Fara í efni

Orkunefnd

263. fundur 30. mars 2009 kl. 10:11 - 10:11 Eldri-fundur

Ár, 2009 þann 30. mars er haldinn fundur í samgöngu-og orkunefnd Kjósarhrepps

 

Mættir eru Hermann Ingólfsson, Jón Gíslason og Einar Guðbjörnsson.

Sigurbjörn Hjaltason skrifaði fundagerð.

 

 Fundargerð:

Málefni jarðhitarannsókna

Lögð fram drög að samningi við jarðeigendur vegna rannsókna og ramma að hugsanlegum ítarlegri samningi um orkuvinnslu.

Afgreiðsla:

Nefndin er ekki að fullu sátt við drögin og gefur sé frekari tíma til textavinnu. Jafnframt að hafa samráð við lögmann um endanlegan texta samnings.

 

2              Samgöngumál

·         Formaður lagði fram erindi sem sent hefur verið fjárlaganefnd Alþingis varðandi Kjósarskarðsveg þar sem þeim tilmælum er beint til nefndarinnar að nefndin beiti sér fyrir að vegurinn verði settur í útboð.

·         Farið yfir niðursetningu á ristarhliðum á síðasta ári. Nokkrar umsóknir um ristarhlið liggja nú fyrir. Samið hefur verið við aðila innan sveitar um smíði þeirra, sem felur í sér verulega lægri kostnað en fyrra ár.

·         Nefndin leggur til að leitað verði tilboða í niðursetningu ristarhliðanna.

·         Lagt fram minnisblað til vegagerðarinnar um viðhald og nýbyggingu heimreiða 2009

 

Fleira ekki gert-fundi slitið