Kjósarhreppur - Myndir

Starfsreglur bygginganefndar

1. Öll erindi til bygginganefndar skulu hafa borist byggingafulltrúa einni viku fyrir fund, annars verða þau ekki tekin fyrir.
2. Sé um nýja lóð að ræða skal fylgja umsókn afrit af stofnskjali og lóðarblað/ afstöðumynd.Sé um stakar lóðir að ræða þarf skriflegt samþykki nærliggjandi lóðarhafa og þeirra er málið varðar.Lóðarleigusamningur liggi fyrir.
3. Bygginga og- skipulagsnefndnefnd ákveður svo í hverju tilviki fyrir sig hvort erindið þurfi að fara í deiliskipulag.
4. Öllum umsóknum um byggingaleyfi skal fylgja skráningartafla í rafrænu formi.
5. Öllum umsóknum um byggingaleyfi skal fylgja áritun byggingastjóra ásamt staðfestingu á tryggingum hans.
6. Allar teikningar sem lagðar eru fyrir bygginga og – skipulagsnefnd skulu unnar af aðilum sem hafa til þess réttindi. ( Arkitektar,byggingafræðingar og tæknifræðingar)
7. Sé erindum frestað af einhverjum ástæðum skal umsækjanda tilkynnt þar um og leggi hann þá málið aftur fyrir næsta fund.
8. Óheimilt verður að hefja framkvæmdir fyrr en samþykkt liggur fyrir, byggingaleyfi verið gefið út og byggingaleyfisgjöld hafa verið greidd.
9. Byggingafulltrúi hefur umboð bygginganefndar til að leysa úr þeim málum sem upp eru komin.
10. Formanni bygginganefndar sem og öðrum nefndarmönnum er með öllu óheimilt að gefa vilyrði fyrir framkvæmdum, hafi málið ekki formlega verið lagt fyrir bygginga og – skipulagsnefnd.
11. Gögn sem þurfa að berast nefndinni skal afhent byggingarfulltrúa eða skrifstofu hreppsins.
Jón Eiríkur Guðmundsson
Skipulags og byggingafulltrúi