Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

421. fundur 02. október 2012 kl. 11:15 - 11:15 Eldri-fundur

Fundur í atvinnu- og ferðamálanefnd þriðjudagskvöld 25. september 2012 kl 20.30.

Mætt: Bergþóra Andrésdóttir (BA), Katrín Cýrsdóttir (KC) og Ólafur J. Engilbertsson (ÓE).

 

Dagskrá:

 

 

1.      Staða skiltamála.

Þróun skilta á áningarstöðum hefur verið vísað til nefndarinnar. ÓE sagði frá stöðu mála varðandi skiltin sem fyrirtæki hans Sögumiðlun vann að á síðasta kjörtímabili og voru skilti við Kjósarrrétt, Laxá og Hurðarbakssef í mótun. Ákveðið að BA tali við framkvæmdastjóra sveitarfélagsins um hvaða áningarstaði sé um að ræða og hve mörg skilti á hverjum stað.

                             

2.      Handverk.

Í kjölfar handverksdags 17. mars s.l. var Halla Lúthersdóttir beðin að taka saman skrá yfir handverksfólk. Ákveðið að kalla eftir skránni. BA kynnti hugmynd að hönnunarsamkeppni þar sem fólk yrði beðið að leggja fram hugmynd að hönnunargrip sem hefði sögulega eða náttúrulega skírskotun til Kjósarinnar sem þátttakendur yrðu beðnir að rökstyðja. Stefnt að því að sækja um til hreppsnefndar um verðlaunafé og miðað við að 1. verðlaun yrðu 100-150.000.

 

3.      Fundir Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins.

BA sagði frá fundum FSH þar sem stefnumótun er í gangi. Fólk úr forystu FSH væntanlegt í heimsókn í Kjósina í vikunni til að meta sérstöðu svæðisins.

 

4.      Önnur mál.

ÓE tilkynnti að hann hygðist draga sig í hlé sem aðalmaður í nefndinni og taka sæti sem varamaður, m.a. vegna skiltamála.

 

Fundi slitið um kl. 22.