Kjósarhreppur - Myndir

                                                Gjaldskrá  skipulags-og byggingarnefndar Kjósarhrepps.

1. gr.

Gjaldskrá þessi fyrir skipulags- og byggingarnefnd Kjósahrepps er sett með heimild í skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997

 

2. gr.

Við útgáfu byggingarleyfis, framkvæmdaleyfis eða vegna annarrar þjónustu sem skipulags- og byggingarfulltrúi veitir,

skal greiða þau gjöld sem gjaldsskrá þessi kveður á um.

 

3. gr.

Tekjum sveitarfélagsins skv. gjaldskrá þessari skal varið til að standa undir hluta af kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu

 skipulags- og byggingarfulltrúa við lóðarhafa og byggingaraðila

 

4. gr.

Upphæðir gjaldskrár breytast árlega 1. jan, í samræmi við breytingu vísitölu byggingarkostnaðar.

Grunnvísitalan er 316,7 stig 

 

5. gr.

Gjaldskráin skiptist í eftirfarandi gjaldflokkar:

 

A - Byggingarleyfisgjöld

 

Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er eftirfarandi vinna: ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri,

 útmæling og afsetning bygginga og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um lokaúttekt.  

  Yfirlit byggingarleyfisgjalda

 

Gjaldskrá 2015
Byggingarleyfisgjöld Kr.
Íbúðarhús  allt að 600 m3 pr.hús 191.000
Fyrir rúmmetrar umfram 600 pr.m3 115
Fyrir útihús á lögbýlum allt að 1000 m3 pr.hús 95.000
Fyrir rúmmetra umfram 1000 pr.m3 56
Sumarhús og annað ekki upptalið allt að 200m3  pr.hús 95.000
Fyrir rúmmetra umfram 200 pr.m3 191
Viðbyggingar, sólstofur, pallar, smáhýsi, fast gjald 95.000
Viðbyggingar, sólstofur, pallar, smáhýsi pr fermetra 1.910
 Atvinnu- og þjónustuhús  allt að 500m3            pr.hús 133.000
Fyrir rúmmetra umfram 500 pr.m3 56
B - Þjónustugjöld
Yfirlit þjónustugjalda:
Hver endurskoðun aðaluppdrátta kr. 9.550
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 9.550
Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt kr. 19.100
Vottorð vegna vínveitingaleyfa kr. 10.000
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun kr. 9.550
Fyrir grenndarkynningu, minniháttar   kr. 19.100
Fyrir grenndarkynningu, umfangsmikil  kr. 95.000
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 38.000
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 28.100
Húsaleiguúttektir kr. 9.550
Útkall byggingarfulltrúa að óþörfu kr. 10.000
Stöðuleyfi kr. 9.550
Gerð stofnskjals Kr. 9.550
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr.mælingu kr. 28.100
Grunnvísitala 1.jan. 2006  316,7
Grunnvísitala 1.jan. 2007  356,3

Grunnvísitala 1.jan. 2008  377,9

Grunnvísitala 1.jan. 2010  501,1

Grunnvísitala 1.jan. 2011 505,1 (engin hækkun í ár)

Grunnvísitala 1. jan 2013 115,8 ( Vísitalan var sett á 100, 1. jan 2010)

Grunnvísitala 1. jan 2014   119.0

Grunnvísitala 1. jan 2015   120.9

 

 

Vegna breytinga á þegar samþykktu aðal- og/eða deiliskipulagi gildir eftirfarandi:  Viðkomandi hagsmunaraðili ber allan kostnað af breytingunum, þó að undanskildum auglýsingarkostnaði.

 

C- Framkvæmdarleyfi.

 

Gjald fyrir framkvæmdarleyfi ákveður skipulags-og byggingarnefnd eftir umfangi framkvæmda. Gjaldið skal ekki vera hærra en sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við undirbúning leyfisins og eftirlit sem skilt er að framkvæma.

Lámarksgjald skal aldrei vera lægra en    kr.15.000.-

 

6. gr.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu vera á gjalddaga við útgáfu reiknings og eindagi 30 dögum síðar. Sendur er greiðsluseðill til greiðanda.

Byggingaleyfi er ekki gilt fyrr en gjöld þessi hafa verið greidd samkvæmt settum reglum eða um þau samið.

 

7. gr.

Gjöld skv. A og C lið fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð. Þau má innheimta með fjárnámi sbr. 3. mgr. 53.gr. skipulags- og byggingalaga.

 

 

Gjöld samkvæmt A-lið gjaldskrár skulu endurgreidd ef handhafi byggingarleyfis skilar leyfi. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnverði án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógildar á sannanlegan hátt.

    

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Kjósahrepps þann 5. október 2006 með vísun til heimilda í 53. gr.

Skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og skipulagsreglurgerð nr 400/1998 og tekur nú þegar gildi.

 

Kjósarhreppi 18. október 2006

 

Sigurbjörn Hjaltason,

oddviti