Frístundastyrkur
Kjósarhreppur veitir foreldrum/forráðamönnum barna 3-18 ára sem eru með lögheimili í Kjósarhreppi, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og ungmenni á aldrinum 3-18 ára í Kjósarhreppi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.
Frístundastyrkurinn er 65.000 krónur fyrir aldurshópinn 6 ára - 18 ára.
Frístundastyrkurinn er 35.000 krónur fyrir aldurshópinn 3ja ára til 6 ára.
Ráðstöfunar tímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert, hafi styrkurinn ekki verið ráðstafað eða nýttur innan þess tíma fellur hann niður.
Hvað get ég notað frístundastyrkinn í
Til þeirra starfsemi sem geti talist styrkhæf þarf námskeiðið/starfsemin/frístundastarfið að standa yfir í a.m.k. 10 vikur samfellt. Starfsemin þarf að vera byggð á uppeldislegum gildum og forvörnum og fara fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og/eða tómstunda.
Vakin er athygli á að ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.
Ekki er hægt að nýta styrkin á sumarnámskeið nema þau standi í a.m.k 10 vikur
Hvernig ráðstafa ég styrknum
Hægt er að ráðstafa styrknum gegnum flest skráningarkerfi íþróttafélaga í þeim tilfellum er valið að nýta frístundastyrk um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá gegnum MÍNAR SÍÐUR
Hvað á ég mikið eftir til ráðstöfunar
Inná MÍNAR SÍÐUR er í efri stiku Frístund, undir henni koma upp nöfn barnanna þegar smellt er á nafnið opnast síða með upplýsingum hversu mikið er til ráðstöfunar, hversu mikið hefur verið ráðstafað og óráðstafað.