Fara í efni

Vinnuskóli - Unglingavinna

Vinnuskóli - Unglingavinna

Kjósarhreppur starfrækir vinnuskóla / unglingavinnu á sumrin fyrir ungmenni sem lokið hafa 78 bekk til 10. bekk. Í flestum tilvikum er starf í vinnuskólum ungmenna fyrstu kynni af launaðri vinnu og leggjum við áherslu á að vel takist til og upplifunin af vinnu sé jákvæð.
Reynt er að hafa fjölbreytni í verkefnum og fræðslu, enda ýtir fjölbreytni undir vinnugleði og vinnusemi.
Umsjónarmaður vinnuskólans heldur utan um hópinn og kennir ungmennunum rétt handtök við þau verk sem unnin eru hverju sinni.  Vinnuskólinn er í samstarfi Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps og munu börnin á Kjalarnesi g Kjósarhreppi vinna saman að verkefnum sem farið verður í, ýmist í Kjósinni eða á Kjalarnesi.  Boðið verður uppá akstur verði næg þátttaka. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri sveitarstjori@kjos.is.

Laun vinnuskóla sumarið 2023
8   bekkur -  Fæðingar ár 2010 - 966,5 kr.
9   bekkur  - Fæðingar ár 2009- 1.022 kr.
10 bekkur  - Fæðingar ár 2008 - 1.277,5 kr.
Orlofsfé er 10,17% og greiðist á alla tímavinnu. Orlof er greitt út með launum.

 

  • Nemendur starfa í 7 klst. á dag.
  • Daglegur vinnutími er kl. 8:30–15:30.

 Algengar spurningar og svör

Hvað er Vinnuskólinn?

Vinnuskóli Kjósarhrepps er fyrir alla 14-16 ára unglingaí Kjósarhreppi. Allir sem sækja um fá starf í skólanum

Af hverju ætti ég að sækja um starf í Vinnuskólanum?

Þátttaka í Vinnuskólanum er kjörið tækifæri fyrir ungmenni til þess að öðlast reynslu af því að vinna sér inn laun á hvetjandi og jákvæðan hátt. Þar gefst unglingi færi á að taka þátt í að snyrta og hirða sveitarfélagið sitt, kynnast nýjum félögum og læra heilmikið um umhverfismál, mannleg samskipti og virðingu gagnvart vinnu.

Vinnutímabil

Börn fædd 2010 vinna frá 10. til 19. júní.
Börn fædd 2009 og 2008 vinna frá 10. júní til 1. júlí.

Hvað er ég að vinna lengi?

  • Nemendur starfa í 7 klst. á dag.
  • Daglegur vinnutími er kl. 8:30–15:30.

Fæ ég matarhlé?

Já, matarhlé er á milli kl. 12:00-13:00. Auk þess eru tveir kaffitímar, annar kl. 10:15-10:30 og hinn eftir hádegi kl. 14:00-14:15.

Hvenær fæ ég útborgað?

Laun eru greidd út eftir hvern vinnandi mánuð, 1. júlí

Aðstaða og útbúnaður

  • Þar sem vinnan fer öll fram utandyra er nauðsynlegt að nemendur hafi meðferðis hlífðarfatnað og góða vinnuskó. Vinnuskólinn útvegar nemendum vinnuhanska.
  • Aðstaða fyrir matarhlé er í öllum starfsstöðvum. 
  • Mikilvægt er að nemendur hafi með sér gott nesti og drykkjarföng því ekki er gert ráð fyrir því að farið sé í búðir í matar- og kaffitímum.
 

Hvað er þetta skattkort og hvað á ég að gera við það?

Allir launþegar á Íslandi sem eiga hér fasta búsetu og hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á svokölluðum persónuafslætti og er skattkortið til þess gert að halda utan um það. Árið 2016 voru öll skattkort gerð rafræn. Ekki er þörf á að skila inn skattkorti ef óskað er eftir að nota skattkort á umsóknarvef. Ef umsækjandi telur sig þurfa að nota ónýttan persónuafslátt frá fyrri mánuðum getur hann sent beiðni um slíkt á kjos@kjos.is og þarf þá staðfesting af þjónustuvef RSK að fylgja með.

Þarf ég að borga hluta af laununum mínum í lífeyrissjóð?

Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16 ára afmælisdaginn.

Hvert fara launin mín?

Launin eru lögð inn á bankareikning unglinganna og þurfa því allar bankaupplýsingar að fylgja umsókn. Aðeins er hægt að nota bankareikning unglingsins.

Hvert á ég að mæta?

Mæting er í stjórnsýsluhúsið Ásgarð.

Hvað á ég að gera ef ég er veik(ur)? Fæ ég borgað fyrir daginn?

Foreldrar verða að tilkynna forföll og veikinda barna sinna símleiðis til umsjónarmanns Vinnuskólans. Textaskilaboð (sms) eru ekki tekin gild. Veikindadagar eru ekki greiddir.

Má ég reykja í vinnunni?

Nei. Öll notkun nikótíns er bönnuð. 

Hverjir geta sótt um í Vinnuskólanum?

Allir unglingar sem búsettir eru í Kjósarhreppi og verða 14-16 ára (8-10 bekk) á árinu geta sótt um vinnu hjá Vinnuskólanum. 

Starfsreglur Vinnuskóla

Umsjónarmaður vinnuskólans er yfirmaður skólans eftir honum ber nemendum að fara. 

Reykingar og öll önnur tóbaksnotkun er stranglega bönnuð á vinnutíma.
Símar skulu vera stilltir á hljóðlaust og ekki notaðar sem samskiptatæki á vinnutíma Vinnuskólans.
Engin ábyrgð er tekin á slíkum tækjum á vinnutíma. Engin ábyrgð er tekin á persónulegum hlutum sem komið er með til vinnu og eru ekki nauðsynlegir til starfsins.
Öll verkfæri í eigu Vinnuskólans eru afhent nemendum með því formerkjum að þau eru á ábyrgð þeirra. Skemmdir á eigum skólans skulu greiddar af þeim sem þeim veldur.
Allir starfsmenn Vinnuskólans í Kjósarhreppi skulu stunda sína vinnu af stundvísi.
Nemendum ber að fara eftir því sem umsjónarmaður segir. 
Dónaskapur starfsmanns eða nemanda gegn öðrum verður ekki liðin. Allir tilburðir til eineltis verða tilkynntir til skrifstofu Vinnuskólans um leið og þeir gerast. Við þá tilkynningu fer af stað verkferill vegna eineltismála.
Verði misbrestur á hegðun nemanda skal verkferill vegna agamála virkjaður.

 

Örugg frá upphafi - VinnueftirlitiðVinnuvernd fræðsla fyrir ungt fólk

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?