Kjósarhreppur - Myndir

Samþykkt um úthlutun fjármagns til reið-og göngustíga.

 

1.      grein.

Markmið samþykktar þessarar er að stuðla að gerð reið- og göngustíga í Kjósarhreppi og tryggja að ráðstöfun fjár sé í samræmi við skipulag og gagnsæja stjórnsýsluhætti.

 

 

2.      grein.

Við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert fyrir sveitarsjóð Kjósarhrepps er tekin ákvörðun um ráðstöfun fjár til reiðvega- og göngustígagerðar. Fjárhæðin telst til ráðstöfunarfjár Umhverfis- og ferðamálanefndar. Tillögur nefndarinnar á grundvelli umsókna skulu færðar í gerðarbók og skulu staðfestar af hreppsnefnd.

 

3.      grein.

Þeir sem óska eftir framlagi til fyrrgreindra verkefna skulu sækja um það skriflega til nefndarinnar og gera grein fyrir mótframlagi sínu til verksins, sem skal nema helmingi kostnaðar, og öðrum þeim atriðum sem nefndin telur að nauðsynlegt sé að komi fram. Ekki eru veittir styrkir nema að uppfylltum skilyrðum 4. greinar. Nefndin getur gert tillögur um ráðstöfun fjármagns til sérstakra verkefna sem falla að markmiðum þessarar samþykktar.

 

4.      grein.

Til að framlag, samkvæmt samþykkt þessari sé greitt út, þarf að liggja fyrir samþykki þinglýsts eiganda fasteignar, að framkvæmin sé gerð með hans samþykki, þ.e.a.s. ef hún er utan veghelgunarsvæðis og ekki inni á Aðalskipulagi. Þá þarf einnig að liggja fyrir samþykki um að Aðalskipulagi verði breytt við næstu endurskoðun þess til samræmis við framkvæmdina. Þeir sem hljóta framlag samkvæmt ofangreindu eru skuldbundnir til að sjá til þess að stígurinn sé hindrunarlaus og opinn almenningi til réttmætrar notkunar.

 

Samþykkt í hreppsnefnd Kjósarhrepps 10. desember 2007