Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

3. fundur 28. september 2023 kl. 16:00 - 17:50 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Helena Ósk Óskarsdóttir Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á skipulagssviði
Dagskrá

1.Fossá 3, L126044 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2309031

Sótt er um að breyta lóðinni Fossá 3 sem er 10.000 m2 úr frístundarlóð í íbúðarhúsalóð.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en samkvæmt aðalskipulagi er lóðin á svæði sem skilgreint er sem skógræktar- og landgræðslusvæði.
Nefndin er sammála um að vísa erindinu áfram til sveitastjórnar en bendir jafnframt á að aðgengi að lóðinni samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til aðgengis að íbúðarhúsalóðum. Nefndin bendir einnig á að á lóðinni er frístundarhús sem uppfyllir ekki skilyrði byggingarreglugerðar til íbúðarhúsa.

2.Háls, L126085 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2307021

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Háls í Kjós. Skilgreindar eru tvær nýjar frístundarlóðir við þær sem fyrir eru. Ennisbraut 10, sem verður 57875,4 m2 og Skógarbraut 6, sem verður 2500 m2. Byggingarskilmálar og aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir að grenndarkynna breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

3.Sandslundur 28, L215946 - Fyrirspurn um stofnun lóðar

2309032

Fyrirspurn um að stofna eina frístundarlóð úr landinu Sandslundur 28 sem skv. skráningu er skilgreint sem óútvísað land, stærð landsins er 35126 m2.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en skv. aðalskipulagi er landið á svæði sem skilgreint er sem frístundarbyggð, F12b.
Nefndin samþykkir að stofnuð verði ein frístundarlóð með fyrirvara um að hnitsettur uppdráttur með sýnilegri vegtengingu berist. Nefndin bendir einnig á að lóðin skal vera afmörkuð á þann veg að möguleiki verði að bæta við fleiri lóðum með fyrirvara um gerð deiliskipulags þar sem að
samkvæmt 2.2.2 grein Aðalskipulags Kjósarhrepps skal liggja fyrir deiliskipulag við stofnun nýrra lóða. Nefndin er sammála um að falla frá þessari grein þar sem einungis er um að ræða eina lóð á þessu stigi.

4.Hvammur Hvammsvík - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2303018

Erindið var tekið fyrir á 166. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 29. mars, Bókun fundarins var eftirfarandi:

"Nefndin telur að um verulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 1.mgr.43.gr skipulagslaga. Að auki leggur nefndin til að fyrri deiliskipulagsbreytin sem er í ferli dags. nóvember 2022 verði sameinuð þessari breytingu og lagt fram í einu deiliskipulagi."



Í framhaldi voru tvær breytingar sameinaðar og auglýstar skv. 1.mgr.43.gr.

Umsagnir bárust frá Rarik, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni.
Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.
Jóhanna Hreinsdóttir oddviti kemur inn á fundinn.

5.Skýrsla Girðinganefndar

2309038

Minnisblað frá Girðingarnefnd Kjósarhrepps var lagt fram til kynningar á fundi með Vegagerðinni þann 19. september sl.

Jóhanna Hreinsdóttir oddviti fór yfir þau málefni sem voru rædd á þeim fundi. Minnisblaðið var lagt fyrir Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd til kynningar.
Lagt fram til kynningar. Lagt er til að sveitarstjórn finni lausn á rofi í girðingu við Hvalfjarðarveg þar sem hefur skapast mikil hætta vegna búfénaðar á vegi.
Jóhanna Hreinsdóttir oddviti yfirgefur fundinn.

6.Lækkun hámarkshraða á einstökum vegköflum í Kjósarhrepp

2309042

Tekið er fyrir erindi um lækkun hámarkshraða við bæina Káraneskot og Brekkukot.
Nefndin telur að full ástæða sé til lækkun hámarkshraða á þessum tilteknu stöðum þar sem hætta getur skapast vegna gangandi vegfarenda.

7.Vetrarþjónusta-snjómokstur

2309043

Vegagerðin hefur boðað til samráðsfundar við sveitarfélögin á landinu þar sem fjalla á um vetrarþjónustu í sveitarfélögum og hvaða áherslur sveitarfélögin leggja á þá þjónustu sem þeim er veitt.
Nefndin telur að eftirfarandi atriði séu brýn í vetrarþjónustu og óskar eftir því að fulltrúar sveitarfélagsins taki eftirfarandi mál upp á fundinum:
Aukin þjónusta á Hvalfjarðarvegi, fleiri ferðir og byrjað fyrr á morgnana.
Snjómokstur á Kjósarskarðsvegi verði samræmdur (frá Mosfellsheiði að Hvalfjarðarvegi).
Auka hálkuvarnir á vegtengingu við Hvalfjarðarveg.

Fundi slitið - kl. 17:50.