Kjósarhreppur - Myndir

 

 Hestamannafélagið Adam, Kjós

 

7 mars 2009

Adam í Kjós stóð fyrir slysalausu tjarnartölti á Eyjatjörn á laugardaginn. Af tillitsemi við önnur mót var mót þetta haldið í kyrrþey, en þetta var eiginlega upphitunarmót fyrir  megaístöltið sem haldið verður á Meðalfellsvatni um leið veðurguðinn stendur við sitt.  Þátttaka var meiri en vonast var til og kom það illa niður á sumum Adamsfélögum sem ætluðu sér stóra hluti á móti þessu, þó aðrir hafi blómstrað. Aðstæður voru mjög góðar og veðrið frábært eins og alltaf í Kjósinni. Hér neðar á síðunni má sjá fullt af myndum frá þessu fallega móti.

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Sigurvegari í barnaflokki var hin bráðefnilega  Harpa S. Bjarnadóttir, Herði, á Dögun frá Gunnarsstöðum.

Unglingaflokkur:

1.      Leó Hauksson á Ormi frá Sigmundarstöðum.

2.      Lilja Ósk Alexandersdóttir á Þór frá Þúfu.

3.      Steinunn Reynisdóttir á Stakki frá Þúfu.

 

Kvennaflokkur:

1.      Guðríður Gunnarsdóttir á Fróða frá Hnjúki.

2.      Ólöf Ósk Guðmundsdóttir  á Sin frá Miðdal.

3.      Katrín Sif Ragnarsdóttir á Sprota frá Múla.

 

Karlaflokkur.

1.      Bjarni Kristjánsson á Vöku  frá Þorláksstöðum.

2.      Orri Snorrason á Mörtu frá Morastöðum.

3.      Haukur Þorvaldsson á Hrímey frá Kiðafelli.

 

Bestu kveðjur

Ískappreiðanefnd Adams.´

Haukur þenur ellilífeyrir Oddvitans á ísnum
 

31 janúar 2009

Fjölbreytt vetrarstarf framundan hjá Adam.

Þá er komið að því að kynna fjölbreytta og skemmtilega vetrardagskrá hjá hinu megaöfluga hestamannafélagi sveitarinnar. Fyrir áramótin stóð Adam fyrir fræðslukvöldi með Erling Sigurðssyni, sem tókst mjög vel og ekki var folaldasýningin í Boganum síðri.

 

Reiðnámskeið. 

Ef næg þátttaka fæst mun Adam standa fyrir almennu reiðnámskeiði í lok febrúar eða byrjun mars.  Kennari verður hinn eldhressi reiðkennari Erling Sigurðsson. Þeir sem hafa áhuga á að vera með  eru beðnir um að láta vita af því fyrir 10. febrúar, en það þarf 8-10 þátttakendur svo hægt sé að standa fyrir námskeiðinu sem yrði haldið í  Boganum. Þátttakendum yrði skipt í 2 hópa.  Áhugasamir hafi samband við Bjössa á Þúfu sem fyrst í síma 895-7745 eða senda póst á bjossi@icelandic-horses.is  Námskeiðsgjald verður kr. 22.000                      

 

Reiðvegagerð.                                                                                                               Stjórnin hefur ákveðið að halda áfram með reiðvegagerðina. Næsti er að klára reiðveginn frá Eyri norður að vegi númer 460, Miðdalsvegi/Eilífsdalsvegi. Félagið er þegar farið að undirbúa lagningu reiðvegarins. Þeir sem eru til í að vinna með Adam að lagningu þessa leggs eru beðnir að hafa samband við Pétur formann. Stefnt er að því að fara í þetta sem fyrst. Örstutt í reiðvegaefnið.

 

Vetrarleikar. 

 Félagið hefur ákveðið að standa fyrir ískappreiðum um leið og aðstæður leyfa.

Laugardaginn 14 febrúar verður haldið töltmót í Boganum að Þúfu. Mótið er ætlað fyrir hestamenn hér í Kjósinni eingöngu.  Við hvetjum hestamenn í sveitinni til að taka þátt og hafa gaman að.

Vetrarleikar verða haldnir laugardaginn 11 apríl á Flugbrautinni.

Firmakeppni Adams verður haldinn 1 maí.

Með vorinu hugum við svo að gæðingamóti og jafnvel úrtöku fyrir Fjórðungsmótið á Kaldármelum, sem 16 hestamannafélög standa að. Adamsfélagar eru hvattir til að gera sérstaklega vel við kynbótahross sín og mæta sterkir inn á mótið.

Kjósverjar, takið þátt í skemmtilegu félagsstarfi.  Ekkert kreppukjaftæði ,

Adam er í Paradís. 

Stjórn Adams.

 

 

3. apríl 2008

Úrtaka fyrir Landsmót hjá Adam.

 

Adam í Kjós heldur gæðingakeppni og úrtöku fyrir Landsmót Hestamannafélaga að Miðfossum 31. maí n.k.

Adam verður í hópi 5 félaga sem halda sameiginlegt mót. Þau eru auk Adams; Dreyri, Faxi, Glaður og Snæfellingur.

Adamsfélagar! Þjálfið nú að kappi.

Það er margt á prjónunum hjá Adam sem verður auglýst fljótlega.

Stjórn Adams.

 

 

 !4.október 2007

Hestamannafélagið Adam í Kjós leitar nú eftir aðstöðu fyrir starfsemi félagsins. Er einhver eða einhverjir reiðubúnir til að leggja til land undir skeiðvöll? Sjá mætti fyrir sér að í framtíðinni yrði byggt upp hesthúsahverfi einhverstaðar í Kjósinni og gæti það skapað viðskiptatækifæri fyrir viðkomandi, td í formi sölu lóða undir hesthús. Áhugasamir mættu endilega setja sig í samband við stjórn Adams:

 

                        Pétur B Gíslason Hvammsvík   s 893 1791  petur@hvammsvik.is

                        Björn Ólafsson  Þúfu               s 895 7745  bjossi@icelandic-horses.is

                        Haukur Þorvaldsson                s 848 7100  haukur@emax.is