Fara í efni

Sveitarstjórn

437. fundur 08. mars 2013 kl. 14:27 - 14:27 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2013, 7. mars  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RB) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

 

1.      Málefni hitaveitu. Sigríður Klara Árnadóttir og Sigurður Guðmundsson komu á fundinn og kynntu þá vinnu sem þeim var falin á síðasta hreppsnefndarfundi, þ.e.a.s.  fjárhagsáætlun og hugsanlegt form félags um hitaveituna

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að fela þeim að gera fullkomna viðskiptaáætlun á forsendum kynningarinnar og hreppsnefnd ákveður einnig að kynningabréf fari út með álagningaseðlunum

 

2.      Fundargerðir nefnda.

a.      Skipulags og bygginganefndar frá 27. febrúar

Afgreiðsla: Fundargerðin staðfest.

 

3.      Breyting á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016. Brennimelslína 1.

Afgreiðsla:Sigurbjörn leggur til svofellda afgreiðslu:

Fyrir liggur að óskað er eftir umsögn um lýsingu á breytingu á ofangreindu aðalskipulagi. Hreppsnefnd gerir ekki athugasend við að mistök verði leiðrétt við gerð skipulagsins er varðar Brennimelslínu 1  ef um mistök hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir að ágreiningslaust að umrætt svæði, sem talið er vera í Bláskógarbyggð, sé innan þess sveitarfélags. Í því sambandi þarf að yfirfara hreppa- og sýslumörk og landarmerkjarbréf.

Hinsvegar fellst hreppsnefnd ekki á að heimila endurnýjun Brennimelslínu 1 með tilheyrandi spennuhækkun úr 220kV í 400kV reynist framlagður uppdráttur réttur og ágreiningslaus.

Þá gerir hreppsnefn alvarlega athugasemd við texta í lýsingunni þar sem segir að unnið sé að breytingu á aðalskipulagi í nærliggjandi sveitarfélögum til að gera spennuhækkun mögulega þ.á.m. í Kjósarhreppi. Hreppsnefndin bendir í því sambandi á bókun sína frá 2. febrúar 2012 sem segir m.a.” Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar alfarið hugmyndum Landnets hf. um stækkun til  aukinnar flutningsgetu háspennulínu sem fer  um sveitarfélagið Kjós.

Hreppsnefnd áréttar að engar breytingar á aðalskipulagi Kjósarhrepps eru fyrirhugaðar vegna vilja Landnets að endurbyggja og stækka línuna um sveitarfélagið.

Hreppsnefnd samþykkir þessa afgreiðslu og að senda samþykkt þessa til allra umsagnaraðila.

 

 

4.      Samstarf Seeds og Kjósarhrepps sumarið 2013

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir samstarf á komandi sumri

5.      Mál til kynningar

 

a.      Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands til kynningar

b.      Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga er 23. mars 2013

c.       Fundargerðir SSH no 385 og 386

d.      Íbúaskrá 2012

 

Fundi slitið kl 15.40   GGÍ