Kjósarhreppur - Myndir

                                       

        

Þegar umsókn um byggingaleyfi er lögð fram þarf hún að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 

.

1. Uppdrættir skulu vera af stærðinni A2 eða A1 í þríriti og skulu þeir vera áritaðir af hönnuði. Þeir einir geta áritað bygginganefndarteikningar sem til þess hafa réttindi, þ.e. arkitektar, byggingafræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar.

2. Á uppdráttum skulu koma fram útlitsmyndir mannvirkisins frá öllum hliðum, grunnmynd eða grunnmyndir sé mannvirkið á fleiri en einni hæð. Þessir uppdrættir skulu að jafnaði vera í mælikvarða 1:100 eða 1:50. Afrití af teikningum í  pdf formi skal jafnframt jafnframt senda á skipulag@kjos.is.  

3. Afstöðumynd að jafnaði í mælikvarða 1:500 eða 1:1000. Á afstöðumynd skal koma fram staðsetning mannvirkja á lóðinni og málsetning sem sýnir fjarlægð að nærliggjandi lóðarmörkum ( lágmark 10 m). Ennfremur skulu koma fram útlínur á  nærliggjandi lóðum og aðkomu. Gera skal grein fyrir bílastæðum og staðsetningu á rotþró. Bent er á kortasjá á heimasíðu Kjósarhrepps.

4. Skráningartafla. Með öllum byggingaleyfisumsóknum skal fylgja skráningartafla og skal hún fylgja umsókninni  á pappír ( má vera A4 ) og sendast rafrænt á skipulag@kjos.is.   .

5. Byggingalýsing. Á uppdráttum þarf að koma fram lýsing á hvaða efni skulu notuð í mannvirkið, sérstaklega því sem lýtur að ytra byrði s.s. klæðningar, þakefni, litaval og áferð.

6. Byggingastjóri. Á umsókn um byggingaleyfi skal getið um byggingastjóra og fylgja staðfesting tryggingarfélags um ábyrgðartryggingu hans. 

7. Byggingaleyfisgjöld: Byggingaleyfi tekur fyrst gildi þegar þau hafa verið greidd. Sjá verðskrá á heimasíðu Kjósarhrepps; www.kjos.is

8.  Af öllum mannvirkjum skal skal skila inn burðarþols-og lagnateikningum árituðum af  hönnuði aðaluppdrátta.

9.Bygginganefndarfundir eru haldnir einu sinni í mánuði, síðasta miðvikudag hvers mánaðar kl. 20.00 í Ásgarðsskóla og skal erindum  fyrir fund skilað inn í síðasta lagi fyrir kl.18.00 fimtudaginn þar á undan.