Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

20. júní 2018

Kátt í Kjós 21. júlí

 

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin hátíðleg að venju laugardaginn 21. júlí.

 

Eins og á síðasta ári eru íbúar hvattir til að skreyta póstkassana sína og flottasti kassinn verður valinn. Boðið verður upp á rúlluskreytingar og fleira.

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar, Einar Tönsberg með gmailið: felagsg@gmail.com eða í gsm: 6595286.

 

Auglýsingabæklingur verður gerður og þeir sem vilja vera með í honum eru vinsamlegast beðnir að senda texta og myndir á netfangið gudny@kjos.is

 

Hugmyndir eru um að fá lánuð skemmtileg söfn, safnara  og hafa til sýnis í Ásgarði og fleira. 

 

Boðað er til fundar um verkefnið  fimmtudagskvöldið í Ásgarð 28. júní kl 20:30. Allir velkomnir með góðar hugmyndir að viðburðum og/eða vilja vera með opið hús hjá sér og kynna sína starfssemi.

 

meira...

20. júní 2018

Kvöldstund í Reynivallakirkju kl.20 – Laugardaginn 23. júní

 

 

Laugardagskvöldið 23. júní kl.20

verður íhugunarkvöldstund í Reynivallakirkju.

 

Jónsmessan og náttúran íhuguð í  kyrrð á björtu kvöldi.

Sóknarprestur þjónar.

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

 

Verið hjartanlega velkomin. 

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur

 

 

meira...

19. júní 2018

Ný hreppsnefnd Kjósarhrepps 2018-2022

 

 

Ný hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir kjörtímabilið 2018-2022

Frá vinstri:

Guðný Guðrún Ívarsdóttir, Karl Magnús Kristjánsson-oddviti,

Regína Hansen Guðbjörnsdóttir-ritari, Þórarinn Jónsson og

Sigríður Klara Árnadóttir-varaoddviti

 

 

Á fyrsta fundi var Karl Magnús Kristjánsson kjörinn oddviti, Sigríður Klara Árnadóttir var kjörin varaoddviti og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir kjörin ritari nefndarinnar.

 

Ákveðið var að auglýsa eftir áhugasömu fólki í nefndir.

Öðrum ákvarðanatökum var frestað til framhaldsfundar, sem verður haldinn

28. júní nk, kl. 10 í Ásgarði. 

Sjá fundargerð hreppsnefndarfundar nr. 182, undir Fundargerðir hér til vinstri.

 

Hér með er því auglýst með formlegum hætti eftir fulltrúum í eftirfarandi nefndir (drög að erindisbréfi viðkomandi nefndar fylgir með, þar sem má m.a. finna hlutverk nefndar).

 

Umsóknarfrestur í nefndir er til 27. júní nk.

Síminn á skrifstofu Kjósarhrepps er: 566-7100 og einnig er hægt að láta vita af sér á netfangið: kjos@kjos.is

 

 • Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd, erindisbréf HÉR
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd, erindisbréf HÉR
 • Skipulags- og byggingarnefnd, erindisbréf HÉR
 • Umhverfisnefnd, erindisbréf HÉR
 • Viðburðar- og menningarmálanefnd, erindisbréf HÉR

 

Núþegar hafa nokkrir áhugasamir einstaklingar haft samband og lýst yfir áhuga að starfa í nefndum á vegum hreppsins sem er þakkar vert, en allir sem hafa áhuga, búa yfir reynslu og þekkingu er hvattir til að láta vita af sér.

 

Með kærri þökk fyrir stuðninginn í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum

Hreppsnefnd Kjósarhrepps

 

 

meira...

12. júní 2018

17. júní í Kjósinni

                                                 

meira...

12. júní 2018

Dagskrá fyrsta fundar hreppsnefndar

 

Meðfylgjandi er dagskrá 1. fundar nýrrar hreppsnefndar Kjósarhrepps sem er boðaður föstudaginn 15. júní. 

Dagskrá

meira...

11. júní 2018

Reynivallakirkja fær andlitslyftingu

 

   Verið er að taka í gegn og mála Reynivallakirkju þessa dagana, á milli skúra.

Ragnar Gunnarsson, málari á Bollastöðum sér um verkið eins og síðustu árin. 

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta talsverð vinna og ekki fyrir lofthrædda.

 

  Reynivallakirkja mun fagna 160 ára vígsluafmæli á næsta ári.

Árið 1857 var torfkirkja á Reynivöllum, sem hafði verið byggð árið 1780, farin að láta verulega á sjá. Þáverandi sóknarprestur, séra Gísli Jóhannesson, var byrjaður að viða að sér efni í nýja timburkirkju sem þótti framtíðin. Einar Jónsson frá Brúarhrauni, snikkari í Reykjavík, var ráðinn yfirsmiður hinnar nýju Reynivallakirkju. Einar vann að byggingunni í 65 daga árið 1859 auk þess að smíða hurð og glugga kirkjunnar í Reykjavík. Með honum unnu að smíðinni Sigurður Sigurðsson, lærlingur hans og Jón Jónsson snikkari í Reykjavík. Auk þess vann Sigurður Ólafsson, smiður á Reynivöllum, að byggingu kirkjunnar í ársbyrjun 1860. Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Ingunnarstöðum, kom að smíðinni síðsumars 1861 og einnig Jóhannes Jónsson, snikkari í Reykjavík, sem lagið yfirþak á kirkjuna. Kostnaður við smíðina var 1.097 ríkisdalir og 42 skildingar. Ólafur Pálsson prófastur vísiteraði krikjuna 13. september 1860 og lýsti henni svo: "Kirkja þessi var í fyrra byggð að nýju og, eftir fengnu leyfi, færð miðju vegu milli kirkjugarðs og staðar. Er hún nú prýðilega vandað og snoturt timburhús".

Reynivallakirja hefur verið stækkuð tvisar síðan hún var vígð.

 

[Sr. Gunnar Kristjánsson, fyrrum sóknarprestur, tók sama í tilefni 150 ára vígslu kirkjunnar ]

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar

 

Svo er að bíða eftir uppstyttu Búið að grunna helminginn af þakinu

  

meira...

5. júní 2018

Hreinsunardagur í Kjós

 

Næstkomandi laugardag, 9. júní, stendur Veiðifélag Kjósarhrepps ásamt Hreggnasa, okkar leigutökum, fyrir hreinsunardegi við Laxá og Bugðu.

 

Tökum höndum saman við að gera fallegt svæði enn fallegra.

Áætlað er að hefjast handa kl. 10.00 og að hver fari með sínu landsvæði. Kl. 15.30 verður svo boðið upp grill og léttar veitingar í Veiðihúsinu.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að vera með.

 

 

 

Stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps og Hreggnasi

 

meira...

31. maí 2018

Auglýsing. Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun.

    Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur að fenginni heimild Skipulagsstofnunar samþykkt að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Kjósarhrepps skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.


Tillögunni er ætlað að leysa af hólmi gildandi Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005–2017.
Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Einnig má nálgast öll gögn aðalskipulagstillögunnar rafrænt hér að neðan.


Gögn á rafrænu formi:

 • Formleg auglýsing HÉR
 • Forsendur og umhverfisskýrsla  HÉR
 • Aðalskipulagið á korti HÉR
 • Flokkun landbúnaðarlands HÉR
 • Greinargerð með aðalskipulaginu HÉR
 • Fornleifaskráning  1 ,  2 ,  3 ,  4

 

 Tillagan er til kynningar frá 31. maí – 14. júlí 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Athugasemdir skulu berast fyrir 14. júlí 2018.


Skila skal athugasemdum skriflega til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans í Ásgarði, Kjósarhreppi, 276 Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is


Jón Eiríkur Guðmundsson,
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps. 

 

meira...

29. maí 2018

Plastgámar losaðir á morgun

 

Plastgámar verða losaðir á morgun miðvikudaginn 30. maí. 

Verktakinn gleymdi að láta vita fyrr en nú.

meira...

26. maí 2018

Sveitarstjórnarkosningar 2018 - aðalmenn & varamenn

  

Talningu er lokið. Niðurstaðan er þessi:

 

Aðalmenn:
1. Sigríður Klara Árnadóttir, 92 atkvæði
2. Karl Magnús Kristjánsson, 84 atkvæði
3. Þórarinn Jónsson, 75 atkvæði
4. Regina Hansen Guðbjörnsdóttir, 67 atkvæði
5. Guðný G. Ívarsdóttir, 55 atkvæði

 

Varamenn:

1. Guðmundur Davíðsson

2. Sigurþór Ingi Sigurðsson

3. Sigurbjörn Hjaltason

4. Einar Tönsberg

5. Maríanna H. Helgadóttir

 

 

 

 Á kjörskrá voru 87 konur og 95 karlar, alls 182 einstaklingar.

 

Alls kusu 67 konur og 74 karlar, eða 141 í heildina.  Kjörsókn: 77,47%

Auðir seðlar: 3

Ógildir seðlar: 3

 

 

 

Kjörstjórn Kjósarhrepps

 

meira...

24. maí 2018

Fundur í Félagsgarði í Kvöld

 

Frambjóðendur (10 af 181 sem eru á kjörskrá)  munu standa fyrir kynningafundi í Félagsgarði í Kjós, næstkomandi fimmtudagskvöld, 24. maí,  kl. 20:00.  Kjósendur í hreppnum eru hvattir til að fjölmenna  á fundinn til að ræða sveitarstjórnarmálin, kynnast frambjóðendum og þeirra áherslum.   

Boðið verður upp á kaffi og sætindi. 

 

Með bestu kveðjum, frambjóðendur í Kjósarhreppi.

meira...

22. maí 2018

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps.

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar.

 

Kjörstaður vegna sveitarstjórnarkosningar  í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 26. maí  n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12:00-20:00. 

Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað.

Í Kjósarhreppi eru 181 á kjörskrá.

 

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.

 

Talning atkvæða fer fram í Félagsgarði og hefst kl 21:00

 

Kjós 22. maí  2018

Kjörstjórn Kjósarhrepps  

                                                                                                                                         Ólafur Helgi Ólafsson formaður

UnnurSigfúsdóttir         

Karl M Kristjánsson

 

 

meira...

18. maí 2018

Fréttir af hitaveitunni

Stjórn KV og starfsmenn, f.v.: Karl Magnús Kristjánsson Eystri-Fossá ritari, Magnús Sigurðsson, Hlíð Eilífsdal meðstjórnandi, Kjartan Ólafsson rekstrarstjóri kerfis, Pétur Guðjónsson Bæ stjórnarformaður, Guðmundur Davíðsson Miðdal meðstjórnandi, Sigurður Ásgeirsson Hrosshóli meðstjórnandi og Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdastjóri.

 

 

Nú er farið að vora í Kjósinni (svona næstum því) og jarðvinna á vegum hitaveitunnar farin af stað aftur.
Hörður Úlfarsson, Gröfutækni mætti í Kjósina í síðustu viku til að klára frágang, vinna við lagfæringar á vegum / slóðum / lagnaleiðum, sem víða láta á sjá eftir harðan vetur. Auk þess mun hann fara í að leggja nýjar heimæðar sem sótt hefur verið um í vetur á hans svæði.

Jón Ingileifs sem sá um þéttu frístundahúsahverfin verður á ferðinni um mánaðarmótin júní / júlí að leggja nýjar heimæðar á því svæði sem hann var með.

 

Þeir sem hafa huga á því að fá hitaveitulögn til sín í sumar er bent á að fylla út umsókn sem fyrst:   UMSÓKN UM HITAVEITU  og koma á skrifstofu Kjósarveitna í Ásgarði, einnig er hægt að skanna inn útfyllta umsókn og senda í tölvupósti á netfangið: sigridur@kjos.is  

 

Nú eru alls 68 íbúðarhús farin að nota heita vatnið eða 87% af þeim sem komin eru með rörin upp að húsi, en bara 40% af frístundahúsunum eða  alls 151 frístundahús.

Vakin er athygli á undirsíðunni Píparar og tilboð, nokkrir píparar á þeim lista hafa haft samband og látið vita að þeir geti bætt við verkefnum.  

 

Aðalfundur Kjósarveitna ehf (KV) var haldinn sunnudaginn 13. maí sl.

Um leið og stjórn KV þakkar Jóni Bjarna Bjarnasyni, formanni sumarhúsafélagsins í Norðurnesi fyrir góð störf, er boðinn velkominn í stjórn KV,  Magnús Sigurðsson, formaður sumarhúsafélagsins Valshamri, Eilífsdal, f.h. frístundahúsaeigenda í Kjósarhreppi.

 

Með hlýjum kveðjum,

Sigríður Klara Árnadóttir, sigridur@kjos.is, GSM: 8410013

Kjartan Ólafsson, kjartan@kjos.is, GSM: 8532112

 

 

meira...

17. maí 2018

20 ára afmæli Kaffi Kjós um Hvítasunnuhelgina

 

Laugardagur 19.maí er afmæliskaffi frá kl. 14:00  - 17:00.  Blaðrarinn mætir og gerir fígúrurnar sínar.

*************************************

Sunnudagskvöld  20.maí  mætir Ingó veðurguð á pallinn og spilar frá kl. 21:00 - 23:00.  

                        ALLIR VELKOMNIR

HERMANN OG BIRNA

 

meira...

17. maí 2018

Fuglafræðsla UMF Drengs

 

Fuglafræðsla UMF Drengs verður á morgun, föstudaginn 18. maí, mæting við Kaffi Kjós kl. 19:00. Klæðið ykkur eftir veðri og munið eftir að gott er að hafa kíki.

 

Stjórnin

meira...

17. maí 2018

Göngumessa á Hvítasunnudag kl. 14

 

  Göngumessa fyrir báðar sóknir

(Reynivalla- og Brautarholtssóknir) verður á

Hvítasunnudag kl. 14.

 

Gengið verður frá Brautarholtskirkju á Kjalarnesi að Fólkvangi þar sem boðið verður upp á kaffi.

 

Umsjón Sigríður Pétursdóttir varaformaður sóknarnefndar Brautarholtskirkju og sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur Reynivallaprestakalls.

Guðmundur Ómar Óskarsson leiðir góða sálma- og sumarsöngva ásamt kirkjukór sóknanna.

Gangan er létt og við hæfi flest allra. Gerð verða sjö stutt íhugunarstopp.

 
Fyrirhugað er að endurtaka leikinn frá Reynivallakirkju að ári.


Gerðar hafa verðið ráðstafanir til að skutla aftur að kirkju til að sækja bíla þangað! 

 

 

meira...

16. maí 2018

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

 

Kjörskrá fyrir Sveitarfélagið Kjós  vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 mun liggja frammi á skrifstofum Kjósarhrepps að Ásgarði  frá og með 16. maí 2018 til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar frá kl. 09:00 -16:00 alla virka daga.

 

meira...

15. maí 2018

Frambjóðendur 2018 í Kjósarhreppi

 

Búið er að setja upp vefsíðu "Kosningar 2018" hér til vinstri á síðunni  www.kjos.is  fyrir frambjóðendur til setu í hreppsnefnd Kjósarhrepps næstu fjögur árin. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sig og sínar hugmyndir þar eru vinsamlegast beðnir um að senda þær á pdf formi á  gudny@kjos.is   Lesendur geta síðan klikkað á nafn frambjóðanda og lesið áherslur hans.

meira...

8. maí 2018

Leiðarljós - upphaf og staða framkvæmda

 

Þegar sú ákvörðun var tekin af hreppsnefnd Kjósarhrepps að leggja hitaveitu um sveitarfélagið þótti ekki annað koma til greina en að ráðast  í að leggja ljósleiðararör samhliða hitaveitulögnum, þó svo að í upphafi hafi verið vitað að tengingu þyrfti að sækja um langa leið yfir í annað sveitarfélag. Lesa má meira  HÉR

meira...

8. maí 2018

Framboð í Kjós

 

 

Engir framboðslistar bárust kjörstjórn í Kjósarhreppi í framboðsfresti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí næstkomandi og verður því um persónukjör að ræða í sveitarfélaginu.

 

Nú er skorað á áhugasama kröftuga einstaklinga með lögheimili í Kjósarhreppi að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í sveitarfélaginu.

 

Ákveðið hefur verið að bjóða þeim aðilum sem hyggjast bjóða sig fram til setu í hreppsnefnd Kjósarhrepps á næsta kjörtímabili að birta kynningu um sig og stefnumál sín á heimasíðu hreppsins, kjos.is.   Sérstök síða mun verða sett upp á heimasíðunni í tilefni af sveitarstjórnarkosningunum.  Frambjóðendur munu einnig vera aðstoðaðir af hálfu hreppsins við að senda út dreifibréf með kynningarefni.

 

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við sveitarstjóra á skrifstofu Kjósarhrepps eða í gegnum netfangið gudny@kjos.is sem fyrst eða fyrir 15. maí.

 

meira...

8. maí 2018

Þriðja grein Sigurbjörns

 

Þriðja grein Sigurbjörns Hjaltasonar Kiðafelli um málefni sveitarfélagsins má lesa HÉR

 

Nauðsynlegt þykir að leiðrétta strax að frístundastyrkurinn er ekki kr. 25.000.- á ári heldur kr. 50.000 og hefur verið það frá 2014. Ferðastyrkurinn er kr 70.000.- á ári.

meira...

8. maí 2018

Auglýsing frá UMF Dreng

 

Nýtt og spennandi frá UMF Dreng í Kjós

Fuglafræðsla í maí. Nánar um málið HÉR  

meira...

7. maí 2018

Frá Veiðifélagi Kjósarhrepps

 

Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á aðalfundi Veiðifélags Kjósarhrepps sem haldinn var 3. maí sl.

 

Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps haldinn í Veiðihúsi félagsins 3. maí 2018 mótmælir stefnuleysi stjórnvalda þegar kemur að laxeldi í sjó. Veiðifélag Kjósarhrepps krefst þess að íslenski laxastofninn verði verndaður fyrir allri kynblöndun við eldislax sem verður ekki gert öðruvísi en með notkun ófrjórra stofna eða ræktun í lokuðum kerfum í sjó eða á landi.

 

Nýlegar rannsóknir hafa staðfest erfðablöndun eldislax og villtra stofna í nágrannalöndum okkar og neikvæð langtímaáhrif á ýmsa eiginleika villtu stofnanna. Nú þegar hefur umtalsvert magn af norskum eldislaxi sloppið úr kvíum við Íslandsstrendur og Hafrannsóknarstofnun hefur staðfest kynblöndun hans við íslenska stofninn . Íslenskur lax er fjarskyldur öðrum Atlandshafslaxi og hafa íslenskar stofnerfðarannsóknir leitt í ljós leitt í ljós að hver á hefur sinn stofn. Veiðifélagið telur óásættanlegt að stofna þessum fjölbreytileika í hættu með ræktun á frjóum eldislaxi í sjókvíum.

 

Veiðifélag Kjósarhrepps  skorar á umhverfisráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, að beita sér í þessu máli þannig að sérstaða íslenska laxastofnsins verði tryggð.

 

Fyrir hönd Veiðifélags Kjósarhrepps

Guðmundur Magnússon, formaður

 

 

meira...

7. maí 2018

Rafmagnslaust fram undir morgun 9. maí

 

  Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi aðfaranótt 09.05.2018

frá kl 03:00 til kl 05:00

vegna vinnu Landsnets í aðveitustöð Brennimel.

 

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi

í síma 528 9390.

 

meira...

7. maí 2018

Engir listar komu fram í Kjósarhreppi

 

Samkvæmt upplýsingum frá formanni kjörnefndar Kjósarhrepps kom enginn listi fram fyrir kl 12:00 þann 5. maí sl.

 

Kosning fulltrúa í hreppsnefnd Kjósarhrepps verður því óbundin í kosningunum til sveitarstjórna þann 26. maí næst komandi.

 

Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á þeim tíma sem embættið er opið þ.e. frá kl. 8:30 til 15:00 á virkum dögum.  Einnig verður opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00.

 

Eftir 10. maí fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla 2018  eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 2. hæð vesturenda. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.

Lokað er á uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí.

 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.kosning.is

 

meira...

27. apríl 2018

Auglýsing til "heldri borgara"

 

Næsta miðvikudag, 2. maí býður Kjósarhreppur og Reynivallasókn, Kjósverjum 67 ára og eldri, nær og fjær að koma saman og gera sér glaðan dag.

Við fáum góða gesti í heimsókn úr öflugu safnarðarstarfi aldraðra í Neskirkju.

Samveran hefst upp í Reynivallakirkju kl. 14:30, þar sem sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur og Sigríður Klara formaður Reynivallasóknar taka á móti gestum.Í kjölfarið verður farið í Ásgarð til að hressa sig með kaffisopa og kruðeríi.

Allir velkomnir og brottfluttir Kjósverjar hvattir til að fjölmenna

meira...

26. apríl 2018

Gleðifréttir frá Kjósarveitum

 

Kæru sveitungar og viðskiptavinir Kjósarveitna.
Það hefur ekki farið fram hjá stjórn Kjósarveitna að einhverjir sveitungar hafa örlitlar en sem betur fer óþarfar áhyggjur af stöðu og rekstri fyrirtækisins. Þeir hafa haft samband við stjórnarmenn í framhaldi af nýbirtum  ársreikningi og spurt hvað tölurnar í honum þýði. Satt að segja er staðan og framtíðin björt.

Hér verður varpað skýru ljósi á framkvæmdirnar, kostnað við framtakið, skuldastöðu og rekstrarhorfur Kjósarveitna.


Þegar við gerðum áætlanir fyrir framkvæmdina árið 2015 með aðstoð öflugra ráðgjafa um framkvæmdir og rekstur benti allt til að þetta yrði framkvæmd upp á ríflega milljarð króna þegar allt væri talið. Borun fyrir heitu vatni, framkvæmdir við stofnlagnir og heimæðar, eftirlit með framkvæmdum, samningagerð við landeigendur og fjármálafyrirtæki og samskipti við stofnanir og ráðuneyti varðandi styrki o.fl. Ekki mátti gleyma fjármagnskostnaði á framkvæmdatímanum. Bókfært tap 2016 og 2017 er hluti af fjárfestingunni, óhjákvæmilegur kostnaður við rekstur á uppbyggingartímanum sem eins hefði mátt eignfæra sem fjárfestingu. Góðu fréttirnar eru að áætlanir okkar um kostnað stóðust nokkuð vel. Sumt varð dýrara en annað ódýrara þótt vandað væri til framkvæmdanna. Frábær árangur. 

Hvernig í ósköpunum tókst að fjármagna rúman milljarð hjá Kjósarveitum, sem lítið sveitarfélag stendur á bak við?

Lausnin byggðist á fjórum stoðum: Framlagi hreppsins, stofngjöldum notenda, styrki frá ríkissjóði og loks lántöku fyrir því sem vantaði til að fjármagna ævintýrið að fullu. 
Framlag hreppsins í borholum og landi var 168 milljónir (hlutafé).
Góð þátttaka eigenda íbúðarhúsa, fyrirtækja og sumarhúsa skipti gríðarlegu máli til að gera framkvæmdina gerlega. Við höfðum reiknað út að það þyrfti þátttöku nær allra íbúðarhúsa og 60% sumarhúsa svo  verkefnið væri mögulegt. Þátttaka íbúa er orðin 93% og sumarhúsa 73%. Þetta er umfram björtust vonir. Komnar voru 375 milljónir í stofngjöld í lok síðasta árs og meira kemur á þessu ári.
Ríkið greiðir veitunni styrk fyrir hvert  íbúðarhús sem tengist veitunni. Það jafngilti 12 faldri árlegri niðurgreiðslu á rafmagnsnotkun fyrir hvert hús, sem hættir að fá styrki. Stjórn Kjósarveitna beitti sér fyrir því að Alþingi samþykkti hækkun á styrknum um 33% í 16 falda árlega niðurgreiðslu. Um áramót var kominn styrkur að fjárhæð 152 milljónir og stefnir hann í 190 milljónir.

Glöggir sjá að nettóskuldir Kjósarveitna voru um 435 miljónir í árslok. Þegar vatnið var farið að renna gerði stjórn Kjósarveitna um mitt síðasta ár drög að 10 ára rekstraráætlun.  Fyrstu tvö árin ætla að standast, reyndar stefnir árið 2018 í að gera heldur betur enda vildi stjórnin sýna fyllastu varkárni í áætlanagerðinni. Þann 24. apríl sl. var langtímafjármögnun lokið að fullu. Lánastofnanir treysta okkur og áætlununum. Það tókst að semja um stórlækkun vaxta og hóflega greiðslubyrði. Langtímalánin verða nærri 450 milljónir og lánstíminn um 16 ár. Kjósarveitur munu,  ef ekkert óvænt gerist,  eiga auðvelt með að standa undir öllum gjöldum þar á meðal vöxtum og afborgunum og gætu átt skuldlausa virkjun eftir 15 ár.

  Ekki má láta hjá líða að nefna þýðingu þess að stjórnin og starfsmenn Kjósarveitna stóðu saman sem einn maður alveg frá upphafi. Sama á við um hreppsnefndina alla. Aldrei stóð á stuðningi við verkefnið. Samstaðan var fyrir öllu. Aldrei kom hik á undirbúning og framkvæmdir. Hröð og fumlaus framkvæmd hefur lækkað vaxtagreiðslur og tryggt bjarta framtíð.

 

Til hamingju með flottu hitaveituna Kjósverjar!

Stjórn Kjósarveitna

 

 

meira...

25. apríl 2018

Viltu verða betri reiðmaður?

 

Fræðslufyrirlestur sem vera átti  10. apríl 2018 verður fimmtudagskvöldið 3. maí í Ásgarði og hefst kl 20:30.

Susana Sand Ólafsdóttir mun fræða okkur um hvernig hún nýtir sér reynslu sína af Andalúsíu hestum yfir í þjálfun íslenska hestsins og hvernig við getum orðið betri reiðmenn !                                    

Aðgangseyrir er 2.000 kr, ath. ekki er posi á staðnum.

 

Allir hjartanlega velkomnir

Opið öllum sem hafa áhuga að koma og fræðast.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adam í Kjós

 

meira...