjafa frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2017 og í framhaldinu verður farið yfir hrútakostinn á sæðingastöð í vetur.


 

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2017
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð


Kaffi í boði!


 

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós


 

 

Tíndir fjárhundar
- 20.11.2018 16:33:52 Frá mér hafa horfið 2 hundar annar svartur frekar lítil með ubbbrett eyru með hvítan blett á bringu og á öðrum fædi .Er balandaður af borderlolli og íslendingi .Hinn er kollí frekar stór svartur og hvítur með smá brunu .(Lassí hundur ógeltur .mjög mannelskur .Hurfu að heiman kl 11 í morgun og eru ókomnuir heim .Mjög óvanalegt að þeir seu svona leingi í burtu .Er búin að leita af þeim í allann dag án árangurs .Báðir eru vel mektir með símanúmeri í ól um hálsinn
Höskuldur Pétur Jónsson Þúfukoti