Kjósarhreppur - Myndir

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu sorps í Kjósarhreppi

 

1. gr.
Kjósarhreppur mun á árinu 2019 innheimta gjald fyrir sorphirðu í sveitarfélaginu eins og nánar er kveðið á um í gjaldskrá þessari.
2. gr.
Sorphirðugjald, utan grunngjalds, miðast við stærð íláta og tæmingu á minnst tveggja vikna fresti. Vegna sumarhúsa og vegna lögbýla er lagt á sérstakt sorpgjald án tillits til stærðar íláta eða tæmingar. Íbúðarhús eða rekstur sem ekki eru með tunnu greiða skv C-lið í gjaldskrá.

3. gr.
Árið 2019 verður sorphirðugjald sem hér segir:

 

Stærð íláta

 

 

Álagning 2019

A1. Sorpgjald 240l. tunna                              

 

 

Kr.  31.956

A2. Sorpgjald 360 l.

 

 

Kr.  37.408

A3. Sorpgjald 660 l.

 

 

Kr.  53.271

B.   Sumarhús

 

 

Kr. 13.497

C.   Rekstur 

Sorpgj. án tunnu

Grunngjald

 

 

Kr. 18.434

Kr  17.850

Kr. 3.675

 

 

 

 

 

 

 

 

 

4. gr.
Af skráðum fasteignum í sveitarfélaginu skal greiða grunngjald óháð stærð íláta og án tillits til tæmingar. Eigandi fasteignar greiðir sorphirðugjald nema um leigujarðir, leigulóðir eða önnur samningsbundin jarðaafnot sé um að ræða. Þá greiðist sorphirðugjaldið af ábúanda eða notanda. Eigendur jarða, ábúendur eða notendur, greiða eitt gnunngjald enda séu skráðar fasteignir tilheyrandi jörðinni í umráðum sama eða sömu aðila og jörðin. Heimilt er að leggja sorpgjald samkvæmt flokki C á allar jarðir í sveitarfélaginu óháð því hvort búseta sé á jörðinni eða ekki og óháð því hvort rekstur sé á jörðunum eða ekki.
5. gr.
Sorphirðugjald skal álagt og innheimt með fasteignasköttum og öðrum fasteignagjöldum og nýtur gjaldið lögveðs í fasteign þeirri, sem það er lagt á sbr. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 7. gr.  laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. 6. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps þann 27. nóvember 2018 sbr. heimild í 8. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi nr. 30/2007, sbr. lög nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og tekur hún gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
 
Kjósarhreppi 1. mars 2019.
 
Karl M. Kristjánsson oddviti