Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

5. ágúst 2016

Hitaveitan sendir út fyrstu reikningana

  

 Þessa dagana eru að koma greiðsluseðlar fyrir stofngjöld heimæða sem verða lagðar á þessu ári, 2016.

Þ.e. lagnaleiðin frá Möðruvöllum, um Meðalfellsvatn niður að Hvalfirði. Auk hluta af sumarhúsasvæðinu Valshamri inn í Eilífsdal.

 

Gjalddagi: 15. ágúst 2016

Eindagi: 10. október 2016

 

 

Þeir sem eru á umræddu svæði, en ekki búnir að sækja um eru hvattir til að gera það sem fyrst til að ná að vera með.

Umsókn og nánari upplýsingar er að finna inn á http://kjos.is/eydublod-og-skjol-hitaveita/

 

Heitu vatni verður hleypt á þennan hluta um áramótin.

 

Gröfutækni-verktakar eru komnir með stofnlögnina niður að Flekkudal voru að þvera Flekkudalsána í fyrradag.

MIJ-verktakar er búnir með svæðið við Hjarðarholt og eru nú að vinna inn á Valshamarssvæðinu, Eyrum og Neðri-Hlíð (Hlíð 1-22).

 

Gjald fyrir notkun verður, eins og áður hefur komið fram, ekki rukkað fyrr en búið er að tengja eignina og eigandi tilbúinn að skrúfa frá heita vatninu.

 

Krafan á að vera komin í heimabanka og greiðsluseðill á pappír á að berast með Póstinum strax eftir helgi.

Ef einhver saknar þess að fá ekki greiðsluseðil, eða eitthvað er ranglega skráð þá vinsamlega hafið samband við Kjósarveitur, kjosarveitur@kjos.is, s: 566-7100

 

Hér eru hin ýmsu tilboð sem viðskiptavinum Kjósarveitna standa til boða

 

ARION BANKI- fjármögnunartilboð

 BYKO

 HÚSASMIÐJAN

 ÍSRÖR

 OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR

 

Með hlýjum kveðjum

Sigríður Klara Árnadóttir

framkvæmdastjóri KV

 

 

meira...

4. ágúst 2016

Frá hestamannafélaginu Adam

 

Laxárbakkar

 

Þá er komið að 3. reiðtúr hmf. Adams þetta árið, laugardaginn 6. ágúst n.k.

Ákveðið hefur verið að ríða frá Meðalfelli upp Laxárbakka og niður aftur og enda í grilli á Meðalfelli.

Við ætlum að mæta að Meðalfelli kl. 13:00 og leggja af stað fljótlega uppúr því og áætlum að vera komin til baka ca. kl. 17:00.

Verð í grill: 2.500 kr. og greiðist á staðnum.(ath. ekki posi á staðnum).

Skráningar óskast sendar á netfangið: 8995282@gmail.com

fyrir kl. 13:00, föstudaginn 5. ágúst.

 

Hmf. Adam

meira...

29. júlí 2016

Verslunarmannahelgin á Kaffi Kjós

 

Fjölskylduskemmtun á Kaffi Kjós. Mikil dagskrá og hana má skoða HÉR

meira...

22. júlí 2016

Messa að Reynivöllum 31. júlí kl 14 - hestamessa

 

Sunnudaginn 31. júlí kl. 14 verður messa í Reynivallakirkja.

Þá verður endurvakin svokölluð "hestamessa", þar sem messugestir eru hvattir til að koma ríðandi til guðþjónustu.

Nýi sóknarpresturinn, sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari.

 

Að guðþjónustu lokinni bjóða sr. Arna og fjölskylda, messugestum í kaffi, í fallega garðinum við Reynivelli.


Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

meira...

18. júlí 2016

Járnmaðurinn í Kjósinni.

 

Járnmaðurinn verður haldinn í Kjósinni laugardaginn 23. júlí 2016 og hefst kl 10:00 um morguninn. Búist við að þeir fyrstu komi í mark eftir rúma fjóra tíma og þeir síðustu skili sér eftir sjö klukkutíma.

 

Fyrirmyndin er Ironmannkeppnin og er keppt í þríþraut. Vegalengdin var svokölluð hálf vegalengd, eða  sund 1,9 km, hjól 90 km og hlaup 21 km. Byrjunarreiturinn er við Meðalfell.  Fyrst verður synt  í Meðalfellsvatni, síðan hjólað  inn og norður fyrir Hvalfjörð, sömu leið til baka. Hlaupið verður að Hjalla og  Flekkudal , til baka að Meðalfelli.

 

Gera má ráð fyrir einhverjum töfum vegfarenda þessa klukkutíma meðan keppnin stendur yfir en búist er við á annað hundrað keppendum, inn- og erlendum.

 

HÉR má skoða þrautabrautina.

 

meira...

18. júlí 2016

Föstudagsreið Adams!

 

Hestamannafélagið Adam boðar til hinnar árlegu föstudagsreiðar á vegum félagsins þann 22. júlí næstkomandi og eru félagsmenn og aðrir boðnir velkomnir að taka þátt í reiðinni.

Eins og áður er gert ráð fyrir því að bændur og búalið ríði frá sínum heimahaga að hrossaræktar- og geitabúinu Flekkudal í Kjós en þaðan hafa komið margar bestu geitur landsins.  Áætlað er að reiðmenn verði komnir í Flekkudal um kl: 21:00 á föstudagskvöldi.  

 

Fyrirhugað er að leggja upp frá bæjum í Miðdal í Kjós eftir mjaltir, um kl: 19:30, og safnast má saman frá bæjum við Eilífsdal um kl: 20:00.   Þeir sem ætla að ríða lengra að þurfa að ákveða tímasetningar við hæfi.

 

Stefnt er að því að hestamenn geti átt góðar stundir saman í Flekkudal yfir mat og drykk.  Grillað verður á staðnum en hver og einn þátttakandi sér um sína drykki.   Þátttakendur greiða kr. 2.000,- sem er kostnaðarverð fyrir mat og meðlæti en greiðslu þarf að inna af hendi með peningum þar sem posi verður ekki til staðar.

 

Tilkynningar um þátttöku óskast sendar í netfangið 8995282@gmail.com  eða flekkudalur@gmail.com

 

Með bestu kveðju,

Ferðanefnd Hestamannafélagsins Adams

 

meira...

15. júlí 2016

Heitt í Kjós á Kátt í Kjós

 

Kjartan rekstrarstjóri og Sigríður Klara framkvæmdastjóri voru á fullu að taka til á lagernum og skúra þegar www.kjos.is bar að garði. Allt að verða klárt fyrir helgina, þegar Kjósarveitur bjóða heim að Möðruvöllum 1 (þar sem lagerinn er og öll rörin fyrir utan).

 

Húsasmiðjan búin að setja upp sinn bás, Danfoss komnir með tengigrindur, ofnar komnir frá Ofnasmiðju Suðurnesja, tilboð frá BYKO tilbúin. NormX kynnir heita potta og Arion banki með tilboð á framkvæmdalánum. Ísrör verður með til sýnis og sölu tengiskápa á kosta kjörum, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Sjóðheit tilboð og heitt á könnunni.

Bæði opið laugardag 16. júlí, frá kl. 11-16  

og sunnudag 17. júlí, frá kl. 11-16.  

Því margir eru uppteknir við eigin viðburð á laugardeginum, geta þá kíkt í kaffi til Kjósarveitna á sunnudeginum, náð sér í góðan díl og fengið svör við vangaveltum sínum.

Nú er bara að drífa sig í heimsókn upp að Möðruvöllum og taka þátt í umræðunni um heitasta verkefnið í Kjósinni um þessar mundir !

 

 

 

 

meira...

14. júlí 2016

Dagskrá Kátt í Kjós

 

HÉR  má ná í bæklinginn og einfalda dagskrá viðburðanna á Kátt í Kjós, 16. júlí 2016 til útprentunar.

 

meira...

14. júlí 2016

Kátt í Kjós- Kaffi Kjós

 

Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð staðsett í suðurhlíð Meðalfells, með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn, í raunverulegu sveita¬umhverfi. Þar eru margir möguleikar til skemmtilegrar útivistar og afþreyingar.

Kaffi Kjós var opnað 1998 og hafa sömu aðilar rekið staðinn síðan. Þar er lögð áhersla á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu andrúmslofti.

 

Þann 16. júlí 2016 verður hoppukastali við Kaffi Kjós og fleira skemmtilegt.

 

Opið frá kl. 11-22,  s: 566 8099,  897 2219 

 

meira...

14. júlí 2016

Kátt í Kjós- saga Kjósarhrepps

 

Gunnar Óskarsson hefur verið að rita sögu Kjósarhrepps undanfarin ár. Hann mun fara yfir það verk kl. 12:00 í Ásgarði.

 

meira...

14. júlí 2016

Kátt í Kjós- leiðsögn um Hvítanes

 

Í Hvítanesi eru áhugaverðar herminjar og þar má enn sjá mannvirki breska hersins frá umsvifum hans í Hvalfirðinum. Magnús Þór Hafsteinsson verður með leiðsögn um nesið og mun segja frá hlutverki Hvalfjarðar í styrjöldinni og minjum þar.

Mæting kl. 14:00 í Hvítanes.

meira...

13. júlí 2016

Kátt í Kjós - Félagsgarður

 

Í Felagsgarði verður kaffihlaðborð  að hætti kvenfélagsins í Kjósinni, þar geta gestir setið í rólegheitum, notið veitinganna og spjallað. Allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á hjartastuðtæki sem staðsett verður í hreppnum.

 

Sveitamarkaðurinn verður  utandyra og þar standa til boða vörur úr sveitinni, matvara og handverk.

 

Bókin vinsæla „Ungmennafélagið Drengur 100 ára saga“  og „Kjósarmyndin“ gamla verða til sölu í Félagsgarði.

 

Úti á velli fyrir yngri kynslóðina verður klifurvagninn frá skátunum að príla í og Blaðrarinn frá Sirkusi Ísland að búa til fígúrur frá kl 14:00-16:00.

meira...

12. júlí 2016

Kiðafell lll opið á Kátt í Kjós

 

Garðyrkjustöðin að Kiðafelli III í Kjós býður upp á fjölbreitt úrval af trjám og runnum og einnig fjölæringum, einkum steinhæðaplöntum. Stöðin hefur sérhæft sig í ræktun reynitrjáa og bíður upp á ótrúlegt úrval tegunda. Kiðafell er staðsett um 3 km innan við Hvalfjarðargöng að sunnanverðu.

Allir velkomnir að kíkja við. Opið frá kl. 12:00-16:00.

Hægt er að hafa samband í síma 5875616 / 6648274 og í gegnum kidafell.iii@gmail.com

 

meira...

12. júlí 2016

Dagskrá Kátt í Kjós

 

Hér má ná í bæklinginn og einfalda dagskrá viðburðanna á Kátt í Kjós, 16. júlí 2016 til útprentunar. 

 

 

 

meira...

12. júlí 2016

Opin handverkshús á Kátt í Kjós

 

Gallery NaNa Flekkudalsvegi 18,  verður með opið frá kl 12:00-17:00. Þar eru til sýnis og sölu glæsilegar handgerðar leðurtöskur  skreyttar með fiskiroði og skinni ásamt fylgihlutum.  www.nana.is

 

 

 

 

SG textíl. Sigga á Bakka opnar vinnustofu sína í tilefni dagsins að Flekkudalsvegi 19a. Til sölu eru handunnar vörur úr meðal annars ull og silki. Einnig framleiðir Sigga skartgripi úr roði.  www.sgtextil.is

 

 

 

 

 

 

 

Keramik, Eyrum 9, Eilífsdal. Sjöfn Ólafsdóttir hefur hannað ævintýraheim úr keramiki. Hún er með vinnustofu sína í sumarhúshverfinu, Eilífsdal.

 

 

 

 

 

Pía Rakel, Meðalfellsvegi 29, er með til sýnis og sölu glerlist, ljósmyndagrafík og handverk.

Opnunartími aðra daga eftir samkomulagi.

Sími: 897 0512   - www.arcticglass.dk

 

meira...

12. júlí 2016

Opið að Sogni á Kátt í Kjós

 

Að Sogni verður opið frá kl 12:00-17:00. Bændur og búalið á Sogni, Sveina, Snorri og börn, opnuðu  glæsilega rekstraraðstöðu á árinu þar sem seldar eru kjötvörur o.fl., beint frá bónda.  

 

Á Sogni má fá ferskt nautakjöt og aðrar nautakjötsafurðir eins og hamborgara, beef jerky, carapccio og reykt kjöt.  Á boðstólnum verða einnig sultur, kæfur og aðrar vörur sem framleiddar eru af heimafólkinu.  Glóðheitir hamborgarar verða til sölu beint af grillinu.

 

meira...

12. júlí 2016

„Tómstundagaman Björns“ á Kátt í Kjós.

 

Yfirlitssýning á verkum Björns Sigurbjörnssonar frá Kiðafelli  „ Tómstundagaman Björns“ verður í Eyrarkoti í Kjós frá og með 16. júlí, en hann verður 85 ára á árinu.  Myndirnar eru gerðar frá stríðstímum til okkar daga og eru margar þeirra úr Kjósinni.

Margar myndanna eru sögulegar heimildir.

 

Derek Mundell vinur Björns og fyrrverandi samstarfsmaður hefur verið Birni stoð og stytta við undirbúninginn en hann er sjálfur afbragðs listmálari.  Einnig hefur Anna kona Björns stutt hann með ráðum og dáð.

 

Björn hefur mikla ánægju af vatnslitamálun og eru landslagsmyndir hann einkar vel gerðar þótt hann hafi fengið litla tilsögn frá því í skóla en þá fékk hann alltaf 10 í teikningu.  Honum er það gefið að hafa styrka hönd og auga listamannsins sem fangar og túlkar fegurð augnabliksins hvort sem það er í landslagi eða öðru.

meira...

11. júlí 2016

Kátt í Kjós, sveitamarkaður og gleði á góðum degi.

Laugardaginn 16. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í tíunda sinn sem efnt er til opins dags í sveitarfélaginu.  

Kátt í Kjós hefur tekist með miklum ágætum og mörgþúsund manns hafa sótt Kjósina heim á þessum viðburði á síðustu árum.

 

Nánar um viðburði  HÉR

meira...

9. júlí 2016

Hitaveitu fréttir úr Kjósinni

 

Veðrið leikur aldeilis við verktakana hér í Kjósinni enda gengur verkið vel.

Er þokkalega á áætlun og óbreytt planið að hleypa vatni á legginn frá Möðruvöllum um Meðalfellsvatn og að Hvalfirði í lok árs. Auk hluta frístundahúsasvæðisins Valshamars í Eilífsdal, Eyrar og Neðri-Hlíð.

 

Verktakar hjá Gröfutækni ehf eru búnir að dreifa 4,2 km af stofnæðinni (stálinu), af því eru 4 km fullsoðnir og búið að lekaprófa fyrstu 3,1 km. Þetta mun síðan allt fara ofan í jörð í næstu viku.

Stofnlögnin er komin að Grjóteyri. Verktakar hinkruðu meðan Kristján á Grjóteyri og Guðný í Flekkudal slóu. Enda er áætlunin að ná inn að Flekkudal í næstu viku.  Það er góð spretta og sláttur víða hafinn fyrr þetta sumarið svo allt hjálpar til við að verkinu miði hratt og vel áfram.

Þverun Sandsár er lokið. Stofnlögnin heldur áfram sína leið inn fyrir Meðalfellsvatn, niður að Þúfu, Blönduholti, Felli og áfram niður að Hvalfirði.

 

Undirverktakinn Þorkell Hjaltason (Bóbó frá Kiðafelli) er samhliða að undirbúa íbúðarhúsin fyrir væntanlega hitaveitu, m.a. bora í gegnum útveggi og slíkt. Hann hefur haft samband beint við íbúana og í sameiningu fundið tíma sem hentar í verkið.

 

Verktakarnir hjá Magnúsi Ingberg Jónssyni hf eru að leggja lokahönd á Hjarðarholtið þessa dagana,  eru farnir að undirbúa frístundahúsaeigendur að Eyrum og Neðri-Hlíð, á frístundahúsasvæðinu Valshamri inn í Eilífsdal. Þetta árið verður  helmingur frístundahúsasvæðisins í Eilífsdal tekinn. Þegar því er lokið fara þessir verktakar aftur niður að Meðalfellsvatni í haust, þegar umferðin minnkar og klára þar.

 

Kjósarveitur ætla að bjóða heim að Möðruvöllum 1 (þar sem lagerinn er) á Kátt í Kjós og  vera með sjóðheit tilboð og heitt á könnunni.

Það verður opið hús  frá kl. 11-16, bæði laugardag 16. júlí og sunnudag 17. júlí.  Því margir eru uppteknir við eigin viðburði á laugardeginum og geta þá kíkt í kaffi til Kjósarveitna á sunnudeginum.

Allir hvattir til að kíkja við, um að gera að nýta tækifæri til fá svör við vangaveltum sínum og sjá hvaða tilboð eru í gangi.

Dæmi:

Ísrör verður með tengiskápa: http://www.isror.is/tengiskapar/

og Ísleifur Jónsson verður mættur með áhugaverð tilboð á ýmsu: http://www.isleifur.is/

 

Við hjá Kjósarveitum þökkum fyrir þá tillitssemi sem verktökum okkar er sýnd. Þetta er mjög stór framkvæmd sem óhjákvæmilega hefur áhrif á umhverfi sitt.  

Við erum alltaf til í að ræða málin og finna lausnir, svo ekki hika við að hafa samband.

 

Góðar kveðjur,

Kjósarveitur ehf, s: 566-7100

Sigríður Klara, sigridur@kjos.is, GSM: 841-0013

Kjartan, kjartan@kjos.is, GSM: 853-2112

 

 

 

 

meira...

5. júlí 2016

Álagningarskrá opinberra gjalda

 

Álagningarskrá opinberra gjalda einstaklinga árið 2016 mun liggja frammi á skrifstofum Kjósarhrepps til 15. júlí 2016. 

meira...

1. júlí 2016

Sr. Arna Grétardóttir nýr sóknarprestur að Reynivöllum

 

Frá og með deginum í dag 1. júlí 2016,

eru Kjósverjar og Kjalnesingar komnir með nýjan sóknarprest, sr. Örnu Grétarsdóttur.

 

Fjölskyldan eru þessa dagana að koma sér fyrir á prestssetrinu að Reynivöllum, það tekur tíma að flytja milli landa og er búslóðin væntanleg í næstu viku en sl. 9 ár hefur fjölskyldan búið í Noregi.

 

Formleg innsetning sr. Örnu í embætti mun fara fram að Reynivöllum. Tímasetning hefur ekki verið ákveðin, verður auglýst síðar.

 

 

 Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Sr. Arna Grétarsdóttir er með netfangið:  arna.gretarsdottir@kirkjan.is 

og GSM: 865-2105

 

Við bjóðum sr. Örnu Grétarsdóttur og fjölskyldu hjartanlega velkomin í Kjósina.

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar

 

 

 

meira...

28. júní 2016

Opið inn að Sandi

Vel gekk að þvera veginn inn að Sandi í gær og búið að opna hann aftur.

 

Þökkum tillitssemina ....

og öll hrósin sem komið hafa vegna góðrar vinnu verktakanna. 

 

Verkin ganga mun betur þegar allir vinna saman - eins og í fótboltanum !

 

F.h. Kjósarveitna

Sigríður Klara Árnadóttir

 

 

meira...

27. júní 2016

Lokað inn að Sandi eftir hádegi í dag

   

Loka þarf veginum inn að Sandi, Sandseyri og Sandslundi í dag, mánudag 27. júní,

milli kl. 13 og 16,

á meðan verktakar koma hitaveitu- og ljósleiðaralögnum undir veginn.

 

Farið er yfir veginn milli Sandseyrar 9 og Sandslundar 27/28

 

Sent var SMS sl. föstudag á þá fasteignaeigendur á svæðinu sem Kjósarveitur hefur upplýsingar um. Þeir sem ekki fengu tilkynningu vinsamlega sendið póst á sigridur@kjos.is

 Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

 

F.h. Kjósarveitna

Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri

sigridur@kjos.is

S: 566 7100

 

 

meira...

23. júní 2016

Fyrsti hluti stofnlagnarinnar kominn í jörð

 

 

Hitaveituframkvæmdir ganga ágætlega.

Breyta þurfti aðeins verkáætlun meðan beðið var eftir ljósleiðararörum af réttum sverleika.

 

Nú er búið að grafa niður 1,6 km af sverustu stofnlögninni frá Möðruvöllum að Sandi.

Einnig 1,2 km af heimæðum á svæðinu frá Stangarholti að Sandi/Sandslundi. Auk þess er búið að klára lagningu röra að um 20 frístundahúsum við Hjarðarholts-, Dælisár- og Holtsveg.

 

ATH!  Búast má við töfum á

mánudag, 27. júní, eða þriðjudag, 28. júní, 

þegar loka þarf veginum inn að Sandi á meðan verktakar koma hitaveitu- og ljósleiðaralögnum undir veginn.

Nánari tímasetning verður auglýst þegar hún liggur fyrir.

 

Með góðum kveðjum f.h. Kjósarveitna ehf.

Kjartan Ólafsson, GSM: 853-2112 og

Sigríður Klara, GSM: 841-0013

 

 

 

 

 

 

Opinn skurður
Frágenginn skurður

 

meira...

21. júní 2016

Hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

 

Hreinsun rotþróa er hafin. Þau svæði sem taka á núna eru: Sumarhúsasvæðin í Eilífsdal, Þúfulandi, Norðurnesi og önnur í landi Möðruvalla 1. Ásgarður og öll hús að Hvammi. Brynjudalurinn og sumarhúsasvæðið vestan Meðalfellsvatns.

 

Fasteignaeigendur beðnir um að hafa þrærnar aðgengilegar og merktar, annars ekki losaðar. 

meira...

20. júní 2016

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar

 

Kjörstaður vegna forsetakosninga  í Kjósarhreppi, sem fram fara þann 25. Júní  n.k., verður í Ásgarði og stendur kjörfundur frá kl. 12:00-20:00. Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað. Í Kjósarhreppi eru 182 á kjörskrá.

Kvenfélag Kjósarhrepps mun sjá um kaffiveitingar frá kl 14:00-17:00.

 

Kjós 20. Júní  2016,

Kjörstjórn Kjósarhrepps:

Ólafur Helgi Ólafsson formaður

Unnur Sigfúsdóttir

Karl M Kristjánsson

meira...

13. júní 2016

Hin árlega kvennareið í Kjósinni - föstudaginn 24. júní

 

Hin árlega kvennareið í Kjósinni verður föstudaginn 24. júní - á Jónsmessunni.


Þemað verður SUMAR

 

Lagt af stað frá Kjósarrétt, kl. 19 og riðið inn í vissuna.

Endum á góðum stað, etum, drekkum og eigum góða stund saman.


 

Verð á hverja konu kr. 2.500 (matur ofl innifalið) - ath ekki posi á staðnum.


Skráning er til kl. 17:00, miðvikudaginn 22. júní,

hjá Ólöfu Hrosshóli, gsm: 893-0257, olofthor@emax.is

Sjáumst hressar,  SUMARLEGAR og í SUMAR-fíling.

 

Nefndin 2016
Ólöf Hrosshóli & Sibba Meðalfelli 

 

 

meira...

13. júní 2016

Auglýsing um kjörskrár vegna forsetakosninga

Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní 2016 munu liggja  frammi á skrifstofum Kjósarhrepps frá og með miðvikudeginum 15. júní 2016 á almennum skrifstofutíma til kjördags.

 

Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum www.kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá.

 

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær til hreppsnefndar Kjósarhrepps.

 

meira...