Fara í efni

Samþykkt á óverulegri breytingu aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029

Deila frétt:

Samþykkt á óverulegri breytingu aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. júlí 2021, tillögu á breytingu Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029, sbr. 2 mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyta á afmörkun landnotkunarreits frístundabyggðar F15c, skógræktar- og landgræðslusvæðis SL2 og landbúnaðarsvæðis, í landi möðruvalla 1.

Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun frístundabyggðarinnar, þar sem afmörkun hennar var ekki breytt til samræmis við stofnaðar frístundalóðir við endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029, en lóðirnar voru stofnaðar í kringum 2006.

Sveitarstjórn telur að breytingin hefi ekki veruleg áhrif á landnotkun eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila, eða hafa áhrif á stór svæði. Núverandi frístundabyggð er um 9 ha, en stækkar um 1,5 ha og verður í heild sinni 10,5 ha að stærð. Núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði er um 34 ha, en minnkar um 4 ha og verður 30 ha. Í framhaldi af staðfestingu óverulegrar breytingar aðalskipulags í landi Möðruvalla 1, verður tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna auglýst.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps.

 

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps