Fara í efni

Fjölskyldu- og menningarnefnd

4. fundur 21. febrúar 2024 kl. 16:00 - 17:10 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Helga Hermannsdóttir nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
  • Andri Jónsson nefndarmaður
  • Sævar Jóhannesson (SJ) varamaður
    Aðalmaður: Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir
  • Sigrún Finnsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
Fundargerð ritaði: Helga Hermannsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Heilsuefling í Kjósinni

2402009

Formaður leggur fram tillögu um að fá aðila til að vera með námskeið í einhverskonar heilsueflingu. Lagt er til að auglýst verði eftir þjálfara til að vera með námskeið að eigin vali í Ásgarði leigulaust. Einnig er lagt til að stofnaður verði facebook hópur til að halda utan um gönguhóp, formaður fær það hlutverk.

Samþykkt samhljóða.

2.Leiksvæði í Kjósinni

2309011

Sveitarstjóri kynnir stöðuna á undirbúningi vegna framkvæmda við leiksvæði við Ásgarð. Komin eru tvö tilboð, annað frá Hreinir garðar og hitt frá Vélaval.
Almennar umræður um tilboðin og framkvæmdir við leiksvæðið, nefndin leggur til að tekið verði tilboði frá Vélaval.

3.Undirbúningur fyrir 17. júní 2024.

2402010

Lagt er til að hátíðahöldin verði með svipuðu sniði og í fyrra sem voru mjög vel heppnuð og vel sótt.

Ákveðið að hafa m.a:

Töframann

Blaðrarann

Andlitsmálningu

Trúð

Heimalinga

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:10.