Kjósarhreppur - Myndir

 

Samþykkt

varðandi umgengni um lóðir og lendur í Kjósarhreppi

1.gr.
Eiganda eða umráðamanni húss, girðinga og annara mannvirkja er skylt að halda eignum vel við og halda lóðum og lendum hreinum og snyrtilegum.

2.gr.
Óheimilt er að skilja eftir á víðavangi, flytja, dreifa eða geyma lausamuni á þann hátt að valdið geti slysum, mengun eða lýti í umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti svo sem bílflök, bílhluta, kerrur, vélar, tæki, landbúnaðarplast, byggingaefni, báta og annað sambærilegt.

3.gr.
Tæki og hluti sem ekki eru í almennri eða stöðugri notkun skal geyma þannig að nágrannar og vegfarendur hafi ekki ama af . Bifreiðar og annar vélbúnaður skulu geymd á þar til gerðum stæðum.

4.gr.
Þeir sem annast flutninga á almannafæri skulu haga þeim þannig að ekki valdi óþrifnaði.

5.gr
Um eftirlit samkvæmt samþykkt þessari fer samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr 7/1998, með síðari breytingum.

6.gr.
Með brot gegn samþykkt þessari, valdsvið, þvingunarúrræði, málsmeðferð, úrskurði og viðurlög skal farið samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

7.gr.
Samþykkt þessi er samþykkt var af sveitarstjórn Kjósarhrepps 3.nóvember 2003, staðfestist hér með samkvæmt 25.gr laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með áornum breytingum og öðlast gildi þegar við birtingu. 9.desember 2002.