Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

10. fundur 30. apríl 2024 kl. 16:00 - 16:25 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Ingi Kristmannsson
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH)
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á skipulagssviði
Dagskrá

1.Efnistaka í landi Eyrar, L126030

2404061

Tekið er fyrir erindi Eyri farm þar sem spurst er fyrir um efnistöku til eigin nota úr skriðu í hlíðum Eyrarfjalls.

Efnið yrði notað til vegagerðar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á jörðinni.

Aðkoman yrði um Lækjarbrautarveg.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

2.Hvammur Hvammsvík - Veruleg breyting á dsk

2303018

Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dagsett 22. mars 2024 ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar. Í bréfi Skipulagsstofnunar er gerð athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þar sem bregðast þarf við umsögn Heilbrigðiseftirlits varðandi neysluvatn, fráveitu og sorp. Auk þess þarf að gera grein fyrir hvernig frekari uppbyggingu á svæðinu samræmist ákvæðum aðalskipulags fyrir opið svæði (OP4) og landbúnaðarsvæði.




Í greinargerð breytingar sem gerð var á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur koma fram upplýsingar um neysluvatn þar sem fram kemur að vatnsbólið anni vel núverandi húsakosti og stærri tankur sem á að reisa anni vel framtíðareftirspurn og einnig eru settar fram upplýsingar um sorpskýli sem staðsett eru við hvert hús sem Kjósarhreppur þjónustar. Ekki eru gerðar breytingar á þeim skilmálum og fer förgun sorps eftir reglum sveitarfélagsins hverju sinni.




Áform um uppbyggingu samræmast ákvæðum gildandi aðalskipulags. Skilgreind er landnotkun innan Hvamms og Hvammsvíkur sem heimilar uppbyggingu hótels með gistingu fyrir allt að 50 gesti ásamt veitingastað, ylströnd, aðstöðu til sjósund og gerð bátaskýlis en staðsetning landnotkunarreits sem skilgreind sem hringtákn er ónákvæm.

Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 16:25.