Kjósarhreppur - Myndir
23. nóvember 2018

Frá Viðburða- og menningarmálanefnd

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 28. nóvember frá kl 17:00-21:00.

þann dag mæta þeir félagar Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) í Ásgarð kl 17:00 og lesa upp úr bókum sínum. Börn og unglingar eru hvött til að mæta og taka að sjálfsögðu foreldra og systkini með.

 

Námskeið í tálgun - jólaseríugerð

Ólafur Oddsson býður Kjósverjum upp á að koma og læra að búa til tálgaðar jólaseríur úr birki, selju, víði og fleiri viðartegundum fyrir jólin.

Námskeiðið fer fram í Ásgarði miðvikudaginn 5. des frá 18-22.

Nauðsynlegt er að skrá sig svo hægt sé að undirbúa efniðviðinn sem þarf til, hámarksfjöldi þátttakenda er sjö, lágmark fimm.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir föstudaginn 30. nóvember með því að senda póst á oli@skogur.is Þangað má einnig senda fyrirspurnir ef nánari upplýsinga er óskað. Námskeiðið kostar 5.000 kr, allur efniskostnaður er innifalinn og áhöld á staðnum. Einnig verður hægt að kaupa tálgunarhnífa á 3.000 kr ef einhverjir kjósa að halda áfram með verkið heima.