Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

262. fundur 26. mars 2009 kl. 10:01 - 10:01 Eldri-fundur

24.fundur. Menningar- fræðslu- og félagsmálanefndar haldin í Ásgarði 26 mars 2009.

 

Mættir eru. Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Ragnar Gunnarsson.

 

  1. Foreldra- og eldriborgarastundir.

 

Samþykkt að hrinda af stað tilraunaverkefni, með auglýsingu, þar sem stefnt er að því að fólk

hittist og kannaður áhuginn á slíkum samverustundum.

Birna sagði frá því að hún hefði rætt við frú Steinunni á Meðalfelli um að vera til aðstoðar nefndinni um þennan málaflokk.

 

2.         ÍTR og leikskólaráð Rvk.

 

Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps vegna frístunda og

tómstundastarfs barna.Engin athugasemd gerð við breytingu á 4 gr.  Lagt fram bréf frá

Leikskólasviði Reykjavíkurborgar dagsett 19. mars 2009.

 

3.         Aprílfundur Klébergsskóli, Flógyn.

 

Stefnt er að því að halda fund í apríl með skólastjóra Klébergsskóla og

forstöðumanni Flógyn.Tímasett síðar.

 

4.         Ásgarður ,bókasafn,aðstaða félaga.

 

Almenn umræða. 

Ákveðið að taka saman upplýsingar um kostnað og notkuná bókasafninu.

Nefndin hefur farið yfir áætlun um endurbætur úr fundargerð húsnefndar um nýtingarmöguleika Ásgarðs, dagsett 6.11.2008 og gerir eftirfarandi tillögur:                                                                 

                                                                                                                                                               

No. 1.  Aðstaða fyrir félög´: Nefndin leggur til að munum og gögnum félaga verði komið fyrir í stærri stofunni í austur enda húsinns,  t.d. í fallegum skápum, lokuðum að neðan með glerhirslum að ofan.

 

No. 2.  Nefndin telur að öruggara sé að hafa geymslu fyrir félög og annað í læstu herbergi á

efri hæðinni, en herbergi no.4 á neðri hæð verði vinnuherbergi með ljósritunnarvél og öðru

sem aðgengilegt verði fyrir alla starfsemi í húsinu,  eins og borðstofa og eldhús.

 

No.3.  Nefndin leggur til að Ásgarður verði einnig notaður til varðveislu gamalla muna í eigu hreppsinns.

Verði þeim þannig komið fyrir í húsinu að verndun þeirra sé trygg, en einnig að íbúar og gestir sveitarfélagsins geti notið þeirra og þeir dragi fram sögu sveitarinnar í máli, myndum og munum.

 

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl.12.30.

 

Fundarritari  var Ragnar Gunnarsson.