Fara í efni

Sorphirða

Sorphirða

Endurvinnsluplan við Hurðarbaksholt.

Gjaldskylda er á endurvinnslustöðinni að Hurðabaksholti Kjós.
Frá og með 27. janúar 2021 verður tekin upp gjaldskylda á endurvinnsluplani Kjósarhrepps fyrir tiltekin úrgangsefni frá heimilum og fyrirtækjum. Áfram verða þó fjölmargar tilgreindar tegundir úrgangsefna undanþegnar gjaldskyldu eins og verið hefur.

Opnunartími í vetur (sept - apríl)

Miðvikudagar  Opið kl. 13:00 - 17:00
Laugardagar    Opið kl. 11:00 - 16:00 
Sunnudagar     Opið kl. 13:00 - 16:00

SorphirðudagatalGjaldskrá móttöku úrgangs í KjósarhreppiLandbúnaðarplast

Afgreiðsluferli á Endurvinnsluplani

  1. Starfsmaður tekur á móti viðskiptavini í hliði við komu á endurvinnslustöð.
    Viðskiptavinur gerir grein fyrir úrgangstegundum sem komið er með á stöðina.
  2. Greitt er fyrir gjaldskyldan úrgang eftir rúmmáli, sé um slíkan úrgang að ræða.
  3. Úrgangur er losaður í viðeigandi gáma samkvæmt leiðbeiningum starfsmanns.

Eingöngu er hægt að greiða með debet- og kreditkortum.

Úrgangur skal vera flokkaður við skil á endurvinnslustöð. 

Hvernig á ég að flokka

Net af rúllum má henda með heimilissorpi. 

Bylgjupappi

Leiðbeiningar Bylgjupappa

Pappír og pappi

Plastumbúðir

Málmar

Lífrænn úrgangur

Hvar fæ ég nýja tunnu

Ef um nýbyggingu er að ræða útvegar sveitafélagið þrjár tunnur, (alment rusl-pappír-plast). 

Ef tunna skemmist hver útvegar mér nýja

Hafa samband við skrifstofu og óska eftir nýrri tunnu eða varahlut.

Getum við bætt efni þessarar síðu?