Kjósarhreppur - Myndir
1. febrúar 2019

Rafal ehf mun blása ljósleiðaranum í rörin

Ný stjórn Leiðarljóss ehf:
F.v.: Regína H. Guðbjörnsdóttir Lækjarbraut 2,

Karl M. Kristjánsson Eystri Fossá stjórnarformaður og
Rebekka Th. Kristjánsdóttir Stekkjarhóli 

Rafal menn mættir í vettvangsskoðun.

Vel keyrandi

 

Ný stjórn Leiðarljóss ehf, dótturfyrirtækis Kjósarhrepps, var kosin 10. janúar sl. og í kjölfarið var ráðinn nýr framkvæmdastjóri,  Sigríður Klara Árnadóttir.

 

Búið er að taka tilboði Rafals ehf  í blástur og tengingar ljósleiðarastrengja og voru menn frá þeim mættir í Kjósina í dag að skoða aðstæður á vettvangi.

Verkið leggst vel í þá og munu þeir hefja framkvæmdir strax í næstu viku.

Nánari upplýsingar um verkefnið og verkþætti verða kynntar eftir helgi.


Niðurstaða tilboðanna var eftirfarandi.

 

Bjóðandi:

Tilboðsupphæð

m. vsk

          % af

  kostnaðaráætlun

TRS, Selfossi

42.158.976 kr.

115%

SH leiðarinn, Hveragerði

32.977.552 kr. 

90%

Rafal, Hafnarfirði

28.034.349 kr.

 76%

Kostnaðaráætlun:

36.689.368 kr. 

100%