Kjósarhreppur - Myndir

Fréttir

14. nóvember 2018

Sauðfjárræktarfélagið í Kjós - aðalfundarboð

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós verður haldinn

fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 20.00 í Ásgarði í Kjós.


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og svo er von á ráðgjafa frá RML í heimsókn. Hann ætlar fyrst að fara yfir uppgjör búanna á svæðinu fyrir árið 2017 og í framhaldinu verður farið yfir hrútakostinn á sæðingastöð í vetur.


 

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um unnin störf á árinu
2. Ársreikningur lesinn upp til samþykktar
3. Kosning stjórnar
4. Uppgjör búanna á svæðinu árið 2017
5. Kynning á hrútum á sæðingastöð


Kaffi í boði!


 

Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn SF Kjós


 

meira...

13. nóvember 2018

Auglýsing frá Lýðháskólanum á Flateyri

 

 

Lýðháskólinn á Flateyri - getur bætt við sig 2-4, nemendum á vorönn


Kennsla hófst við Lýðháskólann á Flateyri 20. september síðastliðinn með 29 nemendum á tveimur námsbrautum.

 

Skólinn getur bætt við sig 1-2 nemendum í hvora námsbraut á vorönn.

Á námsbrautinni: Hafið, fjöllin og þú,    

miðar námið að því að upplifa náttúruna á nýjan hátt með því  að ferðast um hana, vinna með hana, nýta hana og kanna á öruggan hátt. Stór hluti námsins fer fram utan dyra í öllum veðrum og við hinar ýmsu aðstæður.

 

Á námsbrautinni:  Hugmyndir, heimurinn og þú,

 miðar námið að því að þroska og þróa nemendur sem skapandi einstaklinga þar sem þeir öðlast þekkingu og færni í ferlum skapandi starfs allt frá hugmyndavinnu, yfir í framkvæmd og miðlun.

 

Lýðháskólinn á Flateyri er samfélag nemenda og kennara sem býður fólki tækifæri til að þroskast og mennta sig í samstarfi við íbúa á Flateyri.

Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski.

 

Í Lýðháskólanum á Flateyri hefur fólk frelsi til menntunar út frá sínum einstaklingsbundnu forsendum. Því byggir skólinn ekki á prófum, einkunnum eða gráðum, heldur skapar hann nemendum sínum aðstæður og umgjörð til náms og menntunar. Ábyrgð á náminu er nemandans þar sem megináherslan er á að uppgötva og styrkja þá einstöku hæfileika sem hver og einn býr yfir í umhverfi sem er fullt af áskorunum en um leið ríkt af stuðningi, endurgjöf og samvinnu.

 

Sótt er um á vefsvæði skólans:  https://lydflat.is/umsoknir-og-inntokuskilyrdi/

 

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember n.k.  en kennsla á vorönn hefst þann 7. janúar.

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsvæði skólans https://lydflat.is/

Vinsamlega hikið ekki við að hafa samband ef frekari upplýsinga er þörf.


Hlýjar kveðjur,

Helena Jónsdóttir
Lýðháskólinn á Flateyri – skólastjóri
skolastjori@lydflat.is
s. 661 7808

 

 

meira...

12. nóvember 2018

Nýjar bækur komnar - opið á miðvikudaginn

 

Bókasafnið í Ásgarði verður opið

miðvikudaginn 14. nóvember frá 17-21.

 

Nýjar bækur komnar á safnið

Fyrstir koma fyrstir fá !!

 

Að þessu sinni verður ekki skipulögð dagskrá,

en þess í stað helgum við kvöldið handverki og hannyrðum og hvetjum Kjósverja til að koma með prjónana/tálguhnífana eða hvað annað sem er og nýta rýmið til að hittast og deila fróðleik og ráðum með hvert öðru.

 

Eflaust geta þau sem hafa meiri reynslu t.d. af prjónaskap gefið þeim reynsluminni ráð.


Einnig hvetjum við barnafjölskyldur í Kjósinni til að nýta sér opnunartíma bókasafnsins, en nýtt barnabókasafn hefur verið opnað á efri hæðinni í Ásgarði með fjölda nýrra bóka og því tilvalið að kíkja við seinnipart dags og nýta sér rýmið.
 

meira...

8. nóvember 2018

Aðventumarkaður 8. des - hvað viltu selja?

 

 

Aðventumarkaðurinn í Kjós verður haldinn í Félagsgarði 8. des kl. 12 - 17.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við staðarhaldarann þar,

Einar Tönsberg með gmailið: felagsg@gmail.com
eða í gsm: 6595286

 

 

meira...

7. nóvember 2018

Plastgámar tæmdir í dag

 

Bíll frá Gámaþjónustunni er í Kjósinn í dag að tæma gáma með rúlluplasti 

Því miður láðist að láta vita af komu bílsins með góðum fyrirvara.

Beðist er velvirðingar á því

 

 

meira...

6. nóvember 2018

Minning látinna í Reynivallakirkju næsta sunnudag

 


  

Sunnudaginn 11. nóvember verður messa i Reynivallakirkju kl.14.

 

Kveikt verða ljós í minningu látinna ástvina og sveitunga.

 

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista.

 

Formaður sóknarnefndar, Sigríður Klara Árnadóttir les ritningarlestra og tendrar minningarljós.


Sóknarprestur þjónar.

 

Verið hjartanlega velkomin til athafnarinnar

Sóknarprestur og sóknarnefnd

 


 

 

 


 

meira...

2. nóvember 2018

Næsti hreppsnefndar fundur 6. nóv

 

 

Fundur verður haldinn í

hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

6. nóvember 2018,

í Ásgarði og hefst  kl 16:00

 

 

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir nefnda.
       a. Félags- æskulýðs- og jafnréttismálanefnd  4. október og

            30. október.
       b. Samgöngu- og fjarskiptanefnd 29. október.
       c. Skipulags- og byggingarnefnd 8. október. 
       d. Umhverfisnefnd 17. október.
       e. Viðburða- og menningarmálanefnd 1. október og 31. október.

 

 

2. Fjárhagsáætlanir.
     a. Forsendur fjárhagsáætlunar 2019.
     b. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2019.
     c. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir 2020, 2021 og 2022.

 

3. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga (EFS).
     a. Bréf dags. 10. október sl..
     b. Svar til EFS

 

4. Vík lögmannsstofa vegna Búðarsands.
     Lagt fram bréf dagsett 2. október.

 

5. Önnur mál.
     a. Umsóknir um starf byggingarfulltrúa.
     b. Lóðir í Norðurnesi.

 

6. Mál til kynningar
     a. Stjórn SSH 461. fundur.
     b. Stjórn SSH 462. fundur.
     c. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 863. fundur.
     d. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 864. fundur.
     e. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis 40. fundur,

           ásamt fjárhagsáætlun 2019. 

 

 

 

 

meira...

30. október 2018

Breyttur opnunartími á skrifstofu Kjósarhrepps

 

 

    

Frá og með 1. nóvember 2018,  

verður skrifstofa og símsvörun

Kjósarhrepps opin sem hér segir:

 

Mánudaga - fimmtudaga  kl 10 - 15

Lokað föstudaga

 

Netfang: kjos@kjos.is

 

 

Kjósarveitur, bakvaktarsími: 853-2112

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps

 

 

meira...

29. október 2018

Bókasafnið og námskeið næsta miðvikudag

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 31. október frá 17-21.

 

Ólafur Oddsson mætir kl 20:00 með fræðandi erindi um
Tálgun og sjálfbærar skógarnytjar
Ólafur hefur haldið námskeið tengd sjálfbærni, skógrækt, tálgun og tengslum við náttúruna um árabil. Hugmyndin er að í kjölfar erindisins verði rætt hvort áhugi sé meðal Kjósverja á að sækja stutt námskeið í tálgun í vetur.

Á opnum fundi menningar- og viðburðarnefndar á dögunum kom upp sú fyrirtakshugmynd að einnig mætti nýta opnunartíma bókasafnsins til að hittast með handverk og hannyrðir.
Við hvetjum Kjósverja til að nýta tækifærið þegar bókasafnið er opið og njóta góðra stunda saman í Ásgarði, hvort sem það er til að fá sér kaffibolla, prjóna, ná sér í bók og sækja fræðslu eða bara til að sýna sig og sjá aðra.
Einnig hvetjum við barnafjölskyldur í Kjósinni til að nýta sér opnunartíma bókasafnsins, en nýtt barnabókasafn hefur verið opnað á efri hæðinni í Ásgarði með fjölda nýrra bóka og því tilvalið að kíkja við seinnipart dags og nýta sér rýmið.
 

meira...

26. október 2018

Kvenfélag Kjósarhrepps lætur gott af sér leiða til Grensáss

 

Konur í Kvenfélagi Kjósarhrepps komu færandi hendi föstudaginn 19. október sl., á Grensásdeild - Endurhæfingardeild Landspítalans.


Allur ágóði af kaffisölu kvenfélagsins á Kátt í Kjós sl. sumar, ásamt rausnarlegri viðbót frá félaginu, dugði til að kaupa tvær UNO loftdýnur til varnar þrýstingssárum, oft nefnd legusár.
Auk þess að bæta lífsgæði sjúklinga þá auðvelda þessar dýnur starfsfólki alla umönnun og að sinna sínu mikilvæga starfi hjá Grensásdeildinni.
Andvirði gjafarinnar er um ein milljón króna.


Vel var tekið á móti kvenfélagskonum, voru þar í fararbroddi Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri og Steinar Gíslason, sjúkraliði frá Meðalfelli í Kjós.

Fengu konur fræðslu um starfið, vettvangsferð um endurhæfingardeildina, í lokin var boðið upp á heimabakaðar pönnukökur og fleira gott með kaffinu.


F.v.: Tobba Írafelli, Dóra Neðra Hálsi, Sigríður deildarstjóri Grensás,
Steinar sjúkraliði Meðalfelli, Regína Lækjarbraut 2, Soffía Traðarholti,
Katrín Kiðafelli 3 og Sigríður Klara Klörustöðum
Kaffihlaðborð í Ásgarði, á Kátt í Kjós 21. júlí sl.
F.v.: Tobba Írafelli, Birna Eyrum 19, Dóra Neðra Hálsi, Guðný Flekkudal,
Soffía Traðarholti, Hulda Eilífsdal, Sigurbjörg Meðalfelli,
Regína Lækjarbraut 2 og Sigríður Klara Klörustöðum.

 

 

 

meira...

25. október 2018

Breytingar á almennri sorphirðu

 

Vegna breytinga hjá Gámaþjónustunni þarf að færa sorphirðudaga og skipta um viku.

 

Samkvæmt gamla planinu áttu þeir að vera hjá okkur næsta mánudag 29. okt en koma þess í stað á morgun föstudag 26. október , koma aftur mánudag 5. nóvember

og tekur þá við meðfylgjandi dagatal, sjá: HÉR

 

Beðið er afsökunar á þessu en í kjölfarið er von Gámaþjónustunnar

að auglýstir sorphirðudagar standist framvegis.

 

meira...

23. október 2018

Rafmagnslaust í hluta af Kjós, miðvikudag 24.okt

  

Rafmagnslaust verður í Kjós frá Bæ að Eyjatjörn og Meðalfelli

á morgun miðvikudag 24.10.2018

frá kl 14:00 til kl 16:00

vegna færslu á háspennustreng við Grjóteyri/Flekkudal.

 

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar

 

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.  

 

meira...

22. október 2018

Bubbi Morthens spilar í Félagsgarði 27. okt.

 

 

Bubbi Morthens spilar í Félagsgarði 27. okt.

Flutt verður nýtt efni í bland við eldra og þekktara efni.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og húsið opnar 30 mínútum fyrr.

Verð 3.990 kr. 

Miðasala er við innganginn og á midi.is

 

Barinn verður opinn.

Hlökkum til að sjá sem flesta sveitunga.

 

 

 

 

 

 

meira...

22. október 2018

Auglýst eftir byggingar- og skipulagsfulltrúa


Laust er starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi.

Leitað er eftir öflugun og hæfum einstaklingi sem hefur áhuga á starfi á þessu sviði. Um er að ræða hlutastarf.
Starfsmaðurinn fer með framkvæmd byggingar- og skipulagsskipulagsmála samkvæmt lögum og sinnir verkefnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra.

 

Helstu verkefni:
• Móttaka skipulags- og byggingarerinda
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsnefndar
• Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
• Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og stöðuleyfa.
• Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða starfsleyfa
• Yfirferð uppdrátta
• Skráning fasteigna og stofnun lóða.
• Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu fullnægja menntunar- og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
• Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum ásamt opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Mikilvægt er að umsækjandi hafi iðnmenntun í byggingariðnaði sem bakgrunn.
• Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð.

 

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun og önnur starfskjör eru samningsatriði.


Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 566 7100.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á netfangið: oddviti@kjos.is

Umsóknarfrestur er til 5. nóvember. 

 

Prentútgáfa auglýsingar: HÉR

 

 

meira...

19. október 2018

Bestu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 15. október sl. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.
Hrúturinn Ölur bar sigur úr býtum en hann er í eigu Orra og Maríu Dóru á Morastöðum sem hlutu því hinn eftirsótta hreppaskjöld. Í umsögn dómara er Ölur sagður jafnbestur og með þykkasta bakvöðvann.

Að sögn Maríu Dóru er galdurinn að rækta hrútana vel og setja einungis þá bestu undir, þá endar með því að maður uppsker. „Það skiptir mjög miklu máli að eiga góða hrúta, enda eiga þeir flestu afkvæmin“, segir María Dóra.

 

Úrslit hrútasýningarinnar:


Kollóttir lambhrútar
1. sæti – Lamb nr. 18 frá Kiðafelli. 87,5 stig. Gríðargóður og vænn, 67 kg með 32 mm bakvöðva.
2. sæti – Lamb nr. 3 frá Kiðafelli. 85 stig. Vænn hrútur.
3. sæti – Lamb nr. 14 frá Kiðafelli. 87 stig. Vænn hrútur.

 

Mislitir lambhrútar
1. sæti – Svartur hrútur frá Morastöðum. 85 stig. Lítill en vel gerður og með bestu læraholdin.
2. sæti – Mórauður hrútur frá Þórunni á Hraðastöðum. 85,5 stig. Fallegur hrútur með góðan bakvöðva.
3. sæti – Svartflekkóttur hrútur frá Reyni Hólm í Víði. 84,5 stig. Vænn hrútur.

 

Hyrndir hvítir lambhrútar
1. sæti – Lamb nr. 885 frá Morastöðum. 86,5 stig. Holdaköggull og pakkaður af kjöti.
2. sæti – Lamb nr. 328 frá Kiðafelli. 86,5 stig. Jafngóður hrútur fyrir alla þætti.
3. sæti – Lamb nr. 9 frá Kiðafelli. 86 stig. Vænn 64 kg hrútur, langur með góða ull.
4. sæti – Lamb nr. 442 frá Miðdal. 85,5 stig.

 

Veturgamlir hrútar
1. sæti – Ölur frá Morastöðum. Hvítur, hyrndur. 85 stig. Jafnbestur og með þykkasta bakvöðvann.
2. sæti – Tralli frá Miðdal. Hvítur, kollóttur. 86 stig. Þéttur hrútur með góð læri og malir.
3. sæti – Skeggi frá Reykjum. Grár, hyrndur. 85 stig. Jafnöflugur hrútur með góðar malir og læri.
4. sæti – Sprengisandur frá Kiðafelli. Svartur, hyrndur. 85,5 stig.

 

Gaman er að segja frá því að sigurvegarinn í Veturgamla flokknum, Ölur frá Morastöðum, er faðir lambs nr 885 frá Morastöðum sem stóð efstur í flokki hyrndra hvítra lambhrúta.

 

Birt með leyfi Mosfellings...

 

Efstu fjórir í flokki veturgamalla hrúta: Guðbrandur  Sigurbergsson með Sprengisand frá Kiðafelli,

Hafþór Finnbogason með Tralla frá Miðdal,

Orri Snorrason með Öl frá Morastöðum og

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir með hrútinn Skeggja frá Reykjum í Mosfellsbæ.

Kollóttir lambhrútar í efstu sætunum allir frá Kiðafelli í Kjós
 

meira...

16. október 2018

Fundur í hreppsnefnd næsta fimmtudag


   

Fundur verður haldinn í hreppsnefnd  Kjósarhrepps, 

18. október 2018,

í Ásgarði og hefst  kl 17:00

Fundurinn er aukafundur.

            
Mæta eiga:
Karl Magnús Kristjánsson,  Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir, Þórarinn Jónsson og Sigurþór Ingi Sigurðsson sem mætir sem 2. varamaður í forföllum Guðnýjar G. Ívarsdóttur.


Dagskrá:


1. Drög að samsstarfssamningi um fjarskiptainnviði við Reykjavíkurborg.

2. Breytingar á skrifstofu Kjósarhrepps.

3. Önnur mál.
 

 

meira...

14. október 2018

Bókasafnið opið næsta miðvikudag

 

Bókasafnið verður næst opið miðvikudaginn 17. október frá 17-21.

 

Björn Hjaltason mætir kl 20:00 með fræðandi erindi um

Það smáa í náttúrunni.

Björn er liðtækur ljósmyndari og hefur um árabil tekið magnaðar myndir af plöntum og skordýrum.

 

Á opnum fundi menningar- og viðburðarnefndar á síðasta bókasafnskvöldi kom upp sú fyrirtakshugmynd að einnig mætti nýta opnunartíma bókasafnsins til að hittast með handverk og hannyrðir.

Við hvetjum Kjósverja til að nýta tækifærið þegar bókasafnið er opið og njóta góðra stunda saman í Ásgarði, hvort sem það er til að fá sér kaffibolla, prjóna, ná sér í bók og sækja fræðslu eða bara til að sýna sig og sjá aðra. 

 

meira...

11. október 2018

Hrútasýning í Kjósinni

 

Hin árlega hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli,  mánudaginn 15. október og hefst klukkan 13.00. Þar geta bændu fengið stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.

 

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu RML eru beðnir að hafa samband við Ólöfu Ósk í síma 849-8254 eða á netfangið olofosk@lbhi.is.

 

Um kl. 16:00 verður verðlaunaafhending fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og eru allir hjartanlega velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar. Svo er auðvitað um að gera að kaupa og selja kynbótagripi!

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Sauðfjárræktarfélagið Kjós

 

meira...

10. október 2018

Sviðaveisla á Hjalla 3.nóv

Fjármarkið - Gagnbitað Fjármarkið - Fjöður

   

 

Sviðaveisla í Hlöðunni að Hjalla 3.nóvember 2018
Miðapantanir: kaffikjos@kaffikjos.is

eða í síma 8972219 Hermann/ 8682219 Birna
Húsið opnar kl. 20 - Borðhald kl.21
Kokkur Jón Þór
Miðaverð kr. 5.000
Pantanir fyrir 1.nóv. 

 

 

meira...

9. október 2018

Skrifstofa Kjósarhrepps lokuð 11. og 12. okt

 

 

 

 Skrifstofa Kjósarhrepps verður lokuð

fimmtudaginn 11. október og föstudaginn 12. október

vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

 

 

 

meira...

8. október 2018

Villibráðarkvöld í Kjós 17. nóvember

 

 

Glæsilegt villibráðarkvöld verður haldið í Félagsgarði í Kjós,

laugardaginn 17. nóvember

-  kl. 19:00.


Allra aðfanga er aflað af Kjósverjum, meistarakokkur sér um að töfra fram það besta úr hverju hráefni fyrir sig, svo bragðlaukarnir munu hreinlega dansa af kæti.


Meginstreymi, uppáhalds hljómsveit Kjósverja, sér um danstónlistina.

 
Miðaverð: 14.500 kr - takmarkaður fjöldi miða, þjónað verður til borðs.
Miðapantanir á netfangið: villibradarkvold.kjos@gmail.com

 

Viðburðurinn er opinn öllum sem kunna að meta kjöt og góðan félagsskap.
Allur ágóði rennur til góðra mála í Kjósinni. 

 

Áhugamannahópur Kjósverja um villibráð

og skynsamlega nýtingu afurða náttúrunnar stendur fyrir kvöldinu.

  

 

meira...

5. október 2018

Ljósleiðarinn - Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

 

Á fundir borgarráðs nr. 5517, sem haldinn var í gær, 4.október,  var loksins samykktur samstarfssamningur Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar um lagningu ídráttarröra fyrir ljósleiðara frá Kiðafelli í Kjós að Grundarhverfi á Kjalarnesi.
 
Á fundinum voru lagðar fram eftirfarandi bókanir:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins:
„Borgarráðsfulltrúar fagna því að loks sé komið að lagningu ljósleiðara á þessu svæði sem bætir netsamband íbúa. Þetta svæði hefur því miður lengi verið vanrækt af borginni.“

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 
„Góð tækni til að tryggja gott aðgengi að internetinu og öðrum miðlum ýtir undir upplýsingafrelsi og er styrking innviða hvað þetta varðar ákveðin lýðræðisleg aðgerð. Borgarfulltrúar meirihlutans eru ánægðir með að náð hafi verið lendingu í þessu máli.“
 
Fundargerðina í heild sinni (okkar mál er nr. 25 í röðinni ) er að finna inn á: https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5517
 
Ber að fagna þessu mikilvæga samkomulagi sem náðst hefur við Reykjavíkurborg og þar með er kominn grunnur að áframhaldandi vinnu við ljósleiðaravæðingu hér í Kjósinni.


Næsta verkefni er að ná samkomulagi við landeigendur þeirra jarða sem gert er ráð fyrir að ídráttarrörin fari um.

 

 

 

 

 

meira...

1. október 2018

Dagskrá hreppsnefndarfundar

 

Dagskrá næsta hreppsnefndarfundar þann 2. október 2018 má sjá HÉR 

meira...

1. október 2018

Bókasafnið í Ásgarði

 

Bókasafnið í Ásgarði opnar fyrst þann 3. október 2018 og verður opið frá kl. 17-21 á miðvikudögum á tveggja vikna fresti í vetur.

Svanborg Magnúsdóttir tekur að sér umsjón með því í vetur.

 

Barnafólk er sérstaklega hvatt til að nýta sér bókasafnið, en nýr opnunartími er sérstaklega miðaður að þeim hóp, auk þess sem þó nokkuð hefur verið bætt við barnabókasafnið og það fært í sér rými á annarri hæð hússins.

 

Bókatíðindi verða á staðnum og gefst gestum bókasafnsins kostur á að láta vita af bókum sem þeir vilja láta bókasafnið kaupa.

Börnin eru sérstaklega hvött til að koma og búa sér til óskalista því ætlunin er að auka enn frekar við úrvalið af barnabókum.

 

Einnig verður boðið upp á ýmsa fræðslu og viðburði á opnunartíma bókasafnsins í vetur, en á fyrsta bókasafnskvöldinu mun viðburða- og menningarmálanefnd ríða á vaðið með því að halda opinn nefndarfund þar sem Kjósverjum er boðið að eiga samtal við nefndina um þau verkefni sem eru framundan og koma með tillögur að fleiri verkefnum sem nefndin gæti unnið að.

 

Gamlar myndir liggja frammi, sumar hverjar sem þarf að bera kennsl á fólk og/eða  umhverfi. 

 

Gestir eru einnig hvattir til að koma með fleiri myndir sem tengjast mannlífinu í Kjósinni sem nefndin gæti skannað og haldið til haga, sérstaklega óskum við eftir gömlum myndum af Kjósarrétt.

 

Sr. Arna Grétarsdóttir kemur kl 20:00 og kynnir íhugunarstundir sem haldnar verða nú í október í Reynivallakirkju. Gefur dæmi.

 

Nefndin.

 

meira...

23. september 2018

Græn messa og íhugunarstundir

 

Græn messa verður í Reynivallakirkju

sunnudaginn 30. september kl.14.

 

Tímabil sköpunarverksins stendur yfir í kirkjum landsins þar sem lögð er áhersla á að biðja fyrir lífríki jarðar.

Auk þess verður fjallað um sambands manns og náttúru.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng.

Organisti og kórstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar.

 

 

Íhugunarstundir verða í Reynivallakirkju öll fimmtudagskvöld

í október og nóvember kl.19.30 - 20.00.

Hefst 4. október -  Slökun, kyrrð og bæn.

Þau sem vilja geta mætt með dýnur og legið á gólfi.
Gott að mæta 10-15 mín fyrir tímann,

þar sem ekki er gert ráð fyrir truflun á meðan á stundinni stendur.  

 

 Verið hjartanlega velkomin.

 

 

 

 

 

meira...

19. september 2018

Framkvæmdir við Kjósarskarðsveg

 

 

Verið er að vinna við endurbyggingu Kjósarskarðsvegar.

Koma á klæðningu á 7,5 km kafla frá Vindási og inn fyrir Fremri Háls.

 

Mikil vinna liggur í undirbyggingu vegarins og jarðvegsskiptum á burðarlagi.

Búið er að mala rúmlega 30 þúsund rúmmetra og skipta um 28 ræsi.

 

 Komin er klæðning á 2,5 km af þessum 7,5 km, í framhaldi af eldri klæðningu niður að Hálsá við Fremri Háls. 

Stefnt er að 2 km af klæðningu til viðbótar á næstunni.

 

Tafir hafa orðið á verkinu vegna gríðarlegra jarðvegsskipta auk þess sem  sumarið hefur verið einstaklega votviðrasamt.

 

Verktakar láta hins vegar engan bilbug á sér finna og ætla að vinna eins lengi og tíð leyfir.

 

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi sér um verkið undir stjórn Ólafs Óskarssonar

 

 

 

meira...

12. september 2018

Styrkir hækka í Kjósarhreppi

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur staðfest tillögur frá félags- æskulýðs- og jafnréttismálanefnd um hækkun á margvíslegum styrkjum.

 

Sem dæmi má nefna að ferðastyrkur framhaldsskólanema hækkar úr 35 þús.kr. í 40 þús.kr. á önn og hefur aldurshámark verið afnumið.

Ferðastyrkur til grunnskólanema hækkar  hjá miðstigi.

Frístundastyrkur til barna og ungmenna hækkar og bætast nú 3-6 ára og einnig 16-18 ára inn í hópinn.

 

Áætlað er að allar breytingar á styrkjum og öðrum framlögum muni auka útgjöld sveitarsjóðs um 500 þús.kr. á ári.

 

Við hvetjum alla sem kunna að eiga rétt á hvers konar styrkjum eða aðstoð að fara inn á heimsíðuna: www.kjos.is 

opna Samþykktir og gjaldskrár til að kynna sér réttindi sín og barna sinna.

Undir Umsóknareyðublöð má finna viðeigandi eyðublöð.

 

meira...

5. september 2018

Réttir í Kjósinni 16. september, kl. 15

 

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum  dögum í Kjósarrétt.
 
Aðalréttir verða

sunnudaginn  16. september kl. 15


Seinni  réttir verða

sunnudaginn  7. október kl. 15:00

 

 

 

[ATH: þetta er leiðrétting á dagsetningu, sem var búið að auglýsa áður]


 

meira...