Kjósarhreppur - Myndir
30. nóvember 2018

Hrútaskráin 2018-2019 komin út

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Kjós var haldinn í gær, fimmtudag 29. nóvember 2018 í Ásgarði í Kjós.

Á fundinum var að venju farið yfir skýrslu stjórnar, ársreikning og svo var sitjandi stjórn kjörin áfram óbreytt.

 

Við fengum heimsókn frá sérfræðingum RML og BúVest sem fóru yfir stigahæstu lambhrútana, bestu kjötgæðahrútana og bestu ærnar á svæði félagsins.

Það er hrúturinn Bárður frá Kiðafelli sem er stigahæsti lambhrúturinn þetta árið með 87,5 stig.

Hrúturinn með besta BLUPið fyrir gerð á svæðinu er Ölur frá Morastöðum með hvorki meira né minna er 125 stig.

Besta ærin er sú ær sem er með hæstu kynbótaeinkunnina (samanlögð einkunn fyrir kynbótamat fyrir skrokkgæði, frjósemi og mjólkurlagni). Sú ær sem hlaut þennan titil var Skolta frá Kiðafelli með 110 stig og ákvað félagið að verðlauna Sigurbjörn og Bergþóru fyrir hana.

 

Að lokum fengu fundarmenn kynningu á því sem er helst að frétta úr sauðfjárræktinni á landinu í dag ásamt kynningu á þeim sæðingarhrútum sem eru í boði á sæðingarstöð Vesturlands í ár.

 

Fyrir áhugasama sem ekki komust á fundinn liggja nokkur eintök af hrútaskránni í Ásgarði.

 

 

Takk fyrir okkur,

Stjórn SF Kjós.

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir formaður,

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir gjaldkeri,

Hafþór Finnbogason ritari.