Kjósarhreppur - Myndir
6. júní 2019

Kvennahlaupið við Kaffi Kjós 15. júní

Bolirnir komnir í Kaffi Kjós
 


Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 15. júní 2019.

 

Hlaupið verður frá Kaffi Kjós, kl. 14:00.

Vegalengdir: 3 km, 5 km og 7 km


Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á landinu en þetta er í þrítugasta skiptið sem Kvennahlaupið er haldið.

Konur á öllum aldri taka þátt í Kvennahlaupinu, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra.
Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og allir eiga að geta fundið vegalengd við sitt hæfi.
Það er því engin tímataka í hlaupinu heldur lögð áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða, með bros á vör.

 

Hægt að kaupa boli á hlaupastöðum og kosta þeir 2.000 kr fyrir 13 ára og eldri, og 1.000 kr fyrir 12 ára og yngri.

 

Kynntu þér málið hér: www.kvennahlaup.is