Fara í efni

Álagning gjalda

Álagning gjalda

Álagning gjalda 2023 og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar

  1. Útsvar  fyrir árið 2023 verði  14,22%
  2. Áætluð verðlagsþróun 2023:  5,6% samkvæmt spá Hagstofu Íslands.
  3. Fasteignagjöld:

Heimild til álagningar fasteignagjalda:

a)      Allt að 0,5% af fasteignamati:  Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

b)    1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum:  Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

c)     Allt að 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum:  Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu..

Heimilt er sveitarstjórn að hækka álagningu í a) og c) lið um allt að 25%.

 Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 1. mars til 1. nóvember.  Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 er gjalddagi þeirra 1. mars.

Sveitarstjórn samþykkir að álögð fasteignagjöld í Kjósarhreppi 2023 verði með eftirfarandi hætti.

            Fasteignaskattur:                 A-flokkur        0,33 % af fasteignamati húss og lóðar

                                                         B-flokkur        1,32 % af fasteignamati húss og lóðar

                                                         C-flokkur        0,35 % af fasteignamati húss og lóðar

 

Afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega í Kjósarhreppi

Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í eigu tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Kjósarhreppi, sem þeir nýta sjálfir og eiga þar lögheimili, skal lækkaður eða felldur niður samkvæmt heimild í 4. mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í og eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs.

Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi á heimasíðu sveitarfélagsins

Rotþróargjald:

Kjósarhreppur innheimtir gjald vegna hreinsunar og losunar á rotþróm í sveitarfélaginu. Eigendum frístundahúsa, íbúðarhúsa og annarra fasteigna í Kjósarhreppi er skylt að hafa tengda rotþró og greiða árlegt rotþróargjald, sbr. 5. gr. samþykktar nr. 183/2007 um hreinsun og losun rotþróa í Kjósarhreppi.

Rotþróargjald skal vera kr. 15.000 og er það árlegt gjald fyrir hvert íbúðarhús, frístundahús eða annað húsnæði sem skylt er að tengja við rotþró. Rotþró skal hreinsuð á þriggja ára fresti og miðast á lagt gjald við að kostnaður við hverja hreinsun sé kr. 45.000.

Gjald vegna aukalosunar greiðir fasteignaeigandi kr. 48.000 Ef fara þarf sérstaka ferð í auka hreinsun leggst akstur ofan á gjaldið.

 Sorphirðu- og eyðingargjald:

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á ”Mínar síður” inná heimasíðu sveitarfélagsins, https://kjos.ibuagatt.is/  eða á vef www.island.is.

Aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka eftirfarandi:

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna

Kjósarhreppur greiðir stuðningsfjölskyldu fatlaðs barns þóknun fyrir hvern sólarhring sem barnið dvelur hjá fjölskyldunni. Greiðslur eru stigskiptar eftir umfangi fötlunar og umönnunarþörf. Þær styðjast við umönnunarmat frá Tryggingastofnun ríkisins og þá flokkun sem fram kemur í reglugerð nr. 652/2004.

Fjárhæð greiðslna er sem hér segir:

      1. fl.:  Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
                     Greiddar eru kr. 43.162 fyrir hvern sólarhring.
      2. fl.:  Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
                     Greiddar eru kr. 33.401 fyrir hvern sólarhring.
      3. fl.:  Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir                    daglegs lífs.
                        Greiddar eru kr. 28.286 fyrir hvern sólarhring. Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattaskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra.

Heimgreiðslur til foreldra ungbarna

Greiðslur eru bundnar því að barn sé með lögheimili og aðsetur í Kjósarhreppi. Foreldrar eða forráðamenn eiga rétt á greiðslu þegar barn nær 12 mánaða aldri. Nefndir aðilar sem eiga að einhverjum ástæðum ekki rétt á fæðingarorlofi í 12 mánuði geta sótt sérstaklega um að fá greiðslu frá 9 mánaða aldri barnsins. Heimagreiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári. Greiðsla fellur niður þegar barn nær 3ja ára aldri eða hefur dvöl á leikskóla. Heimgreiðsla til foreldra ungbarna verður frá 1. Janúar 2023 kr. 80.000-

Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema.

Markmið styrkjanna er að, jafna aðstöðumun framhaldskólanema gagnvart nemendum, sem ekki þurfa um langan veg að fara til að sækja skóla og geta búið í heimahúsum.

Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema verður frá 1. Janúar 2023 -  kr. 55.000-

Annað

  • Dagforeldrar- Börn eldri en 13 mánaða, hækkar um 5,6 %
  • Dagforeldrar – Börn yngri en 13 mánaða, hækkar um 5,6 %
  • Leikskólagjöld – Reykjavík, hækka samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar.
  • Móttaka úrgangs a móttökustöðvum, hækkar um 5,6%
  • Skipulags og byggingarmál - í samræmi við breytingu vísitölu byggingarkostnaðar 1. Janúar ár hvert.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Kjósarhrepps í síma 566-7100 eða á netfanginu  kjos@kjos.is

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?