Fara í efni

Skólaakstur

Skólaakstur

Sveitarfélagið sér um skólaakstur fyrir börn á grunnskólaaldri sem sækja skóla í Klébergsskóla á Kjalarnesi eins og kveður á um í 22.gr. laga nr. 91/2008.

Börn sem búa inní frístundahverfi eru ekki sótt. Þeim býðst að koma inní í skólabílinn á akstursleið bílsins þar sem hægt er að koma því við í  samráði við skólabílstjóra. 

Skólaakstur er í útbosðferli. Hermann Ingólfsson sér um skólaakstur fyrir Kjósarhrepp í fystu viku skóla en eftir það tekur nýr rekstraraðili við akstrinum.  Það verður kynnt þegar útboði er lokið

Leiða- og tímaáætlun

Reglur um skólaakstur

Vegna útboðs á skólaakstri hefst akstur í félagsmiðstöð ekki fyrr en  31. ágúst skólaárið 2023-2024

Sveitarfélagið Kjósarhreppur er með akstur í félagsmiðstöðina Flógyn á Kjalarnesi.

Öll börn í 5 - 10 bekk gefst kostur á að vera keyrð á mánudögum og fimmtudögum í félagsmiðstöðina Flógyn á Kjalarnesi.
Fyrirkomulagið er það sama og er í skólaakstrinum, sömu reglur, sami rúntur.
Öll börn eru fyrirfram skráð í aksturinn þennan dag og þurfa því að afpanta farið í félagsmiðstöðinna með
því að senda sms á Hermann skólabílstjóra tímanlega.

  • Dæmi 1: Ég fer ekki í Flógyn í kvöld

    Þeir sem ætla ekki að nýta þessa þjónustu geta látið taka sig af listanum með því að senda sms á Hermann.
  • Dæmi 2: Ég vil afþakka far alfarið í Flógyn = (ætla ekki að nýta rútuna) ATH það er hægt að skipta um skoðun seinna með því að senda skilaboð um að láta setja sig á listann.

Sé afboðun ekki send keyrir bíllinn heim til þín, reynum að koma í veg fyrir óþarfa akstur með því að muna eftir að senda sms-ið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?