Fara í efni

Laus störf

Byggingar- og skipulagsfulltrúi

Leitað er að öflugum og hæfum einstaklingi í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi. Byggingar- og skipulagsfulltrúi fer með framkvæmd byggingar- og skipulagsmála samkvæmt lögum. Einnig sinnir viðkomandi verkefnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar, ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra. Um er að ræða 80% starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Móttaka skipulags- og byggingarerinda
 • Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
 • Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
 • Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa
 • Umsagnir vegna útgáfu rekstrar- og/eða starfsleyfa
 • Yfirferð uppdrátta
 • Skráning fasteigna og stofnun lóða
 • Umsjón með skjalavistun skipulags- og byggingarmála og rekstri gæðakerfis byggingarfulltrúa.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu uppfylla menntunar- og hæfniskröfur skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
 • Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Iðnmenntun í byggingariðnaði er kostur.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
 • Góð almenn tölvukunnátta.

Kjósarhreppur er dreifbýlishreppur í nágrenni við Reykjavík. Íbúar þess eru um 260 og er víða skipulögð sumarhúsabyggð. Kjósin þykir státa af fallegu landslagi og náttúrufegurð sem er víða ósnortin en að öðru leyti er hún skipulagt landbúnaðarsvæði. Þar fyrirfinnst ein elsta kirkja landsins og einnig hið þekkta félagsheimili Ungmennafélagsins Drengs, Félagsgarður. Helstu upplýsingar um Kjósarhrepp má finna á www.kjos.is.

Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.

Getum við bætt efni þessarar síðu?