Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

5. fundur 07. febrúar 2019 kl. 20:00 - 21:20 Eldri-fundur

Fimmti fundur Samgöngu- og fjarskiptanefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 07. febrúar 2019, kl 20:00.

 

Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG), formaður, Guðmundur Davíðsson (GD), meðstjórnandi og Helgi A Guðbrandsson (HAG) fyrsti varamaður í fjarveru Guðmundar P Jakobssonar, ritara.

 

 

Dagskrá:

 

1.      Skipulag íbúafundar og undirbúningsvinna vegna fundarins sem haldin er laugardaginn 9. febrúar kl 12:00.

Skipulag og uppsetning fundarins rædd. RHG setur fundinn og kynnir verkefnið stuttlega. GD verður fundarstjóri. Lengd fundar verður hámark 1,5 tími.

 

2.      Snjómokstur.

Fyrir liggur að Vegagerðin hættir að þjónusta og kosta nokkur svæði sem hún hefur verið með, ekki liggur fyrir hvernig þessum svæðum verður þjónustað af sveitarfélaginu en það skýrist fljótlega.

 

Brýnt þykir að leiðir skólabílsins séu greiðfærar og í forgangi í mokstri.

Til að ná að þjónusta alla jafnt með tilliti til hvenær er hreinsað, er hugmynd uppi hvort þurfi að skipta mokstursvæðinu í tvo hluta og hafa tvo aðila sem sjá um hreinsun á þeim leiðum sem vegagerðin sér ekki um þegar tíð er slæm.

 

Nefndin þarf að afla upplýsinga um það fjármagn sem eru til ráðstöfunar í mokstur.

Funda með verktaka sem sér um mokstur fyrir sveitafélagið.

 

3.      Önnur mál. Enginn önnur mál rædd

 

 

Fundi slitið kl 21:20 RHG