Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

17. maí 2019

Unglingavinna í Kjósinni í sumar

Unglingavinna fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti ef nægur áhugi er fyrir hendi.  Vinnan mun hefjast 11. júní og vera til 11. júlí, báðir dagar meðtaldir, mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16.

Helstu verkefnin verða: sláttur og hirðing, rusl tínt meðfram vegum, ám og strandlengju, málun og fleira.

 

Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum í tölvupósti á netfangið, kjos@kjos.is fyrir 27. maí næstkomandi.

 

meira...

17. maí 2019

Umferðaöryggisáætlun Kjósarhrepps

Ljósm: Björn Hjaltason

Sveitarfélagið Kjósarhreppur hefur gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2019-2023.

 

Undanfarin ár hefur Samgöngustofa hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi. Samgöngu- og fjarskiptanefnd Kjósarhrepps samþykkti í júlí 2018 að fá heimild hjá hreppsnefnd að hefja vinnu við umferðaöryggisáætlun fyrir Kjósarhrepp. Umsjón verkefnisins var í höndum formanns samgöngu- og fjarskiptanefndar sveitarfélagins með aðstoð VSÓ Ráðgjafar. Vinna við gerð áætlunarinnar fór fram á tímabilinu október 2018 – apríl 2019. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð umferðaröryggisáætlun er gerð fyrir sveitarfélagið.

 

 

meira...

14. maí 2019

Tæming rotþróa 2019 að hefjast - blautþurrkur eru martröð !!

 

Vorboðinn ómissandi - tæming rotþróa hefst mánudaginn 20. maí, nk.

 

Rotþrær sem eru rauðlitaðar verða tæmdar á þessu ári, en almenna reglan er að tæma rotþró á 3ja ára fresti.

 

Fyrirtækið Hreinsitækni sem sér um tæmingar á rotþróm í Kjósinni mun hefja vinnu sína í fristundasvæðinu Valshamri næsta mánudag 20. maí og liggur leiðin þaðan áfram á næstu rauðu svæði.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli hjá Hreinsitækni, s: 567-7090

 

Athygli er vakin á að blautþurrkur eru vaxandi vandamál í fráveitumálum almennt  og hefur tæmingarbúnaður verktakans ekki farið varhlutann af því.

 

Hugsum okkur um áður en við hendum hverju sem er í klósettið:  https://www.veitur.is/sturtum-skynsamlega-nidur

 

 

Karl Magnús oddviti

 

 

 

meira...

12. maí 2019

Hreppsnefndarfundur 14. maí, kl. 16

 

 

 

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 
14. maí  2019 í Ásgarði og hefst  kl 16:00
       

 

 

 

 Dagskrá:


1. Ársuppgjör Sveitarsjóða A og B hluta fyrir árið 2018.
2. Fundargerðir nefnda.
     a. Viðburða- og menningarmálanefnd og Umhverfisnefnd: 16.4.
     b. Umhverfisnefnd: 23.4. og 26.4.
     c. Samgöngu- og fjarskiptanefnd: 2.5.
     d. Skipulags- og byggingarnefnd: 2.5.
3. Ljósleiðarinn.
     a. Staða framkvæmda og tenginga notenda
     b. Áætluð útgjöld og staða Leiðarljóss árið 2018
     c. Heimild til framlags sveitarsjóðs til Leiðarljóss ehf 2019.
4. Sorphirðumál.
     a. Breytingar í sorphirðunni
     b. Tillaga að endurskoðun samnings við Gámaþjónustuna.
5. Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi

     eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
6. Aðalfundur Kjósarveitna ehf., 24. maí nk.
7. Lög um opinber innkaup.
8. Skipan í notendaráð fatlaðs fólks.
9. Orlof húsmæðra.
10. Erindi Kaffi Kjóss/álagning fasteignagjalda C.
11. Ritstjórnarstefna Kjósarhrepps.
12. Sumarvinna unglinga 2019.
13. Samfélagsstyrkur – umsóknir
14. Starfsmannamál.
15. Önnur mál.

16. Mál til kynningar.
      a. SSH stjórn Fundur nr. 470, 6.maí

 

Karl Magnús Kristjánsson, oddviti
 

meira...

12. maí 2019

Ljósið nálgast

Gott máltæki segir:  Góðir hlutir gerast hægt

 og nú hillir loksins undir verklok á frumlagningu ljósleiðara í Kjósarhreppi.

 

Öllum blæstri í rörin er lokið, verið að setja upp síðustu tengiboxin, verið að gæðamæla tengingarnar og þjónustuveiturnar farnar að vinna að uppsetningu í miðlæga tækjarýminu.

 

Þessu á öllu að vera lokið 23. maí nk og þá fer þetta formlega í sölu.

 

Það á eftir að leggja rör til þeirra sem tóku ekki hitaveitu en vilja ljósleiðara. Jón Ingileifsson og hans menn, sem unnu með okkur í lagningu hitaveitunnar og lögðu ljósleiðararörin á Kjalarnesinu,  verða á ferðinni í júní til að leggja þessi stöku rör og tengja við ljósleiðarakerfið. Auk þess sem þeir eru að leggja nokkrar nýjar hitaveitulagnir sem eru á biðlista.

 

Svo nú er bara að brosa og horfa mót ljósinu.

 

Takið frá 30. maí, kl. 13-15 - þá verður haldið upp á þennan merka áfanga í Félagsgarði.

 

Nánar auglýst síðar  

 

 

meira...

7. maí 2019

Jón byggingarfulltrúi kveður og Sigurður tekur við

 

Lyklavöldin færð yfir Nóg að gera á fyrsta degi

 

Sigurður Hilmar Ólafsson, byggingafræðingur tók við starfi skipulags- og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps 1. maí sl.

 

Sigurður verður með viðveru í Ásgarði frá kl. 9 - 16 á þriðjudögum

og fasta símatíma á föstudögum frá kl. 9-12 í GSM: 898-2297.

Netfang: skipulag@kjos.is

 

Jóni Eiríki eru þökkuð góð störf og Sigurður Hilmar boðinn velkominn til starfa hjá Kjósarhreppi.

 

 

meira...

5. maí 2019

Gámar fyrir landbúnaðarplast tæmdir miðvikudag 8. maí

Miðvikudaginn 8. maí nk. ætlar Gámaþjónustan að tæma gámana sem eru eingöngu ætlaðir undir rúlluplast utan af heyrúllum, svokallað landbúnaðarplast.

 

Meðfylgjandi leiðbeiningarbæklingur frá Gámaþjónustunni fer vel yfir atriði

varðandi frágang og hvað megi fara í þessa gáma. 

 

Bæklingur Gámaþjónustunnar

 

Gott samstarf við bændur er lykilatriði til þess að vel takist til.

Starfsmenn Gámaþjónustunnar munu gefa bændum góð ráð varðandi söfnunina.

 

Vinnum vel saman og minnkum urðun endurvinnsluefna.

 

Hreppsnefnd og Umhverfisnefnd Kjósarhrepps

 

 

 

meira...

5. maí 2019

RARIK - tilkynning um straumleysi aðfaranótt 10. maí nk.

        

Ágætu raforkunotendur.


Rafmagnslaust verður sunnan Skarðsheiðar
föstudaginn 10. maí frá kl. 00:00 til kl. 07:00
vegna vinnu í aðveitustöð við Brennimel.


Um er að ræða allt svæðið sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Melasveit, Leirársveit, Melahverfi, Hvalfjörð, Hlíðarbæ, Hvalfjarðargöng, Innri Akraneshrepp og Kjósina.


Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér.


Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur.


RARIK Vesturlandi


Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rarik www.rarik.is

Bilanasími: 528 9390 

 

meira...

5. maí 2019

Lengri sunnudagar í sumar á Endurvinnsluplaninu

 

Endurvinnsluplan Kjósarhrepps er staðsett

við Hurðarbaksholt við Meðalfellsveg (461)

 

Alltaf er opinn göngu-aðgangur að planinu fyrir heimilissorp o.þ.h.

 

Í sumar verður aðalhliðið opið lengur á sunndögum, frá kl. 13-18.

 

 

Opnunartími í sumar:

Miðvikudaga, frá kl. 13-16

Laugardaga, frá kl. 13-16

Sunnudaga, frá kl. 13-18

 

 

 

 

 

 

meira...

25. apríl 2019

Sumarð 2019 er komið

 

Gleðilegt sumar !! 

 

 

meira...

23. apríl 2019

Jón byggingarfulltrúi ekki við, þriðjudag 23. apríl

 

Jón byggingarfulltrúi verður ekki á skrifstofunni í dag, þriðjudag 23. apríl,

en býður upp á símatíma, GSM: 699-4396.

 

Hann verður síðan við að venju þriðjudag eftir viku,

þann 30. apríl, kl. 10-18.

 

 

 

 

meira...

20. apríl 2019

Páskadagur. Hátíðarmessa kl.14 í Reynivallakirkju.

Reynivallakirkja á 160 ár afmæli á þessu ári
 

Páskadagur 21. apríl. Hátíðarmessa kl.14

Skírt verður í messunni.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn

Guðmundar Ómars Óskarssonar, organista.
Sóknarprestur þjónar.

 

Næstu messur:


Fermingarmessa á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, kl. 14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn

Guðmundar Ómars Óskarssonar, organista.
Sóknarprestur þjónar.

 

Fermingarmessa sunnudaginn 5. maí, kl. 14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn

Guðmundar Ómars Óskarssonar, organista.
Sr. Gunnar Kristjánsson, fyrrv. sóknarprestur þjónar.

 

Hvítasunnudagur 9. júní, göngumessa. Helgihaldið hefst eða endar í Reynivallkirkju. Nánar auglýst síðar.

 

Verslunarmannahelgin, sunnudagur 4. ágúst, kl. 14.

Hin árlega hesta- og útivistarmessa

 

Allir velkomnir til kirkju

 

 

 

 

meira...

17. apríl 2019

Opnunartími gámaplans yfir páskana

 

Opið laugardaginn 20. apríl frá kl 13 – 16

Lokað 21. apríl páskadag

Opið 22. apríl annan í páskum frá kl 13 – 16  

 

Gleðilega páska

Kjósarhreppur

 

 

 

 

meira...

16. apríl 2019

Bókasafnið komið í sumarfrí !!

Kæru Kjósverjar

 

Ekki verða fleiri formleg bókasafnskvöld að þessu sinni í Ásgarði. 

Aðgangur er að bókasafninu á opnunartíma skrifstofu hreppsins

mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15.

 

Minni fólk á að skila bókum sem það er með í láni.

 

Bestu kveðjur

Svana - umsjónarmaður bókasafnsins

meira...

15. apríl 2019

Hreppsnefndarfundur 16.apríl, kl. 16

 

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

16. apríl 2019 í Ásgarði og hefst  kl 16:00

 
Dagskrá:


1. Fyrri umræða um ársreikning sveitarsjóðs Kjósarhrepps A og B hluta.

 

2. Samningar milli Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar:
    a. um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk
    b. um barnaverndarmál

 

3. Erindi frá Ferðaþjónustunni Hjalla um álagningarreglur fasteignagjalda.

 

4. Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga

        vegna lífskjarasamninga 2019.

 

5. Tillögur umhverfisnefndar varðandi skipulag sorphirðu.

 

6. Önnur mál.

 

7. Mál til kynningar:
    a. SSH stjórn 469. fundur.
    b. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, fundargerð nr. 45, 8.4.2019.
 

 

Karl Magnús Kristjánsson, oddviti

 

 

meira...

15. apríl 2019

Reiðkennsla í Dallandi - laugardag 27.apríl nk

 Hestamannafélagið Adam hefur í samstarfi við Halldór Guðjónsson, reiðkennara, ákveðið að standa fyrir reiðkennslu fyrir félagsmenn og aðra velunnara hestamannafélagsins þann 27. apríl næstkomandi.  

 

Þátttakendum stendur til boða  að koma með sitt uppáhalds hross í einkatíma hjá Halldóri.

 

Reiðkennslan fer fram í reiðhöllinni að Hestamiðstöðinni Dal, Dallandi í Mosfellsbæ.  

 

Fyrirhugað er að reiðkennslan standi frá kl. 9:30 til kl. 16:30 með skyndibita- og kaffihléum.  

 

Þátttökugjald er kr. 10.000,- fyrir kennslu í hálftíma fyrir hádegi og hálftíma eftir hádegi í glæsilegri aðstöðu.  

Greiðsla fer fram á staðnum.  Þátttakendur taki með sér skyndibita og drykki á námskeiðið.


Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir miðnætti þriðjudagsins 23. apríl næstkomandi

í netföngin flekkudalur@gmail.com og/eða middalur@emax.is


 

meira...

11. apríl 2019

Messur og fermingar í Reynivallakirkju í apríl

 

 

 

Pálmasunnudagur 14. apríl. Messa kl. 14.
Fermd verða í messunni:
Andri Snær Hólmarsson, Kjalarnesi
Jónmundur Ingi Kibler, Brekkukoti í Kjós
Karen Dæja Guðbjartsdóttir, Mosfellsbæ
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar.
 
Páskadagur 21. apríl. Hátíðarmessa kl.14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar.
 
Sumardagurinn fyrsti 25. apríl. Messa kl.14.
Fermd verður í messunni:
Una Bella Helgadóttir, Hækingsdal í Kjós
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar.

 

 

 

 

meira...

11. apríl 2019

Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps 2019

 

Kjósarhreppur auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til samfélagsverkefna.

 

Allir einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki vegna sérstakra viðburða eða verkefna í sveitarfélaginu, m.a vegna hátíða, hreinsunarátaka, nágrannavörslu, hvatningaverðlauna o.fl. Ekki er gert ráð fyrir að styrkir standi undir rekstrarkostnaði.

Leitast skal við að veita styrki til verkefna sem falla að hlutverki sveitarfélagsins eða teljast á annan hátt vera í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun.

 

Markmið styrksins er að styrkja og styðja einstaklinga, frjáls félagasamtök, stofnanir og hópa. Styrkjunum er ætlað að stuðla að frumkvæði og samheldni í samfélagsverkefnum og virkja þann samfélagsauð sem sveitafélagið býr yfir.

 

Skilafrestur umsókna er til og með 30. apríl 2019.


Umsóknarform er að finna inná http://www.kjos.is/umsoknareydublod/ 

 

Reglur um samfélagsstyrkinn er að finna inná:

 http://www.kjos.is/samthykktir-og-gjaldskrar/samfelagsstyrkur-kjosarhrepps/

 

Öllum umsóknum verður svarað
Sveitarstjóri Kjósarhrepps

 

 

meira...

10. apríl 2019

Námskeið í tálgun - í Ásgarði í kvöld !!

Námskeið í tálgun - nýir þátttakendur velkomnir


Við höldum áfram með tálgunar námskeiðið næsta miðvikudag, 10. apríl kl. 20 í Ásgarði. Ólafur Oddsson býður Kjósverjum upp á að koma og kynna sér grunnatriði í tálgun. Allir velkomnir, bæði þau sem hafa mætt í haust og núna í vikunni en einnig nýir þátttakendur. Þau sem hafa mætt áður halda áfram og fá að tálga forsniðinn fugl úr ösp, byrjendur fá að læra undirstöðuatriðin fyrst.

 

F.h. Viðburða- og menningarmálanefndar

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

 

meira...

5. apríl 2019

Rannsóknin: Áfallasaga kvenna - konur tökum þátt !

Sveitarstjórn Kjósarhrepps vekur athygli á rannsókninni "Áfallasaga kvenna"

og hvetur konur í sveitarfélaginu til að taka þátt.

 

Nánar um rannsóknina:   www.afallasaga.is

  

meira...

29. mars 2019

Námskeið í tálgun á næsta bókasafnskvöldi, 3. apríl


Á næsta bókasafnskvöldi í Ásgarði, miðvikudaginn 3. apríl kl. 20, mun Ólafur Oddsson bjóða Kjósverjum upp á að koma og kynna sér grunnatriði í tálgun.
Fyrirhugað er að halda nokkurra kvölda námskeið í framhaldinu, en nauðsynlegt er að mæta á þetta fyrsta kvöld til að skrá sig til þátttöku í námskeiðinu.
Ákveðið verður í samráði við þátttakendur á fyrsta kvöldinu hversu mörg skipti þetta verða og á hvaða tíma.

Þau sem mættu á tálgunarkvöldið í haust og lærðu undirstöðuatriðin fá að tálga forsniðinn fugl úr ösp. 

 

meira...

28. mars 2019

Lagning ljósleiðara - verklok áætluð í byrjun maí

Arnar í tengibrunni

Héðinn og Hákon lagfæra

skemmd í röri

 

Vinna við að koma ljósleiðaranum um Kjósina hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi, af ýmsum ástæðum.

Uppfærð verkáætlun frá Rafal (sem sér um blásturinn á þræðinum) gerir ráð fyrir verklokum í byrjun maí.

 

Nú er verið að blása á fullu í heimtaugar og stofna.

Uppsetning og tengingar á inntaksboxum, tengingar í brunnum og skápum er unnið samhliða.

Auk þess sem tengiaðstaða fyrir fjarskiptafélögin er að verða klár.

Í lokin verða gerðar mælingar og gæðaprófanir.

 

Nú er bara að krossa fingur og vona að veðrið fari að skána og vorið fari að láta sjá sig almennilega.

 

Með bjartsýnis kveðjum

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri

 

 

 

meira...

18. mars 2019

Bókasafnið opið, miðvikudag, kl 20-21.

 

Opið bókasafn næstkomandi miðvikudag 20. mars kl 20-21.

Kveðja Svana 

meira...

14. mars 2019

Minnum á opið hús í ÁSGARÐI á sunnudaginn

 

Opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15

 þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja ljósleiðara.

 

Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð)

Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.

 

ALLIR VELKOMNIR að koma

og kynna sér hvað er í boði yfir höfuð hjá viðkomandi fyrirtækjum varðandi hinar ýmsu lausnir: ljósleiðara, net, sjónvarp, farsíma, 4G, símtæki, fylgihluti o.s.frv.

 

meira...

8. mars 2019

Rusla- og blaðatunnur tæmdar á sunnudaginn

 


Vegna bílamála verður Gámaþjónustan að flýta sorphirðu um einn dag hér í Kjósinni.

Verða á ferðinni sunnudaginn 10. mars nk

og tæma þá bæði rusla- og blaðatunnur.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

 

Með kveðju
Gámaþjónustan

 

meira...

7. mars 2019

Opið hús í Ásgarði 17. mars - þjónustuaðilar með tilboð

 

Ákveðið hefur verið í samvinnu við netþjónustuaðila að vera með opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15

 

þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja
ljósleiðara.

 

Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð)

Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.

 

Takið daginn frá, kíkið í kaffi í Ásgarði og kynnið ykkur hvað er í boði

 

 

meira...

7. mars 2019

www.kjos.is komið aftur í lag

 

Undanfarna daga hefur ekki verið hægt að setja inn nýtt efni hér á heimasíðu Kjósarhrepps 

En loksins er síðan komin í lag, nýjar fundadargerðir nefnda og fleira áhugavert fer brátt að birtast á ný.

 

Við biðjumst velvirðingar á skorti á upplýsingum

Karl Magnús Kristjánsson

Oddviti

meira...

22. febrúar 2019

Kaffi Kjós óskar eftir starfsfólki næsta sumar

Kaffi Kjós óskar eftir starfsfólki með reynslu í matreiðslu, einnig starfsfólki í afgreiðslu og þjónustu í sal (maí – ágúst).

Unnið er á vöktum frá kl. 11 – 22

Enskukunnátta æskileg.

 

Upplýsingar:

kaffikjos@kaffikjos.is

Hermann 8972219

Birna 8682219

 

Prentvæn útgáfa af auglýsingunni HÉR  

meira...