Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

17. janúar 2019

9 dagar í þorrablótið !!

 

Kíktu í póstkassann þinn, náðu í þorrablótsauglýsinguna

OG LESTU HANA

 

já, þessa HÉR  

 

Hlökkum til að sjá þig

Nefndin

 

 

 

meira...

15. janúar 2019

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps 26. janúar

Þá er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir

 

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps verður haldið í Félagsgarði
laugardaginn 26. janúar kl. 20:30
Húsið opnað kl. 20:00
Aldurstakmark er 18 ár


Þorramatur og opinn bar. Miðaverð er kr. 8.500

Hljómsveitin Farandskuggarnir heldur uppi fjörinu til kl. 03.00

 

Miðapantanir í síma 5667028

miðvikudaginn 23. janúar, frá kl 15:30 – 18:00

 

Miðarnir verða afhentir í Félagsgarði
föstudaginn 25. janúar
á milli kl 16:00 – 18:00, Posi á staðnum


Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn
Spariklæðnaður
Nefndin

 

 

meira...

14. janúar 2019

Starfs­maður í fjár­málaum­sýslu óskast

 

Skrifstofa Kjósarhrepps óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf við bókhald og almenna umsjón fjármálatengdra verkefna.


Leitað er að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni með haldgóða þekkingu og reynslu.

 

Ráðningarstofan Capacent sér alfarið um ráðningarferlið, upplýsingar og móttöku umsókna.

 

Nánari upplýsingar um starfið, menntunar- og hæfniskröfur ásamt umsóknarformi er að finna inn á heimasíðu Capacent,  HÉR

 

 

 

meira...

12. janúar 2019

Breytt viðvera bygginarfulltrúa

  
Ekki hefur enn tekist að ráða í starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
 
Verið að meta hvort auglýsa þurfi á ný
en þangað til nýr eftirmaður er fundinn er Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.
 
Þar sem Jón Eiríkur er að sinna þessu starfi samhliða kennslu þá verður viðvera hans hér í Kjósinni að taka mið af hans aðalstarfi og stundarskrá.
 
 
Fram á vor mun vera hægt að ná í Jón Eirík á eftirfarandi tímum.
 
 
Viðvera á skrifstofu í Ásgarði: 
Þriðjudaga frá kl  10:00 -18:00
Sími á skrifstofu: 566-7100

 

Símaviðtalstími:
Föstudaga kl. 9-12
Farsími: 699-4396
Netfang: jon@kjos.is 

 

meira...

8. janúar 2019

Hreppsnefndarfundur

 Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

8. janúar 2019 í Ásgarði og hefst  kl 16:00

            
Mæta eiga:
Karl Magnús Kristjánsson,  Guðný G. Ívarsdóttir, Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir og Þórarinn Jónsson


Dagskrá:

1. Bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga dags. 4.12.2018.

2. Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til auglýsingar.

3. Systkinaafsláttur fyrir dvöl á frístund.

4. Ljósleiðarinn. Staða á framkvæmdum.

5. Hluthafafundur Leiðarljóss ehf. 10.1.2019.

6. Starfsmannamál Kjósarhrepps.

7. Önnur mál.

8. Mál til kynningar.
       a. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, 42. fundur,  20.12.2018.
       b. Stjórn SSH 462. fundur.
       c. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 865. fundur.
       d. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 866. fundur.

 

 

meira...

4. janúar 2019

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029, staðfest

 

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029,

sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. des sl. hefur nú verið staðfest hjá Skipulagsstofnun og verður birt á næstu dögum í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Þar með er lokið 4 ára vinnu við nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps, sem er unnið á grunni stefnumörkunar eldra skipulags.

Megin landnotkun verður sem áður hefðbundinn landbúnaður.

 

Tillögugerð og úrvinnsla aðalskipulagsins var unnin af Guðnýju G. Ívarsdóttur fyrrverandi sveitarstjóra og Þórarni Jónssyni hreppsnefndarmanni, f.h. sveitarstjórnar.
Jóni Eiríki Guðmundssyni skipulags- og bygginarfulltrúa ásamt skipulags- og byggingarnefnd; G. Oddi Víðissyni, Gunnari L. Helgasyni og Maríönnu H. Helgadóttur.  

 

Tillögugerð, úrvinnsla og framsetning aðalskipulagsins var unnin af starfsfólki Steinsholts ehf, sem síðar sameinaðist EFLU ehf, þeim Gísla Gíslasyni, Ásgeiri Jónssyni og Guðrúnu Láru Sveinsdóttur.
Einnig komu aðrir starfsmenn að vinnunni eftir þörfum. Í tengslum við aðalskipulagsgerðina var landbúnaðarland flokkað undir stjórn Ásgeirs Jónssonar og Guðrúnar Láru Sveinsdóttur.

 

Leiðarljós við gerð aðalskipulagsins er eftirfarandi:  
Skipulagið skal stuðla að hagkvæmri þróun byggðar, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og mannlíf og að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.   

 

Hér má finna lokaeintök sem staðfest voru í árslok 2018,

Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029:

 

Aðalskipulag - Uppdráttur (kort)

Aðalskipulag - Greinargerð

Aðalskipulag - Forsendur og umhverfisskýrsla

Aðaskipulag Flokkun landbúnaðarlands

Staðfesting Skipulagsstofnunar

 

 

 

meira...

2. janúar 2019

Jólin kvödd í Félagsgarði þann 6. jan.

 

Jólin verða kvödd í Félagsgarði sunnudaginn 6. janúar á þrettánda degi jóla kl. 19.00.

Dagskráin verður að með venjubundnum hætti. Fyrst verður gengið í kringum jólatréð og sungið, og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Kveikt verður í þrettándabrennunni kl. 20.00.

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði. Gestir eru kvattir til að taka með sér veitingar til að setja á sameiginlegt veisluborð.

 

 

Viðburða- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps.

 

meira...

24. desember 2018

Hátíðarkveðjur frá hitaveitunni

 

 Kjósarveitur ehf - hitaveita Kjósarinnar,

sendir funheitar hátíðarkveðjur.

 

Alls er búið að leggja lagnir að 477 húseignum í Kjósinni.
Árið 2017 tengdust 192 hús hitaveitunni,

árið 2018 tengdust 98 hús, en ennþá eru 187 hús með ónotaðaða lúxus-lagnir.

Hlökkum sérstaklega til að heyra frá þeim á nýju ári

 

Með bestu óskum um hlýleg komandi ár.
Stjórn Kjósarveitna og starfsmenn 

 

meira...

21. desember 2018

Hátíðarmessa kl. 14 á jóladag


       Hátíðarmessa verður í Reynavallakirkju

á jóladag kl.14.

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir hátíðartón og sálmasöng.

 

Gesta söngvari: Rúnar Þór Guðmundsson tenór.

 

Ritningarlestur lesa;

Ragnar Gunnarsson, Bollastöðum og

Sigríður Klara Árnadóttir, Klörustöðum

 
Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari.

 

Guð gefi ykkur öllum gleði og frið á heilagri jólahátíð!

 

Sóknarprestur og sóknarnefnd

meira...

13. desember 2018

Líf og fjör í sveitinni á aðventu

 

Lúsíur á aðventukvöldi í Reynivallakirkju 9. des sl.

 

Það er ekki hægt að segja annað en að líf og fjör sé í Kjósinni á þessari aðventu eins og áður.

 

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði var vel sóttur, hangikjötið rann út og Kirkjukór Reynivallasóknar sló í gegn með jólasöngvum sínum.
 
Um 80 manns mættu á aðventukvöldið í Reynivallakirkju á 2. sunnudegi í aðventu.
Kirkjugestir nutu þess að hlusta á englasöng 7 ungra stúlkna úr sveitinni, hlýða á einlæga hátíðarræðu Hrafnhildar í Fagralandi og njóta tónlistar Bubba Morthens á heimaslóðum.

Að ógleymdum kirkjukórnum okkar frábæra, sem söng nokkur lög.

Gæddu gestir sér í lokin á heitu súkkulaði og áttu notalegt spjall við sveitungana.
 
Nær 20 manns mættu á upplestur úr jólabókum í Ásgarði í gærkvöldi, 12. desember. Þar sem Guðrún Eva Mínervudóttir, las upp úr smásagnasafni sínu um hann Austin frá Texas og Bjarni Harða fór á kostum í leiklestri bæði úr bók sinni Gullhreppurinn og úr ævisögu refaskytturnnar Guðmundar Einarssonar, Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson og þá fékk hann Guðrúnu Evu sér til að stoðar að lesa um baráttu Guðmundar sem smá stráks við mannýga tarfinn. Báðar þessar bækur eru til á bókasafni Kjósarhrepps í Ásgarði ásamt heilum haug af nýjum og spennandi bókum.

 

Í dag 13. desember kl. 16,  verður auka fundur í hreppsnefnd þar sem farin verður síðari yfirferð yfir fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins fyrir næsta ár og næstu 3 ár.
 
Fimmtudaginn 20. desember mun sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarpresturinn okkar, bjóða eldra fólki úr Kjósinni og af Kjalarnesinu til  kaffisamsætis kl. 15, að prestssetrinu á Reynivöllum og gítarinn örugglega innan seilingar hjá sr. Örnu.
 
Hin árlega skötuveisla verður að venju í Félagsgarði á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. des. kl. 13.00.
Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir hádegi fimmtudaginn 20. des. á felagsg@gmail.com eða hjá Syrrý í síma 823 6123.  Verð kr. 2.300 á mann. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

 

Jólamessan verður á sínum stað í Reynivallakirkju, kl. 14 á jóladag, 25.desember.

 
Í gær, miðvikudaginn 12. des létu konur í Kvenfélagi Kjósarhrepps enn á ný gott af sér leiða og mættu færandi hendi til Kvennadeildar Landspítalans, með tvo Lazyboy stóla að andvirði nær 300 þús kr.

F.v: Hrund Kvennadeild LSP, Sigurbjörg Meðalfelli,

Jóhanna Káraneskoti, Guðný Flekkudal formaður kvenfélagsins

og Soffía Traðarholti

 

 

Nú mega jólin koma í Kjósina

 

 

Ef einhverjir vilja láta vita af fleiri viðburðum í Kjósinni og/eða nágrenni þá endilega sendið póst á kjos@kjos.is og því verður komið á framfæri hér á síðunni.

 

 

P.S. Smá praktískt í lokin.

Gámaþjónustan mun tæma bæði almennar ruslatunnur og blaðatunnur, mánudaginn 17. desember.
Koma síðan aftur sunnudaginn 30. desember og tæma þá einnig bæði rusla- og blaðatunnur.

Fyrsta ferð þeirra á nýju ári verður mánudaginn 14. janúar 2019 og þriðju ferðina í röð ætla þeir að tæma bæði rusla- og blaðatunnur.


Í kjölfarið hefst rútinu tæmingarferlið þeirra, annan hvern mánudag ruslatunnan og blaðatunnan á 4 vikna fresti.

Þannig að mánudaginn 28. janúar verður einungis ruslatunnan tæmd, sorphirðudagatalið fyrir 2019 er að finna HÉR  

 

 


meira...

12. desember 2018

Nýtt aðalskipulag 2017-2029, samþykkt í sveitarstjórn

F.v.: G. Oddur Víðisson formaður Skipulags- og byggingarnefndar

         og Karl Magnús Kristjánsson oddviti Kjósarhrepps

 

 

 

Kjósarhreppur auglýsir afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 2.mgr. 32 gr. skipulagslaga nr: 123/2010 á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029.


Aðalskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn Kjósarhrepps  4.desember sl.

Áður hafði verið brugðist við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.

Í framhaldi af því er óskað eftir að Skipulagsstofnun staðfesti tillöguna og auglýsi í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Formlega tilkynningu  er að finna HÉR

Einnig auglýst í Morgunblaðinu 12. desember 2018. 

 

Jón Eiríkur Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.

 

meira...

11. desember 2018

Ljósleiðarinn. Samningur við verktaka undirritaður

F.v. Karl Magnús Kristjánsson oddviti,

Jón Ingileifsson verktaki og Guðmundur Davíðsson

stjórnarformaður Leiðarljóss ehf

 

 

Skrifað var undir verksamning við Jón Ingileifsson ehf,

um jarðvinnu við lagningu ljósleiðararöra í Reykjavík / Kjós í dag,

þriðjudaginn 11. desember 2018.

 

Jón Ingileifsson var með lægsta tilboðið af þremur í verkið. Hinir tveir sem buðu voru Línuborun ehf og Þjótandi ehf.

 

Jón er reyndur verktaki í lagningu ljósleiðara og þekkir Kjósina mjög vel, þar sem hann sá um lagningu hitaveitu- og ídráttarröra fyrir ljósleiðarann í frístundahúsahverfin í Kjósinni 2016-2017.

 

 

Strax að undirskrift lokinni fóru Jón og Kjartan hjá Kjósarveitum í það að merkja lagnaleiðina og undirbúa sjálft verkið.

 

Guðmundur Daníelsson, verkefnisstjóri og Sigríður Klara hjá Kjósarhreppi eru að leggja lokahönd á gögn fyrir útboð á blæstri og tengivinnu á sjálfum ljósleiðaraþræðinum.

 

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um ljósleiðaratengingu í þetta sinn,

umsóknareyðublaðið er HÉR   

og hægt að senda það skannað á netfangið kjos@kjos.is

 

 

 

meira...

6. desember 2018

Frá viðburða- og menningarmálanefnd

 

Upplestur í Ásgarði

 

Á næsta bókasafnskvöldi, miðvikudaginn 12. desember kl. 20 fáum við góða gesti í Ásgarð, en rithöfundarnir Bjarni Harðarson og Guðrún Eva Mínervudóttir munu koma kl. 20 og lesa upp úr bókum sínum. Bjarni mun kynna nýja bók sína Gullhreppurinn auk þess sem hann mun segja frá ævisögu refaskytturnnar Guðmundar Einarssonar, Nú brosir nóttin eftir Theódór Gunnlaugsson. Guðrún Eva mun lesa upp úr nýútkomnu smásagnasafni sínu Ástin, Texas. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur, við hvetjum Kjósverja til að fjölmenna og njóta góðrar kvöldstundar saman í aðdraganda jólanna.

 

meira...

5. desember 2018

Aðventumarkaður í Félagsgarði 8. des

 

Aðventumarkaðurinn verður í Félagsgarði á laugardaginn 8. des frá kl. 12:00-17:00. Fjölbreyttar vörur verða á boðstólum og má þar nefna:
Snorri og Sveina verða með safaríkar jólasteikur frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt.
Sigurbjörn og Bergþóra verða með sitt landsfræga, Kiðafells tvíreykt hangikjöt.
Sigga á Bakka verður með hönnun sína, SG Textil.
Nana verður með sitt frábæra handverk, Nana.
Rosmary heldur áfram að safna fyrir skólastarfi í Kenýja og mun sýna myndir af starfi þeirra hjá TEARS CHILDREN.
Svanborg Eyþórsdóttir verður með skartgripi, hekl, prjónavörur og tækifæriskort.
Kvenfélag Kjósarhrepps sér um veitingasölu þar sem allur ágóði rennur til líknarmála.
Kirkjukórinn kemur og iljar okkur með jólasöng kl. 13:30.
Þetta og margt fleira verður að finna í Félagsgarði laugardaginn 8. des. 

 

Auglýsingin er HÉR

meira...

4. desember 2018

Aðventukvöld í Reynivallakirkju 9. des

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju á öðrum sunnudegi í aðventu, 9. desember nk, kl. 20:00.


Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, Fagralandi í Kjós flytur hátíðarræðu.
Eiginmaður hennar, Bubbi Morthens spilar og syngur fyrir kirkjugesti ásamt börnum úr Kjósinni.
 
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur
Stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.
 
Boðið verður upp á notalega stund við aðventukrans og kertaljós.
Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.
 
Verið velkomin til kirkju.

Kærleikskveðja
Sóknarprestur og sóknarnefnd  
 

meira...

30. nóvember 2018

Fréttir af ljósleiðaranum

 

  Af ljósleiðaraverkefninu er það helst að frétta  að búið er að ná samkomulagi við alla forsvarsmenn þeirra 16 jarða og landspildna á Kjalarnesi,

sem ídráttarrörin verða lögð um.

 

Mánudaginn 3. des nk,

verða opnuð tilboð jarðvinnuverktaka í verkið:

Lagning ljósleiðara í REYKJAVÍK / KJÓS – JARÐVINNA.

 

 

Opnun tilboðanna verður kl. 13:00 á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði í Kjós og verða þau opnuð þar í samræmi við kafla 2.5 í ÍST 30:2012.

 

Gerð útboðsgagna er í höndum Kristins Haukssonar hjá Eflu hf.

Ráðgjafi við verkefnið er Guðmundur Daníelsson hjá Snerru ehf., sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, netfang: gudmundur@snerra.com

Verið er að leggja lokahönd á gögn varðandi tilboð í blástur og tengivinnu á sjálfum ljósleiðaraþræðinum.

 

Þeir sem sótt hafa um tengingu við ljósleiðarann fá sendan reikning vegna tengigjalds innan tíðar eða strax og ljóst verður að hægt verði að hefjast handa við blástur sjálfs ljósleiðarans í rörin sem þegar eru komin í jörð.

 

Umsóknareyðublað er að finna undir Umsóknareyðublöð - hér til vinstri á síðunni.

 

Svo nú er að vonast eftir hagstæðum tilboðum frá vinnusömum verktökum og mildum vetri, til að þetta verkefni klárist sem fyrst.   

 

Góðar fréttir að taka með sér inn í helgina !
 

meira...

30. nóvember 2018

Hrútaskráin 2018-2019 komin út

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins Kjós var haldinn í gær, fimmtudag 29. nóvember 2018 í Ásgarði í Kjós.

Á fundinum var að venju farið yfir skýrslu stjórnar, ársreikning og svo var sitjandi stjórn kjörin áfram óbreytt.

 

Við fengum heimsókn frá sérfræðingum RML og BúVest sem fóru yfir stigahæstu lambhrútana, bestu kjötgæðahrútana og bestu ærnar á svæði félagsins.

Það er hrúturinn Bárður frá Kiðafelli sem er stigahæsti lambhrúturinn þetta árið með 87,5 stig.

Hrúturinn með besta BLUPið fyrir gerð á svæðinu er Ölur frá Morastöðum með hvorki meira né minna er 125 stig.

Besta ærin er sú ær sem er með hæstu kynbótaeinkunnina (samanlögð einkunn fyrir kynbótamat fyrir skrokkgæði, frjósemi og mjólkurlagni). Sú ær sem hlaut þennan titil var Skolta frá Kiðafelli með 110 stig og ákvað félagið að verðlauna Sigurbjörn og Bergþóru fyrir hana.

 

Að lokum fengu fundarmenn kynningu á því sem er helst að frétta úr sauðfjárræktinni á landinu í dag ásamt kynningu á þeim sæðingarhrútum sem eru í boði á sæðingarstöð Vesturlands í ár.

 

Fyrir áhugasama sem ekki komust á fundinn liggja nokkur eintök af hrútaskránni í Ásgarði.

 

 

Takk fyrir okkur,

Stjórn SF Kjós.

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir formaður,

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir gjaldkeri,

Hafþór Finnbogason ritari.

 

 

meira...

27. nóvember 2018

Aðalfundur UMF Drengs 6. des

 

 

Aðalfundarboð UMF Drengs.


Aðalfundur Ungmennafélagsins Drengs í Kjós

 verður haldinn

fimmtudaginn 6. desember næstkomandi

kl 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

 


Dagskrá aðalfundar:


1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu.
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar.
3. Tillaga um breytingar á lögum, til samþykktar á aukafundi.    
4. Tillaga lögð fram um ársgjald næsta árs.
5. Kosning stjórnar.
6. Önnur mál sem félagið varðar.

 


Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn UMFD

 

meira...

26. nóvember 2018

Auka fundur í hreppsnefnd - 27. nóv

 

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

27. nóvember 2018,

í Ásgarði og hefst  kl 19:00

 

Dagskrá:

 

  1. Fjárhagsætlanir.
  1. Forsendur fjárhagsáætlunar 2019.
  2. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2019 -2022.

 

  1. Önnur mál.
  1. Umsóknir um starf byggingarfulltrúa.

 

meira...

26. nóvember 2018

Aðalfundur Adams - 3.des


 

 

Aðalfundur

Hestamannafélagsins Adams í Kjós

verður haldinn mánudag 3. desember 2018

kl. 20.30 í Ásgarði í Kjósarhreppi

 

 

 

 


Dagskrá fundarins:


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.


2. Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.


3. Formaður leggur fram og sk‎‎‎‎‎‎ýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.


4. Gjaldkeri leggur fram og sk‎ýrir reikninga félagsins.


5. Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

 

6. Formenn nefnda leggja fram og sk‎ýra starf viðkomandi nefnda á liðnu ári. Kynning á reglum stjórnar um að veitingu ræktunarverðlauna til félagsmanns (félagsmanna).


7. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.


8. Kosning tveggja skoðunarmanna.


9. Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.


10. Veiting ræktunarverðlauna.


11. Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 


 

meira...

23. nóvember 2018

Frá Viðburða- og menningarmálanefnd

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 28. nóvember frá kl 17:00-21:00.

þann dag mæta þeir félagar Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) í Ásgarð kl 17:00 og lesa upp úr bókum sínum. Börn og unglingar eru hvött til að mæta og taka að sjálfsögðu foreldra og systkini með.

 

Námskeið í tálgun - jólaseríugerð

Ólafur Oddsson býður Kjósverjum upp á að koma og læra að búa til tálgaðar jólaseríur úr birki, selju, víði og fleiri viðartegundum fyrir jólin.

Námskeiðið fer fram í Ásgarði miðvikudaginn 5. des frá 18-22.

Nauðsynlegt er að skrá sig svo hægt sé að undirbúa efniðviðinn sem þarf til, hámarksfjöldi þátttakenda er sjö, lágmark fimm.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir föstudaginn 30. nóvember með því að senda póst á oli@skogur.is Þangað má einnig senda fyrirspurnir ef nánari upplýsinga er óskað. Námskeiðið kostar 5.000 kr, allur efniskostnaður er innifalinn og áhöld á staðnum. Einnig verður hægt að kaupa tálgunarhnífa á 3.000 kr ef einhverjir kjósa að halda áfram með verkið heima. 

 

meira...

23. nóvember 2018

Áttu rétt á ferðastyrk eða frístundastyrk ?

 

    Kjósarhreppur minnir á að hægt er að sækja um hina ýmsu styrki hjá sveitarfélaginu, sem unga námsmenn og þeirra foreldra munar um.

 

Nýjasti styrkurinn er sérstakur húsnæðisstuðningur vegna barna 15-17 ára sem þurfa að leigja á heimavist vegna náms fjarri lögheimili, veittur á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og byggir á meginreglum þeirra laga.

 

 

Nánar um  styrki og úthlutunarreglur er að finna hér til vinstri undir: Samþykktir og gjaldskrár

 

Vakin er athygli á eftirfarandi styrkjum
Ferðastyrkur grunnskólanema vegna félagsmiðstöðva- umsókn
Ferðastyrkur framhaldsskólanema - umsókn
Sérstakur húsnæðisstuðningur, 15-17 ára  - umsókn

Frístundastyrkur - umsókn

 

Allar umsóknir er að finna undir: http://kjos.is/umsoknareydublod/

 

 

 

meira...

23. nóvember 2018

Ungmennaráð Kjósarhrepps

 

Ungmennaráð Kjósarhrepps. Ertu á aldrinum 13 - 18 ára?


 

Kjósarhreppur auglýsir eftir áhugasömum til að sitja í ungmennaráði sveitarfélagsins.

Ungmennaráð er skipað þremur ungmennum á aldrinum 13-18 ára.

 

Hlutverk ungmennaráðs er m.a að vera sveitastjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks eins og segir í 2.mgr. 11.gr æskulýðslaga nr. 70/2007.
 
Áhugasöm hafi samband við Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur

formann Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps

 í gegnum netfangið: kjos@kjos.is

 

 

 

 

meira...

14. nóvember 2018

Sauðfjárræktarfélagið í Kjós - aðalfundarboð

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn

fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á ráðgjafa frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2017 og í framhaldinu verður farið yfir hrútakostinn á sæðingastöð í vetur.


 

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2017
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð


Kaffi í boði!


 

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós


 

meira...

13. nóvember 2018

Auglýsing frá Lýðháskólanum á Flateyri

 

 

Lýðháskólinn á Flateyri - getur bætt við sig 2-4, nemendum á vorönn


Kennsla hófst við Lýðháskólann á Flateyri 20. september síðastliðinn með 29 nemendum á tveimur námsbrautum.

 

Skólinn getur bætt við sig 1-2 nemendum í hvora námsbraut á vorönn.

Á námsbrautinni: Hafið, fjöllin og þú,    

miðar námið að því að upplifa náttúruna á nýjan hátt með því  að ferðast um hana, vinna með hana, nýta hana og kanna á öruggan hátt. Stór hluti námsins fer fram utan dyra í öllum veðrum og við hinar ýmsu aðstæður.

 

Á námsbrautinni:  Hugmyndir, heimurinn og þú,

 miðar námið að því að þroska og þróa nemendur sem skapandi einstaklinga þar sem þeir öðlast þekkingu og færni í ferlum skapandi starfs allt frá hugmyndavinnu, yfir í framkvæmd og miðlun.

 

Lýðháskólinn á Flateyri er samfélag nemenda og kennara sem býður fólki tækifæri til að þroskast og mennta sig í samstarfi við íbúa á Flateyri.

Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski.

 

Í Lýðháskólanum á Flateyri hefur fólk frelsi til menntunar út frá sínum einstaklingsbundnu forsendum. Því byggir skólinn ekki á prófum, einkunnum eða gráðum, heldur skapar hann nemendum sínum aðstæður og umgjörð til náms og menntunar. Ábyrgð á náminu er nemandans þar sem megináherslan er á að uppgötva og styrkja þá einstöku hæfileika sem hver og einn býr yfir í umhverfi sem er fullt af áskorunum en um leið ríkt af stuðningi, endurgjöf og samvinnu.

 

Sótt er um á vefsvæði skólans:  https://lydflat.is/umsoknir-og-inntokuskilyrdi/

 

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember n.k.  en kennsla á vorönn hefst þann 7. janúar.

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsvæði skólans https://lydflat.is/

Vinsamlega hikið ekki við að hafa samband ef frekari upplýsinga er þörf.


Hlýjar kveðjur,

Helena Jónsdóttir
Lýðháskólinn á Flateyri – skólastjóri
skolastjori@lydflat.is
s. 661 7808

 

 

meira...

12. nóvember 2018

Nýjar bækur komnar - opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið

miðvikudaginn 14. nóvember frá 17-21.

 

Nýjar bækur komnar á safnið

Fyrstir koma fyrstir fá !!

 

Að þessu sinni verður ekki skipulögð dagskrá,

en þess í stað helgum við kvöldið handverki og hannyrðum og hvetjum Kjósverja til að koma með prjónana/tálguhnífana eða hvað annað sem er og nýta rýmið til að hittast og deila fróðleik og ráðum með hvert öðru.

 

Eflaust geta þau sem hafa meiri reynslu t.d. af prjónaskap gefið þeim reynsluminni ráð.


Einnig hvetjum við barnafjölskyldur í Kjósinni til að nýta sér opnunartíma bókasafnsins, en nýtt barnabókasafn hefur verið opnað á efri hæðinni í Ásgarði með fjölda nýrra bóka og því tilvalið að kíkja við seinnipart dags og nýta sér rýmið.
 

meira...

8. nóvember 2018

Aðventumarkaður 8. des - hvað viltu selja?

 

 

Aðventumarkaðurinn í Kjós verður haldinn í Félagsgarði 8. des kl. 12 - 17.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar,

Einar Tönsberg með gmailið: felagsg@gmail.com
eða í gsm: 6595286

 

 

meira...