Fara í efni

Sveitarstjórn

429. fundur 11. desember 2012 kl. 12:31 - 12:31 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2012, 6. desember  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 14:00.

Mættir  eru Guðmundur Davíðsson ,Sigurbjörn Hjaltason ,Þórarinn Jónsson ,Karl M. Kristjánsson  fyrir Rebekku Kristjánsdóttur sem boðaði forföll og Kristján Finnsson fyrir Guðnýju Ívarsdóttur sem var fjarverandi.

Mál sem tekin eru fyrir .

1.       Önnur umræða um þriggja ára áætlun  Kjósarhrepps .

Afgreiðsla . samþykkt

2.       fundargerð byggingarnefndar frá 5. nóv . lögð fram.

3.       tillaga að deiliskipulagi „búgarðabyggð“ í landi Þúfukots

Afgreiðsla . tillagan samþykkt og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.       ósk frá fulltrúum svæðisskipulagsnefndar  höfuðborgarsvæðisins um fund með hreppsnefnd.

Á fundin mættu

Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri SSH.  ,Hrafnkell Proppé framkvæmdastjóri Svæðisskipulags hófuðborgarsvæðisins, Haraldur Sigurðsson Verkefnastjóri aðalskipulags Reykjavíkur og Reynir Kristinsson  ráðgjafi við gerð svæðisskipulagið.

Farið  yfir forsendur að tillögum um breytingu á svæðisskipulaginu , málin rædd og skipst á skoðunum .

5.       fundur með fulltrúum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu .

Fleira ekki gert og fundi slitið kl .17:00.