Hrútafundur og aðalfundur SF Kjós
26. nóvember
Ásgarður Kjós
Hrútafundur og aðalfundur SF Kjós
Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn þriðjudag 26. nóvember 2019 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á ráðgjafa frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2018 og í framhaldinu verður farið yfir hrútakostinn á sæðingastöð í vetur.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2018
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð
Kaffi í boði!
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós
Til baka
Deila viðburði