Fara í efni

Grunn- og leikskóli

Skólamál

Flest börn úr Kjósinni fara í Klébergsskóla á Kjalarnesi.
Klébergsskóli er elsti starfandi grunnskóli í Reykjavík og var elsta bygging skólans tekin í notkun 19. október 1929. Það húsnæði er enn í notkun. Skólinn er staðsettur rétt ofan við Kléberg á Kjalarnesi. Nemendur sem sækja skólann koma úr  Kjalarnesi og Kjósarhreppi og þjónar Klébergsskóli því tveimur sveitarfélögum, Reykjavíkurborg og Kjósarhreppi. Skólabílar aka þeim nemendum í skólann sem búa utan Grundarhverfis, hvort sem það er á Kjalarnesi eða í Kjósarhreppi.

Með samningi ÍTR og Menntasviðs Reykjavíkur færðist starfsemi ÍTR á Kjalarnesi undir Klébergsskóla. Þar er um að ræða Íþróttamiðstöðina á Klébergi og Klébergslaug, Frístundaheimilið Kátakot og Félagsmiðstöðina Flógyn.
Leikskólinn Berg kom einnig undir hatt Klébergsskóla þ.e. stjórnun hans þann 1. september 2016.
Í Klébergsskóla er starfræktur tónlistarskóli, Tónlistarskólinn á Klébergi og sækja tónlistarnemendur námið á skólatíma aðallega.

Símar:
Klébergsskóli skrifstofa: 566 6083
Frístundaheimilið Kátakot: 566 6083 (á skrifstofutíma) og farsími: 664 8270
Umsjónarmaður skólahúss: 664 8272
Íþróttamiðstöðin á Klébergi og Klébergslaug: 566 6879
Netfang: klebergsskoli@rvkskolar.is
Heimilisfang: Kléberg 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?