Kjósarhreppur - Myndir

 

 

Árið 2009 er heimgreiðslan Kr. 36.800 á mánuði 

        2010, 2011,2012,2013,2014,2015,2016,2017,2018  kr. 40.000.- á mánuði

 

 

Reglur Kjósarhrepps um heimagreiðslu til foreldra

 

1.gr.

Skilgreiningar.

Sveitarstjórn Kjósarhrepps setur reglur þessar, um að allir foreldrar og forráðamenn barna fái greiðslur frá lokum fæðingarorlofs þar til barn hefur leikskólavist eða verður 3ja ára. Hámarksupphæð heimagreiðslu er kr. 40.000.- á mánuði fyrir hvert barn.

Upphæðin endurskoðast ár hvert við gerð fjárhagsáætlunar.

 

2.gr.

Skilyrði.

Greiðslur eru bundnar því að barn sé með lögheimili og aðsetur í Kjósarhreppi.

Foreldrar eða forráðamenn eiga rétt á greiðslu þegar barn nær 9.mánaða aldri.

Nefndir aðilar sem eiga að einhverjum ástæðum ekki rétt á fæðingarorlofi í níu mánuði geta sótt sérstaklega um að fá greiðslu frá 6 mánaða aldri barnsins.

Heimagreiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári.

Greiðsla fellur niður þegar barn nær 3ja ára aldri eða hefur dvöl á leikskóla.

 

3.gr.

Afgreiðsla.

Sækja þarf um heimagreiðslu á sérstöku umsóknareyðiblaði á skrifstofu Kjósarhrepps.

Réttur til greiðslu skapast í þeim mánuði sem sótt er um, ekki er um afturvirkar greiðslur að ræða.

Greiðslur eru eftirágreiddar fyrir einn mánuð í senn.

 

4.gr.

Viðurlög.

Verði um ofgreiðslu að ræða áskilur sveitarsjóður Kjósarhrepps sér rétt til endurgreiðslu, sé ofgreiðsla á grundvelli þess að umsækjandi hafi  gefið upp rangar upplýsingar eða hann hafi ekki tilkynnt um breytingar á högum sínum sem hafa áhrif á rétt til greiðslu.

 

Reglurnar voru yfirfarnar og samþykktar af hreppsnefnd Kjósarhrepps á fundi hennar þann 4. september 2018