Fara í efni

Vinnuskóli - Unglingavinna

Vinnuskóli - Unglingavinna

Kjósarhreppur starfrækir vinnuskóla / unglingavinnu á sumrin fyrir ungmenni sem lokið hafa 7. bekk til 10. bekk. Í flestum tilvikum er starf í vinnuskólum ungmenna fyrstu kynni af launaðri vinnu og leggjum við áherslu á að vel takist til og upplifunin af vinnu sé jákvæð.
Reynt er að hafa fjölbreytni í verkefnum og fræðslu, enda ýtir fjölbreytni undir vinnugleði og vinnusemi.
Umsjónarmaður vinnuskólans heldur utan um hópinn og kennir ungmennunum rétt handtök við þau verk sem unnin eru hverju sinni.

Umsjónarmaður vinnuskólans 2020 er: 

vinnuskoli@kjos.is 

Laun vinnuskóla sumarið 2020
7 bekkur - 950 með orlofi
8 bekkur - 950 með orlofi
9 bekkur  - 1.050 með orlofi
10 bekkur  - 1.500 með orlofi 

Örugg frá upphafi - VinnueftirlitiðVinnuvernd fræðsla fyrir ungt fólk

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?