Fara í efni

Eyjar 2 ((L 125987) Grenndarkynning

Deila frétt:

Á fundi skipulags-, umhverfis- og samgöngunefndarnefndar 30. nóvember 2023 var lagt fram erindi um óverulega breytingu á deiliskipulagi í landi Eyja 2. Breytingin felur í sér að sameina lóðir 3 og 5A (Landnúmer L125996 og L125998) auk þess að sameina lóðir 5B og 7 (Landnúmer L217270 og L126000) og að tilgreina nýja byggingarreiti innan þessara lóða.

Skipulagsnefnd samþykkti að fyrirhuguð breyting verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga en heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef fyrir liggur samþykki nærliggjandi lóðarhafa.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1035/2023, eigi síðar en 18. janúar 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á helena@kjos.is, eða oskar@landmotun.is.

Skipulag-, umhverfis- og samgöngunefnd Kjósarhrepps, notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna íbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn íbúa í fundargerðum skipulagsnefndar á netinu.

Virðingarfyllst

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps