Kjósarhreppur - Myndir

Upplýsingar til íbúa og sumarhúsaeigenda í


 

Kjósarhreppi um fyrirkomulag sorphirðu og

stefnumörkun sveitarstjórnar.

 

1.
Stefnumörkun þessi var lögð fram í hreppsnefnd Kjósarhrepps og byggir á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi nr. des/2006
 
2.
Markmið stefnumörkunnar þessarar er að:
 
Ø      Tryggja reglubundna söfnun sorps í sveitarfélaginu.
 
Ø      Stuðla að, með verðlagningu þjónustu, að söfnun og flokkun sorps verði skilvirk.
 
 
Ø      Stuðla að, að kostnaður íbúana og sveitarsjóðs vegna meðhöndlunar úrgangs verði sem     minnstur.
 
3.
Sveitarstjórn er heimilt að leggja á sorpgjald á öll heimili, sumarhús og rekstraraðila.
Leitast skal við að skipting gjaldsins taki mið að raunverulegum útgjöldum sveitarsjóðs hvers flokks fyrir sig. Þá er sveitarstjórn heimilt að leggja á grunngjald á alla flokka til að standa undir sameiginlegum kostnaði.
Gjald- flokkarnir eru fjórir.
Samkvæmt sanngjörnum útreikningi er gerð tillaga um að sorpgjöld verði með eftirfarandi hætti fyrir árið 2007
A . I Heilsárshús með tunnu:                        
A 1. 240 ltr. ílát.           11.300      +grunngj.   samtals;      13.500
 
A 2. 360 ltr. ílát.           13.500      +grunngj.   samtals;      15.700                  
       
A 3. 660 ltr. ílát.           20.000      +grunngj.   samtals;      22.000                   
 
B  Sumarhús                1.950.      + grunngj. samtals;        4.150.                         
 
C  Rekstraraðili.        10.000 + grunngj. samtals;       12.200                          
 
D  Grunngj.                    2.200
 
 Grunngjald er lagt á öll íbúðarhús, sumarhús og rekstraraðila
 
  Verðin eru reiknuð út miðað við 50% raunkostnaðar hvers flokks ársins 2006.
 
Uppgefin verð eru því aðeins helmingur þess kostnaðar sem sorphirða í Kjósarhreppi  nam ári 2006 
 
 4.
Sveitarstjórn ákveður ár hvert við gerð fjárhagsáætlunnar hvert gjaldið skuli vera á
 
hvern flokk. Ný gjaldskrá er auglýst árlega
Ekki er heimilt að leggja samtals á, hærri gjöld en sem nemur bókfærðum kostnaði sveitarsjóðs á  undanliðnu ári.
 
5.
Sveitarfélagið leggur til móttökustað fyrir úrgang. Þar geta allir fasteignaeigendur og rekstraraðilar í sveitarfélaginu afsett úrgang.
Aðilum utan sveitarfélagsins er óheimill aðgangur að móttökustað.
Öllum notendum móttökustaðar er skillt að flokka úrgang í viðeigandi gáma.
 
 
 
 
 
 
Á mótökustað við Hurðabaksholt er sorp flokkað í eftirfarandi flokka :
 
Flokkar sem ekki bera förgunargjöld:
Járn.                                             Plast og gúmmíefni
Drykkjarumbúðir.                        Mjólkurfernur
Bylgjupappi                                 Pappír
Spilliefni, málingardósir, rafgeima, úrgangsolíur og rafhlöður
 
 
Flokkar sem  bera förgunargjöld:
Grófur úrgangur, óflokkaður                              Málað timbur.
Ómálað timbur, alls ekki annað.                         Heimilissorp.
 
Ekki er ætlast til að garðaúrgangur jarðvegur og steinbrot berist á móttökustað, heldur afsetjist til moltugerðar heimafyrir og á stöðum sem lagðir eru til af landaeigendum í samvinnu við sumarhúsafélög.
 
6.
Íbúðarhús:
Sveitarfélagið leggur til sorpílát við íbúðarhús. Stærð ílátanna fer eftir óskum hvers húseiganda og er gjaldskrá samin með tilliti til stærðar. Ílátin eru á ábyrgð húseiganda.
Losun er reglubundin og miðast gjaldskrá við að losað sé á tveggja vikna fresti.
 
7.
Sumarhús:
Sveitarfélagið leggur til staðbundna sorpgáma undir heimilissorp allt árið þar sem sumarhús eru 20 eða fleiri í samfeldri byggð.
Þar sem um ræðir dreifðari byggð skal staðsetja sorpílát á tímabilinu frá 15. apríl til 15. september. Miða skal við að um hvert ílát sé a.m.k.8 sumarhús. Hver sumarhúsaeigandi á rétt á að setja heimilissorp í það ílát sem næst er að undanskildu ílátum við íbúðarhús.
 
 
 
8.
Rekstraraðilar:
Sveitarfélagið leggur rekstraraðilum ekki til sorpílát umfram þau sem eru á móttökustað.
Kjósi rekstraraðilar að hafa sorpílát þar sem rekstur fer fram getur sveitarstjórn haft milligöngu um útvegun íláts og losun á kostnað rekstraraðila en urðunarkostnað  greiðir sveitarsjóður. Eingöngu er heimilt að setja í slík ílát pressanalegt sorp.
 
9.
Gerður hefur verið samningur um söfnun heyrúlluplasts, plasts og gúmmíefna við söfnunarfyrirtæki. Fyrirtækið leggur til gáma undir efnin heim á bæjum. Greidd er tiltekin uppaæð fyrir hvert kíló afhents efna, sem á að standa undir kostaði við söfnun.
 
 
 
 
 
Markmið sveitarstjórnar Kjósarhrepps.
.
Á árinu 2007 skal innheimt sorpgjald sem nemur 50% þess kostnaðar sem féll til samkvæmt reikningum sveitarsjóðs 2006 vegna sorphirðu og förgunar.
 Hlutfall þetta hækkar í 60% á árinu 2008, í 70% á árinu 2009 og í 80% árið 2010. Ávallt skal miða við kostnað undanliðins árs.
 
 
Þetta leiðir til þess að sorpgjöld hækka um 10% á ári ef miðað er við núverandi kostnað.
Ef hinsvegar tekst að bæta meðhöndlun úrgangs og lækka kostnað geta sorpgjöld staðið í stað eða lækkað.