Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

9. desember 2016

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn fimmtudag 15. desember 2016 kl. 16.00 í Ásgarði í Kjós. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en að þeim loknum ætlar Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, nýútskrifaður landbúnaðarfræðingur að halda fyrir okkur stutt erindi. Erindið fjallar um lokaverkefnið hennar sem er um litafjölbreytileika í íslensku sauðfé. Sigurborg Hanna flakkaði um allt Ísland á árinu 2015 og safnaði myndum af sauðfé til þess að kortleggja þá liti sem til eru í stofninum. Í kjölfarið setti hún fram hugmyndir að nýjum litaskráningarlykli til að auðvelda bændum litaskráningar í Fjárvís.

Dagskrá:

1.      Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu

2.      Ársreikningur lesinn upp til samþykktar

3.      Kosning stjórnar

4.      Önnur mál

5.      Erindi Sigurborgar Hönnu

Á fundinum verður boðið upp á kaffi og jólasmákökur J

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Stjórn SF Kjós

 

meira...

7. desember 2016

Bókasafnið í næstu viku

 

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið tvö kvöld í næstu viku, fyrst  þriðjudagskvöldið 13. desember frá kl 20:00. Það kvöld verður lesið upp úr barna- og unglingabókum.

Þeir sem koma og lesa upp úr bókum sínum eru þeir Gunnar Helgason með bók sína „Pabbi prófessor“  og Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) með sína bók “Þín eigin hrollvekja“                                                               

Börn og unglingar eru sérstklega hvattir til að mæta og taka foreldrana með.

 

Seinna kvöldið er miðvikudagskvöldið 14. desember einnig frá kl 20:00. Þá koma og lesa upp úr bókum sínum,  Óskar Magnússon með bók sína „Vitnið“ og Vigdís Grímsdóttir  með sína „Elsku drauma mín“

 

Minni síðan á að safnið er einnig opið í kvöld 7. desember.

meira...

7. desember 2016

Aðventumarkaðurinn á laugardaginn

 

Aðventumarkaðurinn vinsæli verður í Félagsgarði, laugardaginn 10. desember frá kl 12:00 til 17:00. Matvara og handverk úr heimabyggð, heitt súkkulaði, rjómapönnukökur, nýbakaðar bollur og smákökur. Upplagt að taka daginn snemma og ná sér í tré á Fossá.

 

 

Allir hjartanlega velkomnir í Kjósina.

 

meira...

6. desember 2016

Bókasafnið opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið miðvikudagskvöldið 7. desember frá kl 20-22. Fullt af nýjum bókum. Gott væri að þeir sem eru þegar með nýjar bækur að koma og skilað þeim til að aðrir geti notið

meira...

5. desember 2016

Skipulags-og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps

Skipulags- og byggingarfulltrúinn Jón E Guðmundsson verður ekki við á skrifstofum Kjósarhrepps í dag, 5. desember. 

meira...

28. nóvember 2016

Viðburðir í Kjósinni í desember

 

HÉR má skoða hvað er  í boði á aðventunni í Kjósinni.

meira...

23. nóvember 2016

Aðventukvöld í Reynivallakirkju, kl. 20 á sunnudaginn

 

Aðventukvöld verður í Reynivallakirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu,

27. nóvember nk, kl. 20:00.

 

Boðið verður upp á notaleg stund við aðventukrans og kertaljós.

Formaður sóknarnefndar, Sigríður Klara, flytur ávarp. Stúlknakór Varmárskóla syngur.

Falleg jólasaga lesin.

 

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur flytur hátíðarræðu.

Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Heitt súkkulaði og piparkökur í kirkjunni.

 

Dagskrá Reynivallaprestakalls yfir jólahátíðina má finna HÉR

 

Verið velkomin til kirkju

Kærleikskveðja

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur 

 

meira...

22. nóvember 2016

Tilkynning frá MAST - haustskýrsluskilum frestað til 1. des

 

  Matvælastofnun vekur athygli á að frestur til að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember næstkomandi.

Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haustskýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. 

 

Sjá nánar inn á: http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2016/11/21/Frestur-til-ad-skila-haustskyrslum-framlengdur/

 

Með kveðju

Matvælastofnun - MAST

 

meira...

15. nóvember 2016

Kynning á drögum að nýju aðalskipulagi Kjósarhrepps

 

Þriðjudaginn 1. nóvember var haldið opið hús um nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps og voru þar kynntar áherslur við endurskoðun aðalskipulagsins og drög að flokkun landbúnaðarlands, sem unnin er samhliða aðalskipulagi. Kynningar af fundinum má finna hér og kynning á drögum á landbúnaðarlandi hér.

meira...

14. nóvember 2016

Auglýst eftir organista í Reynivallaprestakall

 

Sóknarnefndir Brautarholts- og Reynivallasókna Kjalarnessprófastsdæmi auglýsa eftir organista/tónlistarstjóra í 30% fasta stöðu við Reynivallaprestakall frá 1. janúar 2017.

 

Leitað er eftir einstaklingi sem:

- er tilbúinn til að byggja upp kórstarf í sóknunum

- hefur metnað fyrir tónlistarþætti helgihaldsins

- er tilbúinn í gott samstarf við sóknarprest  prestakallsins

Laun samkv. kjarasamningi organista hjá FÍH og launanefndar Þjóðkirkjunnar.

 

Umsóknir skulu sendar rafrænt til: bjorn@brautarholt.is

Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k.

 

Allar upplýsingar um starfið gefa formenn sóknarnefndanna sem ráða munu í starfið:

Björn Jónsson formaður Brautarholtssóknar,

 bjorn@brautarholt.is gsm. 892 3042

Sigríður Klara Árnadóttir formaður Reynivallasóknar,

 sigridur@kjos.is gsm.841 0013

Einnig er hægt að hafa samband við sóknarprest sr. Örnu Grétarsdóttur arna.gretarsdottir@kirkjan.is

 

 

meira...

14. nóvember 2016

Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði

 

Aðventumarkaðurinn  í Félagsgarði verður 10. desember frá kl 12:00 til kl 17:00 og verður með hefðbundnu sniði.

Pantanið hjá Guðnýju s. 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is

meira...

14. nóvember 2016

Bókasafnið í Ásgarði

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið næsta miðvikudag frá kl 18:00 til 20:00.

Börn og unglingar eru sérstaklega boðin og fullorðnir taki með sér prjónana.

Einhver skemmtileg mynd verður sýnd. Popp og kók.

Nýjar bækur verða komnar.

meira...

7. nóvember 2016

Frestun aðalfundar Adams

 

FRESTUN AÐALFUNDAR

OG NÝTT AÐALFUNDARBOÐ

 

Aðalfund Hestamannafélagsins Adams í Kjós sem halda átti miðvikudaginn 9. nóvember 2016 næstkomandi,  kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi er frestað vegna óviðráðanlegra atvika. 

Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. nóvember 2016, kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.  Kynning á reglum stjórnar um að veitingu ræktunarverðlauna til félagsmanns (félagsmanna).

7.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

8.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

9.      Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

10.  Veiting ræktunarverðlauna.

11.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

meira...

1. nóvember 2016

Aðalfundur Adams

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Adams í Kjós verður haldinn miðvikudaginn 9. nóvember 2016,  kl. 20:00 í Ásgarði í Kjósarhreppi.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Lesin upp nöfn þeirra, sem æskt hafa inngöngu í félagið á árinu, og leitað samþykkis fundarins.

3.      Formaður leggur fram og skýrir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

4.      Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.

5.      Umræður um liði 3. og 4. og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.

6.      Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári.  Kynning á reglum stjórnar um að veitingu ræktunarverðlauna til félagsmanns (félagsmanna).

7.      Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna til eins árs í senn.

8.      Kosning tveggja skoðunarmanna.

9.      Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.

10.  Veiting ræktunarverðlauna.

11.  Önnur mál sem félagið varðar.

 

Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn hjá formanni félagsins.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams í Kjós

 

 

meira...

29. október 2016

Messa á léttum nótum í Reynivallakirkju 30. október kl.14

 

Sunnudaginn 30. október verður léttmessa í Reynivallakirkju kl.14. Fermingarbörn taka þátt í messunni. Sálmar sungnir á léttum nótum og andrúmsloftið afslappað og notalegt.  Guðmundur Ómar Óskarsson leikur á orgelið og sr. Arna tekur í gítarinn. Altarisganga fer fram.

 

Sálmarnir verða æfðir frá kl.13.30-13.50 í kirkjunni og eru allir velkomnir á æfinguna.

Kaffisopi inni í bæ á eftir.

 

 

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir

meira...

26. október 2016

AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPS

 

Kynningarfundur í Ásgarði

1. nóvember kl. 16.00-18.00.

 

Kjósarhreppur hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og er gert ráð fyrir að vinnu við það ljúki vorið 2018. Mikilvægt er að sem best samráð verði við íbúa meðan á  skipulags-ferlinu stendur og að þeir setji fram sínar hugmyndir.

Skipulagsnefnd Kjósarhrepps heldur utan um vinnuferlið og skipulagsráðgjafi aðalskipulags er Steinsholt sf sem er með aðsetur á Hellu.

Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til framtíðar, sem tekur til alls lands innan sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi eru mörkuð stefna fyrir landbúnaðarland, samgöngu- og þjónustukerfi, veitur, íbúðarbyggð, sumarhúsabyggð, verndarsvæði o.fl.

Þriðjudaginn 1. nóvember verður opið hús um aðalskipulagið. Þar verða kynntar áherslur við endurskoðun aðalskipulags og drög að flokkun landbúnaðarlands, sem unnin er samhliða aðalskipulagi.

Íbúar geta skoðað vinnugögn og rætt við skipulagsráðgjafa og skipulagsnefnd.

 

 

meira...

26. október 2016

Bráðahjálparnámskeiðið.

 

Námskeið verður í bráðahjálp miðvikudaginn 2. nóvember  milli kl 16:00 og 18:00  í Ásgarði og fer þá fram leiðbeining um  notkun hjartastuðtækjanna sem kvenfélagið afhenti sveitarfélaginu fyrr í mánuðnum                                                                                                                                                            

 

Heldri íbúum sveitarfélgsins eru sérstklega boðnir velkomnir. Kaffi, meðlæti og  bókasafnið opið .

 

Bókasafnið:  Mikið hefur dregist saman í útlánum bóka á bókasafninu.  Af þeim ástæðum eru aðstandendur bókasafnsins hugsi yfir framtíð þess. Ekki þykir ástæða að vera með fasta opnunartíma eða kaupa bækur ef enginn hefur áhuga á að fá bækur að láni.  Það væri gott að heyra frá þér íbúi góður hvort þú munir sækja bókasafnið í framtíðinni og gott væri að fá óskir frá þér um hvaða og hvernig bækur þú leggur til að bókasafnið kaupi.

Vinsamlegast látið vita til Svönu í gsm: 8629243 eða  email middalur@emax.is

meira...

24. október 2016

Hrútasýning í Kjósinni

 

Þann 17. október var haldin hin árlega hrútasýning á vegum Sauðfjárræktafélagsins í Kjós á Kiðafelli. Sauðfjárdómararnir Lárus og Torfi frá RML sáu um mælingar og dóma á fénu. Mæting var góð þrátt fyrir að tveir stjórnarmeðlimir létu sig vanta en þau höfðu ágætis afsökun þar sem þau voru uppi á fæðingardeild að fjölga Kjósverjum. Úrslit voru eftirfarandi:

 

Mislitir/kollóttir lambhrútar

1. sæti Bergþóra á Kiðafelli

2. sæti Andrés á Hrísbrú

3. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

 

 

 

 

 

Veturgamlir hrútar

1. sæti María og Orri á Morastöðum

2. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

3. sæti Hörður Bender á Hraðastöðum

 

 

 

 

 

Lambhrútar

1. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

2. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

3. sæti Sigurbjörn á Kiðafelli

 

 

 

 

Myndir eru fengnar frá Mosfellingi.

 

Stjórn Sauðfjárræktarfélagsins óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar öllum gestum fyrir komuna og þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd sýningarinnar.

 

meira...

24. október 2016

Tilkynning um framlagningu kjörskrár

 

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Kjósarhrepps, Ásgarði á auglýstum opnunartíma fram til kjördags.  Á kjörskrá eru: 181,  80 konur og 101 karl.

 

meira...

19. október 2016

Tilkynning frá kjörstjórn Kjósarhrepps.

 

Auglýsing um kjörstað og aðsetur kjörstjórnar Kjósarhrepps.

 

Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 er í Ásgarðsskóla Kjós og stendur kjörfundur frá kl 12:00 til 20:00.

Aðsetur kjörstjórnar verður á sama stað.

 

Kjósarhreppur 19. október 2016.

 

Ólafur Helgi Ólafsson formaður

Unnur Sigfúsdóttir

Karl Magnús Kristjánssson

meira...

18. október 2016

Frestun verður á námskeiði í Ásgarði

 

Námskeiðinu í bráðahjálp sem vera átti í dag milli Kl 16:00 og 18:00 í Ásgarði verður frestað vegna þess að veðurútlit er ekki gott og leiðbeinandinn hefur ákveðið að koma ekki vegna þess.

 

Ákveðið hefur verið að fresta einnig boði heldri íbúa. 

meira...

13. október 2016

Uppfærð áætlun Kjósarveitna

 

 Úrkoma síðustu daga hefur víða haft áhrif um Kjósina eins og annars staðar.

 

Saklausir bæjarlækir eru orðnir að beljandi fljóti, tún breyst í stöðuvötn og heyrúllur farnar að sigla til sjávar.

 

Verktakar Kjósarveitna hægðu á framkvæmdum með stóru tækin, þar sem vinnuvélar voru farnar að síga ískyggilega djúpt með tilheyrandi áhrifum á landið.

Dagurinn í gær var samt nýttur vel, enda kominn tími til að smyrja og yfirfara vélar og tæki eftir stöðuga notkun undanfarna mánuði.

 

Verkstaðan 12. október sl. er HÉR

Uppfærð verkáætlun Gröfutækni er síðan að finna HÉR  

 

Sökkull undir stöðvarhús veitunnar, rís hægt og sígandi upp úr grunninum og vinna við dæluhúsið sem mun koma við endann á Hjarðarholti er hafin.

 

Gengið var frá samningi við Íslenska jarðhitatækni ehf í vikunni, um öxuldjúpdælu sem mun fara ofan í borholu MV-19. Hámarks afköst dælunnar eru um 40 l/s, en þörfin fyrst um sinn er miðuð við vatnsborð á 100 m dýpi um 30 l/s og vatnshita allt að 82°C. Hola MV-24, þarf enga aðstoð hún sér sjálf um að dæla upp á yfirborðið yfir 20 l/s af yfir 100°C heitu vatni.

 Byggt verður borholuhús yfir þessar tvær borholur veitunnar og hafa sumir haft á orði að það verði sjónarsviptir að þegar gufan frá holu MV-24 hverfur, þetta sé orðið eitt af kennileitum Kjósarinnar. Dælan verður afhent í lok nóvember og tilbúin að dæla vatni á lagnirnar um áramótin. Allt á áætlun.

 

 

 

Elís Guðmundsson og Hilmar Elísson

hjá H-verk ehf, í sökklinum fyrir stöðvarhúsið

Hitaveitu- og ljósleiðararör bíða

eftir að komast í jörð þegar styttir upp

Pétur Þorkelsson, Árni Gunnarsson,

Sigríður Klara og Árni Stefánsson

við undirritun í húsnæði

ÍJ ehf að Völuteigi í Mosfellsbæ

 

meira...

12. október 2016

Á döfinni næstu vikur.

 

Bókasafnið og námskeið.

Kvenfélag Kjósarhrepps hefur fest kaup á tveimur hjartastuðtækjum sem staðsetja á í sveitarfélaginu.  Kvenfélagið safnaði fyrir tækjunum með kaffisölu á Kátt í Kjós sl. sumar. Kvenfélagið þakkar öllum þeim sem komu að og styrktu þetta bráðnauðsynlega verkefni. Hreppurinn mun fjárfesta í þriðja tækinu.

 

Samstarf er við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um að staðsetja tækin í sveitarfélaginu með tilliti til þess að sem jöfnust fjarlægð sé frá hverju tæki til íbúa í sveitarfélaginu. Þangað til verða þau í Ásgarði, tilbúin til notkunar og staðsett í hillu á bókasafninu.

 

Námskeið verður í bráðahjálp miðvikudaginn 19. milli Kl 16:00 og 18:00  í Ásgarði og fer þá fram leiðbeining um notkun hjartastuðtækja.                                                                                                                                       

Heldri íbúum sveitarfélgsins eru sérstklega boðnir velkomnir, kaffi og meðlæti og  bókasafnið í Ásgarði verður einnig opið á sama tíma.

 

Frá Ungmennafélaginu Dreng í Kjósarhreppi.

Stjórn ungmennafélagsins hefur einu sinni komið saman til fundar á árinu.   Á þeim fundi var meðal annars ákveðið að  halda áfram leikfiminni, reyna að fá þjálfara til að vera með leikjanámskeið fyrir börn og unglinga sl. sumar, vera með dansnámskeið í september, halda námskeið í þjálfun fjárhunda og námskeið/fyrirlestra fyrir heldra fólk og fleira.

 

Leikfimin stóð fram í apríl og var vel sótt. Búið er að fá kennara á námskeið í þjálfun fjárhunda. Rædd var við Elísabetu Gunnarsdóttur og ætlaði hún að koma og halda námskeið sl. september  en hún frestaði námskeiðinu fram  í lok apríl á næsta ári. Ekki fékkst þjálfari fyrir leikjanámskeiðin og ekki var leitað eftir kennara fyrir dansnámskeið. Leikfimin mun væntanlega byrja nú í nóvember og heldra fólki verður boðið til samverustunda einu sinni í mánuði fyrst þann 19. október.

 

Akstur í félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ.

Eru einhverjir heldri menn eða konur sem hafa áhuga á að sækja félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ ef boðið verður uppá akstur þangað?

Eru einhverjir sem hafa áhuga á að taka að sér þennan akstur til að byrja með einu sinni í viku?

Áhugasamir hafi samband við Guðnýju í s. 5667100  eða á netfangið gudny@kjos.is

 

 

meira...

11. október 2016

Losun plastgáma-frestun

Losun plastgáma frestast til föstudagsins 14. október. 

meira...

7. október 2016

Hrútasýning og lambaskoðun 2016

 

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  mánudaginn 17. október og hefst klukkan 13.00. Þar gefst bændum kostur á að fá  stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.

 

Þeir sem hafa hug á að nýta sér þessa þjónustu  RML  eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.

 

Um kl. 16:00 fer fram verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt  allir eru velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.

 

Líkt og í fyrra  verður verðlaunað sérstaklega fyrir stigahæsta mislita/kollótta lambhrútinn.

Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta.

 

Sauðfjárræktarfélagið Kjós

 

meira...

6. október 2016

Sviðaveisla í Hlöðunni að Hjalla

 
 

 Laugardagskvöldið

15. október

verður haldin hin árlega sviðaveisla

að Hjalla.

 

Húsið opnar kl. 20

- borðhald hefst kl. 21

 

Kokkur Jón Þór


 

Drykkjarföng seld á staðnum - Kjamminn opinn.
Miðaverð kr. 4.900


Miðapantanir fyrir 12. október,
í síma 897 2219 - Hermann / 868 2219- Birna
Ferðaþjónustan Hjalla ehf

 

 

meira...

6. október 2016

Losun plastgáma

 

Losun plastgáma í Kjósarhreppi verður miðvikudaginn 12. október næst komandi. 

meira...

3. október 2016

Rotþróarhreinsanir í Kjós - seinni hluti 2016

 

Ljúka á  hreinsun rotþróa vegna ársins  2016 núna í vikunni. Eftir varð í vor Hjarðarholtsvegur nr 5-35, Hvammur 2-11 og Hálsendi 2-11. Sumarhúsin við Þrándarstaði, íbúðarhúsin Neðra-Hálsi, Stekkjarflöt, Hvammsvík, Sandi, Steinahlíð og fl.  Hreinsa á einnig núna þrær í hverfinu við Fossá. 

Enn og aftur skal ítrekað að hafa aðgengi að þrónum gott, þær vel merktar og hlið opin. 

meira...