Fara í efni

Barnavernd

Barnavernd

Barnavernd Mosfellsbæjar sinnir barnavendarmálum fyrir Kjósarhrepp.

 

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstakling innan 18 ára aldurs.
 
Þjónustan er í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002 og önnur lög, eftir því sem við á hverju sinni.
 

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar fer með málefni Kjósarhrepps samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 með síðari breytingum. Í þessu felst nánar tiltekið að nefndin skal fara með allar þær valdheimildir barnaverndarnefnda sem lýst í er í bvl., s.s. að rækja hlutverk slíkra nefnda og hafa heimild til að grípa til þeirra ráðstafana, viðhafa þá málsmeðferð og rækja að öðru leyti starf barnaverndarnefnda skv. bvl. fyrir hönd Kjósarhrepps.

Ferli

Tilkynning

Barnaverndarlög nr. 80/2002 leggja þær skyldur á almenning að gera barnaverndarnefnd viðvart ef þess verður vart að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu, er skylt að tilkynna það fjölskyldunefnd. Sérstakar skyldur eru lagðar á lögreglu og þá sem hafa afskipti af börnum svo sem kennara, dagmæður, presta, lækna, ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa um að tilkynna slík mál til barnaverndarnefndar. Starfsmenn fjölskyldusviðs taka við tilkynningum í síma 525 6700 og utan dagvinnutíma tekur 112 við tilkynningum.

Nafnleynd

Sá sem tilkynnir um vanrækslu barns eða óviðunnandi misfellur á uppeldi þess getur óskar nafnleyndar. Það á þó ekki við gagnvart barnaverndarnefnd og starfsmönnum nefndarinnar.

Könnun máls

Þegar borist hefur tilkynning eða upplýsingar um að barn eða ófætt barn kunni að vera í hættu, er fyrst kannað hvort um rökstuddan grun er að ræða. Í flestum tilvikum hefst könnun hjá þeim sem best þekkja til, þ.e. foreldrum barnsins og barninu sjálfu. Í framhaldi af því er leitað upplýsinga hjá öðrum sem þekkja barnið, um líðan þess og aðstæður. Foreldrum er í flestum tilfellum greint frá því að haldið sé uppi fyrirspurnum um barn.

Þagnarskylda

Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem njóta þjónustu sviðsins. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum.

Áfrýjun

Foreldrar barns eða aðrir þeir, sem eru barninu nákomnir geta skotið úrskurði barnaverndarnefndar til kærunefndar barnaverndarmála. Kærunefnd barnaverndarmála er til húsa í félags- og tryggingamálamálaráðuneytinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 545 8100.
Úrskurði skal skotið til kærunefndar innan fjögurra vikna frá því að viðkomandi var gert kunnugt um úrskurð nefndarinnar. Málskot frestar ekki framkvæmd ákvörðunar. 
Getum við bætt efni þessarar síðu?